Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 1~>V Ummæli anginum er náð „Stundum koma tímar þar , sem maður liggur og skælir og vill i bara hætta öllu saman og henda i þessu frá sér. Síð- i an koma líka tím i ar þar sem mað ur fær fólk til þess að gráta þegar maður syngur - og þá finnst manni það aftur vera þess virði. Ef ég get hreyft við tilfinningum fólks til góðs þá er mínum tilgangi náð.“ Sólrún Bragadóttir óperu- söngkona, í Mbl. Vill ekki arfann „Ef það væri bara inni í hauskúpunni, bara mínar hug- myndir, rótlausar, þá væri ég alltaf að skrifa einhverjar fom- aldarsögur Norðurlanda, og ég hef ekki áhuga á því. Ég vil að það sem ég skrifa sé rótfastara í veruleikanum en arfinn sem fýkur um allt.“ Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, í DV. Skoðanalaus og forystulaus „Samfylkingin er rammvillt; málefnin glötuðust einhvers staðar á leiðinni og þeir sem em í forsvari fyrir samfylking- arsinna virðast hneigjast til skoðanakúgun- ar. Hreyfingin er bæði skoðanalaus og forystulaus." Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður, í Degi. Um hvalveiðar „Með því að hefja takmark- aðar og skipulagðar hvalveiðar á ný sönnum við fyrir umheim- inum að við erum í stakk búin til að viðhalda hvalastofnum. Með því að gera ekkert viður- kennum við að við emm ófær um að umgangast vistkerfH hafsins og látum öðrum eftir að stjóma nýtingu sjávarspendýra og jafnvel fiskistofna síðar meir. Ragnar A. Þórsson, í Mbl. Vinna oft í kyrrþey „Vísindi hafa lengst af ekki verið sérlega vin- sæll fiölmiðlamat- ur og því hafa ís- lenskir vísinda- menn oftast unnið störf sín í kyrr- þey. Þetta er ekki vegna þess að vísindi hafi ekki verið stunduð á íslandi." Árni Björnsson læknir, í DV. Staðsetning heilsugæslustöðva og skipting landsins í læknishéruð irðahérað / O-s Norðuríandshérað eystra Norðurlandshérað vestra Austurtandshérað '4* Vesturl, Reykjavíkurhérað . ©v o> Reykjaneshérað Hörður Jóhannesson, nýr yfirlögregluþjónn í Reykjavík: í þjónustu laganna Höröur Jóhannesson, nýr yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, fór fyrst í lög- reglubúninginn 1976 þegar hann fékk sumarvinnu við löggæslustörf. Hann var þá við nám í lögfræði við Háskóla íslands. Hann vann sem lögreglumað- ur í þrjú sumur. „Ég var kominn með fiölskyldu á þessum tíma og það leiddi til þess að ég ákvað að prófa að vinna fyrir mér með náminu í einn vetur en það var veturinn 1978-1979. Sá vetur er ekki liðinn enn.“ Hörður er spurður hvort hann sjái eftir að hafa hætt í skóla. Hann hugs- ar sig um örstutta stund. „Jú, sérstak- lega seinni árin,“ seg- ir hann svo. „Ég hall- ast að því að ég hefði ábyggilega ekkert orðið siðri lög- fræðingur heldur en lögreglumaður. Yfirleitt hef ég þó reynt að klára það sem ég hef byrjað á. Mér hefur þótt gaman í lögg- unni alla tíð.“ Þótt Hörður hafi hætt í lagadeildinni sagði hann ekki skilið við skóla. Hann er með próf frá Lög- regluskólanum eins og aðrir lögreglu- menn auk þess sem hann hefur i gegn- um árin sótt námskeið bæði hér á landi og í útlöndum. Hann er kvæntur Sigríði Hjaltadótt- ur, þjónustufull- trúa í íslands- banka. Bömin eru þrjú. Hjalti er 22 ára og hefur bráð- um tölvunám. Lára er 19 ára og f er au pair í Dan- mörku. Selma er 7 ára. Áhugamál fiöl- skylduföðurins eru íþróttir, golf, útivera og sveitamennska. Síð- astnefnda áhugamálið má tengja við aö Hörður bjó i sveit sem barn og ungling- ur. Hörður segir að lögreglu- starfið sé fiölbreytt. „Ef litið er á minn starfsferil þá byrj- ar hann á því að ég var þrjú sumur við almenn lögreglustörf í Reykjavík þar sem allt var spennandi og nýtt fyr- ir manni. Þá kynntist ég nýrri hlið á mannlífinu i Reykjavík. Á þessum sumrrnn sá ég og upplifði ýmislegt sem maður býr að enn þann dag í dag því maður var svo grænn að maður vissi ekki um ýmsar bakhliðar mannlífsins í borginni." 1978 byrjaði hann i almennri lög- gæslu, 1980 byrjaði hann í rannsókn- ardeildinni hjá embættinu í Reykja- vík en 1981 hóf hann störf sem rann- sóknarlögreglumaður hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Þar var hann til 1990 en þá var hann orðinn deildar- fulltrúi. Hann var síðan skrifstofu- stjóri hjá ríkissaksóknara 1991-1992 en þá fór hann aftur til Rannsóknar- lögreglu ríkisins og var þá orðinn yf- irlögregluþjónn. Þar var hann til 1. júlí í fyrra þegar RLR var lagt niður. Þá var stofnað embætti ríkislögreglu- stjóra og hann var þar annar af tveim- ur yfirlögregluþjónum þar til honum bauðst að gerast yfirlögregluþjónn í Reykjavik. „Ég vil að í lögreglunni á hverjum tíma séu menntaðir fagmenn með metnað á sínu sviði." Hann er spurður hvort hann líti Reykjavík öðrum augum en við hin þegar vinnunni sleppir. „Ég hugsa það. En ég er ekki þar með að segja að það séu margar svartar hliðar á Reykjavík." Hann hefur kynnst ýmsu af eigin raun síðan hann fór í lögreglubún- inginn 1976. -SJ Hörður Jóhannesson. DV-mynd Hilmar Þór Maður dagsins Árni Þór- arinsson les í kvöld úr bók sinni Nóttin hefur þúsund augu. Upplestur á Súfistanum í kvöld kl. 20.30 hefst bók- arkynning á Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18. Kynningin er helguð fimm rithöfundum sem senda frá sér sfn fyrstu skáldverk fyr- ir þessi jól. Rithöfúndamir eru Ámi Sigurjónsson, sem les úr skáldsögunni Lúx, Auður Ólafsdóttir, sem les úr skáldsögunni Upphækk- uð jörð, Aðalsteinn Svanur Sigfússon, sem les úr ljóða- bókinni Kveikisteinar, Auð- ur Jónsdóttir, sem les úr skáldsögunni Stjómlaus lukka, og Ámi Þórarinsson sem les úr skáldsögunni Nóttin hefur þúsund augu. Menning Þetta er þrettánda bóka- dagskráin sem Mál og menning og Forlagið halda á Súfistanum bókakaffi á þessu bókahausti sem allar hafa verið vel sóttar og vin- sælar. Dagskráin í kvöld er óvenjuleg að því leyti að lestur rithöfundanna er túlkaður á táknmáli um leið og lesið er en þetta er í fyrsta skipti sem það er gert í bókakynningum forlag- anna. Myndgátan Tunnustafir. Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Botnleðja í Loftkastalanum í kvöld kl. 22 hefiast útgáfutón- leikar hljómsveitarinnar Botnleðju í Héðinshúsinu (Loftkastalanum). Tilefnið er útkoma plötunnar Magnyl sem komin er í búðir. Botnleðja kemur fram ásamt sér- stökum gestum. Léttar veitingar verða í boði. Miðaverð er 800 kr. Fjör á Café Amsterdam í kvöld kemur Bjarni Tryggva fram á veitingastaðnum Café Amsterdam. Á föstudag og laugar- dag mun ~ I ~ hins vegar Skemmtaiiir hin nýja--------------------- hljómsveit Kókos skemmta gestum Café Amsterdam. Meölimir Kókos eru Tómas Malmberg söngvari, Árni Bjömsson bassaleikari, Matth- ías Stefánsson gítarleikari og Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari. Karlmannleg skemmtun í kvöld kl. 21 hefst hin árlega herrafatasýning Herrafataverslun- ar Kormáks og Skjaldar í Þjóðleik- húskjallaranum. Landsktmnir skör- ungar kunna að fara með söng, gamanmál og karlmannlegan fróð- leik. Sýrupolkasveitin Hringir, ásamt gestum, leikur sérvalið efni undir sýningunni. Brídge Um þessar mundir fara fram vetr- arleikar Ameríska bridgesambands- ins í Orlando 1 Flórída. Þar eru fiór- ir íslenskir spilarar meðal þátttak- enda, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Magnús Magnússon og Sigurður Sverrisson. Keppni þar hófst fimmtudaginn 19. nóvember siðastliðinn og stendur yfir í eina viku. Nánar verður greint frá ár- angri íslendinganna í þættinum á næstu dögum. Það hefur vakið at- hygli á mótinu að sjá tvo fræga bræður spOa saman, Mike og Steve Becker. Þeir hafa ekki verið spilafé- lagar í 24 ár en hafa nú endumýjað félagsskapinn. Þeir eru báðir meðal bestu spilara Bandtuíkjanna, þá sér- staklega Mike Becker. Spilafélagi hans til margra ára var Ron Rubin, en þeir unnu meðal annars til Bermúdaskálarinnar eftirsóttu árið 1983. Hér er eitt spil frá leikunum í Orlando þar sem bræðurnir voru í vörninni. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: 4 K102 •* ÁG932 * G3 * G42 ♦ Á974 * K ♦ KD97654 * 6 4 G853 4» D87 ■f 1082 * K93 Vestur Norður Austur Ssuður 1 tígull 1 hjarta 2 lauf 2 hjörtu 2 spaðar pass 3lauf pass 3 tíglar pass 3 hjörtu pass 3 spaöar pass 4 tíglar pass 5 tiglar p/h Mike Becker, sem sat í norður, gerði mistök í vöminni en þurfti ekki að gjalda fyrir þau. Hann spil- aði út hjartaásnum í upphafi og síö- an meira hjarta. Sagnhafi trompaði heima og spilaði lágum spaða. Mike setti kónginn og hefði nú átt að spila laufi til að koma í veg fyrir upprennandi þvingun. Hann spilaði hjarta þess í stað sem sagn- hafi trompaði heima. Nú kom tígull á ásinn, spaðadrottning tekin og hjarta trompað heim. Steve henti laufi í fiórða hjartaö. Sagnhafi tók nú tvo tígla til viðbótar, spaðaásinn og spilaði síðasta tíglinum. Steve var kominn niðm á spaðagosann blankan og K9 í laufi og hann henti laufníunni umhugsunarlaust. Sagn- hafi lá lengi yfir stöðunni, áður en hann ákvað að svína laufdrottn- ingu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.