Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Þrennt í gæsluvarðhald eftir að 5 kg af hassi var smyglað með Breka VE: Hassið undir trollinu - bakhjarla leitað. Innkaupsverð á 4. milljón króna en söluverð 7-12 milljónir Hér má sjá hassið sem er lágmark að verðmæti á áttundu milljón króna komið á götuna. DV-myndir Ómar DV, Vestmannaeyjuin: Rúm fimm kíló af hassi og lítils- háttar af maríjuana fannst við komu togarans Breka VE til Vestmanna- eyja á laugardagsmorguninn. Breki var að koma úr sölutúr frá Bremer- haven í Þýskalandi. Þrennt tengist máiinu og hefur verið úrskurðað í viku til þriggja vikna gæsluvarð- halds meðan á rannsókn stendur. Þetta er mesta magn fíkniefna sem fundist hefur hér í landi undanfarin ár og langmesta magn sem fundist hefur í Vestmannaeyjum, meira en samanlagt magn sem þar hefur verið gert upptækt frá byrjun. Fundur efn- isins er að þakka góðri samvinnu lög- reglu og tollþjónustu í Vestmannaeyj- um sem hefur haft fiskiskip sem stunda siglingar undir smásjá undan- farna mánuði. Breki kom til Eyja frá Bremerhaven í Þýskalandi klukkan 5 á laugardagsmorguninn en lögreglan hafði haft veður af því að skipverji um borð og sambýliskona hans væru að smygla fíkniefnum til landsins. Tollvörður sem annaðist tollskoðun um borð taldi manninn, sem er rúm- lega fertugur skipverji á Breka, vera undir áhrifum eiturlyfía og ákvað í samráði við lögreglu að fylgja honum eftir frá borði. „Sett var vakt við skipið og um klukkan 7 var bifreið sem þau voru i stöðvuð af lögreglu," segir lögreglufulltrúi í Eyjum í sam- tali við DV. Hassið í bílnum Konan fór með skipverjanum í siglinguna og hafði önnur kona sótt þau um borð á bifreiðinni sem stöðvuð var. Við leit á mann- inum fundust 33 g af hassi og lítils háttar af maríjúana en ekkert fannst á konunum. En við leit í bifreiðinni fundust um 5 kg af hassi og játaði maðurinn innflutn- ing á þeim. Við húsleit á heimil- um sambýlisfólksins og konunnar fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Samkvæmt heimildum DV var hassið falið undir trolli á dekki skipsins. Fólkið var á laugardags- kvöld úrskurðað í gæsluvarðhald, maðurinn til 30. janúar, sambýlis- konan til 20. janúar og konan sem ók til 16. janúar. Lögreglan í Eyj- um fékk mann frá ríkislögreglu- stjóra til aðstoðar við rannsókn málsins og hasshund til frekari leitar um borð í Breka. Ekki fannst meira um borð. Lögregla og tollgæsla í Eyjum hafa undanfarið haft náið samstarf við rannsókn fíkniefnamála og hafa beint sjón- um sínum að skipum sem sigla með aflann. „Við höfum verið að skoða siglingaskipin almennt og þetta er afrakstur þess starfs,“ sagði lögreglufulltrúinn. Samtals eru þetta um 5000 skammtar að verðmæti rúmlega 7-12 milljónir króna til neytenda, allt eftir þvi hve hreint það er. Talið er að skipverjinn hafi þurft að leggja út hátt í 4 milljónir króna fyrir efninu. Samkvæmt heimildum DV er ótrúlegt talið að hann hafi haft slík fjárráð og því líklegt að hann hafí verið burðar- dýr fyrir fjársterkari aðila. Þrátt fyrir að skipverjinn hafi játað innflutning hefur hann, samkvæmt heimildum DV, neitað að eiga efnið. Rannsókn lögreglu beinist því að hvort og þá hverjir standi að baki honum. Maðurinn hafði verið rúm þrjú ár á Breka án þess að vandamál vegna fíkni- efnaneyslu kæmu upp. Á árum áður komust hann og sambýlis- kona hans á skrá fyrir fíkniefna- misferli. Skipstjóra brugðið Magni Jóhannsson, skipstjóri á Breka, sagði í samtali við DV að sér væri mjög brugðið vegna þessa máls. Fréttir um að hass hefði fund- ist í skipinu hefðu komið sem þruma úr heiðskíru lofti. Hann sagði að málið yrði tekið mjög föst- um tökum. Glæpur þessi væri þess eðlis að verið væri að leggja í rúst líf fjölda manns. „Það verður ekki farið á sjó fyrr en búið er að hreinsa til í áhöfninni eins og þarf. Þetta er það lægsta sem menn geta lagt fyrir sig,“ sagði Magni. -ÓG/rt Eldur kom upp í einbýlishúsi við Stekkjarsel á laugardagskvöldið. Kviknað hafði í eldhúsinnréttingu og voru skemmdir talsverðar í eldhúsinu, auk skemmda af völdum reyks víðar í húsinu. Ibúar voru aldrei í hættu þar sem þeir komust út f tæka tíð og hringdu á slökkvilið. Reykkafarar fóru inn í fbúð- ina og réðu fljótt niðurlögum eldsins. DV-mynd HH Framboðsmál Hjörleifs: Landiö er mitt „Landið allt er mitt; Reykjavík ekki síður en Austurland," segir Hjörleifur Gutt- ormsson sem nú íhugar framboðs- mál sin af kost- gæíni. „En fyrst þarf að stofna flokkinn og svo koma framboð- in.“ Hjörleifur býst ekki við að línur fari að skýrast varðandi framboö sitt fyrr en eftir mánuð - ef af því verður. „Enginn er ómissandi. Sjálfur hef ég í vaxandi mæli hallast að taó- isma upp á síðkastið og tek þessu öUu með stóiskri ró. En keppnis- skapið er enn á sínum stað.“ Þrýst hefur verið á Hjörleif um að færa sig af Austurlandi og bjóða sig fram í Reykjavík í næstu kosn- ingum og hann aftekur ekkert í þeim efnum. Segist þó vera þing- maður Austurlands og þar sé í nógu að snúast. -EIR Nýtt og glæsilegt Qölveiöiskip Haraldar Böðvarssonar hf.: Fyrsta nýsmíðin í 20 ár Óli í Sandgerði AK heldur til veiða um mánaðamót DV Akranesi: Það var mikið um dýrðir við Akraneshöfn þegar nýtt fjölveiði- skip Haraldar Böðvarssonar hf. lagðist í fyrsta sinn að bryggju í heimahöfn í gær. Þetta er fyrsta stóra nýsmíðaða skipið sem kemur til bæjarins síðan 1978 er nótaskipið Bjami Ólafsson kom nýtt. Séra Eðvarð Ingólfsson blessaði skipið og Lára Nanna Egg- ertsdóttir gaf því nafnið Óli í Sand- gerði AK-14. Að sögn Marteins Ein- arssonar, annars af skipstjórum skipsins, er það keypt frá Noregi. Óli í Sandgerði er fjölveiðiskip og hentar mjög vel bæði til loðnu- og kolmunnaveiða. f skipinu eru kælit- ankar sem tryggja góða og betri nýt- ingu á hráefninu. Óli í Sandgerði er með 4700 hestafla vél, 60 metra lang- ur og 11,60 metra breiður og tekur 1100 tonn. Skipið reyndist i alla staði mjög vel á siglingunni heim. Reiknað er með að skipið fari á loðnuveiðar um mánaðamótin. Auk t • )V. ’ j Óii í Sandgerði Ak 14. Marteins er Guðlaugur Jónsson skipstjóri og 14 menn í áhöfn. í nóv- ember er væntanlegt annað stærra skip til Haraldar Böðvarssonar en það er nú í smíðum í Chile. Fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvarsson- ar hf. er Haraldur Sturlaugsson og stjórnarformaður er Eyjólfur Sveinsson. -DVÓ Séra Eðvarð Ingólfsson blessar skipið. DV-mynd Daníel Frestur rennur út í dag Framboösfrestur til þess að skila inn framboði í hólfi Kvennalistans í Reykjavík rennur út í dag. Nú þegar hafa Hulda Ólafs- dóttir sjúkra- þjálfari, Guðný Guðbjörnsdótt- ir alþingismað- ur og Guðrún Ögmundsdóttir fé- lagsráðgjafi ákveðið að gefa koSt á sér. Barátta í Reykjanesi Þrír hafa ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Reykjanesi. Þetta eru Rannveig Guðmunds- dóttir, Ágúst Einarsson og Guð- mundur Árni Stefánsson. Þing- maður Alþýðubandalagsins, Sig- ríður Jóhannesdóttir, gefur kost á sér í annað sætið í prófkjör- inu. Rogers gefur ráð Hnattfarinn og bandaríski auð- kýfingurinn Jim Rogers, sem keyi-ði hringinn í kringum landið, ætlar að gefa íslendingum góð ráð varðandi fjármál. Spenna í prófkjöri Prófkjör Framsóknarflokksins á Norðurlandskjördæmi eystra fer fram um næstu helgi. Tveir gefa kost á sér í efsta sætið, Jak- ob Björnsson og Valgerður Sverrisdóttir. Elsa Friðfinnsdótt- ir og Daníel Ámason gefa kost á sér í annað sætið. Mikil spenna ríkir vegna prófkjörsins. Stöð 2 greindi frá. Kvartað yfir prófkjöri Alfreð Þorsteinsson og Am- þrúður Karlsdóttir eru sammála um aö próf- kjörsreglur í prófkjöri Fram- sóknarflokks- ins í Reykjavík séu illa samd- ar. Jón Ingi Einarsson, for- maður fulltrúa- ráðs F'ramsóknarflokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Ríkissjónvarpið að framboðs- nefnd kæmi saman á morgun til að ræða þessi mál. Vilhjálmur í stórræðum Meirihluti er fyrir því á danska þinginu að Vilhjálmm- Örn Vil- hjálmsson fornleifafræðingur fái aðgang að skjölum um útrýming- ar á gyðingum í síðari heimsstyrj- öldinni. Danska útlendingaeftir- litið hefur meinað Vilhjálmi að- gang að skjölunum fram að þessu. Röskun á flugi Röskun varð á innanlandsflugi í gær vegna veðurs. Mikil úr- koma, bæði snjór og slydda, var víða á landinu en í Reykjavík varð röskunin einna mest þar sem brautarskilyrði Reykjavíkur- flugvallar voru afar slæm vegna veðurs. Óbreytt í Hagaskóla Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Hagaskóla um helgina. Síðustu sprengjur sprungu í skólanum á fóstudagskvöld, þá brotnuðu tvær rúður en engin lögregluvakt var i skólanum um helgina. Óþrifnaður hjá Norðuráli Starfsfólk hjá Norðuráli á Grundartanga hefur farið fram á það að Vinnu- eftirlit ríkisins kanni aðbúnað verkafólks bjá fyrirtækinu. Hervar Gunn- arsson, formað- ur verkalýðsfé- lags Akraness, sagði í samtali við Rikissjónvarp- ið að starfsmenn heföu kvartað mikið vegna mengunar og óþrifn- aðar auk mikils vinnuálags. Hann ætlar að ræða viö stjómendur fyr- irtækisins. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.