Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 11
11 Að læra að telja Grikkirnir Akkilles og Ajax spila kotru milli bardaga í Trójustríðinu. Mynd úr Goðsögnum heimsins. Einhver frjóasta uppspretta lista- verka, hvort sem er á sviði mynd- listar, tónlistar eða bókmennta, eru goðsagnir. Þær hafa fylgt mannin- um frá öndverðu, og með því að lesa þær sjá nútímamenn hvemig menn hafa á öllum öldum reynt að skýra fyrir sér hið óskiljanlega í heimin- um umhverfis sig og í eigin sálar- lifi. Áhugi á fornum goðsögum og hlutverki þeirra í lifi fólks gegnum aidimar hefur farið vaxandi á síð- ari hluta þessarar aidar en bagalega hefúr vantað á íslensku uppflettirit um goðafræði og goðsögur ólíkra heimshluta og trúarbragða. Nú er komið út á íslensku ritið Goðsagnir heimsins sem dr. Roy Willis ritstýr- ir en tuttugu sérfræðingar leggja til efni í það. Þeir bjóða lesandanum í hnattferð þar sem skyggnst er inn í hvern hugarheiminn af öðrum. Við hefjum ferðina í Egyptaiandi og kynnumst flóknu munstri goðsagna þar í landi, þaðan er farið um Mið- austurlönd, síðan til Indlands, Kína, Tíbets, Mongólíu og Japans. Stór hluti bókarinnar fjallar um Grikki og Rómverja og goðsögur þeirra sem hafa enn í dag djúpstæð áhrif á listsköpuri í Evrópu. Heimur Kelt- anna er skoðaður, einnig okkar nor- ræna goðafræði og sú austur-evr- ópska. Þá er farið um Norður-, Suð- ur- og Mið-Ameríku, Afríku, Ástral- íu, Eyjaálfu og Suðaustur-Asíu. Alls staðar hafa rnenn mótað sinn sér- staka goðsagnaheim sem virðist við fyrstu sýn engum öðrum líkur - en minnir þó þegar grannt er að gáð á hugmyndir manna frá öðrum heimshornum. í inngangi sínum ræðir ritstjóri bókarinnar helstu kenningar um goðsagnir, tilurð þeirra, tiigang og ólikar túlkunarleiðir. Hann á einnig sérstakan yfirlitskafla um helstu þemu goðsagna, sköpun heimsins, uppbyggingu hans, skipan þeirra vera, guða, manna og dýra sem hann byggja, dauðann og annað líf og endalok heimsins. Gátan um upphaf veraldarinnar er þunga- miðja allra goðsagna, hvar sem er í heiminum, og er merkilegt að sjá hve ólíkar skýringar manna á því eru eftir því hvar þeir búa. Hins vegar reynast sögur af sköpun mannsins furðu fátæklegar. Riflega 500 litmyndir eru í bók- inni af gripum, höggmyndum, mál- verkum, myndskreytingum, veggskrauti og fleiru og aftast er at- riðaskrá. Ingunn Ásdísardóttir þýddi verkið en Mál og menning gefur það út. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 menning ★ A Nú hefur þriðja myndabók Berg- ljótar Amalds litið dagsins ljós og nefriist hún Talnapúkinn. Þar segir frá púka sem býr í helli í miðju jarð- ar. Frá hellinum liggja mörg göng, ein að hverju landi heimsins. Talna- púkinn er að læra að telja og til þess að kynnast fleiri tölum leggur hann af stað út í heim- inn. Þegar líður á frásögnina fer púk- inn einnig að fást við einfold reikn- ingsdæmi og auð- vitað er ætlast til þess að lesendur spreyti sig á þeim líka. Þegar gerðar eru bækur fyrir ólæs börn þurfa höfund- ar texta og mynda að þjóna tveimur ólíkum hópum les- enda; börnunum sem lesið er fyrir og þeim fullorðnu sem lesa upphátt. Báðir verða að fá eitthvað fyrir sinn snúð eigi lestrar- tíminn að vera uppspretta sameig- inlegrar gleði. Fyrri bækur Bergljót- ar eru skemmtilegar og lærdómsrík- ar fyrir böm, en í þeim er einnig heilmikið fyrir fullorðna. í Stafa- körlunum er það einkum textinn sem er hnyttinn og skemmtilegur, en í annarri bókinni, Tótu og timan- um, er boðskap bókarinnar beint til fullorðinna og myndirnar gleðja augu allra. Því miður er ekki sömu sögu að segja um Talnapúkann. Syni mínum, fimm ára gömlum, fannst bókin stórsniðug og vildi strax heyra hana aftur. Mömmunni fannst hún hins vegar leiðinleg og var treg í annan lestur. í þessari bók er nánast ekkert sem fullorðnir hafa gaman af. Sum- ar myndir Ómars Arnar Hauksson- ar eru að vísu fyndnar, en það nægir einfaldlega ekki. Bókin er líka allt of löng. Væri hún helm- ingi styttri yrði líðan foreldra betri. Það eru heldur ekki sömu börnin sem eru að læra að telja frá einum og upp í tíu og eru að stíga sín fyrstu skref í reikningi og því finnst mér höf- undur vera að reyna að þjóna of mörgum í einu. Betra hefði verið að skipta efhinu upp í tvær bækur og hafa þær styttri. Flest böm á aldrinum þriggja til sex ára ættu þó að hafa gaman af sögunni um Talnapúkann. Það á hins vegar ekki að vera leiðinlegt að lesa fyrir börnin sín og því get ég ekki mælt með þessari bók. Bergljót Arnalds: Talnapúkinn. Ómar Örn Hauksson mynd- skreytti. Virago 1998. Bókmenntir Margrát Tryggvadóttir Goðsagnir heimsins gEÍslandiíHS AKAI FEROASTÆOA ■ Útvarp • Goislaspilciri 1 Segulband ■ Fjarstýiint) Kr. 15.900 AKAI Kr. 10.900 _ _ • Stafraent útvarp i m/stöðvaminnuin FERDATÆKI * Giusl.ispitaii • Seciulbancl Kr. 14.900 oq qóð kaup! FERDATÆKI ■ tltvai|) 1 Geislaspilari 1 Segulband UNITED - Stali.i-nt utv.up IIDDDQCC iii/stiniv.imiiiiuim I UIIIIOðDU * Goiskispil.in FERÐASTÆÐA • Seiiiilbaml Kr. 9.900 1 UNITED FFRDATÆKI 1 Utvarp Goislnspil.u i 1 Segulbancl Kr. 7.900 Sjónvarpsmiðstöðin rlEYKJAVlK: Heiinskringlan. tnnolunni VESIURLAND: Hljiinsýn. Akranesi. Kauplélag Eorglirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir. llEllissatiili. Guíni Hallotimssu Gntndarfirði.VESTFIRBIfl: Rafbúi) Jónasar Mts, Palteksliröi. Póllinn. Isalitii. NORÐURLAND: (f Steingrímsfjarðar. Hólmavík. KFV-Húnvetninga. Hvammstanga. KF Húnvetninga. Blnnduási. Skagfirðingabúð. Sauöárkrúki. KEA. Dalvík. Ljúsgjalinn. Akureyri. If Þingeyinga, Húsavik. Urö. Raufarhöfn.AUSTURLAND: B Héraösbúa. Egilsstnöum.Verslunin Vík. Neskaupssfaö. Kauptúa Vognafiröi. KF Vopniitöinga Vopnafiröi. KF Héraðsbúa. Seyöisfiröi.Tumbræöur. SevöisriröLKF Fáskrúösfiaröar, Fáskrúösfiröi. KASK, Djúgavngi. KASK, Hófn Homarröi. SUÐURLAND: Halmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Mosfell. Helltt. Heimstækni. Selfossi. KÁ, Selfossi. Hás. Potlákshöfn. Btimnes. Vestmannaeyjum. BEYKJANES: Rafborg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssnnar. Gatöi Hafmæiti. Halnarfirði. Túnbotg. Kúpavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.