Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 18
menning MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 M-9~XT Nútíma harmleikur? Búa saga eftir Þór Rögnvaldsson hlaut fyrstu verðlaun í leik- ritasamkeppni sem efnt var til á hundrað ára af- mæli Leikfélags Reykja- víkur. Þór byggir verk sitt á Kjalnesingasögu en sækir jafhframt efnið- við i rit heimspekinga á borð við Nietzsche og Hegel og í Atómstöð Lax- ness að Antígónu Sófóklesar ógleymdri. Titillinn vísar til aðal- persónunnar, Búa And- ríðssonar, og það er lífs- hlaup hans sem er meg- inviðfangsefnið. Þegar leikurinn hefst er Búi að útskrifast úr menntaskóla, fullur hug- sjóna og eldmóðs. Hann fyrirlítur svokallaða máttarstólpa þjóðfélags- ins og þá fyrst og fremst Þorgrím á Hofi, sem í hans augum er kapítal- isminn holdi klæddur. Hatur hans á Þorgrimi á sér reyndar dýpri rætur því Búi telur hann bera höfuðábyrgð á því að hann varð föðurlaus á unga aldri. Eftir að hafa orðið syni Þorgríms að bana heldur Búi til Nor- egs þar sem hann dvelur um nokkurra ára skeið við nám í heimspeki. Heimkominn sættist hann við Þorgrím og kvænist dóttur hans Helgu og verður fljótt einn helsti fulltrúi valdastéttarinnar sem hann áður fyrirleit. Hann fellur að lokum fyrir hendi sonar sins, ungs og kappsfulls hugsjónamanns sem ekki þolir neinar málamiðlanir. Höfundi Búa sögu er mikið niðri fyrir og upptalningin hér að framan segir raunar lítið um innihald verksins. Þar er tekist á um andstæður hugsjóna og aðgerða auk þess sem átök milli kynslóða gegna veiga- miklu hlutverki. Einnig er tekist á um póli- tísk og heimspekileg viðhorf en því miður er úrvinnslu þessa mikla efniviðar í mörgu ábótavant. Átökum er fremur lýst en að þau séu sýnd og samtöl bera oft keim ein- ræðu. Langar heimspekilegar samræður Rósa Guðný Þórsdóttir og Þorsteinn Bachmann í hlutverkum Búa sögu. Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir eru ekki dramatískar í sjálfu sér og henta því betur á bók en sviði. Líkt og höfundurinn leitar leikstjórinn Eyvindur Erlendsson víða fanga við út- færslu verksins. Tilvísun i grísku harm- leikina er einna mest áberandi því hann lætur leikhópinn mynda kór sem er á svið- inu allan tímann. Persónurnar taka sig út úr kórnum þegar við á en eru annars grímuklæddir áhorfendur að því sem ger- ist á sviðinu. Kórinn kemur mikið við sögu og er meðal annars notaður sem nokk- urs konar inngangur að þáttunum þremur. Það hægir óneitanlega á fram- vindunni og gefur sýning- unni nokkuð drungalegan blæ. Leikur með skikkjur og fána nýtur sín engan veginn og hefði þurft miklu stærra rými en litla svið Borgarleikhúss- ins er. Eyvindur stílfærir all- an leik og er hann jafhvel gróteskur á köflum. Þessi yfirkeyrði leikmáti gengur ágætlega upp í fyrsta þættin- um en fer þegar á líður að vinna um of gegn textanum. Leikstíllinn gerir það líka að verkum að persónur verða óþarflega miklar figúrur og á það sérstaklega við um Búa sjálfan sem Þor- steinn Bachmann leikur. Þorsteinn heldur hins vegar ágætlega utan um þennan stíl eins og aðrir leikarar í stærri rullum. Þar her sér- staklega að nefha Rósu Guð- nýju Þórsdóttur sem var sköruleg og á stundum kynngimögnuð í hlutverk- um Esju og Fríðar og Bjöm Inga Hilmarsson sem átti auðvelt með að túlka reiði og beiskju Jökuls. Mikið er lagt í umgjörð og búninga í þessari sýningu Esju og Búa f en heildarútkoman er nokk- DV-mynd ÞÖK uð sundurleit. Eins og áður var nefnt er nokkur drungi yfir uppfærslunni og „Wagnerísk" tónlist Jóns Leifs ýtir þar enn undir. Áherslan í uppsetningunni er öll á hið harmræna og hefði ekki veitt af örlítið meiri húmor og léttleika. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsinu: Búa saga eftir Þór Rögnvaldsson Hljóð: Baldur Már Arngrímsson Tónlist: Pétur Grétarsson Lýsing: Kári Gíslason Búningar: Una Collins Leikmynd og leikstjórn: Eyvindur Erlendsson Öngþveiti í Laugardalshöll Það skapaðist öngþveiti á Vlnartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Laug- ardagshöllinni síðastliðið fóstudagskvöld. Hljómsveitar- stjórinn, Peter Guth, missti stjórn á hljómsveitinni í miðri Die Schwátzerin, Polka Mazur eftir Josef Strauss og hljóðfæraleikararnir gerðu það sem þeim sýndist. Sumir nenntu ekki einu sinni að spila heldur vora í hrókasam- ræðum, aðrir sýndu smávið- leitni en voru greinilega með vitlausar nótur og þurftu að skipta við sessunauta sína. Einhverjir gátu ekki setið kyrrir og rápuðu steftiulaust um hljómsveitarpallinn, aðrir gáfust hreinlega upp og gengu út. Greyið hljómsveitarstjór- inn var sjálfur að þvi kominn að leggja árar í bát, og gerði það á endanum þegar hann var kallaður í símann af ein- um fiðluleikaranum, sem var svo óskammfeilinn að vera með gemsa á sér í kjólfötun- um. Allan timann spilaði þó megnið af hljómsveitinni og gerði það vel, enda var hér grínatriði á ferðinni sem tókst prýðilega og gerði stormandi lukku meðal áheyrenda. Mig minnir að Björk Guðmundsdóttir hafi einhverju sinni látið hafa það eftir sér að tónlist sem samin hefði verið fyrir árið 1900 kæmi okkur ekki við. Þó ég sé ekki al- veg sammála henni, er margt til i þessu. Að Pólska sópransöngkonan Izabela Labuda söng vínar- valsa með Sinfóníuhljómsveit íslands í Laugardalshöll. TónBist Jónas Sen hlusta á sinfóníuhljómsveit spila vínar- valsa er eins og að heyra öskrin í útdauð- um risaeðlum, því hvort tveggja eru úrelt hljóð sem tilheyra löngu liðinni tíð. Ef vín- arvalsar eiga að vera skemmtilegir verður að setja þá í búning fáránleikans, eða spila þá úti 1 geimnum eins og gert var í framtíð- armyndinni Ódysseifsferð árið 2001 eftir Stanley Kubrik. Víst er að ekki vantaði hundakúnstirnar á tónleikum Sinfóníunn- ar, hljómsveitarstjórinn spilaði til dæmis sjálfur á fiðlu og stjórnaði með boganum eins og konsertmeistarar gerðu stundum í gamla daga. Hann var yndislega hallæris- legur, og maður hefði ælt ef hann hefði ekki gert svona ríkulega grín að sjálfum sér í leiðinni. Sinfónían spilaði furðu vel miðað við að- stæður, og einsöngvarinn Izabela Labuda stóð sig ágætlega. Rödd hennar barst að vísu ekkert sérstaklega vel um Laugardals- höllina, en það sem í henni heyrðist hljóm- aði vel. Best var trúlega „Höre ich Zigaunergeigen" úr óperettunni Mariza greifafrú eftir Kálmán, en þar dansaði primadonnan ansi stirðlega við hljómsveit- arstjórann. GreinOegt var að áheyrendurn- ir sem fylltu Laugardagshöllina skemmtu sér konunglega, á eftir var hljómsveitin klöppuð upp hvað eftir annað og var ekki laust við að maður valhoppaði út í nátt- myrkrið á eftir. Vínartónleikar með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í Laugardalshöll föstudaginn 8. janú- ar. Á efnsiskrá verk eftir Johann Strauss yngri og eldri; einnig Gounod, Stolz, Brahms, Lehár, Josef Strauss og Kálmán. Hljómsveitarstjóri var Peter Guth, ein- söngvari Izabela Labuda. fyrra Ýmist of eða van ... Ekki er líklegt úr þessu að deilur spinnist um nýja uppsetningu á Brúðuheimili Ibsens i Þjóð- leikhúsinu. Hún hefúr sígildar áherslur þó að ým- islegt sé þar nútimalegt, tO dæmis er Þorvaldur afar ástleitinn við Nóru konu sína og hefur bein- línis lagt hana á gólf þegar : Rank læknir ber að dyrum, kom- inn úr veislu kon- súlsins á efri hæð- inni. Annars er sýn- ingin virðuleg,: hæg og vandvirkislega unnin og áhorfendur éru sáttir, einkum við túlkun Elvu Ósk- ar Ólafsdóttur á Nóru. Um þetta leyti í geisuðu ofsafengnar deOur í fjöhniðlum, heimahúsum og á götum úti um uppsetningu Baltasars Kormáks á Hamlet þar sem farnar voru ýmsar óvæntar og ótroðnar slóðir. Þegar hugsað er lengra aftur, ár frá ári, kemur í ljós ákveðið munst- ur: TO skiptis klassískar „þjóðleOdiússýnmgar“ og ögrandi uppbrot. Ári á undan HanOet var VOliönd- in, smekkleg og láOaus sýning. Ári þar á undan, 1995, var Don Juan með Jóhann Sigurðarson ems og útlifaðan Marlon Brando eða Mick Jagger sem er orðinn algerlega ónæmur fyrir kvenlegri fegurð en dregur konur á tálar ems og ósjálfrátt. 1994 var Fávitinn, klassísk sýning og svo sterk og fógur í minningunni að undrun vekur. 1993 var Mávurinn, fyrsta uppsemmg litháíska gengisins hér á landi sem er sannarlega ekki gleymd! En 1992 var My Fair Lady sem lítið er eftir af í minnmgunni... Spumingin er hvort þetta er ekki góð leið tO að þjóna bæði hinum forvimu og uppreisnargjömu og hmurn íhaldssöniu - gera það bara tO skiptis? Misheppnuð sölubrella? Þröstur Helgason amast út í íslensku bók- menntaverðlaunm í „Viðhorfi" í Morgunblaðmu á þriðjudaginn var, fmnst þau aðeins vera yfir- skin „fyrir annað og auvirðOegra markmið", út- gefendur hafi stofnað tO þeirra fyrst og fremst „í markaðssetningar- og auglýsmgaskjmi". En þá hefur útgefendum gróflega mistekist, því sam- kvæmt sölulista Mbl. er engin hinna tilnefndu bóka meðal þeirra mest seldu. íslensku skáld- verkm þar eru bamabækumar Aldrei að vita, Ég heiti Blíðfmnur en þú mátt kaUa mig Bóbó og Nóttm lifnar við, og fuOorðmsbækurnar Sérðu það sem ég sé og Norðurljós. Næst í röðinni af fidlorðinsbókum er Eins og stemn sem hafið fág- ar sem er tiinefnd, en ekki hefúr Guðbergur þurft að stóla á tOnefnmgar tO að ná tO sinna. Engin tilneftidra bóka í fræðibókaflokknum komst heldur á metsölublað, ekki einu sinni í sm- um undirflokki. Getur verið að tdnefningamar drepi áhuga fólks á bókum? Gamanlaust þá er auðvitað ekki gott að aðeins skuU valið úr bókum sem útgefendur hafa efni á að borga með, og emhverjir taka eflaust undir með Þresti að þar með séu íslensku bókmennta- verðlaunm ómarktæk. Á hitt er að Uta að 25 þús- und krónur er ekki há upphæö miðað við útgáfú- kostnað á meðalbók, og ef lítUl útgefandi er svo lánsamur að bók frá honum er tOnefnd tO verð- launanna þá em þær krónur ódýr auglýsinga- kostnaöur. Bókin er þar með komin inn í umtal- ið, hrmgiðuna (tO góðs eða Uls), sem jaftivel tíu heOsíðuauglýsmgar i dagblöðum gætu ekki kom- ið henni inn í. Og það er það sem málið snýst um: Að rífast og þrefa um bækur, tala um bækur. Annars er ekk- ert gaman að þessu. Og íslensku bókmenntaverð- launin hafa, þrátt fyrir andróður Morgunblaðsms gegn þeim frá fyrstu tíð, fengið ákveðinn sess sem önnur verðlaun hafa ekki. Bæði er það fjárapp- hæðin (sem ekki ber lengur af öðrum viðurkenn- mgum að vísu) og faglega skipuð nefnd (einn frá heimspekideUd HÍ, einn frá Rithöfundasamband- inu, einn frá Félagi íslenskra bókaútgefenda). Þau hafa frá upphafi vOjað láta taka sig alvarlega og það hefur tekist. Ég veit það ekki - en mér finnst aUt tO bóta sem vekur athygli á bókum. Þó að sjálfsögðu sé upplagt að þrefa um það. Litlaust Mósaík Bókamenn eru óánægðir með þáttinn Mósaík í Sjónvarpinu, finnst stjómandmn ekki ná nógu vel upp því sem gagnrýnandinn hefur að gefa. Mun betur hefur tekist tO með aðrar listgreinar, einkum kemur myndlistin prýðOega út - enda miðUlinn réttur fyrir hana. Emi ljósi punkturinn í þættmum var prýðUegt mnskot Jóns Viðars Jónssonar um Gísla HaUdórsson leikara sem lést á síðasta ári. Hefði ekki átt að gefa hverjum þátt- takanda slikt rúm fyrir unnið mnslag um hið mmnisstæðasta á árinu í stað þess að hafa út- varpsþátt í sjónvarpi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.