Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Blaðsíða 40
* ■> ■j stólur miðvikudaginn 25.11. ’98 gm o* Wnninsdupp/ued Lfmnmga 12 39.051.260 1.828.800 3-5 at 6 248.353 162 2.430 5-.3Qt6.tj 442 380 ' .. ,... HeildarvinningAupphœð 41.690.033 L#ff# A lAlandi 2.638.773 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1998 Laun kennara: Yfir 50% hækkun - segir Karl Björnsson „Ég, sem formaður launanefndar sveitarfélaga, mun fara yfir stöðuna, en kennarar hafa verið að fá yfir 20% hækkanir til við- bótar við þau 33% sem fólust í al- mennu kjarasamn- ingunum," sagði Karl Björnsson, bæjarstjóri á Sel- Karl Björnsson. 1 samtali við ’ DV 1 morgun. Karl flytur erindi um þessi mál á ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga á Hótel Sögu í dag og á fulltrúaráðsfundi sam- bandsins á morgun. Karl kvaðst í erindum sínum fara yfir stöðuna og þau alvarlegu kostnað- aráhrif sem launahækkanir kennara geta haft á fjárhag sveitarfélaga ef eða þegar þær ná til allra annarra starfs- manna sveitarfélaganna. -SÁ Ifó k u s, Hannar föt og selur um allan heim I Fókusi sem fylgir DV á morgun er viðtal við Lindu Ámadóttur, 28 ára stúlku sem hannar og selur föt úti um allan heim undir eigin nafni, Crylab. í blaðinu er einnig birtur listi yfir 136 vinsælustu útvarpsþættina á íslandi og kemur þar margt á óvart, bæði hvaða þættir eru vinsælastir en einnig hversu lítið landsmenn hlusta í raun á útvarp. í Fókusi er rætt við myndlistarmanninn Tolla, söngkon- una Ariu og pönkarana í Saktmóðíg. Dr. Gunni veltir upp þeirri spurningu hvort tónlistarsmekkur fólks þroskist með aldrinum eða hvort það sé nátt- úrulegt að staðna í unglingapoppinu og Hallgrímur Helgason segir ferða- sögu sína frá Héraði. í Fókusi er einnig fjallað um atburði komandi helgar, bíómyndirnar sem verða frumsýndar, tónleikana sem verða haldnir og leikritin sem verða leikin. R\K\Ð - PAÐ ER É<3! Fegursti sveinn íslands verður valinn úr hópi tuttugu og eins karlmanns, þar af níu frá höfuðborgarsvæöinu, á Broadway í kvöld. Eftir að gestir hafa gætt sér á krásum hlaðborðs og horft á Abba-sýningu munu hinir ungu menn koma fram í tískufatnaöi, þar á eftir í boxer-nærbuxum og að síðustu t smóking þar sem þeir munu stíga dans. DV-mynd Pjetur Formaður heilbrigðisnefndar segir líkur á sáttum: Rukka má Kára Sverrir Hermannsson: Ég á Frjáls- lynda flokkinn - vegna upplýsinga í miðlægan gagnagrunn. Kári fagnar Heilbrigðisnefnd Alþingis vinnur nú hörðum höndum að því að koma gagnagrunnsfrumvarpinu I það horf að Alþingið samþykki. Nefndin hefur undanfarna daga farið yfir frumvarp- ið og unnið að breytingartillögum á því. Nýtt ákvæði um að ráðherra sé heimilt að innheimta „sérstakar greiðslur" af þeim sem nýtur einka- réttar á miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði er nú talið líklegt til að skapa sátt um frumvarpið. Kveðið verður á um það að komi til hagnaðar þá semji heilbrigðisráðherra um sér- stakar greiðslur fyrir upplýsingarnar, íslenska erfðagreiningu í þessu til- viki. Greiðslurnar renni í ríkissjóð til styrktar heilbrigðismálum og vísinda- rannsóknum þeim tengdum. Össur Skarphéðinsson, formaður heilbrigð- isnefndar, sagði við DV að þarna væri um að ræða geysilega mikilvægt ákvæði sem líklegt væri til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög mikilvægt að þetta komi inn enda er þetta eitt af því sem margir lögðu áherslu á. Þetta er í raun heimild til aö láta þann sem fær Kári Stefáns- upplýsingar í mið- lægan gagnagrunn greiða fyrir þær,“ segir Össur. - Hvenær getur komið til þess að ráðherra leggi gjald á einkaréttarhafa? „Ef mjög mikill hagnaður kæmi í ljós myndi heil- brigðisráðherra notfæra sér heimildina til að verð- leggja upplýsingarnar. Þetta eykur að mínu mati mjög líkur á víðtækri sátt um málið,“ segir Össur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskr- ar erföagreiningar, sagðist í morgun vera sáttur við þessa hugmynd. Hann sagði að þama væri um að ræða arðsemishlutdeild sem ríkis- sjóður fengi. „Þetta snýst um að ráðherra verði heimilt að kveða á um arðsemishlut- deild og það var ég að vona að kæmi þarna inn. Þetta er nokkuð sem ég hef sjálfur talið eðlilegt og sjálfsagt að komi þarna inn. Ég held að það sé nokkuð góð sátt um þetta mál,“ segir Kári. Kári segist ekki þekkja nákvæm- lega til stöðu máls- ins enda sitji hann ekki í heilbrigðis- nefnd Alþingis Össur Skarp- Þrátt fyrir að vera héðinsson. önnum kafinn mað- ur. Hann sagðist fyrir löngu hafa gert að tillögu sinni að þessi leið yrði valin. „Þetta er afar mikilvægt okkar fyr- irtæki og mér heyrist á öllum að um þetta sé góð sátt. Enda á það að vera þannig þar sem þetta á fyrst og fremst að gagnast íslenskri þjóð. Arðsemsis- hlutdeOd er besta leiðin tO að tryggja að þjóðinni gagnist þetta. Það á ekki að skattleggja starfsemina fyrr en ljóst er að hún standi undir sér. Þarna er ekki verið að minnka líkurnar á að hún verði arðbær en aftur á móti þýð- ir þetta að verði hún arðbær mun aOt samfélagið aOt njóta góðs af arðin- um,“ sagði Kári í morgun. -rt - skráði nafnið Sverrir Hermannsson er eigandi Frjálslynda flokksins. Hann keypti nafnið lögformlega og greiddi fyrir 5 þúsund krónur. „Ég held mínu striki, það hefur ekkert breyst með það að ég býð fram til al- þingiskosninga mína fylkingu tO að hafa áhrif í þjóð- málunum. Það breytir engu hvað Bárður, Pétur og Valdimar eru að gera,“ sagði Sverrir Hermannsson í morgun. Hann hef- ur slitið öOu menningarsambandi við fyrrum samherja í Samtökum um þjóðareign. Sverrir er kaOaður kerfismaður sem hefur sukkað í kerfinu árum saman, eins og Valdimar Jóhannes- son segir í viðtali við Morgunblaðið í morgun. „Þeir eru sérkennOega einlægir í kvótamálinu, það verður að segjast eins og er að þeir eru að þjóna einhverjum sérkennOegum tO- gangi,“ sagði Sverrir Hermannsson í samtali við DV í morgun. Hann og fylgismenn halda blaðamannafund í Borgartúni 6 í dag. -JBP Sverrir Her- mannsson. Veðriö á morgun: Hvassviðri eða stormur A morgun verður austan hvassviöri eða stormur með rign- ingu sunnanlands með morgnin- um og einnig norðanlands undir hádegið en þá gengur í sunnan hvassviðri eða storm með skúr- um um landið sunnanvert. Hiti verður á bilinu 0 tO 7 stig, hlýjast við suðurströndina. Veðrið í dag er á bls. 37. Tosliromi f£átíndur ánægjunnar * á SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.