Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 23
2000-vandinn: Strax farinn að láta á sér kræla - þó ekki eins mikið og margir höfðu óttast Áhyggjur manna um að fyrstu dagar ársins 1999 myndu hafa í fór með sér vandraeði svipuð þeim sem eiga að birtast um áramótin 1999- 2000 virðast hafa verið að mestu ástæðulausar. Ýmsir höfðu lýst því yfir aö tölvur sem reikna ár fram í tímann myndu biia eða að talan 99, sem merkir ártalið 1999 í eldri tölv- um, myndi fá forrit til að hætta að virka. Flestar tölvur létu síðustu áramót þó ekkert á sig fá og virkuðu á eðli- legan hátt fyrstu daga ársins. En einstaka vandræði komu þó upp og gefa þannig til kynna aö næstu ára- mót verði enginn dans á rósum fyr- ir þá sem ekki verða viðbúnir. Lögregla og leigubíl- stjorar í vanda Meðal þeirra sem lentu í vand- ræðum vegna tölvubilana sem rekja rætur sínar beint til áramótanna voru leigubílstjórar í Singapúr. Tölvustýrðir ökumælar þeirra virk- uðu ekki hluta þess 1. janúar. Jafnframt kom upp villa í tveim- ur ákveðnum tegundum tækja sem notuð eru á sjúkrahúsum. Tækin, sem framleidd eru af Hewlett- Packard annars vegar og Invivo Research Inc. hins vegar, virkuðu eðlilega, en sýndu rangan tíma og dagsetningu ef ekki var gert við þau. Að auki fréttist af vandræðum á þremur sænskum flugvöllum þar sem tölvur lögreglunnar á staðnum gátu ekki skilið ártalið 1999. Ferða- menn sem þurftu tímabundin vega- bréf töfðust því í nokkrar klukku- stundir á meðan gert var við bilun- ina. Að endingu lenti svo útvarpsstöð- in KFQD í Alaska í vandræðum þeg- ar gamalt forrit skildi ártalið 1999 sem svo að það ætti að stöðvast. Forritið stjórnaði viðtöku frétta- skeyta fyrir útvarpsstöðina og því stöðvaðist fréttaflutningur að mestu leyti þangað til gert var við bilunina tveimur dögum seinna. Forsmekkurinn „Þessar bilanir eru einungis for- smekkurinn að því sem koma skal eftir tæpt ár,“ segir Cris LeTocq, sérfræðingur um 2000-vandann hjá fyrirtækinu Dataquest Inc. í Bandarikjunum. „Fyrst maður er strax farinn að heyra sögur af hugbúnaðarvandræðum vegna ársins 1999 þá er ljóst að 2000-vandamálið er ekkert grín.“ Orsök vandans nú var í flest- um tilfellmn talan 9, sem er hæsta eins stafs talan sem til er. Forritarar hafa í gegnum tíðina notað runu af tölunni 9 til að gefa merki um „enda skráar“ eða „stöðvun virkni". Sökum þessa geta nokkrar dagsetning- ar á þessu ári orðið til vand- ræða. Þetta eru 1. janúar 1999, eins og dæmin hér að ofan sanna; 9. apríl 1999, því það er 99. dagur ársins; og 9. september 1999, vegna talnarununnar 9.9.99. Þess utan getur hinn raunveru- legi 2000-vandi látið á sér kræla oft á árinu vegna tölva sem reikna ár fram í tímann og þurfa því að fara 3 2000 Nú fyrst fer skjálftinn vegna 2000- vandans að segja til sin því innan við ár er þangað til hann skellur á af fullum þunga. að taka dagsetningar á næsta ári með í útreikninga sína. Uik|amðl<ir PlayStatíon hermir Á Macworld ráð- stefnunni, sem haldin varí síö- ustu viku, kynnti fyrirtæk ið Connectix fyrsta PlaySta- tion herminn sem gerður hef- ur veriö. Með honum er hægt að keyra PlayStation leiki á nýjustu gerð- um Macintosh- tölva meö G-3 örgjörva en hin nýja iMac tölva er í þeim hópi. Bú- ast má viö herminum á almennan markað fljótlega og er gert ráö fyr- ir að hann muni kosta um 50 doll- ara (3.500 kr.). Ekkert hefur enn heyrst frá Sony, framleiöenda PlayStation, um þetta mál en líklegt veröur aö teljast að þar á bæ séu menn ekki ánægöir með fyrirbærið. Vesen með Myth II Bungie leikjaframleiöandinn lenti T vandræðum meö að koma leiknum Myth II á markaö nú skömmu eftir jól. Leikjaunnendur hafa beðiö spenntir eftir þessu framhaldi af hin- um vinsæla Myth leik en þurftu aö bíöa í tvær vikur T viðbót. Ástæöan var örlítil villa í leiknum sem gat þó haft mjög slæmar afleiðingar. Nú er búiö aö laga villuna og setja skrá- arviöbót (patch) í umferö fýrir þá sem þegar höföu náö sér í demóiö. Nánari upplýsingar um vandann ættu allir sem settu demóið upp á tölv- um sínum fyrir áramót að kynna sér á heimasíöunni http://www.bungie.net/ Drepum Kenny Nú fer að stytt- ast verulega í að South Park tölvuleikurinn komi á markað 1yrir PC-töivur og Nintendo 64. Eins og nafniö gefur til kynna er leikurinn byggður á hin- um geysivin- sælu sjónvarps- þáttum um þá Kyle, Stan, Kenny og.Cart- man sem viö ís- lendingar fengum fyrst aö kynnast í vetur á sjónvarpsstööinni Sýn. Leik- urinn verður lyrstu persónu skotleik- ur og mun húmorinn úr sjónvarps- þáttunum veröa allsráðandi. f vopna- búri spilarans veröur m.a. beljuvarpa og hæna sem „skýtur" eggjum. Og svo verður hægt aö drepa Kenny aftur og aftur og aftur... Wargasm á leiðinni Á miövikudaginn nær auglýsingaher- ferö Infogames fyrir leikinn Warga- sm hámarki en þá kemur leikurinn á markaöinn. Herferöin er nú þegar oröin ein sú dýrasta fyrir tölvuleik sem um getur og greinilegt aö In- fogames ætlar sér stóra hluti meö útgáfu leiksins. Eins og nafniö gef- urtil kynna er þetta stríösleikur en spilarar munu skiptast á um aö stjórna þyrlu, skriödreka eöa þramma um fótgangandi. Hönnuö- ur leiksins er fyrirtækið Digital Ima- ge Design sem hefur gétiö sér gott orð fyrir vandaöa flugherma en meö Wargasm vendir fyrirtækiö greini- lega kvæöi sTnu í kross. TíIJboð 5 0% afsláttur af pizzum - taktu með ... eða snæddu á staðnum Opið 11-23.BO og til 01.00 um helgar Engihjalla 8 SírnT554 6967 Gildir einungis í Kópavogi Build-u Nestlé Build-Up er bragögóöur drykkur sem inniheldur 1/3 af ráölögöum dagskammti (RDS) af 12 vítamínum og 6 steinefnum auk prótíns og orku Nestle, s ú k k u I a ö jaróaberja Build-Up fyrir alla Góö aöferð fil þess aö auka neyslu vítamína og steinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda. Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki og öllum þar á milli. Build-Up á meðgöngu og með barn á brjósti Tryggir aö nægilegt magn næringarefna sé til staöar á þessum mikilvæga tíma Build-Up eftir veikindi Sér til þess aö þú færö öll réttu næringarefnin til þess aö ná skjótum bata Build-Up - fljótlegur drykkur Eitt bréf út í kalda eöa heita mjólk eöa ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragðgóðan drykk stútfullan af næringarfefnum bragðlaust Upplýsingar um næringarinnihald: I 38 gr. bréfi blönduöu (284 ml. af mjólk % af RDS Orka Prótín Kolvetni þar af sykur Fita þar af mettuö Trefjar Natríum Kalíum Vítamín A-vítamín ng 300,0 38% B1-vítamín mg 0,6 43% B2-vítamín mg 1,0 63% B6-vitamín mg 0,9 45% B12-vítamín H9 1,7 170% C-vítamín mg 23,0 38% D-vítamín úg 1,8 36% E-vítamín mg 3,3 33% Bíótín mg 0,06 40% Fólín ng 84,0 42% Níasín mg 6,2 34% Pantótenat mg 3,0 50% Steinefni Kalk mg 607,0 76% Joö ng 94,0 63% Járn mg 5,5 39% Magnesíum mg 132,0 44% Fosfór mg 534,0 67% Zink mg 6,3 44% Dæmi um hvaó vítamín og steinefni gera fyrir þig A-vítamin N.Ujösynlegt til '..ixt.ir oo viö-h.Uds vc'fj.) v-iö.hc'lcltjit nn kt oo hc'ilt'ríOc'.í hórunds Vcr slimhuó i numni, nt'í.r. h.ilsi oq lun.oum. Eykur viðn.im ooon svkmoum oo b.vtir s|onm.i, Hj.ilp,.u vii>, mynciun boin.i B2-vítamín (Ribótl.n m' H|.ilp.ir \ ió oö fiýt.i orkuno i t.v'ðu, hj.ílpor við myruiun mototn.) op rouð»ð bloðkorn.i N.iuðsynlopt til að viðh.ilp.i horuiuii. noplum, h.ui op poðn S|on Niacin (Ni.usih vit.imm H.p Ha'tir bloði.isin.i op Uvkkoi kolostio! i bloði ViðhoUiu! tau.pjkoitimj. lækkar haan bloðþivsting. hjalpar við mellingu oo stuðlai að heilbt igði húðau Zink Mjöa mikilvægt iyrii onaiiiiiskertiö flytir lyrir aö sai groi og er mlkilveegt lyiir stoöugleika bloðsins. Viöheldur alkaline iatnvœai likamans. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.