Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingan 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hreinsunareldur? Markmið sameiningar jafnaðarmanna hefur lækkað niður í sögulega sátt Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og er um það bil að lækka enn frekar niður í kosninga- bandalag nokkurra þingmanna um atvinnu sína á tím- um einstæðs fýlgishruns í stjómarandstöðu. Langur vegur er firá gömlum draumum um, að sam- fýlkingu félagshyggjuflokka í borgarstjóm Reykjavíkur megi yfirfæra á landsvísu. Strax varð ljóst, að Framsókn- arflokkurinn taldi Reykjavík tveggja messa virði, en vill að öðm leyti fátt af A-flokkunum vita. Langur vegur er frá draumum sumra um, að yfirfæra megi sigra jafhaðarmanna víðs vegar um Vestur-Evrópu á íslenzkar aðstæður. Langdregin og loðin stefnuskrá sameiningarframboðsins hindraði þetta strax, auk þess sem sigurleiðtogi hefur aldrei verið í augsýn. Um þessar mundir em A-fLokkamir að bíta af sér Kvennalistann, sem hafa átti til skrauts í samkvæminu. Þegar þeir áttuðu sig á, að skrautið var ekki ókeypis, fór áhugi þeirra að daprast, enda var hann í ósamræmi við óskir þingmanna um framhald á atvinnu sinni. Á liðnu hausti hefur samfylkingin staðið í ströngu við túlkun og málsvöm óvinsællar stefnuskrár, við ósæmi- legt skæklatog um hlutaíjáreign einstakra framboðsaðila í samfylkingunni, við sams konar skæklatog um stöðu einstakra þingmanna. Þessi harmleikur stendur enn. Um leið hefur hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnt, að samfylkingin nýtur lítils stuðnings kjósenda. Hún fær í mesta lagi 20% fylgi og tólf þingmenn, það er að segja sögulegt lágmark. Enda stendur metnaður henn- ar ekki lengur til meiri stjómmálaffama að sinni. Enn alvarlegra er, að samfylkingin hefur aðeins 8% fylgi meðal yngstu kjósendanna og er þannig að sigla inn í framtíðina sem fámennur sértrúarfLokkur. Ekki einu sinni þessi staðreynd fær adrenalínið til að renna í æð- um dasaðra og máttvana samfylkingarsinna. Þetta gerist, þegar flokkar samfylkingarinnar era allir í stjómarandstöðu og ættu að geta nýtt sér hefðbundna fylgisaukningu slíkra flokka. í staðinn hefur þeim tekizt að ýta fi-á sér Evrópukrötum, vaðmálssósíalistum og fif- ilbrekku-konum og er orðin að fámennum klúbbi. Eftir sitja hinir bæjarradikölu höfundar sameiningar- innar og þurfa nú að þola togstreitu þingmanna um pláss í reiða strandskips, þar sem hinir neðstu munu sogast í burtu með útfalli kosninganna. Ekkert stendur eftir af væntingunum, sem tengdust Reykjavíkurlistanum. í hremmingunum halda sameiningarmenn í vonina um, að ósigurinn í næstu kosningum verði ekki annað en nauðsynlegur hreinsunareldur hinnar sögulegu sáttar A-flokkanna tveggja. í rústum dómsdags finnist upphafs- punktur göngunnar inn á óþekkta ódáinsakra. Með þessari metnaðarlitlu óskhyggju era sameiningar- sinnar að fresta umtalsverðum þætti uppgjörsins við for- tíðina fram yfir kosningar, af því að þær einar séu fær- ar um að sýna ffam á, að nýir leiðtogar þurfi að taka við af slagsmálahundum líðandi stundar. í leiðurum þessa blaðs hefúr löngum verið spáð, að sameiningin mundi koðna niður í farvegi sögulegrar sáttar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og að fylgi muni kvamast í aðrar áttir. Þetta er allt að koma í ljós og reyn- ist ekki vera ungu fólki gimilegur kostur. Ef til vill er þetta ferli eins konar söguleg nauðsyn, eins konar goðsaga um dómsdag og upprisu. Ef til viIL leynist langtímabirta að baki skammtímahrunsins. Jónas Kristjánsson „íslensk fyndni var góð bók en mættum við biðjast undan þessari útgáfu?" Sex kjördæmi Kjördæmi 1: Vesturland, Vestfirðir og Noröuriand vestra Kjördæmi 2: Norðurland eystra og Múlasýslur. Kjördæmi 3: A-Skaftafellssýsla, Suöurland og Suöurnes. Kjördæmi 4: Hafnarfjörður, Garöabær og Kópavogur. Kjördæmi 5: Reykjavík A. Kjördæmi 6: Reykjavík B. Skoplegar kjör- dæmatillögur þmgmönnum í hverju. Búin eru til þrjú risa- stór landsbyggðarkjör- dæmi og þrjú kjördæmi á höfuðborgarsvæðinu. Þau fyrmefndu spanna mestan hluta landsins, þau síðamefndu yfir skikann frá Haiharfirði norður í Hvalfjörð. Þetta er fráleit nálgun og hlaut að leiða til fá- ránlegrar niðurstöðu. Norðausturkjör- dæmi helmingur íslands! Það þarf ekki annað en líta til svonefnds Norð- austurkjördæmis til að átta sig á í hvers konar : " ' „Skoplegust er sú hugmynd nefndarinnar að skipta höfuð- borginni í tvö kjördæmi. Sumir nefndarmenn hafa rökstutt það með því að þá geti þingmenn far- ið að reka erindi fyrir vestur- bæinga svipað og þingmenn landsbyggðarinnar fyrir sína um- bjóðendur!“ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Frumvarp forsæt- isráðherra um stjómarskrárbreyt- ingu vegna kjör- dæmaskipunar og meðfylgjandi tillaga stjómskipaðrar nefndar era afar mislukkuð smíð. Með samþykkt þeirra væri stigið óheillaspor í stjóm- skipan íslands. Er það illt því að ís- lendingar hefðu þörf fyrir annað, bæði landsbyggð og höfuðborgarsvæði. Fráleit nálgun Undirritaður er ekki andsnúinn því að færð séu til þingsæti vegna bú- ferlaflutninga eins og oft hefúr verið gert áður á þessari öld. Með því er ver- ið að koma til móts við gagnrýni, sem þó er sumpart lítt grunduð eða byggð á misskilningi. Nú- verandi kerfi tryggir góðan jöfn- uð milli stjóm- málaflokka við út- hlutun þingsæta og þannig fá flokkar þingsæti nokkum veginn í samræmi við fylgi þeirra meðal þjóðarinnar. Tillögur kjördæmanefhdarinnar frá 6. október 1998, undirritaðar af fulltrúum þingflokka á Alþingi annarra en Þingflokks óháðra, byggjast að mínu mati á rangri grunnhugmynd. Með þeim er stefnt að 6 kjördæmum með 10-11 ógöngur hér er stefiit. Það kjör- dæmi spannar yfir hátt í helming af flatarmáli íslands og næði frá Tröllaskaga suður á Skeiöarár- sand. Þingmenn sem ætlað er að sinna þessu kjördæmi þurfa að vera í frískara lagi ætli þeir sér að öðlast þekkingu á hag byggðarlaga á þessum eystri helmingi íslands og halda þar uppi sambandi við kjósendur! Kannski er ekki að slíku stefht af tillögumönnum, en hvers vegna er þá ekki bmgðið á það ráð að gera landið að einu kjördæmi? Ég hef ekki verið slíkri tilhögim meðmæltur, en slfkt væri þó mun vitrænni niðurstaða en það sem hér er lagt til. íslensk fyndni endurútgefin Friðrik Sophusson leiddi kjör- dæmanefhdina sem í áttu sæti 5 af höfðuðborgarsvæði auk Valgerðar Sverrisdóttur. Það er eitthvað meira en litlu ábótavant í landa- fræðikunnáttu þessa fólks. Ég full- yrði að ef notið hefði sjónarmiða víðar að af landinu í slikri nefnd hefðu slíkar tillögur aldrei verið festar á blað. Hugmyndin um álíka fjölmenna þingmannahópa í hverju kjördæmi hefur leitt þetta grandvara fólk á slíka refilstigu að það skeytir engu um staðhætti. Nefndarmenn hefðu verið ögn betur staddir ef fom skipting landsins í fjórðunga hefði hvarflað að þeim. Kannski er ekki um sein- an að rifja hana upp. Hvemig væri að halda Norðurlandi óskiptu sem kjördæmi og Austur- landi sér, ef til vill með því að bæta við það Vestur-Skaftafells- sýslu? Væri nokkuð að því að þingmenn Norðurlands væra nær þrefalt stærri hópur en þingmenn Austurlands? Úrslit mála ráðast hvort eð er ekki í slíkum dilkum. Skoplegust er sú hugmynd nefndarinnar að skipta höfuðborg- inni í tvö kjördæmi. Sumir nefnd- armenn hafa rökstutt það með því að þá geti þingmenn farið að reka erindi fyrir vesturbæinga svipað og þingmenn landsbyggðarinnar fyrir sína umbjóðendur! - Islensk fýndni var góð bók en mættum við biðjast undan þessari útgáfu? Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Hver á líkið? „Merkilegt er, hversu þjóðin stendur nú á öndinni yfir því, að ekkert kvisist um sjúkrasögur einstak- linga. Það er orðið að aðalatriði hjá ættfræðiþjóðinni ... Miðlægur gagnagrunnur getur gefið mannkyninu von um betra líf og lækningu sjúkdóma. Tímabund- inn hagnaður einhvers gamals gráskeggs skiptir litlu í því sambandi. Er einkatölvan ekki jafhmikils virði fyrir mannkynið þó að Bill Gates deyi ríkur? Ég á mitt eigið lík, sagði Þórður Malakoff. En er það í rauninni svo? Ber okkur ekki skylda til að leggja okkur sjálf fram til þess að aðrir megi lifa betur? Hvað gerði Frelsarinn? Eða eigum við okkur bara sjálf?“ Halldór Jónsson í Mbl. 25. nóv. Vanþakklátt hlutverk Aþbl. „Alþýðubandalagið hefur tekið að sér það van- þakkláta hlutverk að reyna að hafa heildaryfirsýn yfir þessi mál. Opið prófkjör jafhgildir því að ýta Kvennalistanum út úr Samfylkingunni. Við höfum ekki áhuga á því, því við höfum umboð til að vinna að samfylkingu þriggja flokka samkvæmt samþykkt landsfundar og miðstjómar flokksins. Prófkjör með girðingum er annar möguleiki en yrði hins vegar skrípaleikur... Það er bara hræsni og yfirdrepsskap- ur að setja prófkjör fram sem lausn á málum, þegar það er vitað að svo er ekki.“ Svavar Gestsson í Degi 25. nóv. Forsetinn greiði líka „Lagt hefur verið fram á Alþingi fmmvarp til breytinga á lögum um laun forseta íslands. Þar er lagt til að fellt veröi brott ákvæði um að forseti skuli undanþeginn öllum opinbemm gjöldum og sköttmn. Flutningsmenn em Ólafur Hannibalsson og Pétur H. Blöndal ... Framvarp svipaðs efnis var flutt á þingi fyrir þremur amm af Ólafi Þ. Þórðarsyni heitnum en hlaut ekki afgreiðslu. Ekki er hægt annað en að fallast á það með frumvarpshöfundunum að þessu ákvæði þarf að breyta. Allir íslendingar eiga að vera jafnir fyrir lögum, hvaða embætti sem þeir gegna.“ Ur forystugreinum Viðskiptablaðsins 25. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.