Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 Útlönd Stuttar fréttir r>v Fyrrverandi eiginkona utanríkisráðherra Breta: Cook kvennabósi og drykkjurútur Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, með núverandi eiginkonu sinni Gaynor sem áður var hjákona hans. Símamynd Reuter. Alexandra búin að fá nóg af pressunni Danska prinsessan Alexandra, eiginkona Jóakims prins, er búin að fá nóg af umfiöllun danskra vikurita um þau hjón. „Við getum ekkert gert. En okkur þykir þetta hafa síversnað," segir prinsessan í viðtali við Berlingske Tidende í gær. „Blöðin grípa hvað sem er úr lausu lofti og búa til Alexöndru- sögu vikunnar. Það eina sem við getum gert er að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur.“ Prinsessan gagnrýnir ekki sist umfjöllun vikuritanna um mögulega fjölgun í fjölskyldunni. „Það er fullt af heimskulögum sögum um barn- leysið og hvað það sé leiðinlegt." Alexandra segist ekki hafa get- að varist hlátri þegar hún flaug til Uganda með Jóakim. Vikublöðin fullyrtu þá að nú hlyti hún að vera bamshafandi þar sem hún heföi verið bólgin á fótunum. Prinsessan gagnrýnir einnig um- fjöllun dönsku vikublaðanna um Friðrik prins og biður þau að láta hann í friði. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hélt fram hjá fyrrverandi eiginkonu sinni, Margaret, með sex konum. Hann á auk þess við áfengis- vandamál að stríða. Margaret Cook greinir frá þessu í nýrri bók sem hún hefur skrifað. Breska blaðið The Sunday Times birti í gær útdrátt úr bókinni, A Slight and Deilcate creature. Þar er breska utanríkisráðherranum, sem í fyrra skildi við eiginkonu sína og kvæntist ritara sínum, Gaynor Reg- an, lýst sem kvennabósa og drykkjurút. Margaret Cook fullyrðir að eigin- maðurinn fyrrverandi, sem hún var gift í 28 ár, hafi haldið fram hjá henni með sex konum. Hann stóð í ástarsambandi við eina þeirra þegar Margaret gekk með Peter son þeirra. Margaret segir Robin Cook einnig stöðugt hafa daðrað við ungar kon- ur, meira að segja í návist konu sinnar. „Þessa myndi ég vilja taka með mér heim,“ sagði Cook við eig- inkonuna eftir að hafa tekið eftir fal- legri flugfreyju í opinberri heimsókn í Hong Kong. í bókinni segir Margaret í smáat- riðum frá þeim degi á árinu 1997 þeg- ar eiginmaður hennar tjáði henni að hjónabandi þeirra væri lokið eftir að blaðafulltrúi Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, hafði sagt hon- um að velja á milli eiginkonunnar og hjákonunnar. Margaret og Robin Cook voru stödd á Heathrow-flug- velli á leið í frí þegar hann greindi henni frá því að fjölmiðlar heföu komist að ástarsambandi hans og að hann ætlaði að yfirgefa hana. Þau skildu árið eftir og Robin Cook kvæntist ástkonu sinni. Breskir íhaidsmenn lýstu því yfir í gær að Cook ætti að segja af sér þar sem hann væri aðhlátursefni bæði heima og erlendis. Tony Blair for- sætisráðherra, sem nýlega hefur misst tvo ráðherra úr stjórn sinni vegna lánahneykslis, lýsti hins vegar yfir stuðningi við utanrikisráðherra sinn. Hann sagði þjóðina eiga að dæma stjórnina eftir gjörðum henn- ar en ekki eftir einkalífi ráðherra stjórnarinnar. OSE bjartsýn Talsmaður Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, var í gærkvöld bjartsýnn á að Alban- ar myndu sleppa serbneskum föngum sínum i Kosovo. Dauðasveitir myrtu 100 Hægrisinnaðar dauðasveitir í Kólumbía hafa undanfarna daga myrt yfir 100 manns. Meðal fórn- arlambanna eru börn. Blair engin hetja Danskur tannlæknir, Hans Jorgensen, kveðst ekki hafa verið í lífshættu þeg- ar hann var á sundi undan strönd Seyehell- eyja fyrir viku. Hann hefði bara beðið menn í bátnum um far og þeir því ekki bjargað lífi hans. Meðal bátsverja var Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands. Lofa sanngirni Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lofar að réttarhöldin yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta verði háttprúð og sanngjöm. Buðu Kína hjálp Bandaríkin buðu Kína myndir, sem njósnahnettir tóku af Sovét- ríkjunum og beina símalínu á dögum kalda stríðsins. Egyptar gegn Saddam Hin opinbera fréttastofa Sádi- Arabíu hvatti í gær írösku þjóðina til að koma Saddam Hussein íraksforseta frá völdum. Utanríkisráðherra Egyptalands, Amr Moussa, segir í viðtali við þýska blaðið Berliner Kurier að trak þurfi nýja stjórn. ]jy]Jy rÍJ úú m fcíjiií ATH! Opnad fyrir pantanir kl. 12 í dag! Mokhtar Mat Hassan í Perak í Malasíu nýtur aðstoðar apa við kókoshnetutínslu. Apinn, sem tínir að meðaltali 35 kókoshnetur á dag, heimtar hins vegar gos til að hressa sig á áður en hann klifrar upp í trén. Símamynd Reuter Bill Clinton ekki faðir blökkudrengs DNA-rannsóknir sýna að Bill Clinton Bandaríkjaforseti á ekki bam með fyrrverandi vændiskonu. Þetta kom fram i blaðinu Time í gær. Blóðsýni, sem tekin vom úr Danny, 13 ára syni blökkukonunnar Bobbie Ann Williams, stemma ekki við erfðaefni forsetans. Æsifréttablaðið Star er sagt hafa borgað blökkukonunni fyrir aö fá að skrifa um sögu hennar. Á blaðið að hafa borið saman blóðsýni úr Bobbie Ann Williams og syni hennar við DNA-rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan gerði í sambandi við Lewinskymálið. Clinton hefur alltaf neitað því að hafa hitt blökkukonuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.