Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 23 Bland í poka Frode Olsen, markvörður norska knattspyrnuliðsins Stabæk, er líklega á leiö til Bolton i Englandi á láns- samningi. Guðni Bergsson er byrjaður að æfa létt með Bolton eftir nárauppskurð- inn á dögunum. Vonast er til að hann geti leikið gegn Wolves 5. desember en um það leyti fer annar varnarmað- ur liðsins, Andy Todd, í uppskurð á nára. Selfoss og ÍBV leika i kvöld og ann- að kvöld tvo leiki um Suðurlands- meistaratitilinn i handknattleik karla, og er spilað mn KÁ-bikarinn. Spilað er samkvæmt reglum í Evr- ópukeppni og veröur fyrri leikurinn i Eyjum í kvöld kl. 20.30 og sá síðari á Seífossi annað kvöld kl. 20. Golfklúbbur Ness heldur aðalfund sinn í A-sal Hótel Sögu á 2. hæö, á laugardaginn kemur, 28. nóvember, kl. 15.00. Sigurd Rushfeldt, norski marka- kóngurinn hjá Rosenborg, fer í upp- skurð á ökkla um miðjan desember. Þar með verður ekkert af sölu á hon- um á næstunni en Rushfeldt hefur verið oröaður viö Arsenal og fleiri þekkt félög. Norski knattspyrnumaðurinn Jan Aage Fjortoft er á leiðinni frá Barns- ley til þýska liðsins Eintracht Frank- furt. Ef allt gengur að óskum verður gengið frá samningsgerðinni í dag. Þýska liðiö mun borga um 45 milljón- ir fyrir leikmanninn sem ætlað er að friska upp á sóknina sem hefur verið slök í vetur. Þess má geta að Fjortoft kom til Bamsley frá Sheffield United í janúar og keypti Barnsley þá hann fyrir 100 milljónir. Brasilía og Júgóslavia standa best að vigi á heimsmeistaramótinu í blaki sem nú stendur yfir í Japan. Þjóðirnar hafa fullt hús stiga eftir sex leiki. Júgóslavar hafa aðeins tapað einni hrinu til þessa og Brassamir tveimur. JKS/VS íþróttir w Orn heföi náð langt í Ríó Örn Arnarson er í miklum ham þessa dagana. Afrekin sem sundkapp- inn Örn Arnarson vann um helgina og á mánudag heföu fleytt honum langt á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í sundi sem fram fór í Ríó de Janeiro í Brasilíu um síöustu helgi. Öm hefði sigrað í 200 metra baksundi, orðið annar í 100 metra baksundi og sjötti í 100 metra skriðsundi, miðað við þá tíma sem þar náð- ust. Öm sagði í samtali við DV sl. mánudag að hann hefði ekki hvílt sig að fullu fyrir bikarkeppnina og ætti þar af leiðandi eitthvað inni. Fullhvíldan verður fróðlegt að sjá þennan 17 ára gamla sundmann etja kappi við þá bestu í Evr- ópu en dagana 11.-13. des- ember hittir hann þá fyrir í Evrópumóti í ShefField. -VS/JKS „sjúkrarrúm með nuddi,, Gæðarúm á góðu verði á RB-rúmi Stórsigur hjá Brynjari Brynjar Valdimarsson, fyrrum sexfaldur íslandsmeistari í snóker, vann Jóhannes B. Jóhannesson, 5-0, á fjórða og síðasta stigamóti ársins um síðustu helgi. Arnar Petersen og Jóhannes R. Jóhannesson urðu í þriðja til fjórða sæti. Arnar Ric- hardsson sigraði í 1. flokki, Zoph- anias Árnason í 2. flokki og Gylfi Ingason í öldungaflokki. -VS Ragnar Bjömsson Dalshraun 6, Hafnarfirði • Sími 555 0397 ÞORIRÞUTILKINA? COKE, VÍSIR.IS, BUNAÐARBANKINN OG SAMBÍÓIN FAGNA HUGREKKI í TILEENI AF SÝNINGU MULAN, NÝRRI STÓRMYND FRÁ DISNEY Það eina sem þ«i þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga er að smella þér inn á Vísir.is og svara nokkrum spurningum. Þó ertu kominn í pott sem verður dregið úr mánudaginn 14. desember í beinni útsendingu á FM 95.7 AÐALVINNINGURINN Aðalvinningurinn er einstök Mulan ævintýraferð fyrir tvo til Kína, sögustaðar kvikmyndarinnar. Gist er í fimm daga á 5 stjörnu hóteli og allir markverðustu staðir landsins heimsóttir. Vinningshafarnir fá 100.000 krónur í gjaldeyrí ogferðast ásamt öðrum vinningshöfum víðs vegar að úr heiminum sem hafa unnið Mulan feiki í sínu heimalandi. lORSÝNiNCí í KVÖl .D (ENSKT TAU . ir * : MuIan ÞÁTTTÖKUSEÐLAR Ef þú ert ekki nettengdur geturðu orðið þér út um þátttökuseðil á Mulan deginum á Smáratorgí laugardaginn 28. nóvember. Þar mun Vífilfell gefa Mulan dót og gos og ýmsar uppákomur verða , tengdar myndinni, m.a. heldur HK sýningu á Tae Kwan Do. Þátttökuseðlar verða að auki fáanlegir um einhvern tíma, í útibúi Búnaðarbankans í Kringlunni. =3* FRUMSYN D A M O R G U N 3) ÆSK U BUNAÐARBANKINN Traustur banki iriiinTjxixiitiiiiiiTiiiiiriiiiiiiiiiii www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.