Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 26 Fréttir Svíöur gagnrýni formanns ÁTVR: Eins og þeir séu í gíslingu í Kópavogi - segir verslunarstjórinn í vínbúð Kópavogsbúa Einkarekstur á áfengissölu þýðir að aðeins tveir fastir starfsmenn vinna þar dags dag- lega. Hér eru þau Ólafur Sveinsson, framkvæmdastjóri Listakaupa hf., Gunnhildur Ósk- arsdóttir afgreiðslumaður, Sigrún Guðmundsdóttir, afgreiðslumaður á álagstímum, og Ari Eggertsson verslunarstjóri. DV-mynd Teitur Ef stjóm ÁTVR bæri saman kostnaðinn sem er af vínbúðunum í Kópavogi og í Hafnarfirði mundi hún eflaust komast að raun um að Kópavogur kemur betur út fyrir rík- issjóð. Þetta telur Ari Eggertsson, verslunarstjóri í vinbúðinni í Kópa- vogi, afar líklegt. Verslunin er rek- in af Listakaupum/Quelle-vörulist- anum í samstarfi við ÁTVR að Dal- vegi 2 í Kópavogi. Ari segir að greinilega komi stjómin af fjöllum og hafi ekki kynnt sér þessi mál nægilega vel. Það hafi komið í ljós þegar hann ræddi við Hildi Peter- sen, formann stjómarinnar, í kjöl- - far fréttar í DV. Eins og DV greindi frá í fyrradag hefúr stjóm Áfengisverslunarinnar tekið U-heygju frá fyrri stefnumið- um. Hún vill að hvarvetna þar sem einhver mannskapur er fyrir skuli ÁTVR annast um útsölu. Aðeins á stöðum þar sem færri en 3.500 manns búi komi einkaframtakið til greina. „Hildur talar um í blaðinu að ekki sé bara um að ræða peninga- hliðina heldur líka þjónustuna. Þama finnst mér að verið sé að gagnrýna opinberlega starfsfólkið í búðinni okkar. Eg skil bara ekki hvert Hildur er að fara, hún hefúr aðeins einu sinni mér vitanlega komið héma í búðina, og það var kvöldið áður en við opnuðum fyrir tæpum tveimur árum,“ sagði Ari Eggertsson 1 gær. Hann segist ekki hafa fengið gagnrýni af þessu tagi fyrr, viðskiptavinir séu þvert á móti afar ánægðir með þjónustuna. „Maður fær það á til- finninguna að ÁTVR sé í einhverri gíslingu í Kópa- vogi en þannig er það auðvitað ekki. En eflaust hefði ÁTVR viljað hafa meira um reksturinn að segja varðandi ýmsar breytingar í rekstri sem kostar samstarfsaðilann aukin fjárútlát sem ÁTVR þarf þá að bæta,“ sagði Ari. Vínbúð Kópavogsbúa hefúr reynst vel frá upp- hafi og umferðin á svæð- inu margfaldast eftir að Hagkaup og Rúm- fatalagerinn fluttu í Smárann. Einkarekstur- inn þýðir að aðeins tveir starfsmenn sjá um af- greiðsluna en fá liðstyrk þegar al- mestu annimar era. -JBP Fjölskyldu- messa á Eskifirði DV, Estofitöi- Fjölskyldumessa var nýlega í Eskifjarðarkirkju. Fermingar- börn og foreldrar þeirra fjöl- menntu og fermingarböm, ásamt yngri bömum og nemendum Tón- listarskólans, tóku virkan þáttt í messugjörðinni sem var með tón- listarlegu ívafi, og spilaði prest- urinn á gítar. Að lokinni messu buðu foreldar fermingarbama öll- um kirkjugestum í kafíi í húsi Slysavamarfélagsins. Var veitt af mikilli rausn. Ósk- andi væri að allir væru jafh ánægðir með sinn prest og við Eskflrðingar eram með séra Dav- íð Baldursson. Hann kennir böm- unum frá unga aldri og undirbýr þau vel fyrir ferminguna og þetta jarðneska líf. Séra Davíð kemur til okkar eldra fólksins í Hulduhlíð á 3ja vikna fresti og eram við glöð með hve hann er mikilhæfúr prestur því hann gefur okkur gott vegar- nesti í sínum orðum. Hann fær okkur til að skilja hvert annað betur, þar af leiðandi er sam- komulagið hjá okkur vistmönn- um betra. Það er min ósk að allir prestar landsins sinni sínum verkum eins vel og séra Davið gerir svo sannarlega í okkar sókn. Regina u wwwvisirJs FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR í Selur eigin línu út um allan heim ÆHiíH'Mii ustu ú Anna Kristine er vinsælust Sérfræðingar Að Sunnan á Héraði Spilar velmegunarpönk Hef alltaf fílað að stunda kynlif á almannafæri Farin að syngja það sem henni líkar f okus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.