Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og Otgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Einkavæðing á réttri leið Talið er að um 90 þúsund manns hafi tekið þátt í hluta- fjárútboði Búnaðarbankans, ýmist með því að skrá sig fyrir leyfilegum hlut eða með framsali kaupréttar. Þessi metþátttaka kemur í kjölfar velheppnaðs hlutaíjárútboðs í Landsbankanum og Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Þessi mikla þátttaka almennings í hlutaíjárútboði þessara þriggja ríkisbanka sýnir margt. í fyrsta lagi er hún staðfesting á því að stjórnvöld eru á réttri leið með einkavæðingarstefnu sína. í öðru lagi sýnir hún að fólk hefur mikið traust á innlendu bankakerfi. Það er vel, ekki síst að teknu tilliti til þess að ríkisbankarnir hafa orðið fyrir talsverðri ágjöf á árinu. í þriðja lagi sannar þátttakan að skynsamlegt er að bjóða dreifða eignaraðild í ríkisfyrirtækjum á góðu verði, þannig að víst megi telja að verð bréfa fari upp og hagnaður verði af hlutabréfa- kaupunum. Þessi ótrúlega þátttaka almennings í hlutafjárútboði Búnaðarbankans er líka til marks um það að almenning- ur sé að átta sig betur á því hvernig hlutabréfamarkað- ur hér á landi virkar. Fólk gerir sér ljóst að hagnaðar er von með bréfakaupunum. Einkavæðingu sem þessari á tiltölulega ungum verð- bréfamarkaði fylgja að sönnu bamasjúkdómar. Minna bar á þeim við bréfakaup í Landsbankanum og Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins en hið gríðarlega kennitölu- framsal í bréfasölunni í Búnaðarbankanum gefur tilefni til að fara yfir leikreglurnar. Dreifð eignaraðild er æski- leg. Því gæti komið til greina, í tilvikum sem þessum þar sem verð bréfa er með þeim hætti að hagnaðarvon er augljós, að kaupendum sé gert að eiga bréfin í einhvem tiltekinn lágmarkstima eftir sölu. Með þeim hætti er lík- legra að markmið stjómvalda um dreifmgu eignar náist. Þessi mikli áhugi á hlutabréfakaupum í ríkisbönkun- um sýnir að einkavæðingarstefhan er rétt. Um leið er hann hvatning til stjómvalda um að flýta áformum um sölu á stærri hlut í bönkunum og ekki síður öðrum rík- isfyrirtækjum. Þar er af talsverðu að taka. Enginn efi er til dæmis á því að markaðurinn tæki vel sölu á hlut í Landsímanum, stórfyrirtæki ríkisins sem er tugmillj- arða virði. Bréf í því fyrirtæki ættu að gefa prýðilegan arð, ekki síður en bréf í bönkunum, um leið og nýjum hluthöfum fylgdi nýtt blóð. Efnilegasti sundmaður Evrópu Öm Amarson, Sundfélagi Hafnarfjarðar, varð á laug- ardag Evrópumeistari í 200 metra baksundi á Evrópu- meistaramótinu í Sheffield í Englandi. Þá náði hann besta tíma í undanrásum í 100 metra baksundi og fjórða sæti í úrslitum í þeirri grein. Þetta er mikið afrek og vert eftirtektar, ekki síst með tilliti til þess að Örn er þremur til fjórum árum yngri en flestir sundmennimir á Evr- ópumeistaramótinu. íslendingar hafa því eignast afreks- mann í sundi, ungan mann sem á framtíðina fyrir sér. Að baki afreki sem þessu er mikil vinna og sjálfsagi hins unga íþróttamanns. Gullverðlaun á alþjóðlegu móti nást ekki nema með miklum viljastyrk og þrotlausum æfingum. Það var því gleðileg viðbót og viðurkenning á frammistöðu Amar að honum var veittur titillinn „Efni- legasti sundmaður Evrópu“. Afreksmenn sem Örn Arnarson eru öðmm til fyrir- myndar. Jónas Haraldsson „Stóru útgerðirnar sækja fráleitt afla sinn með minni tilkostnaði en bátarnir gerðu,“ segir Sigurður m.a. í grein inni. Sægreifasuða staðhæfði að enginn hefði „komið fram með heildstæðar til- lögur, sem valkost á móti aflahlutdeildar- kerfinu.“ Sömuleiðis bíræfm suða! Fjöldi dómhærra manna hefur fjallað um málið af sann- girni og réttsýni, lagt fram málefnaleg rök og bent á leiðir úr ógöngunum sem ríkjandi fyrirkomu- lag hefur valdið. Má þar meðal margra annarra nefna báða ritstjóra Morgun- blaðsins, Gylfa Þ. Gíslason, Benjamín „Stóru útgerðirnar sækja fráleitt afía sinn með minni tilkostnaði en bátarnir gerðu. Kostnaðinn af eyð- ingu bátafíotans og rústun sjávar- plássa ætti vissulega að reikna inn í hagræðingardæmið...u Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur í októbermánuði urðu lesendur dagblaðanna vitni að einkennilegu upphlaupi lénsaðalsins í íslensk- um sjávarútvegi. Birtar voru flennistórar auglýsingar með lit- skrúðugum myndum af ungmeyj- um, fiskum og leikbrúðum ásamt fyrirsögnum á borð við „Við eig- um kvótann!", „Frelsi til að velja!“, „Dýrmætur hagnaður", „Greifmn sjálfur", „Afkoman ræðst í útlöndum" og „Farsæl sambúð". Þetta umfangsmikla auglýsinga- framtak mun hafa kostað tugi milljóna króna, svo greinilega var mikið í húfi fyrir ýmsa helstu máttarstólpa atvinnulífsins, sem áratugum saman hafa haldið úti grátkvennakór vegna bágra kjara útgerðarinnar og skuldahalans sem hún drattast með. Slíkur fjár- austur er varla til marks um mjög bág kjör, enda mála sannast að útvegsmenn hafi ekki stundað iðju sína af hugsjón, heldur til þess eins að auðgast, sem er ekki nema mannlegt. Bíræfið blaður í auglýsingum sægreifanna var vægast sagt farið frjálslega meö sannleikann. í einni þeirra sagði: „Fiskurinn leggur landsmönnum til 7 af hverjum 10 krónum.“ Þetta biræfna blaður hefur Þorvaldur Gylfason afhjúpað. Hann bendir á að sjávarútvegurinn stcmdi á bak við rösklega helming af útflutn- ingstekjum og um 17% af þjóðar- tekjunum í heild, en 83% eigi eink- um upptök sin í iðnaði, verslun og þjónustu. Á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna hélt Kristján Ragnarsson því fram, að „hinn þögli meirihluti" væri .útvegs- mönnum sammála, og var annar bíræfinn þvættingur. Ræða sjávar- útvegsráðherra við sama tækifæri var þvilíkt samsafn af orðaleppum og öfugmælum, að leitun mun á öðru eins i ekki lengra máli. Hann Eiríksson, Ogmund Jónasson, Kristjón Kolbeins og Jón Sigurðs- son sem að undanförnu hefur birt fjölmargar hlutlægar og vekjandi greinar um fiskveiðistjómarkerfið og lagt fram tillögur um skynsam- lega og réttláta úrlausn vandans. Ruglun Formælendur sæaöalsins hafa gjama legið á því lúalagi í mál- flutningi sínum að mgla saman kvótasetningu og kvótaúthlutun. Væntanlega andmælir enginn heil- vita maður því, aö hafa beri í lög- um aðferð til að setja kvóta og ákvarða þannig hámarksafla sem á hverjum tíma telst hæfilegur og líklegur til hámarksaftekju af fisk- stofni. Spumingin er vitanlega, hvaða aðferð reynist hallkvæmust þjóðar- heildinni, en ekki þeim fámenna forréttinda- hópi sem rakar til sín ómældum ágóða af sameign landsmanna í skálkaskjóli reglu- gerða, sem beinlínis stangast á við lögin um þjóðareign fiskimið- anna. Nú eiga 4 ein- staklingar 11 milljarða kvóta og 20 fyrirtæki eiga 30 milljarða kvóta, 740.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu. Óveiddur og jafnvel ófæddur flskur gengur kaupum og sölum. Nú mun svo komið, að búið sé að eyða nán- ast öllum bátaflotan- um í nafni hagræð- ingar og sú þróun á góðum vegi með að leggja mörg sjávar- pláss í rúst. Stóru út- gerðirnar sækja frá- leitt afla sinn með minni tilkostnaði en bátamir gerðu. Kostnaðinn af eyð- ingu bátaflotans og rústun sjávar- plássa ætti vissulega að reikna inní hagræðingardæmið, einsog Jón Sigurðsson hefur bent á. Sú eignatilfærsla, sem átt hefur sér stað við ríkjandi lénsskipulag í sjávarútvegi, er frá öllum mann- legum sjónarmiðum siðlaus og for- kastanleg, ekki síst vegna þess að hún mun að öllu óbreyttu raska ótraustu jafnvægi í íslensku sam- félagi og koma harkalega niður á komandi kynslóðum. Hinsvegar verður einkar fróðlegt að sjá hvaö gerist eftir nýgenginn dóm Hæsta- réttar í máli Valdimars Jóhannes- sonar. Hann gæti orðið þúfan sem veltir þungu hlassi óráðsíu og mis- réttis. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Stjórnvöld skaöabótaskyld „Stjórnvöld virðast hafa sett upp hindranir sem síð- an kemur í ljós að ekki standast stjórnarskrárlög. Áður þurftu menn að úrelda rúmmetra á móti þeim sem fluttir voru inn. Margir reiknuðu með að það væri viðvarandi ástand og ég sé fyrir mér að ein- hverjir sem hafa gert viðskipti á þessum grunni verði mjög ósáttir við þessa breytingu. Þeir vilja væntan- lega fá bætt það tjón sem hefur orðiö á grundvelli þeirra. í fljótu bragði sýnast mér stjórnvöld vera skaðabótaskyld ... Það er óþolandi ástand að búa við óljósar réttarreglur í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar.“ Benedikt Sveinsson í Mbl. 11. des. Kvótalög frá Alþingi, ekki Hæstarétti Sú leið sem ríkisstjórnin hefur valið er ekki fram- tíðarlausn og um hana verður enginn friður í samfé- laginu ... Það er með ólíkindum hvemig sjávarút- vegsráðherra leyfir sér að tala um Hæstarétt vegna þessa máls. Það var Alþingi og ríkisstjóm sem stóð að kvótalögunum, ekki Hæstiréttur. Það var Alþingi og ríkisstjóm sem breyttu stjómarskránni og settu inn sjálfsögð mannréttindi eins og regluna um jafn- ræði þegnanna, ekki Hæstiréttur. Þegar æðsti dóm- stóll landsins bendir á að þessar tvær aðgerðir lög- gjafarvaldsins stangast á, þá er hann aðeins að gera skyldu sína. Árásir sjávarútvegsráðherra eru þeim mun alvarlegri þar sem sami maður er einnig æðsti yfirmaður dómsmála." Elías Snæland Jónsson í Degi 11. des. Snúið út úr dómi Hæstaréttar „Af hverju þurfum við að búa við að horft sé til aflareynslunnar á árunum 1980 til 1983? ... Kvótaeig- endur hafa til þessa leigt hluta aflaheimilda sinna til strandveiðiflotans, sem hefur lagt grunninn að salt- fiskvinnslunni í landi. Nú gefst þeim kostur á að stækka togaraflotann. Langþráðu takmarki kvóta- eiganda er náð með því að snúa út úr dómi Hæsta- réttar og berja á augljósum vilja þjóðarinnar. Stað- reyndin virðist vera sú að ríkisstjórnin vilji ekki sanngirni, réttlæti eða mannréttindi. Hún vill aðeins standa vörð um eignarétt sem bannað er að sé til.“ Jón Árnason í Mbl. 11. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.