Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 13 Fréttir Japaninn Veno Masaki farinn aö „venja komur“ sinar til íslands: Reykjavík er of stór fyrir mig „Ég kom síðast hingað til íslands árið 1996. Nú ætla ég meðal annars að skoða Surtshelli og Hraunfossa. Svo ætla ég að koma hingað í þriðja skiptið áður en mjög langt um líð- ur,“ sagði Veno Masaki, frá Hokkaidoeyju nyrst í Japan, í samtali við DV í Húsa- felli. Masaki er kennari. Nemendur hans eru fótl- uð börn í grunnskóla í smábæ í heimalandinu. Veno Masaki, frá Hokkaidoeyj Hann kennir japönsku, ensku og samfélagsfræði. „Það búa ekki nema sjö þúsund manns í bænum þar sem ég á heima. Þess vegna finnst mér Reykjavík í raun of stór fyrir mig. Ég er ekki vanur borgum,“ sagði Masaki sem fær 25 daga vetrarfrí og 25 daga sumarfrí. „Ég hef nægan tíma til að ferðast," sagði hann. Rauði herinn: Enginn bar- lómur í mér - segir Ketill Helgason DV, Vestfjörðum: Ketill Helgason, sem rekur fisk- vinnslu í Bolungarvík, Þingeyri og á Bíldudal, á líka það sem áður hét Hraðfrystihús Tálknafjaröar á Tálknafirði. Blað- ið hafði samband við Ketil og spurði hann hvemig vinnslan gengi. „Við erum ekki með vinnslu í gangi á Tálkna- firði en notum frystigeymsluna þar sem er nú troðfull af fiski. Á BUdu- dal er aUt á útopnu við vinnsluna eins og á Þingeyri og í Bolungarvík og það er enginn barlómur í mér. Það eru heldur engin vandræði með söluna á afurðunum, þær steyma út jafnóðum. Við erum tryggir með hráefni út febrúar en við áttum fyrir óunnin um 1000 tonn af fiski og vorum að fá nú í kringum áramótin 1200 tonn tU viðbótar. Við veltum á síðasta ári um 1,7 mUljörðum." - Er ekkert erfitt að fá starfsfólk tU vinnslunnar? „Nei, ekki meðan ég fæ leyfi fyr- ir Pólverjana. Ég fæ engan veginn nógu marga íslendinga tU starfa en það eru á annað hundrað útlending- ar starfandi hjá mér í þrem fisk- vinnsluhúsum," sagði KetUl Helga- son. -HKr. Ketill Helgason. HARTOPPAR Frá| BERGMAf^l, - og HERKULES Ú ** I I fT Margir ! Verðflokkar. TÍffi ISI Rakarastofs Klapparstíj Masaki sagði að áhugi sinn á ís- landi væri fyrst og fremst tU kom- inn vegna fagurrar náttúru og fisks- ins. „Ég er tU dæmis búinn að borða tvær fiskmáltíðir hérna," sagði Jap- aninn sem ekki hafði dvalið nema innan við sólarhring í „gamla bæn- um“ í HúsafeUi. Hann ætlar að skoða Bláa lónið áður en hann held- ur heim tU Japans um Helsinki í Finnlandi. -Ótt Snorri Jóhannesson frá Augastöðum með Japananum Veno Masaki við Hraunfossa. Þeir fóru einnig að skoða Surtshelli og ferðamaðurinn var mjög hrifinn. DV-mynd GVA Opið laugardag kl. 12-17 y á notuðum bílum í Bílahúsinu Veruleg verðlækkun. Kjör við allra hæfi. Lánum til allt að 60 mánaða og fyrsta afborgun eftir 3-6 mánuði. 2 fyrstu mánuðirnir eru vaxtalausir. Visa eða Euro raðgreiðslur til 36 mánaða. Svo fylgir hverjum bíl nýr GSM sími Það margborgar sig að skoða þessa útsölu. TAL 12 er 12 mánuða GSM áskrift hjá TALI greidd með kreditkorti BÍLAHÚ8L0 (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.