Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Misjafnt hafast þeir að Matti Aura, samgönguráðherra Finnlands, taldi rétt að segja af sér vegna hneykslis í kringum einkavæðingu á finnska símafyrirtækinu. Ekki vegna þess að hann bæri beina ábyrgð á siðlausri misnotkun Pekka Vennamo, for- stjóra fyrirtækisins, sem makaði eigin krók við einka- væðinguna, heldur einfaldlega vegna þess að hann réð forstjórann til starfa. Með afsögn sinni vill ráðherrann taka ábyrgð á ráðningunni sem hann telur mistök. Charlie Whelan, talsmaður breska ij ármálaráðherrans, hefur tekið ákvörðun um að hætta. Ástæðan er ásakanir um að hann hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla um lán er Peter Mandelson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fékk hjá Geoffrey Robinson, kaupsýslumanni og áður aðstoðar- ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Báðir ráðherramir sögðu af sér vegna málsins. Charlie Whelan neitar þessum ásökunum en telur að honum sé ókleift að rækja starf sitt vegna þeirra. Guðmundur Bjarnason, umhverfis- og landbúnaðar- ráðherra, situr sem fastast. Skiptir engu þótt Ríkisendur- skoðun hafi gert alvarlegar athugasemdir við rekstur ríkisjarða í umsjón landbúnaðarráðuneytisins. Ráðherr- ann skammast sín ekkert fyrir undarlega stjórnsýslu- hætti varðandi Stofnfisk, hugsanleg lögbrot og misfellur í bókhaldi. Guðmundur Bjamason sér ekkert athugavert við að stunda hreppaflutninga á ríkisstofnunum í trássi við lög - þeim er einfaldlega breytt, enda hreppaflutningar sem þessir „pólitískir“. Ráðherrann telur eðlilegt að hann sé ráðinn forstjóri nýrrar ríkisstofnunar en taki sér strax sex mánaða leyfi frá nýja starfmu til að koma í veg fyrir innanbúðarvanda í Framsóknarflokknum. Leikreglur stjómmálanna em í sumu ólíkar milli landa. Á Vesturlöndum hefur þó verið reynt að byggja upp trúnað og traust milli stjórnmálamanna og kjósenda, - miili stjórnkerfisins og almennings. Forsendur þess er að stjómkerfið sé gegnsætt og óháð sérhagsmunum, en ekki síður að þeir sem sitja á valdastólunum á hverjum tíma séu tilbúnir að axla ábyrgð gjörða sinna. Misjafnt hafast þeir að, Guðmundur Bjamason og starfsfélagar hans í Finnlandi og Bretlandi. Samkeppni í flugi Nýja árið ætlar að byrja vel fyrir okkur íslendinga í sam- göngumálum. Á fóstudag greindi DV frá því að íslandsflug mundi í sumar hefja flug tvisvar í viku til Kaupmanna- hafnar. En þar með ætlar íslandsflug ekki að láta staðar numið því félagið hefur fengið heimild til flugs til Banda- ríkjanna. Vonandi er þetta fyrsta skref íslandsflugs í átt að fúllri samkeppni við Flugleiðir í áætlunarflugi milli íslands og annarra landa. Þegar frelsi í innanlandsflugi komst loks á ruddist íslandsflug inn á markað sem Flugleiðir og forver- ar þess höfðu setið óáreitt um áratuga skeið. Það vora neytendur sem nutu samkeppninnar. Með líkum hætti munu þeir njóta samkeppni í millilandaflugi. Alvörusamkeppni hefur ekki verið til staðar, þrátt fyrir að einstök erlend flugfélög hefi flogið eina og eina ferð til og frá landinu, oftar en ekki i sátt og samlyndi við Flugleiðir. Flugleiðamenn eiga að fagna samkeppni. Ekkert fyrir- tæki hefur gott af því að sitja eitt að kökunni. Samkeppn- isleysi leiðir til stöðnunar, lakrar framleiðni og sinnu- leysis gagnvart umhverfinu. Reksturinn verður óhag- kvæmur og afkoman rýrari en ella. Hluthafarnir fá minna í sinn hlut og neytendur sitja eftir með sárt ennið. Óli Björn Kárason „Eiga þessir flokkar og þessir pólitíkusar það skilið að fá endurnýjað umboð?“ spyr Guðmundur Arni m.a. í grein sinni. Svikin loforð þingi kemur í ljós að fjölgun starfa á þess- um árum góöæris reynist ekki verða 12 þúsund eins og lofað var heldur fjórðungi minni. Þetta heitir að standa ekki við gefin loforð. í öðru lagi kemur einnig í ljós að fjölgun starfa hefur nánast öll verið á höf- uðborgarsvæðinu á þessu kjörtímabili en umtalsverð fækkun starfa orðið í flestum byggðarlögum öðrum. Ríkisstjórninni hefur þannig mistekist með öllu að treysta jafn- vægi í byggð landsins, „Skuldasöfnun heimilanna hefur aldrei veriö meiri en á yfírstand■ andi kjörtímabili. Þar af uröu heimilin í landinu að bæta á sig skuldum sem svarar 70-80 millj- örðum króna á aðeins tveimur árum.u Kjallarinn Stefánsson alþingismaður Fyrir síðustu kosningar var því lofað af hálfu Fram- sóknarflokksins, sem þá var í stjórnarand- stöðu, að nýjum störfum yrði fjölgað um 12 þúsund talsins á kjörtímabilinu. Því var jafnframt heitið að blásið yrði til nýrrar sóknar í byggðamálum. Og - svo voru núverandi stjórnai-flokkar sam- stiga í því að draga úr umsvifum opin- bera geirans. Loks má nefna fyrirheit um að stöðva skulda- söfnun heimilanna. Fjögur stór loforð, sem núverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur- inn, fóru fram með, saman eða sinn í hvoru lagi, fyrir sið- ustu kosningar. Og fengu allgóða niður- stöðu í þeim kosning- um; vafalaust að verulegu leyti út á þessi kosningaloforð, sem voru að sönnu skýr og skil- merkileg og lítt hægt að toga eða teygja. Nú eru fjögur ár að baki og því rétt að glöggva sig á því hvort orð og efndir hafi farið saman hjá þessum tveimur stjórnarflokkum sem hafa farið með völd i landinu síðustu tæp fjögur árin. Orð og efndir Samkvæmt svari forsætisráð- herra við fyrirspurn minni á Al- heldur hefur þvert á móti hallað enn frekar á ógæfuhliðina. Ekki er allt sem sýnist Þrátt fyrir lúðrablástur og upp- hrópanir um minnkandi ríkisum- svif, sölu ríkisfyrirtækja og til- flutning verkefna þá hefúr niður- staðan i raun vérið allt önnur. Ekki er allt sem sýnist. Sam- kvæmt svörum forsætisráðherra við fyrirspurn minni, þá kemur í ljós að störfum i opinbera geiran- um hefur fjölgað um 2500 talsins á siðustu fjórum árum og þar af um heil 1500 talsins milli áranna 1997-1998. Þetta segir með öðrum orðum að „kerfið“, sem þessir stjórnmálaflokkar þykjast stund- um í heilögu stríði við, hefur bólgnað út á valdatíma þessarar ríkisstjórnar. Annað er og merki- legt í þessu sambandi: Af lofuðum 12 þúsund nýjum störfum á kjör- tímabilinu standa stjórnarflokk- amir aðeins skil á helmingi, þegar frá eru dregin störf í opinbera geiranum. Og svo er það fjárhagur heimil- anna í landinu sem átti að snúa til betri vegar. Umfram allt átti að stöðva skuldasöfnun heimilanna, sem vissulega var of mikil á síð- asta kjörtímabili, enda þá efna- hagsörðugleikar í þjóðarbúi. Flestir myndu ætla að þau áform hefðu náð fram að ganga á tímum góðæris. En það er öðru nær. Skuldasöfnun heimil- anna hefur aldrei verið meiri en á yfirstandandi kjörtimabili. Þar af urðu heimilin í landinu að bæta á sig skuldum sem svar- ar 70-80 milljörðum króna á að- eins tveimur árum. Ekkert af fjórum Kjami máisins er þvi þessi: Af þessum fjórum stóm málum ríkis- stjómarinnar hefur ekkert náð að sigla í höfn. Eiga þessir flokkar og þessir pólitíkusar það skilið að fá endurnýjað umboð? Ætla kjósend- ur að kaupa svikna vöru á nýjan leik? Því verður tæpast trúað, enda heitir þessi slaka frammi- staða einfaldlega í daglegu tali: Svikin loforð. Guðmundur Árni Stefánsson Skoðanir annarra Álögur á Reykvíkinga „Álögur á Reykvíkinga hafa verið að aukast með hvers kyns gjaldahækkunum og hækkun útsvars. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur í þessu sambandi reynt að setja á svið sjónarspil, sem betur á heima í Borgarleikhúsinu en í Ráðhúsinu ... Einn helzti leið- togi R-listans, Helgi Hjörvar, hefur haldið því fram að undanförnu, að kosningaloforðin hafi ekki átt við þær hækkanir, sem nú hafa dunið á borgarbúum, heldur einhverjar allt aðrar ... Það sjónarspil, sem hefur verið leikið fyrir borgarbúa að undanfómu til að fela gjaldahækkanimar, gerir ráðamenn borgar- innar ekki aðeins hlægilega heldur veldur því, sem þeir sízt vildu, þ.e. að beina sjónum að kosningalof- orðunum frá því sl. vor! Úr forystugrein Mbl. 8. jan. Sólarhringsvakt í pólitíkinni „Það er augljóst að þingmenn eru illa launaðir miðað við ábyrgð og það að í þingmennsku ert þú alltaf á pólitískri vakt. Því er engin spurning í mín- um huga að þingmenn á að launa vel. Launin eru þannig að ég hugsa að margir hugsi sig tvisvar um áður en þeir gefa kost á sér til pólitískra starfa þeg- ar launin era eins og raun ber vitni. En sem betur fer eru margir líka tilbúnir til þessara starfa til að fylgja eftir sínum hugsjónum og hafa áhrif á mótun samfélagsins, enda þótt launin séu lág.“ Sigríður Anna Þórðardóttir í Degi 8. jan. Hlutabréfakaup og skattaafsláttur „Flestir era á því að sparnaður sé af hinu góða en spurningin er hvaða spamaðarform hentar best ... En borgar sig að taka lán til þess að fjármagna hluta- bréfakaup? Er það þess virði að skuldsetja sig til þess að njóta skattaafsláttar upp á rúmar 30 þúsund krónur? Það er erfitt að svara þessum spurningum játandi eða neitandi ... Aftur á móti er víst að ein- hverjir sem eiga hlut í þeim fyrirtækjum sem sýndu neikvæða ávöxtun á síðasta ári nagi sig nú í hand- arbökin. Mjög líklegt er að einhver þeirra eigi ekki eftir að skila hagnaði fyrir árið 1998 þannig að ólík- legt er að hluthafar fái greiddan út arð af eign sinni í ár.“ GH í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 7. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.