Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 10
io nienning FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 DV 1 í 9 I c 9 dilun í sálarlífinu Guðrún Helgadóttir hefur verið vinsælasti bamabókahöfundur á íslandi í aldarfjórðung, allt frá því að fyrsta bókin hennar, Jón Odd- ur og Jón Bjami, kom út 1974. Þá höfðu spennusögur fyrir börn verið vinsælastar bóka um margra ára skeið, en Guðrún gerði hvunndag bama og fjöl- skyldna þeirra að sinni sérgrein og sýndi eftir- minnilega að daglegt líf bama og fullorðinna er fullt af ævintýram. Undanfarin ár hafa sögur Guðrúnar færst nær spennubókum, og í Aldrei að vita! sem er ný- komin út hjá Vöku-Helga- felli koma bömin upp um þjófa sem meira að segja eru út- lendir, en ekki þó með áberandi ör. Við spurðum Guð- rúnu hvers vegna hún hefði kúvendingu í vali á söguefni. Gaman að reyna eitthvað nýtt „Mér fannst framboðið á spennandi af- þreyingu fyrir böm svo gríðarlega mikið að þau hættu kannski hreinlega að lesa bækur. Ég vildi búa til efni sem gæti keppt við alla þessa spennu." - En nú vom sögurnar þínar af tvíburun- um og systrunum í Hafnarfirði alveg nógu spennandi þó aö þar væru engir glæpa- menn ... „Já,“ segir Guðrún eflns, „en maður verð- ur líka að reyna eitthvað nýtt. Bömin vita mætavel að alls konar fólk er alltaf að brjóta lög að gamni sínu og það verður að koma fyrir í barnabókum eins og öðrum bókum.“ - Hvernig færðu þessar hugmyndir? „Börnin í skólunum spyrja aÚtaf að því! Ég veit það ekki - held helst að þetta sé of- urlítil bilun í sálarlífinu. Eins og springi fyrir! Stundum þarf ekki nema pínulítið at- vik til að eitthvað fari í gang. En ég get Guðrún Helgadóttir - vill veita myndböndum og tölvuleikjum harða sam- keppni. DV-mynd E.ÓI. tekið þessa aldrei byrjað aö skrifa fyrr en ég veit nokkurn veginn hvernig bókin á að vera. Stundum er ég búin að búa til graf af bók- inni áður en ég byrja. En ég get ómögulega skrifað eitthvað reglulega á hverjum degi eins og margir rithöfundar tala um.“ - Ertu búin að búa til graf af næstu bók? „Já, ég geng alltaf lengi með áður en ég byrja. Og ég skal trúa þér fyrir því ef þú segir engum að mig langar dálítið til að skrifa almennilegan múrstein upp á 6-800 síður. Það eru allar bækur svo stuttar nú til dags; mig langar að skrifa bók sem tekur tvo mánuði að lesa.“ - Er þetta söguleg skáldsaga? „Þetta er fyrst og fremst saga. Ég hef aldrei séð neitt athugavert við að segja sögu. Ég er ekkert að reyna mikið á mig til að vera með óræða listræna tilburði - þar með er ég þó ekki að segja að ég sé ekki list- ræn! En ég vil að fólk skilji það sem ég er að skrifa, mér finnst það ekki vera mitt einkamál." Óþolandi vanmat - Bamabókahöfundar eru í uppreisn, óá- nægðir með kjör sín og stöðu ... „Já, það er þungt í þeim þessa dagana og satt að segja er það ekkert skrítið,“ segir Guðrún. „Samtök þeirra, Síung, benda á að á seima tíma og menn leggja áherslu á það í ræðu og riti hve mikilvægt sé að við höldum áfram að tala íslensku þá geti ekki talist lífvænlegt að skrifa bækur fyrir böm hér á landi. Bama- bækur em ódýr- ari en aðrar bækur og höf- undar fá þar af leiðandi minna fyrir sitt starf, en það er ekkert auð- veldara að skrifa fyr- ir böm en fullorðna - nema síður sé. Eitt- hvað þarf að koma í staðinn til að bæta þeim þetta upp. Svo finnst barna- bókahöfundum fram hjá sér gengið við veitingu islensku bókmenntaverðlaunanna; þar hefur barnabók aldrei verið tilnefnd og engar breytingar í sjónmáli þó að talað hafi verið um að stofna sérstök íslensk barna- bókmenntaverðlaun. Ykkar góða blað, DV, úthlutar menningarverðlaunum árlega, þar hefur held ég aldrei manneskja komið við sögu sem fæst við barnamenningu. Og þetta á ekki bara við hér á landi heldur alls stað- ar. Það svífur yfir vötnum að þetta sé ekki alvöru list. Ég vil ekki kvarta fyrir mitt leyti, en ég skil fólk sem er orðiö lang- þreytt á þessu vanmati." - Væri sniðugt að gera verk- fall? „Einhver nefndi það á fundi hjá Síung um daginn en tillagan hlaut ekki miklar undirtektir," segir Guðrún og hlær. „Og þó að kvartað sé undan því að böm lesi ekki nóg þá held ég að þau séu dug- legustu lesendurnir á þessu landi, það sýna afnot af bókasöfnum. Kennarar á öllum skólastigum eiga heiður skilinn fyrir hvað þeir halda bókum að bömum, og það var gaman að leikskólakennarar skyldu fá viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu á dögunum.“ Dapurlegir Rússar Trúlega var mígandi rigning- in og rokið þess valdandi að innan við fimmtíu manns sóttu tónleika Camerarctica í Iðnó síðastliðið þriðjudagskvöld. En kannski mátti líka kenna efnis- skránni um; kammermúsík eft- ir Stravinskí, Schnittke og Prokofiev er ekki beint vinsæl. Tónleikarnir byrjuðu ekki skemmtilega; fyrsta verk efnis- skrárinnar, forleikur "um gyð- ingalög eftir Prokofiev er ein- hver leiðinlegasta tónsmið sem heyrst hefur i langan tíma. Sama ómerkilega stefið er spil- að aftur og aftur, og til uppfyll- ingar fléttast inn merkingar- lausar hendingar sem gera bara illt verra. Ekki ómerkari maður en Schostakovich sagði í endurminningum sínum að Prokofiev hefði verið leiðinda karakter sem hefði fallið í þá gryfju að vera með allskyns effekta í tónlist sinni til að skapa áhrif og að breiða yfir rýrt innihald. Vitaskuld em þó mörg verk Prokofievs hin skemmtilegustu, og nægir að benda á þriðja píanókonsertinn og fiðlusónötumar því til stuðnings. Miklos Dalmay píanóleikari og Camerarctica, sem samanstendur af þeim Ármanni Helgasyni klarínettuleikara, fiðluleikumnum Hildig- unni Halldórsdóttur og Sigurlaugu Eðvalds- dóttur, Guðmundi Kristmundssyni víólu- leikara og Sigurði Halldórssyni sellóleikara, léku verkið ágætlega, en náðu ekki að lappa Tónlistarhópurinn Camerarctica. Tónlist Jónas Sen upp á það og má því segja að flutningurinn hafi farið inn um eitt eyraö og út um hitt. Ekki lyftist stemningin við næstu þrjár tónsmíðarnar, því Septett Stravinskís er lft- ið annað en ómerkileg tilraunastarfsemi sem hefur örugglega hljómað fmmlega á sjötta áratugnum er hann var saminn en er eins og hver önnur gömul lumma í dag. Þrír einleiks- þættir fyrir klarínettu eftir sama tónskáld eru í svipuðum dúr, en voru prýðilega leiknir af Ár- manni Helgasyni. Kanon Snitt- kes, sem var saminn í minningu Stravinskis, er aðallega drauga- leg andvörp á dempaða strengi sem hafa enga stefnu né tilgang; verkið var dauft út í gegn, en svo skemmtilega vildi til að ágætlega heyrðist i veðurgnýniun fyr- ir utan, og dapurlegt gnauð- ið í vindinum skapaði óneit- anlega annarsheimslegt and- rúmsloft sem var hægt að hafa gaman af. Skást var svíta úr Sögu dát- ans eftir Stravinskí. Persónulega finnst mér verkið fremur leiðin- legt i heild sinni, en svíta meö fimm stutt- um köflum úr því er vel áheyrileg. Dalmay, Hildigunnur og Ármann spiluðu svítuna og tókst flutningurinn vel. f heild er þó ekki hægt að gefa þessum tónleikum góða ein- kunn, spilamennskan var ágæt en flest tón- verkin eiga bara heima á safni - ef það. Camerarctica í Iðnó þriðjudag 24.11.: Prokofiev: Forleikur um gyðingalög, op. 34, Stravinskí: Septett, Snittke: Kanon in Memoriam I Strawinsky, Stravinskí: Þrír einleiksþættir fyrir klarínettu, Stravinskí: Svíta úr Sögu dátans. Nýbakaðir höfundar lesa í kvöld lesa á Súfistanum fimm höfundar sem senda frá sér sitt fyrsta skáldverk fyrir þessi jól. Aðalsteinn Svanur Sigfússon les úr ljóðabókinni Kveikisteinar, Auður Jónsdóttir úr Stjórnlausri lukku, Auð- ur Ólafsdóttir úr Upphækkaðri jörð, Árni Sigurjónsson úr Lúx og Ámi Þór- arinsson úr Nóttin hefur þúsund augu. Það sérkennilega við þennan upp- lestur er að hann er haldinn í sam- vinnu við Félag heyrnarlausra og verður túlkaður jafnharðan á táknmál. Hann hefst klukkan 20.30 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Sjö skáld Annað kvöld verður einnig upplestur úr nýút- komnum skáldverkum á Súfistanum, Laugavegi 18. Þá munu 7 skáld lesa úr verkum sín- um: Bjarni Bjarnason les úr Borginni bak við orðin, Sindri Freysson úr Augunum í bænum, Ásdís Óladóttir úr ljóðabókinni Haustmáltíð, Einar Öm Gunnarsson úr Tárum paradisarfuglsins, Sigfús Bjart- marsson úr Vargatali, Huldar Breiðfjörð úr Góðir íslendingar og Davíð Art úr Þeg- ar ljóð era. Kynnir verður Helga Braga Jónsdóttir leikkona. Lesturinn hefst klukkan 20.30 og er öllum opinn. Bestu barnabrandararnir Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Bestu barnabrandaramir - brjálað fjör, gamansög- ur eins og krakkamir vilja hafa þær. Þetta er þriðja bókin í flokknum. Þama eru margar góðar - til dæmis sagan af gömlu konunni sem er búin að bíða lengi á gatnamótum og orðin bæði hissa og ergileg: „Nú er græni karlinn búinn að birtast þrjátíu sinnum. Hvenær kemur eiginlega röðin að okkur konunum?" Og skólasögurnar alltaf vinsælar: „ þið, bömin góð, að á hverri mínútu er kona fæða barn,“ segir kennarinn, og Rósmundur litli stynur: „Aumingja konan!“ Fríða framhleypna Skjaldborg gefur út níunda bindið um Fríðu í ár, Flott, Fríða framhleypna, eftir Lykke Nielsen. Hún er ennþá jafnframhleypin og skemmtileg, stelpan, harkan uppmáluð í hlutverki sjóræn- ingjadrottningar en getur svo dansað mjúklega uppi á sviði. Hinn góðkunni Jón Daníelsson þýðir. Frá draumi til draums Kammermúsikklúbburinn átti fertugsafmæli 1997 eins og aðdáendur hans vita fullvel og var tón- leikaröð hans veturinn 1996-97 sérstaklega glæsi- leg. Nú er úrval úr henni komið út á tveimur hljómdiskum sem bera heiti strengjakvartetts Jóns Nordals, Frá draumi til draums. Jón samdi þenn- an kvartett að beiðni Kammermúsíkklúbbsins og hann var framfluttur á sjálfúm af- mælistónleikunum 9. febrúar 1997. Önnur tónskáld sem verk eiga á diskunum era Joseph Haydn, Carl Nielsen, Brahms og Beethoven. Flytjendur á diskunum era ís- lenskir og erlendir tónlistar- menn sem búa og starfa hér landi, allir í fremstu röð á sínu sviði. þeirra má nefna Sigiúnu Eðvaldsdóttur, Einar Jó- hannesson, Bernardel-kvartettinn, Alinu Dubik og Blásarakvintett Reykjavíkur. Mál og menning gefur hljómdiskana út. Fjósakona fór út í heim Við sem eldri erum munum eftir sérkennilegri konu á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar sem kall- aði sig Önnu frá Moldnúpi. Það var ekki dulnefni, hún hét Anna, var Jónsdóttir og frá bænum Mold- núpi undir Eyjafjöllum. Hún vann sér til frægðar að ferðast víða um Evrópu og Bandaríkin og skrifa um ferðir sínar fimm bækur - sem þó eru ekki síður um hana sjálfa en ferða- lögin. Nú hefur Háskólaútgáfan gefið út bók- ina Fjósakona fór út í heim. Sjálfsmynd, skáldskapur og raunveraleiki í ferða- sögum Önnu frá Moldnúpi eftir Sig- þrúði Gunnarsdóttur, og kallast heiti hennar á við fyrstu og frægustu bók sjálfrar, Fjósakona fer út í heim, sem kom út 1950. Þar er rýnt í feröasögumar með hugmyndir ferðalangsins um sjálfan sig í brenni- depli, en einnig skoðuð önnur skrif Önnu sem haföi gaman af að rífast við mestu andans menn samfé- lagsins á sínum tíma. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.