Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 10
HVlTA HÚSLjD / SÍA 10 Fréttir MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 ISTUft Hefuráu prófað ostateninga í salatið? /ní getur notað hvort sem er 11% eða 17% Gouda til að búa til salat sem er Jullkomin, létt máltíð. Einnigfæst sérstakur Salatostur tilbúinn í litlum teningum. LéttOstur Hreinn, með grænmeti eða með sjávarréttum. Frábært tríó á léttu nótunum. Smurostamir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti og sósur, t.d. meðfiski, pasta eða grænmeti. Kotasæla með eplum og vanillu. Fitulítil og freistandi! LéttOstur í 20 g pakkningum. Handhægur og fitulítill. Kotasæla Lágt fituinnihald ogfáar hitaeiningar! Hrein, með ananaskurli eða með eplum og vanillu. Sígild á brauð, hrökkbrauð og kex, í salöt eða ofnrétti. Sannkallaður veisluostur. Léttur og góður með brauði, kexi ogferskum ávöxtum. ÍSLENSKIR OStar, ^tlNA STA www.ostur.is Starfsmenn Vinnueftirlits Varnarliðsins. F.v. Þórður Karlsson, Haukur Örn Jóhannesson, Rebecka Scott, Magnús Guðmundsson, Þorgrímur St. Árnason, Guðjón Skúlason og Hafsteinn B. Hafsteinsson. DV-mynd AG Vinnueftirlit Varnarliösins: Viðurkenning fyrir störf að vinnuverndarmálum DV, Suðurnesjum: Á dögunum hlaut Magnús Guð- mundsson, forstöðumaður Vinnueft- Mits Vamarliðsins, viðurkenningu fyrir störf að vinnuvemdarmálum. Magnús veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn í San Diego í Bandaríkjunum á árlegri ráðstefnu bandaríska flotans um vinnuverndarmál. Viðurkenningin er kennd við Jerry E. Schultz sem var brautryðjandi á sviði vinnu- verndarmála hjá Bandaríkjaflota og er hún veitt einstaklingi sem skarað hefur fram úr í störfum að vinnu- verndarmálum. Viðurkenningin, sem nú var veitt í fyrsta sinn, vakti mikla athygli innan flotans. Magnús Guðmundsson hefur ver- ið forstöðumaður Vinnueftirlits Varnarliðsins frá árinu 1975 en áður starfaði hann hjá Slökkviliði Varnarliðsins. VinnueftMit Vam- arliðsins heyrir beint undir yfir- mann flotastöðvarinnar og ber Magnús ábyrgð á þessum mála- flokki. Vinnueftirlit Véimarliðsins er eingöngu skipað íslenskum eftir- litsmönnum. Þeir era 6 talsins auk bandarísks ritara. Þeir hafa allir áralanga starfsreynslu að baki og hafa sótt sérhæfð námskeið varð- andi vinnuvemdarmál. Vinnueftir- lit Vamarliðsins annast reglubund- ið eftMit og rannsóknir með öllum mannvirkjum og vinnustöðum á varnarsvæðinu. Fræðslumál eru stór og mikilvægur þáttur í starf- seminni. Allir starfsmenn Vamarliðsins, íslenskir og bandarískir, fá á hverju ári kennslu í vinnuvemdarmálum sem starfsmenn eftMitsins sjá um. Vinnuslys era fátíð hjá Varnarlið- inu og er það ekki hvað síst að þakka eftMitsstörfum á vinnustöð- unum svo og árangursríkri starfs- þjáifun. Magnús og samstarfsmenn hans hafa hlotið fjölmargar viðurkenn- ingar á undanfomum áiram frá ýms- um aðilum fyrir vel unnin störf. Eft- irlitsaðilar frá Bandaríkjunum koma reglulega i skoðunarferðir og hafa ætíð borið lof á aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum Varnarliðsins. íslensku vinnuverndarlögin gilda á Keflavíkurflugvelli. Sú vinnuregla er þó viðhöfð að ávallt er farið eftir þeim lögum og reglugerðum, ís- lenskum eða bandarískum, sem ná lengra hverju sinni. Starfsemin er fjölþætt og nær lengra en til vinnu- vemdamála. Öryggi við tómstunda- iðkun og umferðarmál ber þar hæst. Mjög gott samstarf hefur verið við VinnueftMit ríkisins og önnur ís- lensk yfirvöld varðandi vinnu- verndarmál á Keflavíkurflugvelli. -AG Iá v w ? ... ? § 1 fc J1 5 , ; Anna Marfa Sveinsdóttir og Friðrik Ragnarsson skiptu með sér 1. sæti í kjöri íþróttamanns Reykjanesbæjar fyrir árið 1998. Örn Ævar Hjartarson var í 2. sæti og Jóhann Kristjánsson í 3. sæti. DV-mynd AG Kjör íþróttamanns ársins í Reykjanesbæ: Tveir skiptu meö sér titlinum DV, Suöurnesjum: Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Islands- og bikar- meistara körfuknattleiksliðs kvenna í Keflavík, og Friðrik Ragn- arsson, fyrirliði íslandsmeistara karla í körfuknattleik í Njarðvík, skiptu með sér 1. sæti í kjöri íþróttamanns Reykjanesbæjar fyrir árið 1998. Þetta var tilkynnt við athöfn á gamlársdág en það er íþróttabanda- lag Reykjanesbæjar sem stendur fyrir kjörinu. Það voru 145 einstaklingar sem urðu íslandsmeistarar á árinu í hin- um ýmsu íþróttagreinum og fengu þeir allir viðurkenningu en síðan voru útnefndir íþróttamenn ársins í hverri íþróttagrein fyrir sig. íþróttamenn ársins vora að þessu sinni tveir þar sem erfitt reyndist að gera upp á milli þeMa. í 2. sæti í kjörinu varð Örn Ævar Hjartarson, Golfklúbbi Suðumesja, en hann setti m.a. vallarmet á Saint Andrews-velli í Bretlandi á árinu. Jóhann Kristjánsson frá íþróttafé- laginu Nes, sem er félag fatlaðra á Suðumesjum, varð í 3. sæti. Bæjarstjóm Reykjanesbæjar gef- ur verðlaunapeninga og Sparisjóð- urinn í Keflavík gefur bæði farand- og eignarbikara. -AG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.