Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Síða 22
30 vefur og tölvur MANUDAGUR 11. JANUAR 1999 Kristnir gegn Rokk- -------- stjaman Marilyn Manson er umdeild og elska margir að hata pilt- inn. Þar á meðal eru hinir kristnu um- sjónarmenn heimasíð- unnar http://www.cfnweb.com/ma nson/ sem vitna óspart í Biblí- una til að særa burt hina illu anda sem Manson vekur. Prófkjör á Netinu Prófkjör ýmissa stjómmála- hreyfinga víðs vegar um landiö em á næsta leiti og nota nokkrir frambjóðendur Netið til að kynna sig og helstu bar- áttumál sín. Albert Eymunds- son á Austurlandi er einn þeirra. Heimasíða hans er á slóðinni http://eldur.eld- hom.is/alberteym/ Messías Það er alltaf gaman að fylgj- j ast með nýjum tölvuleikjum verða til. Einn þeirra leikja sem beðið er eftir með eftir- væntingu um þessar mundir ef Messiah frá Shiny Entertain- ment. Fregnir af honum má finna á heimasíðunni http://www.messiah.com/ Eldmyndir Ertu ekki alveg viss um það hvernig best er að taka myndir af eldi? Ef svo er þá er helstu leiðbeiningar að finna á heima- síðunni http://www.firephotos.com/ Macworld Expo Sýning á tölvum, hugbúnaði og ýmsu öðru tengdu Macin- tosh-tölvum var haldin í San Franscisco í síðustu viku. Sýn- ingin kcdlaðist Macworld Expo og er opinber heimasíða henn- ar http://www.macworldex- po.com/mwsf99/index.html Skopast að Saddam Saddam Hussein er fyrirferð- armikill í fréttum um þessar mundir. Það þýðir að hann er fyrirferðar- mikill skot- spónn skop- mynda- teiknara. Á heimasíð- unni http://www.cagle.com/sadda m/ er að finna úrval skop- mynda af Saddam. Dagbækur unglinga Markmið heimasíðunnar http://www.diar- yproject.com/ er að stefna saman unglingum hvaðanæva úr veröldinni. Þar er hægt að lesa 5538 dagbókarbrot unglinga og komast jafnframt í samband við ungt fólk um all- an heim. Burt með snúrurnar Tilkynntur hefur verið nýr staðall sem mun gera hinum ýmsu heimilistækj- um kleift að ná sambandi hvert viö annaö með útvarpsbylgium. í kjölfar- iö er gert ráö fyrir að í lok þessa árs muni nýjar tölvur, sjónvörp, símar og fleiri tæki ekki lengur þurfa ógrynni af snúrum til aö geta skipst á upp- lýsingum. Nefnd meö fulltrúum víös vegar úr viöskiptalífinu ákvaö staö- alinn og þegar hafa þrettán stórfyr- irtæki tilkynnt aö þau ætli að fram- leiöa vörur sem munu geta notað þessa nýju tækni. Þar á meöal eru Compaq, Hewlett- Pacard, IBM, Intel, Microsoft, Motorola og Samsung. Excel-vandræði ísraelskt tölvufyrirtæki sýndi fyrir skömmu aö tölvuþrjótar geta meö ákveðnum aöferöum brotist inn í flestar tölvur sem hafa Microsoft Excel töflureikninn uppsettan. Microsoft gaf I kjölfariö út yfirlýsingu þar sem þaö sagðist þegar í desem- ber hafa á heimasíöu sinni varað Excel-notendur viö þessari hættu. Jafnframt hefur Microsoft gefiö út skráarviöbót (patch) sem hægt er aö sækja á heimasíöu fyrirtækisins á slóöinni http://www.microsoft.com Aö sögn Microsoft-manna á skráar- viöbótin aö leysa öll vandamál hvaö þetta varðar. Macintosh-aðdáendum strítt Sænskir rafbarbarar stríddu Macin- tosh-aödáendum í síðustu viku meö því aö brjótast inn á heimasíöur hinna vinsælu tímarita Macworid og MacWeek. Þar settu þeir inn plat- fréttir af því aö Apple og Intel hygöu á sameiningu fyrirtækjanna en þaö heföi án efa oröiö frétt áratugarins í tölvuheiminum ef sönn væri. Sví- arnir, sem kölluðu sig Sobber og Freddie, völdu rétta tímann til að ná athygli því augu margra beindust aö Macintosh í síöustu viku vegna Macworld Expo- ráðstefnunnar. Netscape vex Netscape tilkynnti fýrir helgi að skráö- ir meðlimir í Netcenter, netmiöstöö fyrirtækisins, væru orönir fleiri en 10 milljónir. Fjölgunin hefurjafnframt verið hröö því fjöldi meölima hefur tvöfaldast síöan I júlí. Frá netmið- stööinni er hægt aö komast hvert sem er um Netiö meö leitarvélum, auk þess sem meðlimir fá sitt eigið netfang og geta fengið ýmsa per- sónulega þjónustu. Aö sjálfsögöu eru stjórnendur Netscape himinlif- andi og segjast ætla aö stuöla aö áframhaldandi vexti Netcenter. Montnetföng - fyrir þá sem eru leiðir á gamla netfanginu löioiöioiooioioioiöoiomoioioioíömoioioioii §i Ný sókn Macintosh hafin: iMac skiptir litum - útlitið mikilvægara en innvolsið, segir Steve Jobs í síðustu viku fór fram í San Francisco Macworld Expo-ráðstefn- an þar sem allt það nýjasta sem við- kemur Macintosh-tölvunum var kynnt. Síðasta ár var mjög gjöfult fyrir Apple-fyrirtækið og má segja að það hafi risið úr öskustónni með útgáfu iMac-tölvunnar geysivin- sælu. Margir höfðu afskrifað Macin- tosh-tölvumar áður en iMac kom til skjalanna en bjartsýnin var allsráð- andi í herbúðum aödáenda Makk- ans að þessu sinni. Á ráðstefnunni kynnti Apple nýja línu iMac-tölva og ber þar hæst að blái liturinn verður ekki lengur sá eini heldur getur almenningur valið um fimm mismunandi liti. Þar að auki verður nýja línan hundrað dollurum (um 7000 kr.) ódýrari en sú eldri var þegar hún kom á mark- aðinn. Liturinn skiptir höfuð- máli Þeir eru ekki margir sem búa svo vel að eiga virkilega gott netfang. Sérstaklega er það svo í Bandaríkjunum þar sem America Online er með yfir tuttugu milljón not- endur á léninu aol.com. Því er það svo að marga langar að breyta um net- fang og fá sér eitthvað al- mennilegt sem jafnvel hef- ur vísun í áhugamál þeirra. Þetta er tiltölulega auð- velt í dag og geta netnot- endur á ýmsum stöðum náð sér í „montnetföng" sem segja má að séu hliðstæða einkanúmeraplata bif- reiða. Góð dæmi um þetta er net- þjónusta i nafni poppgoðsins David Bowie og rokkhljómsveitanna Kiss og Megadeath. Þar er skráðum með- limum boðið upp á net- föng með flottum lénum eins og kissonline.net eða megadeath.net. Og það sem meira er: Vegna þess hve tiltölu- lega fáir meðlimir eru að hverri netþjónustu, þá er um geysilega mörg og flott „eig- innöfn" að velja. Hvem- ig hljómar t.d. ziggy@davidbowie.com? Eða gene@kissonline.net? í viðbót við montnetföng fá skráðir meðlimir sérstakan aðgang að ýmsu efni sem varðar áhugamál þeirra. Til dæmis geta meðlimir BowieNet fengið sjaldgæfar myndir og upptökur af Bowie á heimasíðunni http://www.davidbowie.com í viðbót við þessar breytingar mun nýjasta gerö tölvunnar búa yfir öflugri örgjörva en sú eldri og ýmsum öðmm nýjungum. Forráða- menn Apple álíta hins vegar að breytingar á tækjabúnaði séu ekki næmi eins mikilvægar og mismun- andi litir hvað sölu varðar. „Við spurðum neytendur að því hvers konar diskadrif, örgjörva eða aðra tækni þeir vildu í iMac,“ sagði Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, í ræðu sinni á ráðstefnunni. Algengustu viðbrögð neytenda við slíkum vangaveltum voru hins veg- ar að hans sögn: „Get ég ekki fengið iMac í öðrum lit?“ Af þessu má sjá hversu afgerandi áhrif hið nýja útlit tölvunnar hafði á velgengni hennar en af iMac seld- ust hvorki meira né minna en 800.000 stykki á síðasta ári. Það verður að teljast frábært í ljósi þess að hún kom ekki á markaðinn fyrr en í ágúst. Um 32% þeirra sem keyptu sér iMac á síðasta ári vora að kaupa sína fyrstu tölvu, en um 13% kaup- endanna höfðu áður notað PC-vélar. „Þetta þýðir að 45% þeirra sem keyptu sér iMac í fyma eru að kynn- ast Macintosh í fyrsta sinn,“ sagði Jobs. „Stefnan verður sett á að þessi tala hækki.“ Jafnframt benti Jobs á mikilvægi Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, heldur stefnuræöu sfna á Macworld Expo í síðustu viku. Margir álfta að endur- koma hans í stjórnunarstöðu innan fyrirtækisins fyrir örfáum misserum hafi verið lykillinn að velgengni Macintosh á síðustu mánuðum. Ekki bara iMac Þó svo iMac hafi slegið svona rækilega í gegn þá er hún ekki orð- in eina framleiðsluvara Apple, a.m.k. ekki enn. Á Macworld Expo vom nýjar Power Mac G3 tölvur kynntar, kröftugar tölvur sem ætl- aðar eru fyrir grafíska hönnuði og aðra þá sem þarfnast tölva sem ráða vel við flókna grafíska vinnslu. Nýju Power Makkamir eru með allt að 400 megariða örgjörva og munu kosta frá 1.600 dollurum (um 110.000 kr.) í Bandaríkjunum. En meira að segja Power Mac fer ekki varhluta af þeirri byltingu sem þess að gera meðhöndlun tölvanna sem einfaldasta svo neytandinn þurfi ekki að vera sérfræðingur í meðhöndlun tölva til að fram- kvæma einfalda hluti. Hann segir t.d. að 66% kaupenda iMac hafi tengst Netinu sama dag og þeir keyptu tölvuna. Og það sem meira er, það tók 44% nýrra kaupenda innan við 15 mínútur að setja upp nettenginguna. Einfaldleiki og gott útlit em því lausnarorðin fyrir hinn almenna neytanda að mati Jobs. litli bróðir hans, iMac, kom af stað í fyrra. Tum Power Macintosh lítur töluvert öðruvísi út en einfóldu hvítu kassamir sem við eigum að venjast. Hann er með opi svo auð- velt er nú að komast að innvolsinu, t.d. ef maður ætlar að bæta við minni tölvunnar. Svo er hann með handföngum og að sjálfsögðu er ör- lítil litadýrð farin að gera vart við sig. Það er ljóst að Apple hefur tekið stefnuna á nýja öld af fullum krafti. Spumingin er svo sú hvort vel- gengni fyrirtækisins á síðustu mán- uðum sé upphaf nýrra og glæstra tima fyrir Macintosh-tölvuna eða hvort hér sé einungis um tískufyrir- bæri að ræða. -KJA/Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.