Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 Fréttir Reykháfurinn í Laugarnesi felldur meö miklum hvelli: Eftirsjá að strompinum - segja nagrannar Reykháfur Klettsverksmiðjunnar í Laugamesi var felldur með mikl- um hvellum í gær. Fresta varð verk- inu um einn dag en upphaflega stóð til að fella tuminn á laugardag en því var frestað vegna mikils hvass- viðris. Það var nokkur fjöldi sem fylgdist með þegar starfsmenn borg- arinnar sprengdu þennan gamla reykháf til jarðar. Lögreglan hafði lokað svæðinu í næsta námunda við strompinn og það var svo um kl. tvö sem hár hvellur heyrðist um ná- grennið. Þá féll tuminn til jarðar og snerti hana með öðram álíka hvelli. Reykháfurinn hefur í gegnum árin vakið litla hrifningu íbúa í ná- grenni hans vegna óþefjar en það er ekki laust við að mörgum þyki eftir- sjá að þessu háa og mikla mann- virki sem reist var árið 1963. Reynir Þórðarson hefur búið í næsta nágrenni við strompinn í 12 ár og sagðist sjá eftir honum. „Það má eiginlega segja að mér finnst svolítil eftirsjá að honum. Þar sem ég hef búið í húsinu héma beint á móti allan þennan tíma þá hefur turninn verið svo gott kennileiti að vísa fólki sem kemur í heimsókn. En það er það eina,“ sagði Reynir. Þorgrímur Guðmundsson lög- reglumaður var einnig viðstaddur þegar strompurinn var felldur. Að- Hér má sjá hvernig reykháfurinn fellur til jarðar. spurður hvort hann sæi eftir strompinum sagði hann: „Bæði og, ég hefði viljað losna við hann fyrr. En það er ekki hægt að neita því að það er sjónarsviptir að honum.“ Erlingur Dagsson er búinn að búa í námunda við turninn síðan 1949. „Maður hefur umgengist hann alla tíð,“ sagði Erlingur. Hann sagði að það hefði ekki snert sig mikið þótt lyktin hefði verið mikil hér áður. „En ég sé ákaflega mikið eftir hon- um.“ -hb/S Erlingur Dagsson hefur búið í námunda við turninn frá árinu 1949 og þykir mikil eftirsjá að honum. DV-myndir S Afsökunarbeiðni frá Valdimar Jóhannessyni Vegna viðtals sem birt var við mig sl. laugardag vil ég taka fram eftirfarandi: í hita leiksins lét ég ýmislegt flakka i tveggja manna tali við blaða- manninn til að leggja áherslu á orð mín. Mér stóð til boða að lesa viðtalið yfir áður en það birtist svo ég gaum- gæfði ekki svo vel orð mín en vegna anna fórst það fyrir. Ég á það til að vera glannalegur í tali. Því skrifast það á minn reikning að margt í við- talinu kom allt öðruvísi út en ég hefði kosið - fyrir utan nokkrar hreinar staðreyndaviilur. Verst þótt mér að valda sársauka fólki sem tengist einkalífi mínu, ekki síst fyrrverandi eiginkonu minni Margréti sem ég átti mörg góð ár með. Þá þykir mér slæmt fyrir mig að í viðtalinu var forsætisráðherra og borgarstjóra líkt við nokkrar óheppi- legar persónur stjómmáiasögunnar. Það skaðar auðvitað sjálfan mig meira en þau að nota fullsterka hti. Eins og athugasemd sem ég sló fram í spaugi að besta leiðin til að vinna mál fyrir hæstarétti væri að fá mig til að flytja það en var birt eins og það væri min hreina alvara. Nokkrar meinlegar staðreynda- vihur eru í viðtalinu. Versta vill- an er að ég hafi hlotið 2 ára refsi- dóm. Hið rétta var að dómurinn var 2 mánaða skilorösbundinn. Nægir það eitt til að sanna að mér urðu á þau alvarlegu mistök að leiðrétta ekki viðtalið áður en það birtist. Gamah baðamaður á að vita betur. Eru mennirnir læsir? ii iin !!! tll t Á annað hundrað pró- fessorar við Háskóla ís- lands hafa sent frá sér yf- irlýsingu í kjölfarið á dómi Hæstaréttar um Ml;' kvótann. Inntakið i þess- ari yfirlýsingu er að pró- fessorarnir telja að dóm- • urinn marki tímamót. Dómstólarnir séu famir að skerpa á þrískiptingu valdsins. Prófessoramir fagna dómnum rétt eins og dómstólar landsins hafi nú í fyrsta skipti sagt framkvæmdavaldi og lög- gjafarvaldi stríð á hend- ur. Nú hefur enginn við það að athuga að prófess- orar gamni sér við það að safna undirskriftum. Dav- íð Oddsson forsætisráð- herra hefur bent á að svona undirskriftalistar séu alvanalegar uppá- komur hér á landi þegar einhverju þarf að mót- mæla. En hitt er alvarlegra, segir Davíð, þegar hámenntað fólk, sem hefur það fyrir atvinnu að kenna í Háskóla íslands, tekur upp á þvi að skrifa upp á yfirlýsingu, án þess að lesa hana fyrst. For- sætisráðherra telur að prófessoramir hafi alls ekki lesið það sem þeir skrifuðu undir, vegna þess að í yfirlýsingunni stangist hvað á annars hom og þar sé meðal annars fullyrt aö dómstólar eigi að segja stjómvöldum tU um það hvernig lög eigi að semja og samþykkja. Eins og það sé þeirra verk!! Þessi vitleysa kemur ofan í vitleysuna í Hæsta- rétti, sem sendi frá sér dóm, sem enginn gat skU- ið og enginn gat í rauninni tekið mark á, vegna þess hversu fáir dómarar kváðu upp dóminn. Nú hefur ríkisstjórnin að vísu reynt að taka mark á þessum dómi, en það gerir hún nauðug vUjug og gerir sér einnig grein fyrir að breyting á lögunum um flskveiðistjómina kaUar á skaða- bætur en þær skaðabætur verða ekki greiddar fyrr en Hæstiréttur hefur dæmt bætumar og þá er það líka Hæstarétti að kenna ef skaðabætur hljótast af lagabreytingunum vegna þess að dóm- urinn kaUaði eftir þeirri breytingu. Með öðram orðum: Dómstólar landsins era á vUligötum og stofna tU stórfeUdra útgjalda og prófessorar við Háskólann lesa ekki einu sinni það sem þeir skrifa undir og spuming er jafnvel hvort þeir séu færir um það? Era mennimir læs- ir? spyrja bæði Dagfari og Davíð. Og eru þeir í Hæstarétti skrifandi? spyrja bæði Dagfari og Dav- íð. Forsætisráðherra stýrir þessu landi en það eru auðvitað takmörk fyrir þeirri þolinmæði sem hann getur sýnt fólki sem hvergi er kosið tU valda og kveður upp vitlausa dóma og skrifar undir vifiausar yfirlýsingar í krafti menntunar eða stöðu sem ráðherramir í ríkisstjóminni hafa leyft þeim að komast upp með meðan þeir gerðu ekkert af sér. En nú er mælirinn fuUur. Ríkisstjómin setur þau lög sem henni sýnist. Það kemur engum við, ekki Hæstarétti, sem kann ekki aö dæma, né heldur prófessoram í Háskólanum sem kunna ekki einu sinni að lesa. Dagfari Stuttar fréttir i>v Ríkisstjórnin sterk Tæplega tveir af hveijum þrem- ur íslendingum styðja ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar. Tæplega helmingur þjóð- arinnar kýs Sjálf- stæðisflokkinn, Framsókn eykur fylgi sitt og fylgi samfylkingar minnkar. Einn fjórði hefur þó ekki gert upp hug sinn. RÚV greindi frá. Vinna námsmanna Bjöldi þeirra námsmanna í fram- haldsskólum og háskólum sem vinnur með námi hefur stóraukist. Atvinnuþátttaka 16-24 ára er nú 75%, var 70% í fyrra og 65% fyrir fimm árum. Kristín Amalds, skóla- meistari Fíölbrautaskólans í Breið- holti, segir þetta mjög slæma þróun og komi niður á námi. Lífsgæða- kapphlaup námsmanna segir hún þó ekki nýtilkomiö. Dagur greindi frá. Vigdís í Time Fjallað er um Vigdísi Fmnboga- dóttm í sérblaði Time „Visions of Europe“ en i þvi er fjallað um stjóm- mál, menningu og lífshætti Evrópu- þjóða. Fjallað er um Vigdisi í kafla um evrópska hugsjónamenn. Blaðið segir að hún sé frumherji á ýmsum sviðum og tekið fram að hún hafi verið ein af fyrstu einstæðu konunum á íslandi sem ættleiddu bam. Morgunblaðið greindi ffá. Metsala á sementi Sementssala Sementsverksmiðj- unnar hf. á þessu ári verður sú mesta síðan 1989. Þá seldust um 117.500 tonn en í lok nóvember 1998 var salan orðin um 110.600 tonn og verður væntaniega nærri því sem hún var 1989. Gert er ráð fyrir að sementssala verði heldur minni á næsta ári vegna samdráttar i stór- framkvæmdum en hún gæti orðið allt að 110.000 tonn, einkum ef veð- urfar eftir áramót verður þokkalegt. Minni þjónusta Skorti á hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsi Reykjavikur er mætt með minni þjónustu og meiri auka- vinnu hjúkrunarfræöinga. Hjúkr- unarfræðingar segja aö hvorki þeir né fjölskyldur þeirra kæri sig um meiri aukavinnu. 77 hjúkrunar- fræðinga vantar i stöður á SHR auk 46 sem em frá vegna leyfa. Ema Einarsdóttir, hjúkmnarforstjóri SHR, segir að þjálfún hjúkrunar- fræðings til starfa á gjörgæsludeild eða bráðamóttöku kosti ekki undir 600 þúsund krónum. Morgunblaðið sagði frá. Misskiiningur Einars Þorsteinn Pálsson segir að gagnrýni Einars Odds Kristjáns- sonar á frum- varp rikisstjóm- arinnar um breytingu á lög- um um stjómun fiskveiða vera byggða á misskiln- ingi. Einar Oddur gagnrýndi að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að sóknardagakerfi krókabáta yrði afhumið og smábátar færðir í afla- markskerfi. Einar telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi sett króka- leyfiskerfið í uppnám. Morgunblað- ið greindi frá. Einkaréttur gamaldags VSÍ varar við því að iðnaðarráðherra veiti tilteknum fyrirtækjum einkarétt til aö rannsaaka og nýta hveraörverur. Slíkar reglur bera að mati VSt með sér andblæ löngu liðins tíma. RÚV greindi frá. Bragöefnaverksmiðja Líftæknifyrirtækið Genís hefúr reist verksmiðju í Reykjavík og ætlar að framleiða bragðefni úr sjávarfangi og flytja það út. Aðalkaupandi er McCormick sem er stærsti kryddvöruframleiðandi í heimi. RÚV greindi frá. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.