Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 24
24 *
erlend myndsjá
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
W
Fegurðin hefur verið við völd á Seychelleseyjum undanfarna daga. Þar hafa fegurðardrottningar úr öll-
um heimshornum verið að búa sig undir keppnina um Ungfrú heim í kvöld, þar á meðal þessar frænk-
ur okkar. Þær eru Jessica Magdalena Almenas frá Svíþjóð, Maaret Sajija Nousianen frá Finnlandi og
Henriette Dankersten frá Noregi. Þær ættu nú að ná langt, ef útlitið er eitthvað að marka.
Hann er heldur vígalegur þessi liðsmaður Frelsishers Kosovo þar sem
hann stendur vörð um bíl í þorpinu Lapastica, norður af héraðshöfuðborg-
inni Pristinu. Bíilinn er merkilegur fyrir það að serbneskur lögreglumaður
var fluttur á vit frelsisins í honum á þriðjudag.
Mikil sorg ríkti í Bagdad,
höfuðborg íraks, á
þriðjudag þegar 65 börn
voru grafin í einu. Þeirra
á meðai var ungur sonur
þessarar konu sem hér
grætur reiðitárum. Börn-
in létust úr vannæringu
og lyfjaskorti vegna við-
skiptabanns Sameinuðu
þjóðanna. Li'kfylgdin fór
hjá höfuðstöðvum Sam-
einuðu þjóðanna í
Bagdad.
Karl Bretaprins
hefur verið í
heimsókn í Grikk-
landi síðustu
daga. Hér hefur
hann stillt sér
upp við hásæti
hins forna kóngs
Mínosar á Krít.
Hásæti þetta er
talið hið elsta f
Evrópu.