Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Síða 19
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 19 Sé eignaskatturinn þyrnir í augum má losna við hann á einfaldan hátt: Ríkistryggð bréf keypt fyrir lánsfé - seld eftir áramót og skuldin gerð upp Eignaskattur er mörgum þyrnir í augum enda er veriö að borga skatt ár eftir ár af sömu eigninni, oft íbúð eða húsi. Að auki er eignaskattur hár á íslandi miðað við aðrar þjóð- ir. Eignaskattur er reiknaður út frá eignaskattsstofni sem er hrein eign, þ.e. eign að frádregnum skuldum. Til eigna teljast allar fasteignir, bú- peningur, lausafé sem ekki er heim- ilt að fyma og ekki er notað í at- vinnurekstri eða sjálfstæðri starf- semi, vörubirgðir, hutabréf á nafn- verði, erlendir peningar, innstæður og kröfúr o.fl. Tvö þrep Ekki verður farið í það hér hvemig eignaskattsstofn er reikn- aður. En um tvö skattþrep er að ræða: eignaskatt sem nemur 1,2% og sérstakan eignaskatt (Þjóðarbók- hlöðuskatt) sem nemur 0,25%. Til að greiða eignaskatt verður hrein eign einstaklings að vera meiri en 3.651.249 krónur. Hjón mega eiga tvöfalt meira eða 7.303.498 krónur áður en þau byrja að greiða eignaskatt. Sérstakan eignaskatt byrja ein- staklingar að greiða þegar þeir eiga meira en 5.277.058 krónur í hreinni eign. Hann leggst þá ofan á eigna- skattinn og skattprósentan verður því 1,45%. Hjón mega hins vegar eiga hreina eign að verðmæti 10.554.116 krónur áður en eigna- skattsaukinn leggst á þau. Gripið til aðgerða Á álagningarseðlinum, sem kem- ur inn um lúguna í byrjun ágúst, má sjá hver eignaskattsstofninn er. Hafi menn greitt eignaskatt og vita að eignirnar hafa aukist á árinu sem er að líða geta þeir gripið til að- gerða til að losna við eignaskattinn. Reyndar verður að reikna út áður hvort þær aðgerðir svari kostnaði. Aðgerðirnar ganga einfaldlega út á það að fá lánsfé, t.d. yfirdráttar- heimild, í banka eða sparisjóði og nota féð til kaupa á rikistryggðum bréfum sem ekki eru eignaskatts- skyld - ríkisskuldabréfum, ríkis- víxlum eða húsbréfum. Við áramót á viðkomandi eignaskattsfrjálsa eign upp á ákveðna upp- hæð og skuldar sömu upphæð í bankanum. Skuldin kemur til frádráttar við útreikning á eignaskatts- stofni. Einfaldað dæmi getur litið svona út: Hjón eiga hreina eign upp á 10 milljónir króna. Þau greiða 32.360 krónur í eigna- skatt. Til að fara með hreina eign niður að lágmarkinu fyr- ir eignaskatt, úr 10.000.000 kr. niður í 7.303.498 kr., fá þau 2.700.000 kr. yf- irdrátt, t.d. í desember, og kaupa ríkis- skuldabréf fyrir sömu upphæð. Eftir mánuð, í janúar, selja þau bréfin og fá ávöxtun af þeim. Kostnaðurinn við yfirdráttinn (14,95%) er um 32 þús- und krónur fyrir einn mánuð. Það er svipað og fjármagnstekjuskattur- inn. Ávöxtun bréfanna ætti síðan að gefa um 10-12 þúsund krónur sem er hreinn hagnaður við aðgerð- ina. Þetta dæmi lítur síðan betur út því hærri sem upphæðirnar eru. -hlh Bpiartltittt prétMfe Eignarskattur og sérstakur eignarskattur Bnst. Hjón 10.554J16 mill. kr. 1,45% 1,45% Hjón 1,2% 7.303.498 * P ■ 1,2«'" ifz% Hjón 3K917M ^ 1.2% 0% Ðnstaklinpjr 0% Refsiákvæðum beitt greiði menn ekki í lífeyrissjóð: 10 prósent af reiknudu endurgjaldi Frá og með 1. júlí í sumar var öllum sem þiggja laun gert skylt að greiða 10% af launum í lífeyris- sjóð. Með þessum reglum var ekki síst verið að ná til sjálfstæðra at- vinnurekenda og einyrkja hvers konar auk þeirra sem sinnt hafa verktöku meðfram fastri vinnu. Ið- gjaldagreiðslur þessara aðila hafa í mörgum tilfellum verið litlar eða alls engar. Greiðsla iðgjalda hjá sjálfstæð- um atvinnurekendum eða einyrkj- um miðast við reiknað endurgjald sem tekið er fram i reit F á Skila- grein vegna launagreiðslna, ljós- bláa miðanum frá ríkisskattstjóra. Sé reiknað endurgjald 74.900 krón- ur nemur iðgjaldið 10% af þvi eða 7.490 krónum. Iðgjald þetta skal þá greitt í lífeyrissjóð eða viður- kenndan séreignasjóð. Þeir sem hafa tekjur af verktöku meðfram fastri launaðri vinnu verða einnig að greiða 10% lífeyr- isiðgjald af reiknuðum launum eða endurgjaldi. Sé um óreglulega verktöku að ræða eða alls óvist um tekjur kemur reiknað endur- gjald einfaldlega fram við uppgjör eftir áramót þegar rekstrarreikn- ingur liggur fyrir. Er þá hægt að greiða 10% iðgjald í lifeyrissjóð samkvæmt því. Upplýsingar bornar saman Nú, þegar rúmur mánuður er til áramóta, huga sjálfsagt margir að þessum málum og hugsa með sér anburður hefur reyndar verið fram- kvæmdur síðastliðin ár og hefur bjargað þúsundum aðila sem gleymt hafa að tilgreina iðgjöld í lífeyris- sjóði, sem eru frádráttarbær, á skattskýrslunni. „Þetta gerist þannig að tölvukerf- RSK Slaðgreiðsla opinberra gjalda Skilagrein vegna launagreiðslna |( ii II í j 999999-6669 10 1998 í*$ «ííw5í^ H >&&&&& ? — ú 4 p _ f S JH5is**5T y | iawRSpS'riisjjíeey 9. Mfc 326 j Jón Jónsson Langloku 16 999 Vaxtabæ \ ***•» — | ,«sfK«(.Án ttnfjujtfjúSl! 4 697 1 O **%*«&<&W&S 4. 629 ]f *,***> C 74 .900 3 ] Ai B *£- SlWMtrfiji’íi; 93 .552 \ 1 ***** | ÍWittt 't*,n | _ J Skatturinn inn- heimtir ekki - En hvað með mann sem borgar ekki krónu í lífeyrissjóð? „Það er ekki skattayfirvalda að meta það en það er ákvæði í lögunum sem refsar mönnum fyrir slíkt. Lrfeyrisiðhjald: , 10%=7.‘ hvað gerist hafl þeir ekki greitt iö- gjöld eins og þeim ber. Samkvæmt lögum var skattayfirvöldum gert að fylgjast með greiðslu iðgjalda af launum. Steinþór Haraldsson, yfirlögfræð- ingur hjá Ríkisskattstjóra, segir að á næsta ári verði keyrðar út launa- upplýsingar sem bornar verða sam- an við iðgjaldagreiðslur. Þessi sam- ið hjá okkur leitar að viðkomandi kennitölu alls staðar, hjá öllum líf- eyrissjóðum og launagreiðendum, og þá kemur fram hvort samræmi er milli launagreiðslna og reiknaðs endurgjalds og síðan iðgjalda. Þeir sem ekki hafa ekki staðið skil á ið- gjöldum eiga þá að koma upp á mis- munalista hjá okkur,“ segir Stein- þór. Það er þá hið opinbera sem fram- fylgir því. Skatturinn er einungis upplýsinga- gjafi." í samtölum við starfs- menn lífeyrissjóða kom fram að enn væri á huldu hvemig þeir sem ekki geiddu lífeyrisiðgjöld yrðu „eltir uppi“. Sá misskilningur hefur verið á kreiki að greiði menn ekki í lífeyris- sjóð muni iðgjaldið verða innheimt með álagningarseðlinum í ágúst. Þá verði margir fyrir 10% álögu og ið- gjöldin rukkuð af launum manna það sem eftir lifir árs. Þessi hugmynd kom reyndar fram í upphaflegum frumvarpsdrögum en var varpað fyrir róða. -hlh Bílalán á ör- skots- stundu Aldrei hefur verið auðveld- ara en nú að fá bílalán. Gerð hafa verið reikniforrit vegna fjármögnunar bfiakaupa sem þýða að sölumaður í bílaum- boði getur fengið svar við um- sókn um bílasamning á 10-15 sekúndum. Lýsing prófaði beintengingu hjá nokkrum bílaumboðum á höfuðborgar- svæðinu í sumar og gekk vel. Sé kaupandinn 25 ára, með til- skilda útborgun og ekki skráð- ur á vanskilalista, getur sölu- maðurinn fengið samþykki og umsóknamúmer um tölvu á örskammri stundu. Nú er búið að koma á þessari beinteng- ingu í flest bílaumboð á höfuð- borgarsvæðinu og nokkur um- boð á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.