Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 Starf í boði Útgáfufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfskraft í innheimtudeild. Hér er um krefjandi starf að ræða og þarf viðkomandi að vera samviskusamur, nákvæmur og með grunnþekkingu á tölvunotkun og bókhaldi. Þarf að geta byrjað strax. Umsækjandi leggi inn nafn með uppl. um fyrri störf ásamt mynd á auglýsingadeild DV fyrir kl. 17 mánudaginn 18. janúar nk. Merkt: „innh-deild” FULLORÐINSFRÆÐSLA Prófdeild - öldunardeild Grunnskólastig: Grunnnám. Fornám. Samsvarar 8., 9. og 10. bekk grunnslcóla. Upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskóla. Framhaldsskólastig: Almennur kjarni fyrstu tveggja ára fr amhaldsskóla. Bóklegar greinar heilbrigðisbrauta. Aðstoðarkennsla í stærðfræði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Sérkennsla í lestri og skrift. Innritun fer fram 11. og 12. janúar kl. 9-19 Almennir flokkar - frístundanám Fjölbreytt tungumálanám: Danska, norska, sænska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, gríska, rússneska, pólska, japanska, arabíska og kínverska. Talflokkar í ýmsum tungumálum, lesnar bókmenntir, blaðagreinar o.fl. Talflokkar og upprifjun í þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku _fyrir þá sem hafa áður lært en lítið notað þessi tungumál. íslenska fyrir útlendinga (1.-4. stig) dag- og kvöldkennsla. Islenska-talflokkur, íslenska-ritun (stafsetning og málfræði). Verklegar greinar og myndlistarnámskeid: Fatasaumur, skrautskrift, postulínsmálun, bókband, glerhst, teikning, útskurður, olíumálun, vatnshtamálun, prjón, myndprjón, pappamassi. Onnur námskeib m.a. trúarbragðasaga, konur og kristni, tarotlestur, matreiðsla fyrir karlmenn, Ustasaga og húsgagnaviðgerðir. Innritun í frístundanám fer fram 14.-20. janúar kl. 9-19. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. Upplýsingar í síma: 551 2992, Fax: 562 9408. Netfang: nfr@rvk.is http://www.rvk.is/nfr. Kennt í Miðbæjarskólanum og í Mjódd Fréttir DV Verktakinn Naglinn ehf. á ísafirði og Trésmiðjan ehf. í Hnífsdal önnuðust flutning á nýja golfskálanum sem fluttur var úr Hnífsdal í Tungudal. DV-myndir Hörður íbúöarhús á snjóflóöasvæöi í Hnífsdal flutt í burtu: Einbýlishús verður golfskáli Húsum í Teigahverfí í Hnífsdal, sem keypt voru upp af Ofanflóða- sjóði vegna snjóflóðahættu, fer nú óðum fækkandi. Öll húsin voru seld og flest þeirra til niðurrifs og flutn- ings. Þannig hafa þau eitt af öðru verið flutt till nýrra heimkynna, eitt í Önundarfjörð, eitt að Botni í Súg- andafirði, eitt suður á land og nú í vikunni var svo enn verið að flytja hús úr Hnífsdal. í þetta sinn var um að ræða hús af Fitjateig sem komið var fyrir á nýjum grunni í Tungu- dal við Skutulsfjörö. Þar mun húsið taka við hlutverki golfskála hjá Golfklúhbi ísafjarðar og leysir þar af hólmi eldra hús. Verktakafyrirtækið Naglinn ehf. á ísafirði og Trésmiðjan ehf. í Hnífsdal hafa annast smíði kjallara undir nýja golfskálann og flutning og uppsetn- ingu á húsinu úr Hnífsdal. Vegna flutningsins þurfti að saga húsið í tvennt og taka niður umferðarmerki á leiðinni á nýja staðinn. -HKr. r ' jjjLtr mmtrn jBBgjtj 1 1 ! j ; 5 i : t 1 i lIlPiÉÍI Hér er verið að hífa helming nýja hússins á nýjan grunn í Tungudal. Fjær má sjá gamla golfskálann. Einn elsti sparisjóð- urinn flytur Starfsfólk Sparisjóðs Strandamanna. F.v.: Jónína H. Pálsdóttir, Helga Sigurðardóttir og Benedikt G. Grímsson sparisjóðsstjóri. DV-mynd Guðfinnur DV, Hólmavík: Á dögunum flutti Sparisjóð- ur Strandamanna frá Kirkju- bóli í Kirkjubólshreppi, þar sem hann hafði verið í 52 ár, til Hólmavíkur þegar neðri hæð hússins að Hafnargötu 19 var keypt fyrir starfsemina. ís- landspóstur hf. mun áfram eiga efri hæðina en þar eru skrifstofur Hólmavíkurhrepps til húsa. „Ef þetta tækifæri hefði ekki komið í sambandi við húsnæð- ið hefði þurft að leita annarra lausna sem ég er efins um að hefði verið jafngóður kostur,“ sagði Bene- dikt G. Grímsson sparisjóðsstjóri. „Þar sem bæði er póstafgreiðsla og skrifstofur sveitarfélagsins er alltaf nokkur viðkoma fólks í ýmsum erindagjörðum og þvi tel ég að það hafi verið rétt að stíga þetta skref og gera þessi viðskipti við íslands- póst hf. Húsnæðið er hentugt og staðsetn- ingin góð og þetta styður hvað annað.“ Sparisjóðurinn, sem er ein af elstu lánastofnunum landsins, var stofnaður 20. janúar 1891. Hann hefur alla tíð notið traustrar forystu og vaxið og dafnað, ekki síst undir farsælli forystu feðganna á Kirkjubóli en alnafni og afi núverandi sparisjóðsstjóra tók við stjórninni 1946 og síðan Grímur sonur hans, Fram til ársins 1995 var nafn hans Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshrepps. Sparisjóðurinn hefur alla tíð verið styrk stoð í öllu athafna- og mannlífi á Strönd- um og teigt arma sína vítt og breitt um landið. Sem dæmi um farsæla stjómendur hans hafði ekki tapast ein króna af útlánuðu fé frá upphafsári þar til fyrir örfáum árum. Þá var auglýst eftir lánastofnun sem af slíku gat státað en engin gaf sig fram. Við flutning hans á dögunum var tekið í notk- un nýtt tölvuafgreiðslukerfi sem tekur hinu fram sem fyrir var. Einnig hefur hraðbanki verið tekinn í notkun sem bæði viðskiptavinir sparisjóðsins og aðrir geta nýtt sér. -Guðfmnur Grundarfjörður: Leður- stígvél frá skútu- öldí vörpunni DV, Vesturlandi: Skömmu fyrir jól kom togarinn Hringur frá Gmndarfirði, sem er í eigu útgerðarfyrirtækis- ins Guðmundur Runólfs- son hf., með nokkra hluti að landi sem komið höfðu í vörpu togarans. Að mati þeirra sem til þekkja er hér um merka fornmuni að ræða, þar á meðal seglhögld og leð- urstígvél eitt mikið en hvort tveggja er talið frá skútuöld. Aðrir skip- stjórar sem frétt höfðu af fundinum vom áfjáðir í að fregna hjá Runólfi skipstjóra á Hring eftir jólin hvort hann hefði fengið eitthvað í skóinn og áttu þá við stígvélið góða sem komið er í fornmunavörslu. -DVÓ/GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.