Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Page 23
TVX/" LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 Miðvikudaginn 20. janúar verður frumsýnt í Loftkastalanum leikritið Mýs og menn sem gert er eftir sögu Johns Steinbecks Vinátta í rottusamfálagi „Leikverkið Mýs og menn er tímalaust og getur átt sér stað hvar sem er. Fjallað er um menn sem eru fastir á stað sem ekki er góður staður," segir Jóhann Sigurðarson leikari en hann fer með hlutverk Lenna í nýrri uppfærslu Flugfélagsins Lofts á þessu sígilda leikverki Johns Steinbecks. Verk- ið hefur bæði verið fært á fjalir og kvikmyndað víða um heim en að þessu sinni er það Guð- jón Pedersen sem heldur um leikstjórnartaumana. Hilmir Snær Guðnason leikur George, hinn dygga vin Lenna, en auk hans fara með hlutverk, Inga María Valdimars- dóttir, Guðmundur Ólcifsson, Þröstur Guð- bjartsson og Helgi Björnsson. En hverjar eru áherslubreytingarnar í þessari uppfærslu? „Aðaláherslu leggjum við á að losa okkur við þessa amerísku róman- tík sem hefur verið við- loðandi verkið,“ segir Guð- jón Pedersen. „Verið er að fjalla um kreppuna miklu sem var það ömurlegt tíma- bil í heimssögunni að menn voru álitnir það sama og mýs. Við ákváðum að einbeita okkur að vin- áttu aðalpersónanna, að hún sé perlan í verkinu en ekki einhver utanaðkom- andi rómantík. Það sem skiptir máli er vinátta tveggja manna í samfélagi sem er rottusamfélag. Sam- félag þar sem orðið félagi er ekki til og orðið vinur hefur glatað merkingu sinni. Það er hver að hugsa um sig og lögmálið er auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.“ Jóhann Sigurðarson seg- ir að hlutverk Lenna sé bæði erfitt og snúið. „Lenni er utangarðsmaður vegna þess að hann er hugfatlað- ur og það er erfitt að átta sig á því hvemig slík manneskja hugsar. Hvort hún finnur meira til en aðrir og hvort það era til- finningarnar og upplifun Lenni og stúlkan. Jóhann Sigurðarson og Inga María hlutanna sem stjóma gerð- Valdlmarsdóttir. um hennar. Það sem við Jóhann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason f hlutverkum Lenna og George. DV-myndir E.ÓI. höfum notað okkur mest við upp- setninguna er hve Lenni er óskemmdur, jákvæður og góður þó að hann sé eins og hann er. Draum- urinn er sívakandi í hans huga og hann sér mestan part aðeins það góða í lífinu,“ segir Jóhann. Guðjón segir að Steinbeck stilli í verkinu upp spumingunni: „Hvenær rætast draumar okkar í rauninni?" Margir drauma mann- anna séu materíalískir en hvenær rætast hinir raunverulegu draumar? „Gefið er í skyn I lok verksins aö það sé ekki fyrr en við erum komin upp til Guðs. Því er Mýs og menn fyrir mér, lítil og falleg Bibliusaga,1' segir Guðjón Pedersen. -þhs LETHAL APOIXI 4 TiL SOLU : eiovfc •A*^* pÍZ&k-* % ;fJ ** ■ft* I m/ER SPÚLA ELÆSILEEUR BOLUR FYLEIR ÚKEYPIS MEOAIM BIREOIR EIMOAST. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA TIL 01:00 & 03:00 UM HELGAR. VIDEOHOLLIN Á lyírm beurLcii _ Lágmúla 7 POSTKROFUSIMI 568 5333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.