Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Iþróttir Rúnar í sigtinu hjá Aberdeen Rúnar Kristinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu og leikmaður Lilleström, gæti verið á leið til skoska A-deildar liðsins Aberdeen. Hann kom til Noregs í gærkvöldi eftir að hafa æft með skoska liðinu í tvígang og forráðamenn félagsins vilja fá hann út aftur. „Það voru þannig aðstæður heima að ég varð að fara en þeir vOja fá mig aftur. Ég reikna því með að fara aftur til Aberdeen i byrjun desember. Það kemur vel til greina af minni hálfu að ganga til liðs við félagið en ég á eftir að sjá hvað liðið hefur fram að færa og eins eiga klúbbamir eftir að ræða saman,“ sagði Rúnar við DV í gær en hann á 2 ár eftir af samningi sínum við Lilleström. 35-55 milljónir króna Alex Miller, stjóri Aberdeen, sagði í samtali við skoska fjölmiðla í gær að hann vissi töluvert um Rúnar en hann yrði samt að sjá hann í leik áður en honum yrði boðinn samningur við félagiö. Þá kom það fram í blöðum í Skotlandi að Rúnar væri falur fyrir 35-55 milljónir króna. -GH íi MÍ9ITARADEILDIN A-riðill: Olympiakos-Porto 2-1 1-0 Gogic, 2-0 Djordjevic, 2-1 Zahovic. Ajax-Croatia Zagreb . . . 0-1 Simic. 0-1 Olympiakos 5 3 11 7-5 10 Ajax 5 2 12 4-3 7 Croatia Z. 5 2 12 4-6 7 Porto 5 113 8-9 4 B-riðill: Rosenborg-Athletic Bilbao . . 2-1 1-0 Börensen, 2-0 Sörensen, 2-1 Perez. Galatasaray-Juventus . . . frestað Rosenborg 5 3 11 9-7 10 Galatasaray 4 12 15-5 5 Juventus 4 0 4 0 4-4 4 Bilbao 5 0 3 2 4-6 3 C-riðill: Inter Milano-Real Madrid . . . 3-1 1-0 Saraorano, 1-1 Seedorf, 2-1 Baggio, 3-1 Baggio. Spartak Moskva-Sturm Graz . 0-0 Inter 5 3 11 7-5 10 R. Madrid 5 3 0 2 15-7 9 Spartak M. 5 2 2 1 8 Sturm Graz 5 0 1 4 2-14 1 D-riðiil: Bayem Munchen-Brondby . . . 2-0 1-0 Jancker, 2-0 Basler. Barceiona-Manchester Utd . . 3-3 1-0 Anderson, 1-1 Yorke, 1-2 Cole, 2-2 Rivaldo, 2-3 Yorke, 3-3 Rivaldo. Bayern M. 5 3 1 1 8-5 10 Man.Utd 5 2 3 0 19-10 9 Barcelona 5 1 2 2 9-9 5 Bröndby 5 1 0 4 4-16 3 E-riðill: Arsenal-Lens................0-1 0-1 Debeve. Dynamo Kiev-Panathinaikos . 2-1 0-1 Laogonikakis, 1-1 Rebrov, 2-1 Basinas. D. Kiev 5 2 2 1 8-6 8 Lens 5 2 2 1 4-3 8 Panathinaik. 5 2 0 3 5-6 6 Arsenal 5 12 2 5-7 5 F-riðill: HJK Helsinki-PSV Eindhoven .1-3 0-1 Nistelrooij, 0-2 Nistelrooij, Lehkosuo, 1-3 Nistelrooij víti. 1-2 Benfica-Kaiserslautern , 2-1 1-0 Gomes, 2-0 Pinto, 2-1 Rische. Kaiserslaut. 5 3 11 7-4 10 Benfica 5 2 12 6-7 7 PSV 5203 8-9 6 HJK 5122 6-7 5 Leikmenn Barcelona og Manchester United buðu aftur upp á markaveislu i gærkvöld er liðin skildu jöfn, 3-3, í meistaradeild Evrópu. Sömu lokatölur litu dagsins Ijós á Old Trafford á dögunum. Stærri myndin er úr leiknum en á minni myndinni fagna leikmenn Lens sigrinum á Arsenal. Reuter wm Valur vann stórsigur á ÍR, 27-14, í 1. deild kvenna í handknattleik í gær- kvöldi. Valskonur náðu strax undir- tökunum í leiknum og höfðu 7 marka forskot í hálfleik, 14-7. Norúmenn tryggóu sér í gærkvöldi sæti i úrslitakeppni HM i handknatt- leik meö því að leggja Tékka á heima- velli, 25-20, i 2. riðli undankeppninn- ar. í sama riöli unnu Tékkar sigur á Israelum, 28-26. Norðmenn eru meö 8 stig þegar þeir eiga einum leik ólokið og næstir koma Tékkar og Tyrkir meö 5 stig. Frakkinn Jean-Michel Ferri, sem leikur með Istanbulspor í Tyrklandi, er á leiö til Liverpool. Hann þykir öfl- ugur varnarmaður sem á að baki 5 landsleiki fyrir Frakka. Jónas Egilsson var endurkjörinn formaður Frjálsþróttasambandsins til næstu tveggja ára á þingi sambands- ins sem haldiö var í Reykholti um síöustu helgi. Aðrir í framkvæmda- stjóm voru kjömir: Þórarinn Sveinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guömundur Sigurósson og Gunn- laugur Karlsson. Aðrir stjórnar- menn ero: Siguróur Haraldsson, Ingveldur Ingibergsdóttir, Birgir Guójónsson, Ásbjörn Karlsson, Dóra Gunnarsdóttir, Elísabet Brand og Kristin Gísladóttir. Rekstur FRlbatnaöi um 3 milljónir króna á milli síöustu tveggja ára eða úr 1,6 milljóna króna hallarekstri í 1,5 milljónar króna hagnað 1 ár. -GH Aftur markaregn - þegar Barcelona og Man. Utd skildu jöfn, 3-3, á Spáni Leikmenn Barcelona og Manchester United buðu enn og aftur upp á sex marka leik er liðin léku síðari leik sinn í meistaradeild Evrópu á Spáni í gærkvöld. Lokatölur 3-3 og staða United er mjög góð. Barcelona á aftur á móti ekki möguleika á að halda áfram í keppninni eftir jafnteflið í gær- kvöld. Leikmenn United fengu kjaftshögg strax eftir 49 sekúndur er Anderson kom Barcelona yfir. United náði tvívegis yfirhöndinni en leik- menn Barcelona jöfnuðu jafnharðan. Leikur Man. Utd og Bayern Munchen á Old Trafford sker úr um hvort liðið nær efsta sætinu í riðlinum. Arsenal lék á Wembley gegn frönsku meistur- unum í Lens. Frakkarnir sigruðu og möguleikar Arsenal eru úr sögunni. Liðið er í neðsta sæti riðilsins. Norsku meistaramir í Rosenborg eru enn á sigurbraut og sigur liðsins gegn Atletico Madrid í Noregi var sanngjarn. -SK Aldrei moguleiki - tólf stiga ósigur gegn Hollendingum í körfunni íslendingar sóttu ekki gull i greipar Hollendinga í gær er þjóð- irnar léku í undanúrslitariðli Evr- ópumótsins í körfuknattleik. Hol- lendingar sigruðu með tólf stiga mun, 77-65. Staðan í leikhléi var 41-30 Hollandi í vil. íslenska liðið lék mjög vel í þyrj- un og komst í 18-24. Þá kom afleit- ur kafli hjá okkar mönnum og Hol- lendingar skoruðu 20 stig gegn að- eins tveimur stigum íslendinga. í síðari hálfleik náðu íslendingar að minnka muninn niður í 5 stig en Hollendingar voru sterkari á endasprettinum. Hermann Hauksson var stiga- hæstur í íslenska liðinu með 21 stig. 18 af stigum hans komu eftir þriggja stiga körfur. Guðmundur Bragason skoraði 15 stig og Teitur Örlygsson var með 10 stig. Edward van der Sluir var stiga- hæstur í liði Hollendinga með 18 stig og skoraði hann þau öU fyrir utan þriggja stiga línuna. I riðli íslendinga voru tveir aðrir leikir í gær. Eistlendingar töpuðu naumlega fyrir Króatíu, 76-82, og Bosnía tapaði stórt á heimaveUi fyrir Litháum, 57-87. Næsti leikur íslendinga verður gegn Eistum í LaugardalshöU á laugardag. -SK Herbert Arnarson og félagar hans í íslenska landsliöinu töpuöu fyrir Hollendingum í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.