Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 Góðir pennar Helgí Hálfdanarson: Molduxi í þessu úrvali eru prentaðar ýmsar greinar Helga sem birst hafa á umliðnum áratugum í blöðum og tímaritum, auk þess sem hér er að finna áður óbirtar greinar. Helgi skrifar um kveðskap og bragfræði, Jónas Hallgrímsson og William Shakespeare, mannlíf og merkingar orða, þýðingar og þjóðlíf. Einnig eru í bókinni prentaðar valdar greinar úr ritdeilum Helga við sveitunga sína, Hrólf Sveinsson og Magnús Björnsson. _ . I......I ....ft ...í-».a. . Ú . lúj Auður Jónsdóttir: Stjórnlaus lukka Mæðgur koma í lítið sjávarþorp úti á landi til að byrja upp á nýtt. Og nú er Didda orðin sautján ára og á sér fast pláss við flæðilínuna í frystihúsinu, og mæðgurnar eru orðnar hluti af sérstæðu mannlífi staðarins. En ástin vitjar þeirra beggja á svipuðum tíma og síðan sorgin og þá þurfa þær bæði að gera upp sakir og standa saman. Falleg, einlæg og hispurslaus frumraun um viðkvæmt samband mæðgna. „Vel heppnað byrjendaverk...Áuður sýnir með þessari sögu að Hun héfur hæfileika til að segja frá og notar þá til að skapa lifandi persónum aðstæður og örlög sem koma okkur við.“ Jon Yngvi Johannsson / DV Ami Sigurjónsson: Lúx Þessi fyndna og fjöruga saga gerist á áttunda áratugnum þegar stúdentar voru róttækir, opnir og leitandi. „Með óvenjulegu innsæi í tíðaranda 7. áratugarins og ísmeygilegum húmor sem gegnsýrir alla bókina hefur Árna að mínu mati tekist að skapa skemmtilegustu skáldsögu sem komið hefur út síðan Pétur Gunnarsson skrifaði Punktur, punktur, komma, strik fyrir rúmum tveimur áratugum. Þessi bók er alger skyldulesning fyrir alla sem telja sig tilheyra '68 kynslóðinni og þola að sjá sjálfan sig í spéspegli.“ Ólafur E. Friðriksson / visir. is Auður Ólafsdóttir: Upphækkuð jörð Hrífandi og ljóðræn saga af óvenjulegri stúlku sem sigrast á því ómögulega. Hún var getin í rabbarbaragarði í smábæ á norðlægri eyju. Á næturnar gægist tunglið inn um gluggann í turnherberginu hennar og Fjallið eina gnæfir að húsabaki. Hún ætlar til mömmu sinnar sem dvelur í hitabeltinu - en fyrst þarf hún að klífa fjallið. Tilnefni Máll^logmenning www.mm.is • Laugavegi 18 s. 515 2500 • Síðumúla 7-9 s. 510 2500 "pOBSTEINN GYLFASON Þorsteínn Gylfason: Réttlætí og ranglæti I þessu ritgerðasafni eru fimmtán greinar um stjórnmálaheimspeki og skyld efni. Sem fýrr tekst Þorsteini bæði að gera efni sínu fræðileg skil og rita á máli sem öllum er auðskilið. Fyrir síðasta ritgerðasafn sitt, Að hugsa á íslenzku, fékk Þorsteinn fslensku bókmenntaverðlaunin. Guðmundur Andri Thorsson: Ég viidi að ég kynni að dansa Sundurleitasta efni verður Guðmundi Andra að íhugun og athugun í greinum sem eru glettnar en samt ekkert grín. Efi um viðtekna hegðun, margrómað ágæti og margtuggnar skoðanir gegnsýra bókina og rauður þráður er andúð á hinu blinda valdi hvar sem það mætir mönnunum. „pessi bók #f futt -d fynúni ©g Ávæntum t#ngíngum,.,ttókio b#r attan vott um míkla nn§tuf«#mþ í stfl og attrí íramsetnmgu ng þá #kkí «íst t vídieítnt ^höfuiMÍar ad g#ra hana að #tnhv#rju aðeim mmm m venjuiegu greínasafní," Þröstur Helgason / Morgunblaðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.