Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 9 Utlönd Tyrkneska stjórnin sagði af sér: Spillingin varð Yilmaz að falli Forseti Tyrklands leitar nú log- andi ljósi að nýjum forsætisráð- herra til að binda enda á óvissuna í tyrkneskum stjómmálum í kjölfar afsagnar minnihlutastjórnar íhalds- manna. Mesut Yilmaz forsætisráðherra baðst lausnar fyrir þriggja flokka stjórn sína í gær eftir að meirihluti þingsins samþykkti vantraust á hana vegna ásakana um spillingu í tengslum við einkavæðingu banka. Hann sagðist þó ætla að sitja áfram þar til ný stjórn hefði verið mynd- uð. Suleyman Demirel forseti fyrir- hugar að hitta Tansu Ciller, fyrrum forsætisráðherra, og Bulent Ecevit, leiðtoga lýðræðislega vinstriflokks- ins, að máli í dag. Gamalgróin óvild milli leiðtoga stjórnmálaflokkanna gæti valdið erfiðleikum við myndun nýrrar stjórnar, svo og skaðað tilraunir Tyrkja til að koma kúrdíska skæru- liðaforingjanum Öcalan, sem nú er á Ítalíu, fyrir rétt. Forsetinn, sem sjálfur er gamal- reyndur stjórnmálamaður og fyrr- um forsætisráðherra, sagði þó að ekki yrði um neitt valdatóm að ræða. „Ég mun hlusta á alla flokka sem Mesut Yilmaz sagði af sér sem for- sætisráðherra Tyrklands vegna ásakana um spillingu í tengslum við einkavæðingu banka. eiga fulltrúa á þingi. Að þeim við- ræðum loknum mun ég kanna hvaða líkur eru á myndun nýrrar stjórnar," sagði Demirel áður en stjómin var felld í þinginu. Fórnarlömb jarðskjálftanna sem gengu nýlega yfir Kína bíða eftir aðstoð. Að minnsta kosti þrír fórust og fimmtán hundruð slösuðust í skjálftunum sem voru 5 og 6,2 stig á Richter. Símamynd Reuter Foreldrar lítils hjarta- sjúklings taldir af Talið er að sautján mánaða gamall drengur frá Honduras, sem í gær gekkst undir aðgerð í Alabama í Bandaríkjunum vegna gats á hjarta, hafi misst foreldra sína í fellibylnum Mitch sem gekk yfir Mið-Ameríku á dögunum. Drengurinn, Jose Agui- erre, sem er með Downs-heilkenni, kom til Bandaríkjanna síðastliðið sumar á vegum góðgerðastofnunar. Talsmaður sjúkrahússins, sem Jose litli liggur á, sagði að síðast hefði heyrst frá foreldrum drengsins í september síðastliðnum. Jose var sendur einn til Bandaríkj- anna síðastliðið sumar og var honum komið fyrir hjá bandarískri íjölskyldu. Ráðgert var að foreldrar litla drengs- ins myndu koma síðar til hans. Að sögn talsmanns sjúkrahússins dafnar Jose litli vel. Auglýst hefur verið eftir foreldrum drengsins án ár- angurs. „Ég get ekki hugsað þá hugs- un til enda að foreldrarnir hafi yfir- gefið drenginn. Þeir voru í sambandi við okkur áður en fellibylurinn gekk yfir. Síðan hefur ekkert heyrst frá þeim,“ sagði talsmaðurinn. Vörtduð dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir i hönnun og útgáfu Snorrabraut54 (&561 4300 [J561 4302 Má bjóða þér betri liancl [ b: * M A R T E X handkleeði cimerísk hágceðavara k Baðmottur )( Baðhandklceði Skrauthandklceði avanti Opiá Mán. til f'ös. 09-líi Laimard. 10-1 (» Mörlíinni 4 • 108 Reylzjavík bíini: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.mareo.is Vlð styðjum við bakið á þér!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.