Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 nn Ummæli Deyfö vcgna góöæris I „Það er deyfð yfir verkalýðs-f forystunni sem kemur til vegna | þess að allir trúa nú að góðæri ríki i landinu - en því er að mínu mati mjög misskipt." Signý Jóhannesdóttir, form. Verkalýðsfélagsins Vöku. I Óskiljanleg vitleysa I „Okkur er óskiljanlegt aö mönnum skuli detta í hug að leggja til sölu daga. Það er / enn vitlausara en að leigja megi eða selja kvóta.“ I Arthur Bogason. form. smábátaeig- enda, i DV. Þjóðin vakni „Ég held að íslensk þjóð verði : vakinn einn daginn. Það mun eitt- hvað vekja hana til umhugsunar, fyrst og fremst til umhugsunar um eigið ágæti. Kapitalisminn \ kemur kannski ekki tO að hrynja f en vægi hlutabréfafíknar íslend- inga kemur til með að minnka." Kristján Hreinsson, skáld og tón- listarmaður. ú SVFI Árskógsströnd Hjálparsveit skáta, Akureyri Dýrkeypt samstarf 1 „Stjórnarsamstarf við Sjálf- stæðisflokkinn hefur oftast reynst samstarfs- f ílokkum hans dýr- j i keypt eins og dæm- in sanna. Það stafar væntaniega af þvi að almenn- ingur hættir að greina á milli samstarfsflokkanna og lítur svo á að vilji stærri flokks- j ins, Sjálfstæðisflokksins, ráði í einu og öllu.“ Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi, í DV. Launamunurinn „Launamunur er of mikill, hvort sem hann er milli verka- manna og þingmanna - eða verka- í manna og Harðar í Eimskip." Sigurður T. Sigurðsson, form. Verkamannafélagsins Hlífar, i Degi. Ríka fólkiö og fína fólkið „Það er alkunna að þetta svo- kallaða góðæri í þjóðfélaginu hef-f ------- ur aukið mun milli ríkra og fá- dv, Hóimavik: tækra. Hér er að verða til auð- mannastétt sem á fátt sameigin- legt með kjörum alþýöunnar. Ef íslenskir blaðamenn ætla að taka þátt í þeirri þróun meö því að fullyröa blákalt að ríka fólkið sé líka „fina fólkið" þá er illa kom- ið, og lífið óskemmtilegra." Illugi Jökulsson, á rás 2. Björgunarsveitir á Norðurlandi eystra C) SVFÍ Raufarhöfn SVFÍ SVFÍ, Ólafsfirði Dalvík Hjálparsveit skáta, ('s| SVFÍ 1—1 Kópaskeri SVFI Húsavíkl ú ú SVFÍ Þórshöfn SVFI Kelduhverfi ✓N SVFÍ, 1__| Hrísey úQ SVFI Grenivík □ ÚHjálparsveit skáta, Aðaldal SVFÍ L—I SVFÍ I—I Bárð-, Ljósav-, Mývatnssveit Hálshreppi r^SVFÍ I—I Svalbaröseyri [2]Hjálparsveit skáta, Reykjadal (^iSVFÍ 1—1 Flugbjörgunarsveitin, Akureyri Hjálparsveit skáta,, Grímsstöðum Ólafía Jónsdóttir ljósmóðir: Sambandið nánara og traustið meira á fámennum stöðum „í raun og veru var það alveg fjarri mér að læra til ljósmóður, t.d. þegar mamma var að nefna það viö mig. Ég sá aldrei þegar hún var að taka á móti og kom ekki nálægt þeg- ar tvíburar systur minnar fæddust heima á Skriðnesenni. Svo atvikað- ist það að ég var beðin að vinna hér á sjúkraskýlinu sem ráðskona, sjá um heimilisstörfin, annast um sæng- urkonur og annað sem til féll. Þá var hér ljósmóðir. Á þessum fjórum mánuðum var ég viðstödd sex fæð- ingar og þá fann ég fyrst hvað þetta átti vel við mig,“ segir Ólafía Jóns- dóttir, ljósmóðir á Hólmavík, sem er að hætta eftir þrjátíu og sex ára far- sælt starf. Ólafía fór í ljósmæðraskól- ann haustið 1959 og lauk prófi ári seinna. Hún fór Landspítalans og var þar þangað til í desember 1961. Henni baust í fram- haldinu að taka við sem forstöðu- kona sjúkrahússins á Hólmavík og gegna þar ljósmóðurstörfum. Hún hóf þar störf 1. apríl 1962. Maður dagsins „Fyrstu árin var minna fylgst með konum á meðgöngu en síðar varð. Á þvi var engin regla, ekki heldur boð- ið upp á það, enda engin heilsugæsla komin. Það var ekki nema einstaka kona sem lét eitthvað fylgjast með sér og sumar þeirra sá ég ekki fyrr en komið var fast að fæð- ingu.“ Margt tók breyt- ingum næstu ára- tugina og fæð- ingar lögðust nán- ast af úti á landi. Ólafía segir það ekki góða stefna að allar konur fæði á stórum sjúkrahúsum. Það sé reyndar aðeins að breytast aftur og konur fyrir sunnan óski nú eftir að fæða í heimahúsum. Á sínum tima átti Ólafia þess kost að halda áfram vinnu syðra við ljósmóður- störf en þetta hérað og ekki sist sveitin togaði í hana. „Þegar mér bauðst þetta starf hér um árið fannst mér það áhuga- vert. Á stað eins og þessum er allt miklu persónulegra og maður nær hverri manneskju en á stórum stofn- unum. Sambandið verður nánara og traust myndast milli þeirra sem um- önnunina veitir og þeirra sem henn- ar nýtur. Ég hefði síður treyst mér til að taka þetta að mér ef ég hefði ekki fengið þjálfun þetta rúma ár syðra. Fyrstu árin var þetta stundum erfitt, ekki síst þegar læknislaust var. Fyrstu fæðingu hverrar konu kveið ég nokkuð, alltaf bað ég Guð að vera í verki með mér. Ég veit að ég var bænheyrð, fann svo vel að einhver var hjá mér og þetta gekk allt bless- unarlega". Ólafia segist ekki beinlínis ósátt við að fólk hætti störfum vegna ald- urs en á meðan það hefur starfsþrek og vilja til að vinna fyndist sér rétt- látt að fólk hefði um það val hvort það héldi áfram vinnu eða hætti. Ólafia hefur leikið við kirkjulegar at- hafnir í áratugi, segist þó ekki hafa mikið lært til þess. Upphaflega hafi hún aðeins ætlað að prófa þetta í eitt ár en þetta sé nú orðið heldur langt. Þegar hún var ung stúlka heima á Skriðnesenni eignaðist hún gítar og söng með systrum sínum og stúlkum af næsta bæ, Bræðrabrekku. Þær sungu oft á skemmtunum og einnig i Ríkisútvarpið. Gítarinn á hún enn og tekur hann stimdum upp. Hún hefur farið á hverju vori heim i sauðburðinn. „Að fara út á nóttinni þegar sólin er að koma upp og fylgj- ast með sauðburðinum kemur að nokkru leyti í staðinn fyrir að taka á móti börnum, það er alveg yndis- legt,“ segir Ólafia Jónsdóttir ljós- móðir. -GF Sigrún Eðvaldsdóttir leikur ásamt Snorra Sigfúsi Birg- issyni í Tónlistarhúsi Kópa- vogs í kvöld. Sigrún og Snorri í Salnum Mikið og öflugt tónlistar- líf hefur verið í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs allt frá því hann var formlega opnaðar. Nú stendur yfir tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar og á vegum há- tíðarinnar verða tónleikar í Salnum í kvöld þar sem tveir af færustu tónlistar- mönnum okkar, Sigrún Eð- valdsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson, flytja nútíma- verk. Sigrúnu og Snorra er óþarfi að kynna nánar, þau hafa verið áberandi í tón- listarlífi íslendinga um nokkurra ára skeið og eru eftirsótt til tónleikahalds. Tónleikar Á tónlistardagskrá Sig- rúnar og Snorra eru ein- göngu íslensk verk: Cesili- ana eftir Mist Þorkelsdótt- ur, Trois Pices eftir Þórð Magnússon, Þættir eftir Finn Torfa Stefánsson, Thor eftir Atla Heimi Sveinsson, Mónetta eftir Kjartan Ólafsson og G-svíta eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Myndgátan Athugar hvernig máli líður Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Haukar leika við Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Bikarkeppnin í körfubolta Eftir viðburðaríka helgi í íþróttum, þar sem tekist var á í mörgum íþróttagreinum, færist ró yfir innlendar íþróttir í dag. Það er þó einn leikur á dagskrá í Bik- arkeppni Körfuboltasamhandsins. Leikur sem átti að vera í gær en var frestað þar til í kvöld. Er það viðureign Hauka úr Hafnarfirði og Þórs í Þorlákshöfn. Haukar leika sem kunnugt er í úrvals- deOdinni, en Þór leikur i 1. deild. Haukarnir þurfa að gera sér ferð til Þorlákshafnar og það ætti að koma heimaliðinu til góða að leika á heimaveOi og fá gestina að. Leikurinn hefst kl. 20. íþróttir í kvöld eru einnig þrír leikir í unglingaflokki í körfuboltanum, á Akranesi leika ÍA-Afturelding, í Fylkishúsi, Fylkir-Haukar. Þessir tveir leikir hefjast kl. 20. Kl. 20.40 leika síðan Valur-Keflavik í Vals- heimOinu. Á morgun er síðan einn leikur í sama flokki, í Graf- arvogi leika Fjölnir-UMFG. Á fimmtudaginn verður síðan leikin fjórtánda umferöin í úrvalsdeOd- inni og þá er einnig leikið í 1. deOd karla. Brídge Hálfslemma í hjarta er ekki slæmur samningur á hendur NS. Hún er aldrei verri en 50%, raunar töluvert betri. Andstæðingarnir geta komið með lauf út og hinir hliðarlitimir gefa einnig mögiOeika. Slemmunni er hægt að ná í eðlilegu kerfi á tOtölulega einfaldan hátt: * K987 »8742 •f Á6 * D93 * DG532 »93 * D97 * G65 * Á4 » ÁKDG10 * KG8 * K107 Suður Vestur Norður Austur 2 * pass 2 ♦ pass 2 grönd pass 3 * pass 3 » pass 3* pass 4 * 6 » pass p/h 4 ♦ pass Tvö lauf er alkrafa, tveir tíglar geta sýnt margs konar spO og tvö grönd sýna 21-23 punkta jafnskipta hendi. Þrjú lauf er „puppet-staym- an“, spyr opnara hvort hann eigi 5 spO í hálit. 3 spaðar, 4 lauf og 4 tígl- ar eru fyrirstöðusagnir. Sagnhafi getur bætt vinningsmöguleika sina eOítið yfir 50% með því að nýta sér hliðarlitina eftir að hafa tekið trompin af andstöðunni. Engin ástæða er tO þess að fara strax í lauflitinn. Betra er að taka strax á ÁK í tígli tO að sjá hvort drottn- ingin faUi ekki. Þó að hún komi ekki er hægt að skoða spaðalit- inn. Verið getur að annar hvor andstæðinganna eigi DG10 blankt sem myndu einnig leysa vanda sagnhafa. En vandvirkur spilari myndi samt tapa á því að kanna spaðann. Með því að taka ÁK í spaða og trompa spaða væri sagn- hafi hálfþartinn neyddur tO að fara niður. Austur er líklegri tO að eiga lauflengd (úr þvi hann á aðeins 2 spaða og 2 hjörtu) og sagnhafi væri líkegur tO að spOa austur upp á laufgosann. Sá sem sæi ekki mögu- leikana í hliðarlitunum hefði hins vegar um 50% möguleika á að hitta í laufið. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.