Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Side 16
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 jO’ \T
Umsjón
Silja Aflalsteinsddtdr
i6 menning
Trönur meistarans
Þegar fólki þykir sérlega
illa hafa tekist til við inn-
réttingar, þegar veggir hí-
býla eru naktir og kaldrana-
legir, allsendis án lita og feg-
urðar, er oft gripið til
sjúkrahúslíkingarinnar.
„Drottinn minn dýri, hér er
bara alveg eins og á sjúkra-
húsi! Allt ópersónulegt og
autt eins og á sjúkrahúsi."
Því sjúkrahús eru byggingar
þar sem gleðin á sér ekki
stað. Þangað kemur fólk
veikt til þess að fá lækningu
og flýtir sér heim að henni
fenginni, og þangað kemur
fólk til þess að deyja. Þar er
allt hvitt, kalt, dautt og ljótt.
Þetta er vitaskuld mesta
flrra og það eiga menn að
vita. Aldrei er það þó ef til
vill eins ljóst og þessa dag-
ana þar sem íslenska menn-
ingarsamsteypan hefur með
hjálp margra góðra lista-
manna lyft grettistaki í því
Hjúkrunarfræðingar virða glaðbeittir fyrir sér listaverk sem verið er að koma
fyrir á Ijóða- og myndlistarsýningunni Lífæðar á Landspítalanum.
DV-mynd Teitur
Eitt Ijóðanna á sýningunni Lífæðar.
Það fyrsta sem mér dettur í hug
Aldrei bjóst ég vió aó við œttum eftir að hittast hér
er þaðfyrsta sem mér dettur í hug aó þú segir
þegar þú kemur að heimsœkja mig.
Ég er búinn að vara þig við Ijósgrœnu veggjunum
en þœr eru fallegar konurnar
og betri en ég á nokkurn tíma skilið.
Nú þegar allt sem gerst hefur í heiminum
frá upphafi
er staófest aö hafi í raun og veru gerst
finnst mér eins og þú sért þegar komin
ogfarin. Manni hlýtur aó leyfast
aö minnsta kosti ein vitleysa á dag
og í allan dag hefur mér liðió eins og heil hljómsveit
bíói eftir að ég lyfti sprotanum.
Ég er þegar búinn aö þakka þér fyrir
að koma ogfœra mér það sem þú leggur á boröið
eftir að þú kyssir mig;
konfektkassinn er meó mynd af fjalli og bláum himni
bananinn gulur eins og eldur.
Þú kemur aftur. Býst ég vió.
En þá veró ég búinn aó kyssa þig.
Bragi Ólafsson
að breyta hug-
myndum
manna um
sjúkrahús-
veggi.
Á fostudag-
inn var opnuð
myndlistar- og
ljóðasýningin
Lífæðar á
Landspítalan-
um. Hugmynd-
in að sýning-
unni kviknaði
að sögn við
lestur viðtals
við Kristján T.
Ragnarsson,
yfirlækni end-
urhæfingar-
stöðvar Mount
Sinai sjúkra-
hússins í New
York, sem
sagði frá því
að hann hefði
keypt verk eft-
ir listakonuna
Laufeyju Vil-
hjálmsdóttur til þess að
fegra og lífga upp á ganga
spítalans.
Forráðamenn Art.is gátu
tekið undir þetta, að fátt
vaéri nauðsynlegra og göf-
ugra en að gleðja þá sem
eiga um sárt að binda. Þeir
fóru á stúfana og leituðu
eftir stuðningi alþjóðalyfja-
fyrirtækisins Glaxo
Wellcome á íslandi til þess
að fjármagna þetta um-
fangsmikla verkefni, en
Glaxo er þekkt fyrir stuðn-
ing sinn við menningu og
listir í þeim löndum sem
það starfar. Ekki stóð á
stuðningnum og heldur
ekki áhuga listamannanna
sem beðnir voru að taka
þátt í sýningunni. Lyktir
urðu þær að tólf myndlist-
armenn sýna samtals þrjá-
tíu og fiögur myndverk og
tólf Ijððskáld birta átján
ljóð.
Má segja að þátttakendur endurspegli í
raun helstu strauma og stefnur í myndlist
og ljóðagerð frá síðari heimsstyrjöld til
dagsins í dag. Myndlistarmennimir eru:
Bragi Ásgeirsson, Eggert Pétursson, Ge-
org Guðni, Haraldur Jónsson, Ósk
Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Jóns-
dóttir, Tumi Magnússon, Hreinn
Friðfinnsson, Hulda Hákon, ívar
Brynjólfsson, Helgi Þorgils Frið-
jónsson og Kristján Davíðsson.
Skáldin sem eiga ljóð á sýning-
unni eru Bragi Ólafsson, Gyrðir
Elíasson, Kristín Ómarsdóttir, Meg-
as, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorsteinn
frá Hamri, Sigurður Pálsson, Matthías Jo-
hannessen, Sjón, Hannes Pétursson, Ingi-
björg Haraldsdóttir og ísak Harðarson.
Að sögn Hannesar Sigurðssonar, forstjóra
íslensku menningarsamsteypunnar, stóð
upphaflega til að sýna á átta sjúkrastofnun-
um, en áhuginn var svo mikill að beiðnir
fóru að berast víða að um að fá sýninguna á
staðinn og sýningarstaðir urðu að lokum ell-
efu. Sýningin mun því ferðast hringinn í
kringum landið og verður hún sett upp í öll-
um fiórðungum mánuð í senn, en henni lýk-
ur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í desember á
þessu ári. -þhs
Menningarverðlaun VISA
Á þrettándanum voru veitt árleg menning-
arverðlaun VISA í sjöunda sinn. Þau hlutu sex
aðilar, kr. 300 þúsund hver: Blásarakvintett
Reykjavíkur á sviði tónlistar, Einar Kárason á
sviði rithstar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir á
sviði leiklistar, Sig-
rún Eldjám á sviði
myhdlistar, Mar-
grét Guðnadóttir á
sviði vísinda og
Vesturfarasetrið á
Hofsósi á sviöi þjóð
menningar.
Stjóm Menning-
arsjóðs VISA skipa nú Einar S. Einarsson,
framkvæmdasfióri VTSA, Sólon R. Sigurðsson
bankasfióri og Jón Stefánsson, organisti og
söngsfióri. Sfiómin ákveður úthlutun að eigin
frumkvæði eða samkvæmt umsóknum. Um-
sóknarfrestur er til 30. ágúst ár hvert og skal
umsóknum fylgja stutt en greinargóð lýsing á
markmiði eða viðfangsefni. Prófskírteini, um-
sagnir eða önnur gögn era ffábeðin.
Meiri Poulenc
Við minnum á aðra tónleika Poulenc-hátíð-
arinnar í Iðnó kl. 20.30 annað kvöld. Amdís
Björk lauk umsögn sinni um þá fyrstu með
þeim orðum að hún hlakkaði til framhaldsins.
Meðal verka annað kvöld verða sónata fyrir
hom, trompet og básúnu, sarabande fyrir gít-
ar, sem Kristinn H. Ámason leikur, og Bana-
lités fyrir sópran og píanó. Söngvari með
kammerhópnum þetta kvöld er Þórunn Guð-
mundsdóttir.
Þrek og tár í Klakksvík
Færeyingar
hafa trú á íslensk-
um leiksfiórum.
Meðal þeirra sem
þar hafa unnið
stóra sigra era Ás-
dís Skúladóttir,
Sveinn Einarsson,
Víöar Eggertsson,
Ingunn Ásdísar-
dóttir og nú síðast
Saga Jónsdóttir.
Hún setti upp
Þrek og tár (Seiggj
og tár) eftir Ólaf
Háuk Símonarson
hjá Sjónleikarafé-
lagi Klakksvíkur í lok nóvember sem gekk fyr-
ir fúllu húsi á hverjum degi ffam í miðjan des-
ember og milli jóla og nýárs. „Flott, flott, flott“
var fyrirsögnin á gagnrýninni um sýninguna í
blaðinu Sosialurin. Þykir Sögu hafa tekist ein-
staklega vel að þjálfa nýliða og blanda saman
reyndum og óreyndum leikurum í hugmynda-
ríkri og fallegri sýningu.
Leikritið fékk ekki síðri dóma en uppsetning-
in. „...það segir margt, maður fær allt í einum
pakka, þrek, tár, gleði og ffábæra skemmtun."
Þeir sem era á leið til Færeyja ættu að
skrifa hjá sér að í byrjun febrúar leggja
Klakksvíkingar land undir fót og sýna verkið í
Norðurlandahúsinu í Þórshöfn.
Jogvan Hansen í hlut-
verki Davíðs i Þreki og
tárum.
Myrkir músíkdagar hafnir
Á laugardaginn hófust Myrkir músíkdagar
með tónleikum færeyska kammerhópsins
Aldubáran. í kvöld kl. 20.30 verða tónleikar
númer tvö í Salnum i Kópavogi. Þar leika Sig-
rún Eðvaldsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson
tónverk eftir sex núlifandi islensk tónskáld,
Mist Þorkelsdóttur (Cesiliana), Þórð Magnús-
son (Trois Pieces, frumflutningur), Finn Torfa
Stefánsson (Þættir, frumflutningur), Atla
Heimi Sveinsson (THOR: 1985-08-12), Kjartan
Ólafsson (Mónetta, ffumflutningur á íslandi)
og Þorkel Sigurbjömsson (G-svíta).
Yfir sextíu íslensk verk veröa flutt
á Myrkum músikdögum, þar af er
rúmur þriðjungur frumfluttur, og
flyfiendur verða á annað hundrað á tólf
tónleikum. í ár era liðin hundrað ár ffá
fæðingu Jóns Leifs og Myrkir músík-
dagar heiðra hann sérstaklega. Til
dæmis flyfia Finnur Bjamason og
Öm Magnússon sönglög eftir Jón
Leifs í Salnum á miðvikudagskvöldið
20.30 og Sinfóníuhljómsveit íslands
frumflytur „Tilbrigði við stef eftir Beet-
hoven“ eftir hann á fimmtudagskvöldið í
Háskólabíói. í þvi sérstæða verki mætast tvö
stórmenni í tónlistinni.
Annað kvöld kl. 20.30 verða gítartónleikar
Amalds Amarsonar í Salnum þar sem meðal
annars verða ffumflutt „Þijú stykki" eftir
John A. Speight.
Jóhannes Kjarval: Sjón er sögu ríkari. 1948.
Þrjár sýningar voru opn-
aðar á Kjarvalsstöðum á
laugardaginn, sýning
norsku listakonunnar Britt
Smelvær, „Stillur",
„Blámi“ Einars Garíbalda
og glæsileg sýning á verk-
um Kjarvals sem nefnist
„Af trönum meistarans
1946-1972“. Þessi Kjarvals-
sýning er sú þriðja og síð-
asta í sýningaröð sem Krist-
ín Guðnadóttir hefur um-
sjón með og hefur hver um
sig fiallað um afmarkað
tímabil í ævi listamannsins.
Það er álíka verkefni fyr-
ir myndlistarrýni að skrifa
um Kjarval og bókmennta-
ffæðing að „gagnrýna"
Njálu. Kjarval er horn-
steinn íslenskrar myndlist-
ar og í ýmsum skilningi
líka fyrsta skóflustungan og því eru verk
hans nánast hafin yfir gagnrýni. Það er hægt
að gera athugasemdir við val og uppheng-
ingu myndanna og það samhengi sem þannig
er búið til af öðrum en flestum ber held ég
saman um að efniviðurinn sé góður.
Þegar Kjarvalssýningar eru settar upp er
áherslan gjaman lögð á fiölbreytni meistar-
ans í vinnubrögðum með því að blanda sam-
an málverkum frá ýmsum tímabilum, teikn-
ingum og skissum og sýna þannig listamann-
inn frá sem flestum sjónarhornum. Hér virð-
ist mér valið hins vegar fremur miða að því
að búa til heildstæða sýningu sem er gott. Til
dæmis eru í suðurenda salarins myndir með
sterk sameiginleg einkenni - landslagsmynd-
ir þar sem athyglinni er beint að einstökum
steinum svo þær fá kúbískt yfirbragð og
leysast jafnvel upp í nær hreina abstraksjón.
Það er áhrifaríkt að standa frammi fyrir
þeim svo mörgum, salurinn iðar bókstaflega
af hreyfingu.
Kjarval er afskaplega íslenskur málari.
Hann lærði af útlendum meisturum en fann
sitt eigið sjónarhorn á íslenska náttúru og
þjóð. Hann var hugfanginn af hinu
hrjóstraga, kaldranalega og úfna og fléttaði
snilldarlega saman náttúru og yfimáttúruleg-
Myndlist
Áslaug Thorlacius
um fyrirbærum. Hann var ekki bundinn við
aðferð eða stefnu en notaði þau stílbrögð sem
hentuðu í hvert sinn. Stefnuleysið var ekki
markmið í sjálfu sér en það veitti honum full-
komið frelsi til að tjá sig. Það er þessi óhefta
og volduga tjáning sem er algjörlega sígild og
því geri ég ráð fyrir að verk Kjarvals verði
alltaf „nútíma-
leg“. Þau munu
halda áfram að
höfða til fólks
hvað sem tím-
anum líður.
Krafturinn og
frelsið birtist
vel í myndun-
um af Esjunni í vor-
leysingu og Sigurði
bónda í Görðum svo
einhverjar séu nefndar.
Myndin „Sjón er
sögu ríkari" í eigu
danska Þjóðþingsins
vekur athygli en hún
hefur ekki komið heim í
hálfa öld. Þetta er stórt
og glæsilegt málverk og
ku þykja með bestu
landslagsmyndum Kjar-
vals. Það er vel þess
virði að gera sér ferð á sýninguna til að sjá
hana, en sjálfri þykir mér „Esjan í vorleys-
ingu“ langfallegasta myndin á sýningunni.
Hún er algjörlega mögnuð. Ég held reyndar
að hún sé líka sjaldséð en man eftir annarri
málaðri frá sama sjónarhorni sem lika er
stórkostleg.
Kjarval mótaði ekki aðeins náttúrusýn okk-
ar íslendinga, hann bjó jafnframt til lista-
mannsímynd sem féfl í kramið hjá þjóðinni.
Ef til vill þess vegna hefur hann verið svo
ósnertanlegur í hugum okkar. Ég held að
Kjarvalskomplexinn hafi lengi vel íþyngt ís-
lenskmn listcimönnum eins og algengt er með
stóra meistara. En hann truflar ekki svo mik-
ið lengur. Sýning Einars Garíbalda „Blámi"
fiallar að mínu mati einmitt dálítið um hvað
það er gott að hafa öðlast fiarlægð á Kjarval.
Af trönum meistarans stendur til 24. maí.
Opið daglega kl. 10-18.
Með listina í æðunum