Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1999 Útlönd Stuttar fréttir r>v Ecevit við stjórnvölinn Forseti Tyrklands, Suleyman Demirel, samþykkti í gær stjórn- armyndun Bulents Ecevits sem er leiðtogi lítils vinstriflokks. Þrír óháðir þingmenn eru í stjórn Ecevits sem einnig nýtur stuðnings tveggja hægri flokka. Samtimis sem sex vikna stjórnarkreppu er nú lokið hefst baráttan fyrir kosningar sem haldnar verða 18. apríi. Ecevit varaði á sunnudaginn tyrknesku þjóðina við að kjósa íslamska Dyggðarflokkinn sem er stærsti og best skipulagði flokkur Tyrk- lands. Búist er við að múslímum gangi vel í kosningunum þrátt fyrir að herinn hafi þvingað þá til að fara frá völdum fyrir 18 mánuöum. Músiímar sigruðu i kosningunum 1995. Óttast kjarn- orkuárás DV, Ósló: Bandaríkjastjóm hefur beðið Norðmenn að gæta þess sérstak- lega vel að Rússum berist boð um að stórri eldflaug verði skot- iö upp frá Andeyju í Norður-Nor- egi síðar í mánuöinum. Þegar sams konar flaug var skotið upp frá Andeyju fyrir rétt- um fjórum árum mátti litlu muna að kjarnorkustríð hlytist af því landvamamenn Rússa á Kólaskaga vissu ekkert um skot- ið og héldu að árás væri yfirvof- andi. Þeir ætluðu því að svara í sömu mynt og gera eldflaugaárás á Bandaríkin. Norðmenn létu vita um skotið meö góöum fyrirvara, ef til vill of góðum, því þegar að skotinu kom vora boðin annaðhvort týnd eða þau höfðu aldrei komist til réttra aöila. Nú óttast menn aö sagan endurtaki sig. Með flauginni, sem er í eigu bandarísku geimferðastofmmar- innar NASA, er ætlunin að kanna ástand lofthjúpsins yfir norðurhveli jarðar. -GK Kreppan í framkvæmdastjórn ESB versnar: Ný tillaga um vantraust Pólitískur þrýstingur gegn fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, ESB, jókst i gærkvöld með nýrri tiflögu um vantraustsyfirlýs- ingu. Að baki tillögunni standa 69 þingmenn úr ýmsum flokkum. Þingmennimir saka jafnaðarmenn um pólitískan skollaleik i kringum vantrauststiflöguna sem ákveðin var í desember síðastliðnum og greiöa á atkvæði um á fimmtudag- inn. Jafnaðarmenn lögðu fram tillög- una í þeirri trú að hún yröi ekki samþykkt. Þeir era hins vegar andvígir þeirri tillögu að einstakir framkvæmdastjórar verði látnir taka pokann sinn. Framkvæmda- stjóramir Edith Cresson frá Frakklandi og Manuel Marin frá Spáni eru af mörgum taldir viðriðnir svo mikla spillingu að Jacques Santer. Símamynd Reuter þeir verði að bera ábyrgð á gerðum sínum. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jacques Santer, segir að ekki eigi að benda á einhveija sérstaka söku- dólga í eigin röðum. Hann hélt í gær vamarræðu og lagði áherslu á að stækkun ESB og framtíðaráætlanir myndu dragast á langinn neyddist framkvæmdastjómin til að fara frá. Santer samþykkti tiflögu Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, um myndun sérstakrar eftirlitsnefndar. Henni er ætlað að rannsaka hvort framkvæmdastjóm ESB stendur við loforð sín um aukið innra eftirlit. Margir Evrópuþingmenn telja að þetta sé ekki nóg og kröfðust í gær víðtækari aðgerða £if hálfu framkvæmdastjórnarinnar gegn spillingu. ' _____________________________ Elissa Fletcher situr undir stýri sólarorkubíls liðs háskólans í Nýja Suöur-Wales í Ástralíu, meö hafnarbrúna í Sydn- ey í bakgrunninum. Fletcher og félögum hennar tókst ekki aö slá hraöamet í sólarbílaakstri milli Perth og Sydney. Liöiö var 36 klukkustundum lengur en metiö sem var sett 1994. Ástæöan var meöal annars mikiö skýjafar. Bíllinn komst þó upp í allt aö 120 kílómetra hraöa á klukkustund á leiöinni. Grænland og Færeyjar fá að ráða meiru Clinton Bandaríkjaforseti vísar ákærum á bug: Klámkóngur flettir ofan af hræsni Poul Nymp Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, lof- aöi á fundi í Nuuk á Grænlandi um helgina að Færeyingar og Grænlendingar fengju aukna sjálfstjórn í utanríkismálum. Rasmussen átti fund í Nuuk með Anfinn Kallsberg, lögmanni Færeyja, og Jonathan Motzfeldt, formanni heimastjómar Græn- lands. Á fundinum lagði Motzfeldt fram greinargerö um kröfur Færeyingar um aukna sjálf- stjóm í utanríkismálum. Danski forsætisráðherrann lofaði að kröfurnar yrðu skoðaðar vand- lega. Samtímis lagði forsætis- ráðherrann áherslu á að Græn- land fengi að vera í beinum sam- skiptum við önnur lönd þegar samið væri um hagsmuni lands- ins. Það sama ætti einnig við um Færeyjar. Bandaríski klámritaútgefandinn Larry Flynt sagði í gær að rannsókn sín á hræsni bandarískra stjóm- málamanna hefði leitt í ljós að repúblikaninn Bob Barr, einhver helsti ijandmaður Bills Clintons for- seta, hefði átt í ástarsambandi við konu á meðan hann var enn giftur. Þá hefði þingmaðurinn einnig greitt fyrir fóstureyðingu fyrrum eigin- konu sinnar. Á fundi með fréttamönnum í höf- uðstöðvum útgáfufyrirtækis síns í Los Angeles sagði Flynt að Barr, sem er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga, hefði greitt fyrir fóstureyðingu annarrar eiginkonu sinnar á árinu 1983. Þau voru þá enn gift. Barr situr í dómsmálanefnd full- trúadeildar Bandaríkjaþings sem samþykkti að ákæra Clinton til embættismissis vegna Lewinsky- málsins. Barr gaf blaðamönnum Clinton Bandaríkjaforseti hélt Menem Argentínuforseta veislu í Hvíta húsinu í gærkvöld og dansaöi tangó við argentínska ráöherrafrú. ekki færi á sér til aö svara ásökun- um Flynts. Clinton vísaði í gær formlega á bug ákærunum á hendur sér um að hann hafi framið meinsæri og reynt að hinra framgang réttvísinnar þegar hann reyndi að leyna sambandi sínu við lærlinginn Monicu Lewinsky. Málflutningur hefst á fimmtudag. Clinton sagði að vísa ætti ásökun- unum frá þar sem þær uppfylltu ekki þau skilyrði sem stjómarskrá- in setur fyrir brottvikningu forset- ans úr embætti. Hvíta húsið lagði þó ekki fram formlega kröfu um að málinu yrði visað frá. Skoðanakönnun ABC-sjónv£irps- stöðvarinnar og Washington Post sýnir að Clinton nýtur enn mikils stuðnings meðal þjóðarinnar. Sex- tíu og fimm prósent aðspurðra sögð- ust ekki vilja að Clinton yrði vikið úr embætti en 57 prósent vflja að öldungadeildin ávíti hann. Reknir burt Friðargæslusveitir Vestur-Afr- íkuríkja sögðust í gær vera að reka uppreisnarmenn burt frá Freetown, höfuðborg Sierra Leo- ne. Gæsluliðar höfðu einnig náð forsetahöllinni aftur á sitt vald. írökum refsað áfram William Cohen, landvamaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að írakar fengju aö finna fyrir refsivendi Bandaríkjanna ef þeir héldu áfram að virða flugbannssvæð- in yfir norður- og suðurhluta íraks að vettugi. Bandarískar vél- ar skutu flugskeytum að íröskum skotpöllum í gær. Egyptar láta í sér heyra Amr Moussa, utanríkisráð- herra Egyptalands, hvatti ísraela í gær til að viðurkenna sjálfstætt palestínskt ríki sem kórónuna á friðarferlinu fyrir botni Miðjarð- arhafsins. Blaðamaður drepinn Yfirmaður albönsku upplýsinga- miðstöðvarinnar í Kosovo var skotinn til bana í héraðshöfuð- borginni Pristina í gær. Ekki er vitað hverjir stóðu að tilræðinu. Norður-Kóerumenn hóta Stjómvöld í Norður-Kóreu hót- uðu í morgun að falla frá samkomu- lagi sem þau hafa gert við Banda- ríkin um kjamorkumál. Banda- ríkjamenn era sakaðir um að tefja fyrir gildistöku lykilákvæðis. Grænland á að spara Ráðhema efnahagsmála í græn- lensku heimastjórninni er sam- mála ráðgjafarnefnd danska for- sætisráðherrans um að rekstrar- útgjöld á Grænlandi séu of há. Bókaflóð Flóðs bóka um Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, er að vænta á næst- unni. Meðal þeirra sem ætla að rita ævisögu forsetafrúarinn- ar er Waterga- teblaðamaður- inn Carl Bem- stein. Hann kveðst ætla að vanda sig vel og hefur ekki ákveðið útgáfudag. Eitt er þó næsta víst, bókin verð- ur varla yfir 500 síður. Bernstein telur að fólk lesi ekki svo langar bækur. Verður að skipta um trú Kirkjuyfirvöld í Borás í Svíþjóð vfldu ekki veita múslímanum Mullazai frá íran um ræstingar- starf í kirkju í borginni nema hann skipti um trú. Bandaríkin vongóð Bandarísk yfirvöld kváðust í gær enn vongóð um að yfirvöld á Kúbu tækju boðinu um meiri samskipti þrátt fyrir kuldaleg svör í byrjun. Vill samsteypustjórn Forsætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, kvaðst í gær vilja ná samkomulagi við Frjálslynda- flokkinn, sem er í stjórnarand- stöðu, um myndun samsteypu- stjómar og uppstokkun á þingi. Stefnir á Hvíta húsið George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, hitti nýlega hóp auðugra repúblikana. Á fundinum var rætt hvernig best væri að haga barátt- unni fyrir for- setakosningarn- ar árið 2000. Að sögn heimildar- manna sagöi einn fundarmanna augljóst að Bush hungraði eftir forsetaembættinu. Sjálfúr kveðst hann ekki ætla að ákveða sig fyrr en í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.