Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999
29 f
Fréttir
Sjúkrahús og Heilsugæslustöðin á Akranesi:
Samningur um endurbætur
DV, Akranesi:
Á Þorláksmessu var undirritaður
samningur á milli Sjúkrahúss og
Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi,
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins og Akraneskaupstaðar. Um
er að ræða endurbætur í álmu heilsu-
gæslunnar á 2. hæð sjúkrahússins.
Framkvæmdin mun kosta um 38 millj-
ónir króna og er það 1. og 2. hluti
rammaáætlunar sem stjóm sjúkra-
hússins og heilbrigðisráðuneytið hafa
samþykkt að vinna eftir.
Gert er ráð fyrir að í ár verði leitað
eftir samningi um frekari fram-
kvæmdn sem taki við þegar þessum
samningi lýkur árið 2000. Að aUra
mati er það mjög brýnt að vel takist til
við frágang þess húsnæðis sjúkrahúss-
ins sem ekki hefur verið innréttað og
að hafist verði handa við endurskipu-
lagningu SHA þannig að stofnunin
verði áfram öflugt fjölgreinasjúkra-
hús.
„Með bættum samgöngum við höf-
uðborgarsvæðið opnast ýmsir mögu-
leikar sem nauðsynlegt er að fylgja eft-
ir. Auk þess að hafa mjög gott starfs-
fólk skipta húsnæðismál SHA og að-
búnaður það miklu máli,“ sagði Gísli
Gislason bæjarstjóri.
Sjúkrahúsið hefúr fengið 3,5 millj-
óna króna ffamlag til kaupa á tækjum
til brjósklosaðgerða sem teknar verða
upp á þessu ári. Hlutur ríkissjóðs í
þessum framkvæmdum og tækjakaup-
um er 85% og hlutur Akraneskaup-
staðar 15%. -DVÓ
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra.
DV-mynd Danfel
Janúarspá
Veðurklúbbs-
ins á Dalbæ
DV, Dalvik:
Um miðjan október þegar tunglið
kviknaði um miðjan mánuðinn
spáði Veðurklúbburinn á Dalbæ því
að þrjú næstu tungl yrðu eins og
það hefur staðist að öllu leyti. 16.
janúar endar þetta þriðja tungl
þannig að veðrið fram að þeim tíma
verður svipað og það hefur verið.
Þorratunglið kviknar svo 17. jan-
úar og eiga klúbbfélagar þá von á
breytingum. Frá 17. janúar og fram
að mánaðamótum kemur sfæm vest-
an eða suðvestan stórhríð sem
stendur að vísu ekki lengi en verð-
ur þeim mun verri meðan á stend-
ur. Fyrir utan þann skell verður
veðrið í meðallagi miðað við árs-
tíma en áfrarn þetta rysjótta veður.
Klúbbfélagar eiga ekki von á
neinum hafís nema ef vestan- eða
norðvestanáttir verða viðloðandi.
Þá gæti það breyst. En líkur á því
eru ekki miklar eins og er. Svo er
sjórinn það heitur og minnkar það
einnig líkurnar á hafis.
í lok janúarspár Veðurklúbbsins
á Dalbæ segir: „Við höfum skoðað
það undanfarið með veður og veður-
spár hvað við hérna í Dalvíkur-
byggð sleppum ótrúlega oft við leið-
inleg veður, þ.e.a.s. það versta. Við
erum sammála um að við séum á
góðu svæði veðursfarslega séð, því
veðrið allt í kringum okkur er oft
miklu verra heldur en héma. Þeir
sem eru mikið á ferðinni ættu að
taka eftir þessu.
Hvað næstu spá varðar þá lítur út
fyrir slæmt tungl sem kviknar á
slæmum tíma, en við skulum sjá
til.“
Að lokum senda klúbbfélagar
bestu kveðjur með óskum um gleði-
legt ár og þökkum fyrir það liðna.
-hiá
NOTAÐIR BILAR
Dodge Dakota, árg. '95,
pickup m/veltigrind, blár, ek. 37 þús. km, 8 cyl. ssk.
Verð 1.550 þús.
Plymouth Grand Voyager LE, árg. '93,
7 manna, blár, ek. 95 þús. km, 4x4. Verð 1.650 þús.
Toyota Carina GLi station, árg. '93,
ek. 72 þús. km, ssk. Verð 1.120 þús.
Chrysler Caravan, árg. '90, 7 manna, 4x4,
brúnn, ssk.
Verð 850 þús.
Grand Cherokee Limited, árg. '93, svartur,
ek. 77 þús. km.
Verð 2.300 þús.
Suzuki Sidekick Sport 1800, árg. '98. Nýr
bíll, rauður, beinsk., rafdr. rúður. Verð 1.950
þús.
Plymouth Neon Sport, árg. '96, hvítur,
ssk., ek. 44 þús. mílur.
Verð 1.250 þús.
Opel Astra 1,4, árg. '95, rauður, ssk., ek.
51 þús. km.
Verð 920 þús.
BMW 735i Shadow line, árg. '92, steingrár,
ek. 180 þús. km (þjóðvegaakstur erlendis),
allt rafdr., spólvörn, ABS,
tvívirk þakl. Verð 2.200 þús.
EGILL VILHJÁLMSSON EHF.
SMIÐJUVEG11 KÓPAVOGI
Volvo 740, árg. 85, grænn, ssk., fallegur
bíll. Verð 320 þús.
Sími 564 5000
r - — _________----------- —.
i Útsala - Útsala á
öllum vörum
Gólf- og veggflísar frá
kr. 990 m2
Smiðjuvegi 4a - græn
Hreinlætistæki —
Blöndunartæki —
Sturtuklefar -
gata - sími 587-1885