Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 24
> 32 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 Ekki á spoibaug um smástimið Ekkert varð af því að lítið flarstýrt geimfar færi á spor- baug um smástimið Eros í gær eins og fyrirhugað var og sagt hefur verið frá á þessum vett- vangi. Vísindamenn við Johns Hop- kins háskóla í Bandaríkjunum, -»*. sem smíðuðu og hafa umsjón með farinu sem gengur undir nafninu NEAR, hættu við að senda það á sporbaug um smá- stimið eftir að þeir misstu allt samband við það í 27 klukku- shmdir rétt fyrir jól. Geimfarið mun því ekki fara á hringsól um Eros fyrr en síðar á þessu ári eða ekki fyrr en á því næsta. Könnunarfarið flaug fram hjá Eros á dögunum og var ætl- unin að það tæki myndir af smástiminu svo kanna mætti lögun þess og stærð og hvort einhver tungl væm þar á spor- baug. ' Hvalur við rætur Himalajafjalla Steingervingafræðingar fundu nýlega steingerðar leifar kjálkabeins og tanna sem þykja óræk vísbending um að hvalir séu 3,5 milljón árum eldri en > hingað til hefur verið tahð. Nýja hvalategundin er 53,5 milljón ára gömul. Leifar elstu hvalategundarinnar til þessa höfðu fundist í Pakistan. Það vora vísindamenn frá Indlandi og Bandaríkjunum sem fundu -» steingervingana við uppgröft við rætur Himalajafjallanna. Steingervingamir fundust í grunnu setlagi í námunda við Tethyshaf, foman sæ sem eitt sinn skildi að Indland og önnur lönd Asíu. Fyrstu hvalimir hvíldu sig og tímguðust á þurra landi en dýfðu sporði í vatnið til aö veiða fisk sér til matar. Grænt te drepur krabbameinsæxli Grænt te inniheldur efni sem geta drepið æxlisfrumur. Þar er * hugsanlega komin skýringin á því hvers vegna þessi drykkur, sem nýtur mikilla vinsælda í Asíu, virðist verja fólk gegn krabbameini. Meira er af þessu æxlisdrepandi efiii í grænu tei en í annars konar tei. „Rannsóknir okkar sýna að græn telauf innihalda mikið af þessu krabbameinsfjandsam- lega efhi. Magnið er nægilega mikið til að þetta hafi áhrif í líkamanum," segir Dorothy Morre, prófessor í matvæla- og næringarfræði við Purdue-há- * skóla. Hún gerði rannsóknimar ásamt eiginmanni sinum, James, sem er efnafræðingur og lyfjafræðingur við sama há- skóla. Þau skýrðu frá niðurstöðum sínum á fúndi frumulíffræðinga i San Francisco i síðasta mán- uði. JL '■* Jj vsj -jzuJfjjj Jarðvísindamenn í Kaliforníu í kapphlaupi við tímann: Spáð í sögu jarðskjálftanna til að átta sig á framtíðinni Jarðvísindamenn vestur í Kali- forníu eru í sannkölluðu kapp- hlaupi við tímann. Fræðin segja þeim að á næstu tuttugu áram séu 67 prósent líkur á gríðarlega öflug- um jarðskjálfta á svæðinu kring um San Francisco. Þvi ríður á að afla San Andreas-misgengi árið 1989. Sá skjálfti mældist 7,1 stig á Richter. Hann varð á sjöunda tug manna að bana og olli skemmdum sem metnar voru á rúma 400 milljarða íslenskra króna. San Andreas-misgengið er 115 David Schwartz. Til að fá skýrari mynd af ógninni sem stafar af væntanlegum skjálfta, hefur Schwartz, í félagi við aðra jarðfræðinga, hafið eins konar fom- leifarannsóknir á Hayward-mis- genginu. Þeir gera sér vonir um að Gullnahliðsbrúin í San Francisco gæti orðið illa úti þegar stóri skjálftinn, sem íbúar borgarinnar mega eiga von á, kemur loksins. sem mestrar þekkingar svo sjá megi fyrir hvar og hvenær ósköpin dynja yfír. Mestar likur era taldar á að næsti stóri skjálfti á þessum slóöum eigi upptök sín í svokölluðu Hayward- misgengi sem liggur með austur- strönd San Francisco flóa, undir borgunum Oakland og Berkeley. Síðasti stóri skjálftinn þama um slóðir varð hins vegar á hinu fræga kílómetra suður af San Francisco og fjarlægðin frá skjálftaupptökunum dró veralega úr eyðileggingunni. Ööra máli mun gegna viö stóran skjálfta í Hayward-misgenginu, sem er alveg við bæjardyrnar. „Við verðum að halda áfram að gera fólki ljóst að þessir stóra jarð- skjálftar eru á næsta leiti, þeir koma og afleiðingamar verða geig- vænlegar," segir jarðfræðingurinn geta aflaö upplýsinga um bæði tíðni og styrk stóra skjálftanna í mis- genginu. Vísindamennirnir hafa grafið fjögurra metra djúpa skurði á fjöl- mörgum stöðum meðfram misgeng- inu. Þeir eru þegar famir að gera sér mynd af skjálftavirkni svæðis- ins og hafa fundið vísbendingar um mikla jarðskjálfta fyrir þúsundum ára. Ný skallapilla væntanleg á markaðinn: Ahrifanna gætir ekki fyrr en eftir nokkurra mánaða notkun Nú þurfa sköllóttir karlar ekki að hafa áhyggjur af hárleysinu öllu lengur, ef þeir hafa á annað borð áhyggjur af því. Ný tegund pillu sem á að berjast gegn þessum vá- gesti í sumra augum er væntanleg á almennan markað í Frakklandi, að öllum líkindum í næsta mánuði. Lyfjaeftirlit franska ríkisins hefur þegar lagt blessun sína yfir pilluna. Ekki verður nein skyndilækning af nýju pillunni. Taka verður hana einu sinni á dag alla ævi og áhrif- anna fer ekki að gæta fyrr en eftir þrjá til sex mánuði. Pillan er ein- göngu ætluð körlum sem þjást af al- gengustu tegund skalla og sem hrjá- ir um það bil þriðjung allra karla um þrítugt og helming þeirra sem komnir era á sextugsaldurinn. Tilraunir með pilluna vora gerð- ar á 1800 körlum á aldrinum 18 til 41 árs í Bandaríkjunum, Kanada og Belgíu. Helmingurinn fékk al- vörapillu en hinir fengu platpillu. Það sem kom út úr tilraununum var Alain Juppé, fyrrum forsætisráð- herra Frakklands, gæti nýtt sér nýju pilluna ef hann hefur áhuga. meðal annars það að hárlos stöðvað- ist hjá 86 prósentum þeirra sem fengu lyfið og hjá 48 prósentum þétt- ist hárið. Ekki gekk jafnvel hjá hin- um þar sem hárlosið stöðvaðist hjá aðeins 42 prósentum og hárvöxtur- inn jókst hjá sjö prósentum. Áhyggjur karla af skalia era eng- in ný bóla. Þær hafa fylgt okkur frá örófi alda. Fjögur þúsund árum fyr- ir okkar tímatal reyndu Egyptar til dæmis að berjast gegn skalla með mixtúram úr hundslöppum, asna- hófum, döðlum og olíu. Síðar reyndi Hippókrates, faðir nútímalæknis- fræðinnar, blöndu úr ópíumi, pipar- rót og dúfnaskít. Og ekki má gleyma Kleópötru sem reyndi að lækna skallann á Sesari með blöndu úr brenndum músum, hrossatönnum, bjarnarfitu og hjartarmerg. Sér- fræðingar sem hafa skoðað síðast- töldu blönduna segja að hún gæti virkað. Karlar og konur era með milli 100 og 150 þúsund hár á höfðinu og missa milli 50 og 100 á dag. Skurðgröfturinn hefur leitt í ljós að fjórir til sjö gríðlarlegir jarð- skjálftar hafa orðið á Hayward-mis- genginu á síðustu tvö þúsund áram. Jarðfræðingurinn William Lettis segir að stór skjálfti hafi orðið á Hayward-misgenginu á um það bil 220 ára fresti. Nýjar rannsóknir sýni að 300 ár að minnsta kosti séu síðan síðast varð þar öflugur skjálfti og því sé kominn tími á annan. Og þótt fyrr hefði verið. Jarðvísindamenn leggja þó áherslu á að þar með séu þeir ekki að segja að stór skjálfti sé yfirvof- andi við San Francisco og nágrenni. „Það er mikil óvissa i þessu öllu,“ segir David Scwartz. Nordurpóllinn á fleygiferð í norðurátt Vísindamönnum er það mikil ráðgáta hvers vegna norðurseg- ulskautið er á jafhhröðu ferða- lagi norður á bóginn og raun ber vitni. Á síðastliðnum 100 ár- um hefur það færst um eitt þús- und kílómetra til norðurs, segir í Jótlandspóstinum. Ferðalag segulskautsins hefur aldrei verið hraöara en einmitt nú. Samkvæmt nýjustu mæling- um dönsku veðurstofunnar á Grænlandi hreyfist norðursegul- skautið um 18 kílómetra á ári. „Það að norðurpólinn er á svona hraðri hreyfmgu segir okkur að eitthvað sé á seyöi í iörum jarðar. Það sem við sjá- um nú geta verið breytingar á snúningsmynstri jarðarinnar. Við vitum það ekki og við vitum ekki hvaða áhrif það kann að hafa á okkur, mannfólkið," segir Torsten Neubert, vísindamaður við veður- stofuna dönsku. Til eru vísindamenn sem telja að breytingarnar á norðurpóln- um séu fyrsta vísbendingin um að pólskipti séu í uppsiglingu á jörðinni. Það þýðir að norður- póllinn verður að suðurpólnum, og öfugt. Slikt hefur gerst á um það bil milljón ára fresti og gæti haft víötækar afleiðingar fyrir allt líf á jörðinni. Við pólskipti mun segulsvið jarðar hverfa og því ekki lengur vemda okkur fyrir skaðlegum geislum utan úr geimnum. Torsten Neubert segir að jörðin yrði fyrir barðinu á geislum svipuðum þeim og sluppu út við kjamorkuslysið í Tsjernobýl, nema miklu sterkari. Áfleiðing- arnar yrðu meöal annars miklar genabreytingar og stökkbreyt- ingar. Sumar lífverar dæju út en aðrar myndu koma fram á sjónarsviðið. Á síðustu tíu árum hefur spennan á norðursegulskautinu fallið um eitt prósent. Með sama áframhaldi gætu pólskiptin orð- ið eftir þúsund ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.