Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 15 Á grunnsævi gagna „Hver er ég þegar ég er orðin hluti af upplýsingamassa í gagnagrunni?" Þessi póetíski titill er allsóskyldur því marg- þvælda efni sem hér verður tekið til umfjöll- unar, en það er hinn frægi miðlægi gagna- grimnur. Eða þó, gagnagrunnurinn er rættur í sæberspeis, rafrænum tölvugeimi sem oft er líkt við sjó, með tilheyrandi mynd- máli brimbretta og blá- um blæ. Þannig er hægt að taka þessa hug- mynd um úthafið áfram og sjá fyrir sér hvemig þeir sem eru innlimaðir í gagnagranninn hinn símiðlæga fari á kaf í öldugangi upplýsinga og leysist upp í sílíkon- djúpi. Þjóðfélag Stóra bróður Umræðan um gagnagrunninn hefúr einkennst af ákveðnu of- sóknaræði sem er ekki einangrað við ísland heldur alþjóðlegur komplex en það er hræðslan við innlimun þá sem Borgamir í Star Trek stunda. Hver er ég þegar ég er orðin hluti af upplýsingamassa í gagnagrunni, get ég haldið sjálf- stæði mínu og sjálfsmynd eða sog- ast ég bara inn í völundarhús töl- fræðilegra upplýsinga? Þessari skelfingu er best lýst í spumingu danska blaðamannsins sem ég hitti 1 skímarveislu: „Hvers vegna selduð þið genin ykkar?“ (Það er náttúrlega mjög táknrænt að spurt var í skímarveislu (þess vegna tek ég það ffarn) en þar er einmitt ver- ið að úthluta einstakling sjálfi með því að gefa henni nafn.) Nú á þeim tímum þegar tæknin er orðin svo fullkomin að þjóðfélag stóra bróður Georges Orwell (sem betur fer á ég bara stóra systur, voðalega hlýtur maðurinn að hafa átt erfiða æsku, í dag væra þeir bræður sjálf- sagt sérstakt keis hjá bamaverndun- arráði) er orðið að mögulegum vera- leika, þá er bara eðlilegt að allur al- menningur fái snert af ofsóknarbrjálæði, enda ekki bara líklegt, heldur víst, að fylgst er með okkur. Fylgst með hverju skrefi Alsjáandi auga guðs hefúr verið skipt út fyrir alsjáandi auga eftir- litsmyndavélarinnar og tölvunnar, hverra sýn er svo alvöld að orðið augna-ráð hefur fengið nýja og ógnvænlegri merkingu, líkt og Sig- urjón Baldur Hafsteinsson hef- ur bent á. Þannig er fylgst með hverju okk- ar skrefl í gegn- um tæknisamfé- lagið, þar sem við bókstaflega skiljum alls stað- ar eftir okkur spor, ekki bara í eftirlitsmynda- vélum verslana og banka heldur í kortaposum, stimpilklukkum og læknisskoðunum (sem hafa vænt- anlega líka fengið ógnvænlegri merkingu). Tilvera okkar er und- arlegt ferðalag gegnum sæberspeis sem geymir sannanir um líf okkar og lifhað, sannanir sem taka á sig hvílíkt vald að sjálf okkar og per- sónuleiki hverfist, „hverfur" inn í vörtúal veruleika rafrása og barkóda. Tæknin er yfir og allt um kring og hver einstaklingur er að- eins summa þeirra spora sem hann skilur eftir á skjám tölva og myndavéla og á sér þannig ekki heildstæða sjálfsmynd heldur að- eins brotakennda tilvem rauð- vínsglass á Sögu, bóka i Nexus og undanrennu í 10-11 (sem er aftur ákaflega táknrænt verslunarheiti, eins konar stafrænn kódi). Ný veröld Sjónvarpsþættimir Ráðgátur lýsa þessu ástandi eftirlitsótta ákaflega vel, ganga enda út á slíkt þar sem Mulder þjáist af krónísk- inn tremma yfir samsæri stór- menna sem gera ekkert annað en að fylgjast með hverju hans spori. Persónulega myndi ég kalla þetta mikilmennskubijálæði frek- ar en ofsóknarbrjálæði: hver ætti svo sem að hafa áhuga á því að fylgjast með manni? Og hvað varð- ar persónuútþurrkunina þá sé ég ekki próblemið; mér líst þvert á móti ákaflega vel á þá hugmynd aö ég sé ekki ein heldur mörg og alls staðar. Ég sé fyrir mér veröld nýja og góða þar sem smávaxnar klón- aðar Úlfhildar flæða heimsins (sæ- ber)höf og breiða úr sér yfir heimsbyggðina. Úlfhildur Dagsdóttir Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur „Hvað varðar persónuútþurrkun- ina þá sé ég ekki próblemið; mér líst þvert á móti ákaflega vel á þá hugmynd að ég sé ekki ein heldur mörg, og alls staðar Vopnað aðhald rískar borgir þvi til sönnunar. í mörgum borgarhverfum þar vestra er nú svo kom- ið að nær væri að tala um borgarastyij- öld fremur en misfell- ur í löghlýðni borgar- anna. Hópur ríkis- saksóknara, ríkislög- manna og dómara ríkja Bandaríkjanna benda á að upplausn heimilanna, líkams- meiðingar, stuldur, sjálfsmorð og vax- andi tíðni geðrænna vandamála séu orðin byrði á samfélaginu. Jafuvel svo mikil byrði að tímabært sé að draga úr veislu- höldum yfirstéttar- innar. Kjallarinn Guðmundur Sigurfreyr Jónasson tækniskólanemi Fyrir skemmstu var upplýst að tiltölulega fleiri búa við fátækt í Reykjavík en í öðrum höfuðborg- um Norðurlanda. Þá leiddi sama rannsókn i ljós að andleg og lík- amleg heilsa fátæklinga á íslandi er verri en hjá þjóðum sem við höfúm hingað til borið okkur sam- an við. Þar segir að um 9-10% ís- lensku þjóðarinnar lifi undir fá- tæktarmörkum. Svelti því sem næst heilu hungri. Aldraðir, ör- yrkjar, einstæðir foreldrar, náms- menn og jafnvel menntaðir laun- þegar em margir hveijir settir utan við meginstraum samfélags- ins í menningarlegu og efnahags- legu tilliti. Þurfalingar sem eiga sér varla viðreisnar von. Síðra velferðarkerfi Velferðarkerfi íslensku þjóðar- innar er að sama skapi síðra mið- að við aðrar vestur-evrópskar þjóðir þótt heildarauður lands- manna sé sambærilegur. í hana- stélsboðum evrópskra fyrirmanna og á nefndarfúndum alþjóðlegra stofnana er litið á ísland sem við- undur. Menn velta því fyrir sér hvers vegna svona fáir geti kúgað svo marga. Ekki svo að það sé nýlunda í samfélagi þjóðanna heldur hitt að það skuli viðgangast í samfélagi þar sem menntun og menning er jafnmikil og raun ber vitni. Siðustu ár hefur bil fátækra og ríkra aukist örar hér á landi en nokkm sinn fyrr i sögu þjóðarinn- ar. Sömu sögu er að segja af öðr- um löndum. Nú er svo komið að tæp 1% bandarísku þjóðarinnar hefúr til umráða um 37% af þjóð- arauðnum. Hvemig skiptingu auðsins er hátt- að hér á landi hefúr ekki verið gefið upp. Mér vitandi hefur enginn þeirra tuga hagfræð- inga né sfjóm- málafræðinga er útskrifast frá Há- skóla íslands á ári hveiju séð ástæðu til að rannsaka né upplýsa fáfróðan almenning um skiptingu íslensku þjóðarkökunnar. Opin- berar tölur frá Bandaríkjunum sýna hins vegar að 60% hagvaxtar liðins áratugar lenti í vasa 1% þjóðarinnar. Ofbeldi Sagan kennir okkur að efna- hagslegt misrétti leiðir óhjá- kvæmilega til ofbeldisverka og benda sérfræðingar ytra á banda- Hér á landi þurfa veislugestim- ir ekki að hafa áhyggjur. Á meðan sjómenn era beygðir í duftið, Landhelgisgæslan og lögreglu- sveitir ríkisins auðmýktar með fjársvelti og hafðar að háði og spotti láta galgopar valdsins sér ástandið í léttu rúmi liggja. Skítt með almúgann, látum hann róta í öskutunnum eigin vandamála. Horft f byssuhlaupið Það er leitt að þurfa að segja frá því en vaxandi hópur fólks á öll- um aldri hefúr misst tiltrú á full- trúalýðræði „stjómmálaflokk- anna“. Og það í miðju góðærinu. filu verra er að þeir sem em í aðstöðu til að breyta því sem breyta þarf era svo skyni skroppnir að þeir þekkja ekki sinn vitjunartíma. Vegna vinnusemi smælingj- anna hafa sumir hveijir svo mikið fé milli handanna að þeim er ómögulegt að koma því i lóg hér á landi. Erlendis dilla þeir sér í lystisemd- um allsnægtanna. Fjárfesta í útlenskum fýrirtækjum, kaupa verðbréf og geyma arðinn á erlendum bankareikningum. Þessi hópur manna er svo aumkunarverður að hann ætlast til þess, samvisku sinnar vegna, að honum verði refsað. Hingað til hefur honum ekki orðið að ósk sinni. íslending- ar era flestir hveijir seinþreyttir til vandræða. - Eigum við virki- lega að þurfa að draga þessa menn upp úr rúmunum, hysja upp um þá brækumar og koma þeim í vemdað umhverfi? - Spumingum af þessu tagi velta ýmsir fyrir sér. Miðað við höfðatölu era vopn í einkaeign hlutfallslega fleiri á ís- landi en i öðrum ríkjum heims. Ef látið er skeika að sköpuðu er hætt viö að afleiðingamar verði ógn- vænlegri en margan grunar. Guðmundur Sigurfreyr Jónasson „Vegna vinnusemi smælingjanna hafa sumir hverjir svo mikið fé milli handanna að þeim er ómögu- legt að koma því í lóg hór á landi. Erlendis dilla þeir sér í lystisemd■ um allsnægtanna Með og á móti Á að fækka útlendingum í íslenskum handbottaliðum? Einn topp- maður í liði er nóg „Við getum ekki bannað út- lendinga í is- lenskum hand- boltaliðum, eins og Þor- bjöm Jensson sagði að hann vildi helst, ein- faldlega vegna þess að þá vær- um við að bijóta lög. Það er heldur ekki rétt að útiloka erlenda leikmenn frá því að spila hér á landi. Við missum okkar bestu leikraenn til Þýskalands og ef ekkert kæmi i staðinn yrði handboltinn héma ekki nógu spennandi. Hins vegar tel ég að það væri rétt að íslensku félögin gerðu meö sér heiðursmannasamkomu- lag um að vera aðeins með einn erlendan leikmann hvert. Þaö yrði að vera toppmaður, sem gæti keimt þeim yngri og skapað áhuga. Því miður hafa alltof margir erlendir miðlungsmenn komið hingað undanfarin ár og þá vil ég ekki sjá. Þeir era ekkert nema peningasóun." Ódýrari en íslenskir leikmenn „í dag era engin takmörk á fjölda leik- manna innan Evrópubanda- lagsins, og það ætti heldur ekki að setja kvóta á leik- menn annars tnxbergur Aðai- staðar frá. Er- Stelnsson, þjálfari lendir leik- IBV' menn sem hingað hafa komið hafa flestir verið gríðar- lega sterkir og hafa verið góðar fyrirmyndir fyrir yngri leik- menn, og þar með hjálpað til við uppbygginguna. Það hefúr meðal annars reynst KA-mönnum vel, og nú eru þefr það sterkir sjálfir að þeir þurfa ekki útlending. Það er heldur enginn þvingaðm' til þess. Sums staðar era aðstæður hins vegai- þannig að nauðsyn- legt er að geta náð í útlendinga. í Eyjum væri til dæmis enginn kvennahandbolti ef ekki væri hægt að vera með 3-4 erlendar stúlkur í liðinu. Við missum marga leikmenn til erlendra félaga og þurfúm að brúa bilið til að halda uppi góð- nm styrkleika í 1. deildinni. Það er ódýrara fyrir íslensk félög að fá til sín erlenda leikmenn en að reyna að fá til sín íslenska lands- liðsmenn eða aðra innlenda leik- menn i betri kantinum. Ef út- lendingum yrði fækkað, myndu þeir íslensku hækka enn frekar í verði, og gera félögunum þar með enn erfiðara fyrir.“ -VS Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfúnda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.