Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 21
20 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 21 Iþróttir íþróttir Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari: Ekki eins áhyggjufullur „Eftir þennan leik er ég ekki eins áhyggjufullur og ég var viö að fara til Ungverjalands. Við getum spilað örlít- ið betri vörn og þurfum að laga sóknarleikinn. Við vor- um að sækja of mikið ofan í þá á miðjunni og þá sér- staklega þegar við vorum að tapa niður forskotinu. Og þá vorum við líka að misnota mög dauðafæri. Þannig að það er allt sem segir okkur að við getum alveg eins unn- ið leikinn í Ungverjalandi eins og þeir. Ungverjamir spiluðu nákvæmlega eins og ég er búinn að sjá þá spila. Þeir eru vel samæfðir enda að spila margir með sama liðinu. Núna á ég eftir að kryfla þennan leik og í fram- haldinu að ákveða hvort ég geri breytingar," sagði Þor- björn Jensson landsliðsþjálfari. Varnarleikurinn og markvarslan til fyrirmyndar „Það var mjög erfitt að horfa á leikinn. Ég ætlaði að vera rólegur en ég gat það ekki. Ég var mjög ánægður með vinnsluna í liðinu. Vamarleikurinn og markvarslan var til fyrirmyndar og bjó til þetta forskot sem hðið náði. Óða- gotið varð hins vegar fúllmikið þegar viö vorum komnir 7 mörkum yfir. Við hefðum þurft að spila örhtið klókari bolta undir lokin. Um framhaldið er það að segja að það ræðst mikið af því hvort við þurfum að ná í stig eða tapa með tveimur mörkum. Strákamir fara auðvitað í leikinn með því hugarfari að vinna,“ sagði Geir Sveinsson, sem fylgdist með félögum sínum úr stúkunni. Við förum áfram „Ég var búinn að segja fyrir leikinn að auöveldasta leiðin væri að vinna leikinn hér heima og ná í stig úti. Það hefði ekki verið betra að vinna stóran sigur því þá hefðum við þurft að verjast en nú þurfum við að sækja. Við eigum góða möguleika ef við leggjum okkur svona vel fram eins og í þessum leik. Við eigum samt meira inni og ég hef alltaf haldið því fram að við vinnum riðilinn og fóram áfram,“ sagði Valdimar Grímsson. -GH Vörnin og markvarslan var í góðu lagi hjá íslenska liðinu í gærkvöld gegn Ungverjum. Þegar aðeins stundarfjórðungur var eftir af leiknum hafði ungverska liðið aðeins skorað 14 mörk hjá því íslenska. Hér er besti leikmaður Ungverja, József Eles, að reyna markskot. Það er eins gott fyrir okkar menn að hafa góðar gætur á honum í síðari leik þjóðanna ef ekki á illa að fara. íslendingar mæta Ungverjum aftur á sunnudaginn og þann leik verða íslendingar að vinna. Island (13) 22 Ungveijaland (10) 19 1-0, 2-1, 3-2, 5-3, 7-4, 8-5, 10-6, 12-7, 12-9, (13-10), 13-11, 14-12, 17-12, 18-13, 21-14, 21-18, 22-18, 22-19. Mörk íslands: Gústaf Bjarna- son 5, Patrekur Jóhannesson 4, Róbert Sighvatsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Valdimar Gríms- son 4/3, Bjarki Sigurðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15. Mörk Ungverjalands: József Eles 6/2, László Sótonyi 4, György Zsigmond 4, István Pásztor 3, Balázs Kertész 1, Ist- ván Gulyás 1. Varin skot: János Szatmári 11/1. Brottvísanir: ísland 8 mín., Ungverjaland 10 mín. Dómarar: Vaclav Kohout og Ivan Dolejs, Tékklandi. Góðir í heildina, lentu í vandræðum í hamaganginum í seinni hálfleik en komust út úr því. Áhorfendur: 3.500, full höU og mögnuð stemning. Maður leiksins: Guðmund- ur Hrafnkelsson. Yfirburða- maöur f liði íslands. Munum keyra upp hraðann á heimavelli - sagöi László Sótonyi, leikstjórnandi Ungverja „Þetta var slags- málaleikur og á köfl- um ekki líkur hand- bolta. Við getum ekki verið annað en sáttir við úrslitin en þau voru á þann veg sem við höfðum rætt fyrir leikinn. íslenska vörn- in var okkur erfið og markvörðurinn sömu- leiðis en hann var besti maður liðsins. Síðari leikurinn verð- ur svipaður þessum, barátta út í gegn en við munum keyra upp hraðann og spila betur en við gerðum í þess- um leik,“ sagði László Sótonyi (nr. 4) leik- stjórnandi ungverska liðsins. „Þetta var leikur tveggja sterkra varna en ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn þó svo hann hefði mátt vera stærri. Ég met möguleika okk- ar á að komast áfram mjög góða. Ef við höld- um sömu stemningu í liðinu og baráttu er ég ekki smeykur," sagði Guðmundur Hrafn- kelsson. „Við vorum að klikka of mikið úr dauðafærunum og þar af leiðandi var sigur- inn ekki eins stór. Við vitum alveg stöðuna fyrir síðari leikinn. Ég reikna með þeim mjög grimmum á sínum heimavelli og við meg- um passa okkur á að verða ekki of varkár- ir,“ sagði Bjarki Sig- urðsson. „Vörnin var mjög góð hjá okkur en í sókninni voru við kannski að flýta okkur of mikið. Þessi sigur verður bara að duga. Þeir koma til með að spila hraðari bolta í seinni leiknum og við verðum bara að vera tilbúnir aö mæta því,“ sagði Patrekur. -GH tlHArgRR riðill Island-Ungverjaland..........22-19 Finnland-Sviss ............i kvöld Ungverjal. 5 3 0 2 133-111 6 ísland 5 4 0 1 121-1016 Sviss 4 2 0 2 92-106 4 Finnland 4 0 0 4 79-107 0 Finnland leikur gegn Sviss í dag kl. 16.30 aö íslenskum tíma. Guðm. Guðmundsson: „Ég saknaði Duranona" „Ég var mjög ánægður með leik liðsins á köflum, bæði í vöm og sókn. En þegar upp var staðið var það sóknarleikurinn sem varð okkur að falli. Síðari háifleikurinn var ekki nægilega góöur, þar var mjög mikið af mistökum og ég saknaði Duranona sárlega. Ég tel aö hann hefði getað nýst okkur mjög vel vinstra megin, það var mjög lítil ógnun þar síðustu 20 mínúturnar, og Ólafur fann sig ekki hægra megin. Þetta var því mjög erfitt og á brattann að sækja í sóknarleiknum. Vömin og stórkostleg markvarsla héldu liðinu uppi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram. _yg Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Framara. - mikill klaufaskapur íslenska liðsins kom í veg fyrir stóran sigur á Ungverjum í stað aðeins þriggja marka sigurs, 22-19 Gústaf Bjarnason var markahæsti leikmaður íslenska liðs- ins gegn Ungverjum og fagnar hér einu markanna. Það er yfirleitt venjan að kætast yfir sigmm, ekki síst ef lið númer 4 í síðustu heimsmeistarakeppni er lagt að velli í mikilvægum leik eins og þeim sem fram fór í Laugar- dalshöllinni í gærkvöld. En það var erfitt að fagna mikið eftir 22-19 sig- urinn á Ungverjum - einfaldlega vegna þess að það var mikill klaufa- skapur að vinna ekki mun stærri sigur og styrkja stöðuna í einvíginu við Ungverja um Egyptalandsför enn betur. En - sigur var það samt, og nú bíður íslenska liðsins svipað dæmi og fyrir HM í Kumamoto. Að fara á erfiðan útivöll og sækja þangað stig. Það er þó hætt við að suðupotturinn í Nýiregyháza á sunnudaginn verði þyngra dæmi en Álaborg var um árið. Stig verður ísland að fá - nema Finnar taki stig af Sviss í kvöld eða á sunnudaginn. Þá myndi tveggja marka tap nægja. Vörnin og markvarslan drógu þennan sigur að landi. Hvorttveggja var í hæsta gæðaflokki, baráttan í vörninni með Júlíus Jónasson í aðalhlutverki var gífurleg frá upp- hafl og Guðmundur Hrafnkelsson var í sínu besta formi fyrir aftan hana. Það var hins vegar sóknarleik- urinn sem brást. Hann skilaöi ekki nema 13 mörkum í hús, hin níu komu úr hraðaupphlaupum. Þetta vom stóru vonbrigði kvöldsins. Með eðlilegum sóknarleik hefði þessi leikur unnist með 10 mörkum. Góð tækifæri til að ná meira en fimm marka forskoti í fyrri hálfleik fóru í súginn og aftur þegar 10 mínútur voru eftir og staðan 21-14. Það vant- aði ógnunina fyrir utan og augljóst að Róbert Julian Duranona hefði verið góður liðsstyrkur síðasta korterið. Því miður var hann ekki í hópnum og það eru mistök. Jú, það vom ljósir punktar í sókn- inni, Róbert Sighvatsson og Gústaf Bjarnason. Þeir nýttu sín færi vel. Dagur Sigurðsson og Patrekur Jó- hannesson vom mennimir á bak við flest mörkin, bæði úr hefðbundnum sóknum og með frábærum send- ingum í hraðaupphlaupunum. Þeir eiga það hins vegar sameiginlegt að vanta aga og yfirvegun þegar mest liggur við og gera sig seka um ótrú- leg mistök af og til. Þá hefúr lengi skort herslumun til að komast í virkilegan heimsklassa og virðast seint ætla að ná honum. Ungverjar voru slegnir út af lag- inu með grimmdarvörn og Ijóst er að ekkert annað en endurtekning á þeirri baráttu dugir á sunnudaginn. Þorbjörn hafði greinilega unnið heimavinnuna vel, sóknarleikur ungverska liðsins var brotinn niður. Hvort það dugar aftur er hins vegar spurningin. Ungverjar eru með sterkt lið og hafa eflaust dregið sinn lærdóm af þessum slag. József Eles hugsar eflaust íslendingum þegjandi þörfma eftir slagsmálin í gærkvöid og verður sá maður sem mest ríður á að stöðva í Nýiregyháza. Ef það tekst ekki eiga íslendingar ekki annað erindi til Egyptalands næsta vor en að skoða pýramída. -VS íþróttafréttir eru einnig á bls. 22 Þorbjörn þjálfari og Júlíus fyrirliði hvetja félagana í Höllinni í gærkvöld. Kristján Arason, þjálfari FH- inga I Nissandeildinni. Kristján Arason: „Góð vörn og markvarsla" „Vörnin og markvarslan vom mjög góð, sem og hraðaupp- hlaupin. Vandamálið var að við skoruðum of fá mörk fyrir utan. Við verðum að vinna leikinn í Ungverjalandi á þessum atrið- um. Þetta mun ráðast á varnar- leiknum ásamt markvörslunni í Ungverjalandi, og að skora úr hraðaupphlaupum. Ungverjar spiluðu fantagóða vörn en sókn- arleikur þeirra er ekki beysinn. Það verður mjög erfítt að spila úti. Ef sóknin væri beittari væri maður kannski ekki svo smeyk- ur,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, við DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.