Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 Afmæli '7 --------------------------- Kristín Einarsdóttir Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lyfjaþróunar, Brekkubæ 39, Reykjavík, er fimm- tug í dag. Starfsferill Kristín fæddist í Reykjavik en ólst upp í Keflavík. Hún lauk stúd- entspróil frá ML 1969, B. Sc.-prófi í líffræði frá HÍ 1975 og Cand. real,- prófi í lífeðlisfræði ffá Óslóarhá- skóla 1979. Kristín var kennari við Gagn- fræðaskólann og Iðnskólarm í Kefla- vík 1979-71, stundakennari og sér- fræðingur í lífeðlisffæði við HÍ 1975-77 og 1979-84, lektor þar 1985-86 og sérfræðingur í lífeðlis- fræði við HÍ 1987, kenndi i Slysa- vamaskóla sjómanna um áhrif kulda á líkamann og viðbrögð við ofkælingu 1980-88, var alþm. Reyk- víkinga fyrir Kvennalistann 1987-95, ffamkvæmdastjóri Félags háskólakennara 1995-97 og er fram- kvæmdastjóri Lyfjaþróunar frá 1998. Kristín hefur setið í fjölmörgum nefhdum og ráðum á veg- um Kvennalistans. Hún sat í forsætisnefnd Al- þingis, utanríkismála- nefnd, iðnaðamefnd, um- hverfisnefhd og var for- maður hennar tvö þing, starfaði í nefndum á veg- um stjórnarráðsins, s.s. um endurskoðun jafnrétt- islaga, um Náttúrur- fræðistofnun, um bygg- ingu náttúruffæðihúss, um ferðamál og um Sjáv- arútvegsskóla S.Þ. Kristín sat í stjórn Húsnæðis- stofnunar ríkisins 1985-87, í nefnd um nýtt húsnæðislánakerfi 1985-86, sat á Allsherjarþingi S.Þ. 1984 og 1994, sat umhverfisráðstefnu S.Þ. í Ríó 1992, var kosin í Evrópustefnu- nefnd 1988, sat þing Aþjóðaþing- mannascimbandsins 1988 og 1990, sat í Norðurlandaráði 1991-95, var for- maður Samstöðu um óháð ísland 1991-93, situr í stjóm Landsvirkjun- ar frá 1995 og er formaður stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur frá 1998. Kristin hefur skrifað greinar um lífeðlisffæði og greinar í blöð um þjóð- mál. Fjölskylda Kristín giftist 14.8. 1971 Kristjáni Má Sigurjóns- syni, f. 18.7. 1946, verk- ffæðingi. Hann er sonur Sigurjóns Kristjánssonar, og k.h., Kristínar Ketils- dóttur. Synir Kristínar og Krist- jáns Más em Einar, f. 3.6.1969, hag- fræðingur, en sambýliskona hans er Sigþrúður Sverrisdóttir og er sonur þeirra Kristján, f. 11.8. 1998; Dagur, f. 22.7. 1980, menntaskólanemi. Systkini Kristínar: Guðrún, f. 21.9. 1950, húsmóðir í Kópavogi; Helga, f. 8.7. 1952, d. 8.10. 1970; Þor- steinn, f. 23.5.1955, húsasmíðameist- ari i Garðabæ. Foreldrar Kristínar; Einar Þor- steinsson, f. 7.10. 1919, d. 9.6. 1982, húsa- og skipasmíðameistari í Kefla- vík, og Sigrid Toft, f. 12.12. 1924, fyrrv. skrifstofustjóri á Egilsstöð- um, en bjó í Keflavík til 1972. Maður Sigridar frá 1974 er Magn- ús Pálsson, f. 8.10. 1926, formaður Verslunarmannafélags Austur- lands. Ætt Einar var sonur Þorsteins, b. á Litlu-Drageyri í Skorradal og síðar í Effi-Hrepp, Jónssonar, b. í Neðri- Hrepp, Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Þorsteinsdóttir. Móðir Einars var Guðrún Jó- hanna Guðmundsdóttir, sjómanns í Melshúsum á Leira, Símonarsonar. Móðir Guðrúnar Jóhönnu var Mar- grét Símonardóttir. Sigrid er dóttir Hartwig Toft, kaupmanns í Reykjavík, og Christine Harms Toft. Kristín og Kristinn Bjömsson skíðakappi era systraböm. Kristín tekur á móti gestum í Listasafni Ásmundar Sveinssonar við Sigtún í dag kl. 17.00-19.00. Kristín Einarsdóttir. Bjarni Bjarnason Bjami Bjamason, skipstjóri og útgeröarmaður, Kjarrlundi 3, Akur- eyri, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Bjami fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1966, , lauk fyrsta stigs vélstjóraprófi 1967 og lauk farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1971. Bjami hefur stundað sjómennsku frá unga aldri. Hann hefur verið á Súlunni frá Akureyri ffá 1968. Fjölskylda Bjami kvæntist 29.10. 1977 Friði Gunnarsdóttur, f. 16.1. 1954, hús- móður og sjúkraliða. Hún er dóttir Gunnars Konráðssonar, verka- manns á Akureyri, og Stellu Stef- ánsdóttur, húsmóður og sjúkraliða. Börn Bjama og Fríðar eru Stefán Bjamason, f. 30.8. 1972, sjómaður á Akureyri, í sambúð með Hörpu Gunnlaugsdóttur, f. 1.8. 1973, nema og er sonur þeirra Patrekur, f. 26.12. 1995; Hafdís Bjamadóttir, f. 27.3. 1975, nemi, í sambúð með Gauta Einarssyni, f. 5.11. 1973, nema; Bjami Bjamason, f. 25.8. 1977, verkamaður á Akur- eyri; Hjörvar Bjamason, f. 17.10. 1987, nemi. Systkini Bjarna eru Baldvin Jóhannes Bjamason, f. 22.4. 1940, kennari á Akureyri; Freysteinn Bjarnason, f. 29.8.1945, útgerðarstjóri á Neskaupstað; Árni Bjamason, f. 29.9. 1952, stýrimaður og skipstjóri á Akureyri; Guðlaug Marta Bjarna- dóttir, f. 30.3. 1955, leik- kona í Reykjavík; Sigrið- ur Marta Bjamadóttir, f. 4.7. 1956, kennari á Seyð- isfirði; Jóhannes Gunnar Bjarnason, f. 31.3. 1962, íþróttakennari á Akur- eyri. Foreldrar Bjarna: Bjami Jóhannesson, f. 23.9.1913, skipstjóri og fram- kvæmdastjóri á Akur- eyri, og Sigríður Frey- steinsdóttir, f. 18.8. 1918, d. 21.10. 1991, húsmóðir. Bjarni Bjarnason. INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkírkjuvegi 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavík Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun fasteigna íþrótta- og tómstundaráðs. Útboðsgögn fást á skrifst. okkar á kr. 1.000. Opnun tilboða: miðvikudaginn 27. janúar 1999, ki. 14.00, á sama stað. bgd 01/9 Skj alaskápar Traustir - vandaðir KR. 20.696 KR-17581 KR. 19.905 JANUARTILBOÐ ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800 EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR ÁRMÚLA 20 SÍMI 533 5900 Fréttir Byggðir Borgarflarðar: Glæsilegt ritverk komið út Meginþungi verksins hvíldi á herðum þeirra. F.v.: Bjarni Ara- son, Björk Ingimundardóttir, Bjarni Guðráðsson, Hólmfríður Héðinsdóttir og Guðbrandur Brynjólfsson, formaður Búnaðar- sambands Borgarfjarðar. DV-mynd Daníel DV, Vesturlandi: Út er komið rit- verkið Byggðir Borgarfjarðar I- IV. Tvö síðari bindi ritverksins komu út 29. des- ember en þau telj- ast Jxj vera fýrsta og fjórða bindið skv. númeraröð. Fyrsta bókin kom út árið 1989 en hún telst, með vís- an til þess sem fyrr sagði, vera n. bindi. m. bindið kom út árið 1993. 11. bindi er að frnna ágrip af búnaðar- sögu Borgarfjarðarhéraðs og er það rak- ið frá landnámstíð í ljósi tiltækra heim- ilda. Aðalhöfundar þess kafla er Helgi J. Haildórsson en um viðskiptamál og verslun skrifa Björk Ingimundardóttir og Guðbrandur Brynjólfsson. Þá er að finna kafla um þróun þjóðlífs og búskap- arhátta í Borgarfirði á 19. öld eftir Björk Ingimundardóttir og annan um sögu Búnaðarsambands Borgarfjarðar eftir Bjama Arason. Því næst koma söguþætt- ir um ræktunarsambönd og búnaðarfé- lög og um einstakar búgreinar, hvort sem kallast nýbúgreinar eða hefðbundn- ar. Loks er þáttur um Samband borgfir- skra kvenna en SBK hefúr um áratuga- skeið verið samstarfsvettvangur kvenna þar sem húsfreyjur í sveitum hafa verið atkvæðamiklar. í IV. bindi, sem nú kemur út, er ann- ars vegar að finna ábúendatal og jarða- lýsingar fyrir Borgarfjarðarsýslu og hins vegar nafhatal fyrir öll bindin í heild. Ábúendatalið spannar meira en eitt hundrað ára búnaðarsögu allra jarða í héraðinu og gott betur. Jón Karl tók yfir- litsmyndir úr hverri sveit úr lofti. Um tuttugu ár eru síðan Þorsteinn Guðmundsson (d. 1996), fyrrum bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, hvatti til þess á þingi Búnaðarsambands Borg- arfjarðar að farið yrði að huga að svona útgáfu. Það varð að ráði og í ritnefnd völdust auk Þorsteins þeir Jakob Jóns- son, bóndi á Varmalæk, og Jón G. Guð- bjömsson, bóndi á Lindarhvoli. Björk Ingimundardóttir frá Hóli í Flókadal tók að sér ritstjóm en Bjami Guðráðsson, bóndi í Nesi i Reykholtsdal, fór með framkvæmdastjóm. Meginþungi verks- ins hefúr hvílt á þeirra herðum jafn- framt öðrum starfsskyldum. Aðrir helstu starfsmenn hafa verið Bjami Arason, fytrum héraðsráðunautur og fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Borg- arfjarðar, og Hólmfríður Héðinsdóttir, fyrrum starfsmaður þess. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentun og bókband sem er fyrirtækinu og starfsfólki þess til sóma. -DVÓ DV Til hamingju með afmælið 11. janúar 95 ára Kjartan Sigtryggsson, Hrauni, Aðaldælahreppi. 85 ára Sigurlaug Sigurðardóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. 80 ára Guðrún Kristjánsdóttir, Víkurbraut 26, Höfn. Hún er aö heiman. Helgi Sigurjónsson, Glerárgötu 18, Akureyri. 75 ára Fjóla Gísladóttir, Skeiðarvogi 11, Reykjavík. Jón R. Haraldsson, Gautsdal, Bólstaðarhlíðarhr. Jónas Jónsson, Heiðarvegi 48, Vestmeyjum. Theódór Árnason, Æsufelli 6, Reykjavík. 70 ára Ámi Theódórsson, Brennistöðum, Borgarbyggð. Bjarni Þórir Guðmundsson, Tjamarstíg 28, Seltjamamesi. Ólafur R. Karlsson, Skólagerði 18, Kópavogi. 60 ára Ármann Pétursson, Eyjabakka 24, Reykjavik. Björg Gunnarsdóttir, Sæbólsbraut 47, Kópavogi. Eyjólfur Halldórsson, Breiðuvík 31, Reykjavik. Ólöf Sigurlásdóttir, Fannborg 3, Kópavogi. 50 ára Garðar Sverrisson, Ásbúð 51, Garðabæ. Guðbjörg Hrafnsdótdr, Efstasundi 61, Reykjavík. Guðmundur Ingimarsson, Leirabakka 12, Reykjavík. Gunnar Þorvaldsson, Geithömrum 9, Reykjavík. Guttormur Rafnkelsson, Ámanesi 1, Höfn. Hannes Öm Þór Blandon, Syðra-Laugalandi, Eyjafjarðarsveit. Ingunn Lárusdóttir, Rjúpufelli 31, Reykjavík. Júlíanna Ingvadóttir, Hliðarvegi 57, Ólafsfirði. Sigurlína Jónsdóttir, Árholti 5, Húsavík. Unnur Sigursveinsdóttir, Brekkutúni 4, Kópavogi. 40 ára Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Aðalstræti 16, Akureyri. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Sólheimum 27, Reykjavík. Agnes Böðvarsdóttir, Syðra-Seli II, Hrunamannahr. Ámi Haraldsson, Hlíðarhjalla 44, Kópavogi. Björg Friðmarsdóttir, Blómsturvöllum 15, Neskaupstað. Ingibjörg Sigurðardóttir, Arnartanga 52, Mosfellsbæ. Jóhanna M. Sigurgeirsdóttir, Háseylu 17, Njarðvík. Jóhannes Áslaugsson, Norðurgötu 42, Akureyri. Logi Dýrfjörð, Álfatúni 27, Kópavogi. Símon Ingvar Tómasson, Blómsturvöllum 4, Stokkseyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.