Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1999 15 Meinlegt misræmi Fyrir nokkru bárust þær fregnir, ekki með öllu óvæntar, að upp- víst hefði orðið um fjármálaóreiðu sem skipti tugmilljónum króna hjá Pósti og síma á árunum 1992-1996, meðan fyrir- tækið var rikisrekið og heyrði beint undir samgönguráðherra. Um var að ræða ferða- kostnað og risnu sem engin skynsamleg skýring fékk réttlætt. Enn hrikalegri voru fréttimar af sukkinu og óráðsíunni hjá Flug- málastjóm á sömu ámm, ferða- og risnu- kostnaður svo stjam- fræðilegur að maður átti erfitt með að trúa eigin eyrum. Fréttim- ar heyrði ég í Ríkisútvarpinu, en fann hvorki leiðara né fréttapistla um málið í dagblöðum sem ég sá, og kann að hafa verið mín sök. Allavega hefur verið undarlega hljótt um bæði þessi mál. Skömmu síðar fengu landsmenn þær gleðifréttir að Finnur Ingólfs- son viðskiptaráðherra hefði haft forgöngu um starfslokasamninga við sex bankastjóra ríkisbank- anna, Landsbanka og Búnaðar- banka, sem skuldbatt almenna skattgreiðendur til að standa þeim skil á 500 milljónum króna, að meðaltali rúmum 83 milljónum á mann! Vantaði aukafjárveitingu Þetta er rifjað upp að gefnu til- efni, þvi nokkru áðuren almenn- ingur frétti af fyrrgreindri ráðstöf- un opinberra fjármuna, urðu þau tíðindi að umþaðbil 2000 stúdentar voru sviptir lestraraðstöðu í húsa- kynnum Háskóla fslands vegna tölvuvæðingar og annarrar hag- ræðingar. Þeir voru nánast settir útá Guð og gaddinn. Á næsta leiti stóð hinsvegar nýreist og há- timbruð Þjóðarbókhlaða með lestr- araðstöðu i glæstum salarkynnum sem hæglega rúmuöu námfúsa stúdentana. En bókhlaðan var hvorki opin á kvöldin né um helg- ar. Háskólayfirvöld vildu eðlilega gera samkomulag við forráða- menn Þjóðarbókhlöðu um betri nýtingu húsnæðis- ins á kvöldin og um helgar, sem var auð- sótt mál, nema hængurinn var sá, aö opinber fjárveit- ing var af svo skorn- um skammti, að ekki var hægt að verða við tilmælum háskólamanna nema með aukafjárveit- ingu sem nam ein- um 14 milljónum króna. Þar stóð hnífurinn i kúnni frammundir áramót, þegar gert var samkomulag um nauðsynlega fjár- veitingu, þannig að stúdentar fá um- beðna aðstöðu á nýbyrjuðu ári. Á haustmisseri máttu þeir hinsvegar éta það sem úti frýs. Innantóm orð? Á hátíðis- og tyllidögum halda landsfeðurnir gjama hástemmdar skálarræður um nauðsyn aukinn- ar og betri menntunar; um mannauðinn sem efla beri og ávaxta með fjölbreytilegri upp- fræðslu til að tryggja framtíð þjóö- arinnar; um upplýsingasamfélagið sem þróist með flughraða og krefji hvern einstakling um látlausa endurmenntun, vilji hann halda velli og valda hlutverki sínu í ný- heimi næstu aldar. Allt eru þetta falleg orð og þarf- ar áminningar, en stundum grípur mann sú óþægilega tilfinning, að staðfest sé óbrúandi djúp milli orða og athafna. Sé það rétt sem skáldið sagði, að vilji sé allt sem þarf, þá má gera því skóna að hug- ur fylgi fráleitt máli þegar ráða- menn þjóðarinnar stíga á stokk og strengja þess heit að stuðla að menntum, mannviti og manndáð í landinu. Eða hvemig ber að túlka þá furðusögu, að einar litlar 14 millj- ónir króna skyldu ekki þegarístað vera tagltækar til að ráða bót á verulegum vand- kvæðum 2000 bókfúsra náms- manna, á sama tíma og 500 millj- ónir króna af al- mannafé vom með nokkmm pennastrikum af- hentar sex vell- auðugum embættismönmun sem ýmist hverfa að öðrum hálauna- störfum eða setjast í helgan stein með mánaðarleg eftirlaun sem nema margföldum árslaunum þeirra sem raunverulega skapa verðmætin í landinu? Sigurður A. Magnússon „Á næsta leiti stóð hinsvegar nýreist og hátimbruð Þjóðarbókhlaða með lestraraðstöðu í glæstum salarkynn- um sem hæglega rúmuðu námfúsa stúdentana." Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Sé það rétt sem skáldið sagði, að vilji sé allt sem þarf, þá má gera því skóna að hugur fylgi frá■ leitt máli þegar ráðamenn þjóðar• innar stíga á stokk og strengja þess heit að stuðla að menntum, mannviti og manndáð í landinu „Dómsdagur" íslendinga Það hefur löngum þótt lítil- mannlegt að svívirða látið fólk. - Ég er feginn að margir góðir menn telja sýningu sjónvarpsleikritsins Dómsdags á jólunum vera einstakt og einangrað hneyksli og æru- meiðcmdi gagnvart einstaklingum sem geta ekki borið hönd fýrir höf- uð sér þar sem þeir eru látnir. Ég óska þess að það fólk sem gagnrýnt hefur verkið fái góðar undirtektir. - Einar Benediktsson sendiherra, sonar- sonur Einars skálds, og Davíð Scheving Thor- steinsson forstjóri hafa báðir skriflega farið fram á leið- réttingu og opin- bera afsökunar- beiðni þeirra sem stóðu að þessu. Það er afar eðlileg og tímabær beiðni. Annað áhyggjuefni Ég hef persónulega ekki síður áhyggjur af því sem mér finnst vera hneigð of margra einstak- linga til þjóðníðs. Þjóðníð sem þeim leyfist síðan að spúa yfir al- þjóð i fjölmiölum. Ég nefni aðeins í þessu sambandi margþátta sjón- varpsefni fyrir fáeinum árum þar sem svívirðilega var vísvitandi logið upp á íslendinga fyrr og sið- ar og söguleg atriði útfærð til að níða íslensku þjóðina á allan hátt. Höfundur endaði síðan sora sinn meö því að lýsa yfir að hans heitasta ósk væri að hann hefði verið fæddur Grænlendingur í stað þess að vera íslendingur. - Sem ætti að lýsa innræti manns- ins sem var „óþekktur blaðamað- ur“ og að mínu mati engan veginn fær um að fara með slíkt efhi. Margar hendur eru á plógnum Það sem um er að ræða er þó ekki bundið aðeins einum og ein- „Einar Benediktsson sendiherra, sonarsonur Einars skálds, og Dav- íð Scheving Thorsteinsson for- stjóri hafa báðir skriflega farið fram á leiðréttingu og opinbera afsökunarbeiðni þeirra sem stóðu að þessu. - Það er afar eðlileg og tímabær beiðni.“ um einstaklingi því það þarf aö fjárfesta mikið i slík verkefni. Leikarar þurfa að fást til að leika í þessu, að- stöðu þarf til aö vinna þetta og fjölmiðlar þurfa að fást til að flytja efnið, jafnvel við ærinn kostnað. Sví- virðing ofan á svívirð- ingu er síðan sú að al- menningur er látinn borga brúsann með skattpeningum sín- um. Hér eru aðeins nefnd tvö atriði af miklum fjölda sem fjölmiðlar hafa borið á borð fyrir almenning. “ Að visu kemur þetta oftast fram í greinum ein- staklinga og er því kannski að vissu leyti einstaklingsbundið en engu að síður er of grunnt á þess- ari þjóðníðingslund hjá of mörg- um til að hægt sé að virða vanda- málið að vettugi. Látum af níðinu Það má vera að ekki sé um skipulagt „samsæri" að ræða gegn æru íslensku þjóðarinnar en ég er sannfærður um að það sé íslend- Kjallarinn ingum vert að vera á varðbergi gegn hin- um umrædda þjóðarósóma. Sem gagnráðstöf- un gegn þjóðníðinu og ærumeiðingu lát- ins fólks þá legg ég til að langvarandi átaki sé komið á fót í skólum og fjölmiðl- um landsmanna til að upphefja kosti þeirra íslendinga sem fyrr og síðar hafa verið í háveg- um hafðir í stað þess að draga sífellt fram allt það nei- kvæða þótt viðkom- andi hafi sannan- lega tengst sliku á sínum æviferli. Við eigum að einbeita okkur að því að efla og rækta það sem er best og göfugast í fari íslensku þjóðarinnar. Ekki standa í land- lægum sora sem er svo nærtækur hjá sumum misheppnuðum ein- staklingum sem virðast þrífast á níði sínu. Gleymum heldur ekki að minnast fegurðar og hinna miklu kosta okkar ástkæra fóður- lands, íslands. Helgi Geirsson Helgi Geirsson framkvæmdastjóri Með og á móti Munu menningarhús koma landsbyggðinni til bjargar? Tómas Ingi Olrlch alþingismaöur. Mikilvægt framlag „Menningarmiðstöðvar munu að vísu ekki „bjarga landsbyggð- inni“ en þær koma til með að vera mikilvægt framlag til byggða mála. Það hefur verið sýnt fram á að menningar- mál og afþrey- ing eru hluti af þeirri þjónustu sem fólk metur mjög mikils þegar það velur sér búsetu. Mikil menn- ingarstarfsemi á sér stað um allt land og er full ástæða til að hlúa að henni, Miðstöðvar, eins og þær sem hér er verið að ræða um, munu styrkja þessa starfsemi mjög veru- lega og ýta undir menningarstarf- semi hver á sínu svæði. Menningarmiðstöðvarnar munu hafa mikil áhrif á aðra starfsemi, ekki síst á menntastofn- anir, Þær munu því stuðla að því að bæta umhverfi mennta- og menningarlífs á landsbyggöinni. Það er hins vegar rétt að skoða einnig hvémig er hægt að ýta undir ráðstefnuhald á landsbyggð- inni, ekki síður en í Reykjavík. Landsbyggðin hefur ekki þróast sambærilega og höfuðborgarsvæð- ið að því er þetta varðar. Því þarf að skoða sérstaklega hvort menn- ingarmiðstöðvar gætu gegnt hlut- verki i því tilliti." Stýring á menningu ofan frá „Ég hef ekki sannfæringu fyrir því að þetta muni laga stöðu landsbyggðarinnar. Þetta er stýr- ing á menningu ofan frá þar sem merm ætla sér að þvinga fram ein- hverja menn- ingu. Nú er það þannig að menning er eitt- hvað sem sprettur af sjálfu sér eða ætti að gera það. Fólk úti á landsbyggðinni hefur víðast hvar haft mjög líflegt félagslíf og oft og tíðum líf- legra en í Reykjavík, sérstaklega á veiurna, þrátt fyrir skort á slikum menningarmiöstöðvum. Ég held að svona stýring ofan frá gefi ekki nægilega góða raun. Það væri mikiö betra að hvetja menn með öðrum hætti til dáða þannig að frumkvæði einstak- lingsins væri virkjað en ekki frumkvaeði opinberra aðila. Svo má líka líta til þess að þeg- ar verkéfnið fer í gang eykur það störf í menntamálaráðuneytinu í Reykjavík. Þar þarf hugsanlega aö bæta við manni og öðrum. Svo fara arkitektar að hanna og verk- takar að bjóða í, líklegast frá Reykjavík. Dæmin sýna að vöxtur ríkisins verður yfirleitt í Reykja- vík og því ætti landsbyggðar- stefna að miða að minni ríkisum- svifum en ekki aukningu þeirra eins og hér er stefnt að.“ -SJ Pótur Blöndal al- þingísmaður. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.