Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Fréttir Áttræð kona sem lést á sjúkrahúsi flutt heim og látin standa uppi i 9 daga: Borgaraleg útför á Skagaströnd - fór fram í félagsheimili án prests en jarðsett var í vígðri mold á Spákonufelli Afmælisljóð til Rósu frá 26. maí 1998 eftir Rúnar Kristjánsson var flutt. Eftir að útfararstjór- inn flutti ættartölu og æviágrip hinnar látnu var m.a. sungið Ó, hve létt er þitt skóhljóð en síðan var kyrrðarstund í 5 mínútur. Við svo búið sungu Álftagerðis- bræður Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, Undir dalanna sól og að lokum Undir háu hamrabelti höfði drjúpir lítil rós. Aðspurður um ástæðu þess að kona hans var flutt heim og látin standa uppi sagði Björgvin: „Hún vildi ráða þessu sjálf. Hún gat með engu móti hugsað sér að vera geymd í lík- húsi.“ Þetta var algengt fyrir nokkrum árum að fólk stæði uppi heima, ekki síst í dreifbýli, þ.e.a.s. ef fólk lést ekki úr smitsjúkdómum, sagði Björgvin. „Konan var flutt beint heim af Héraðssjúkrahúsinu þegar hún lést þann 10. október. Við bjuggum hérna tvö ein í Miðnesi. Það var síðan mitt mál hvort ég vildi vera hér í íbúðinni á meöan. Það gerði ég að sjálfsögðu." Hvorki Rósa heitin né Björgvin maður hennar voru í þjóðkirkjunni. „Ég hafði reyndar verið í henni þangað til fyrr á þessu ári. Þá ákvað ég að færa mig. Við vorum bæði utan trúfélaga," sagði Björgvin. Kistulagning konunnar fór fram í Miðnesi þann 19. október. Sama dag fór útfórin fram frá félagsheimilinu Fellsborg. Rósa Pétursdóttir var síð- an jarðsett í kirkjugarði Skag- strendinga á Spákonufelli. Þar sungu Álftagerðisbræður sem loka- kveðju Blessuð sértu sveitin mín. Sá óvenjulegi atburður gerðist í október að borgaraleg útför fór fram í félagsheimilinu Fellsborg á Skaga- strönd. Það var Rósa Pétursdóttir, áttræð, sem var jarðsungin. Þegar hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi var hún flutt heim til sin í Miðnes á Skagaströnd þar sem hún var látin standa uppi í 9 sólar- hringa. Þar lá hún á líkbörum á heimili eftirlifandi manns sins, Björgvins Brynjólfssonar, sem slökkti á kyndingu, opnaði glugga og hafði logandi ljós í herbergi kon- unnar að gömlum sið. Útfórin var ekki auglýst. Hún fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Um fimmtíu manns voru við jarðar- fórina sem fór ekki fram í kirkju og var án prests. Útfararstjóri úr Reykjavík, Rúnar Geirmundsson, var fenginn til að koma norður og sjá um útförina. Álftagerðisbræður sungu en þó voru engir sálmar á söngskránni. „Við köllum þetta borgaralega út- Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri frá Reykjavík, flytur ættartölu og æviá- grip hinnar látnu. Úr útfararskrá Rósu Pétursdóttur. ... höfði drjúpir lítil rós í upphafi útfarar sungu Álftagerð- isbræður Skin við sólu Skagafjörð- ur, Ætti ég hörpu hljómaþýða og Ljómar heimur loga fagur, áður en Hin látna borin inn að félagsheimilinu Fellsborg þar sem útförin fór fram. för eða eitthvað í þá veru. Þetta var kannski gert með svolítið óvenjuleg- um hætti,“ sagði Björgvin Brynjólfs- son við DV. Vertu með á miðjunni Kjörorð framsóknar- manna á flokksþinginu og væntanlega í næstu kosningum er ákall til þjóðarinnar um aö vera með á miðjunni. Það geta auðvitað ekki allir verið með á miðjunni en Fram- sókn mun gera sitt besta. Það felst meðal annars í þvi að kjósa Finn í vara- formannsembættið í stað- inn fyrir konu. Þannig vill Halldór og Framsókn fá fleiri konur í póhtík en ekki alveg strax. Fram- sókn vill taka upp við- ræður við Evrópubanda- lagið en ekki alveg strax og Framsókn vill um- hverfisvemd en ekki al- veg þar sem hennar er þörf. Framsókn og Hall- dór vilja meira að segja breyta kvótakerfinu en ekki fyrr en tryggt er að breytingin breyti engu. Arðurinn á ekki að vera fyrir fáa útvalda en samt verður að tryggja að þeir tapi ekki arðinu. Þannig staðsetur Framsóknarflokkurinn sig á miðjunni, með því að vera á móti málum en þó með þeim og hann er með þeim til að þurfa ekki að vera á móti þeim og er ekki á móti góðum mál- um þó hann sé ekki endilega með þeim. Og hann er með konum en ekki öllum konum. Siv er góð kona og skilur þetta og sagði í ávarpi til þingsins, eftir að þingið hafnaði henni, að Framsóknar- flokkurinn væri góður flokkur og öll dýrin í skóg- inum voru góð viö hvort annað og Finnur ætlar til að mynda að vera góður við Siv, af því að hann var kosinn og Siv hefur ekki nægilega mikla reynslu til að taka við af Halldóri, ef Hall- dór hættir skyndilega. Án þess þó að það standi til hjá Halldóri að hætta skyndilega. En þannig er Framsókn inni á miðjunni og með allt á hreinu og er með án þess að vera á móti og á móti án þess að vera beinlínis með. Gamli foringinn, Steingrimur Hermannsson, er farinn að bila í þessari pólitík. Steingrímur kom á flokksþingið og las upp pabbasögur úr bókinni sinni og sjálfsagt líka kafla um það hvemig hann skildi við amerísku konuna sína og annað það sem hann taldi að ætti erindi við framsóknar- menn. Var gerður góöur rómur að þessum sögu- lestri gamla foringjans en svo klikkaði Steingrím- ur á því að fara taka aftur til máls og hvetja flokk- inn til að setja Eyjabakkana í umhverfísmat. Þaö gekk ekki hjá Framsókn, sem vill vera á miöjunni. Framsóknarmenn vilja að vísu mn- hverfismat, en ekki umhverfismat í Eyjabökkum, vegna þess að það kann að eyðileggja stefhuna í orkumálunum og þess vegna samþykkti flokks- þingið umhverfismat, án þess að tilgreina hvar það umhverfismat ætti að fara fram, enda stang- ast það á við þá stefnu aö vilja vera með á miðj- unni ef menn segja of mikið og margt áður en flokkurinn er búinn að segja hvort hann sé með eða á móti. Steingrímur er of gamall til skilja þetta. Dagfari Stuttar fréttir i>v Verður frestað Ríkisútvarpið greindi frá því að yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga yrði frestað með breytingum á lögum. Sam- kvæmt gildandi lögum áttu sveit- arfélögin að taka við hlutverki rik- isins á þessu sviði 1. janúar en komið hefur í ljós að mörg þeirra þurfa lengri tíma til undirbúnings. í fréttinni sagði að félagsmálaráðherra vildi ekkert segja um hvenær sveitarfé- lög hafa að fullu tekið við málefn- um fatlaðra. 20% meira Ríkisútvarpið greindi frá því að útflutningsverðmæti saltfískaf- urða hefði verið um 20% meira fyrstu 9 mánuöi ársins en á sama tíma í fyrra samkvæmt Hagtíð- indum sem gefin eru út af Hag- stofu íslands. Geta lækkað verð Ríkisútvarpið greindi frá því að EFTA-dómstóllinn heföi sent frá sér ráðgefandi álit vegna ákvörð- unar Lyijaverðsnefndar um verð- lækkun á lyfjum til samræmis við lyfjaverð í nágrannalöndunum en hér var heildsöluverðið 20-120% hærra en þar. Dómstóllinn taldi að yfirvöld gætu lækkað há- marksverð í heildsölu til þess að lækka lyfjaverð til almennings. Fellur ekki frá kröfu Ríkisútvarpið greindi frá því að Kvennalistinn hefði ekki fallið frá kröfu um eitt af þremur efstu sæt- um á framboðslista í Reykjanes- kjördæmi. Viðræðunefndin fund- ar á mánudaginn og í næstu viku verður einnig félagsfundur Kvennalistans í Reykjaneskjör- dæmi. Kerfið ræst í dag kl. 14.30 verður öryggis- myndavélakerfið fyrir miðborg Reykjavíkur tek- ið formlega í notkun. Pétur Sveinbjamar- son, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Reýkjavíkur, mun fyrir hönd verkefnisstjómar afhenda Böðvari Bragasyni lög- reglustjóra kerfið til starfrækslu en að því loknu mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræsa kerfið. Jarðskjálfti Ríkisútvarpið greindi frá því að jarðskjálfti heföi orðið á Hengils- svæðinu í fyrrakvöld. Hann mældist 3,5 á Richter og vom upp- tök hans rétt norðan Hveragerðis. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfariö. Mikilvægara en fyrr Dagur greindi frá því að Ólafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, hefði sagt í viðtali við Göteborgs- Posten að norrænt samstarf væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann sagði að íslendingar gætu ekki látið Evrópusamband- inu eftir forsjá fiskimiðanna en taldi að yrði breyting á og íslend- ingum tryggt forræði fiskstofn- anna væri aðild að Evrópusam- bandinu ekki útilokuð. Gegn ölvunarakstri í dag verður kynnt átakið „Endum ekki jólagleðina með ölv- unarakstri" en að því standa ís- lensku bifreiða- tryggingafélögin, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Trygging hf., Tryggingamið- stöðin hf. og Vát_ lands hf. Samstarfsaðilar eru Læknafélag íslands, lögreglan og Umferðarráð auk þess sem fleiri aðilar styðja átakið. Meðal þeirra, sem koma fram á kynningunni, era Guðmundur Björnsson, for- maður Læknafélags íslands, og Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.