Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 Spurningin Hve há laun þarf 5 manna fjölskylda að hafa til að lifa sæmilegu lífi? Sigrlður Þorvaldsdóttir húsmóð- ir: 300.000 krónur. Stefán Jessen nemi: 200.000 krón- ur. Hlynur Ólafsson nemi: Um 300.000 krónur. Héðinn Þórðarson nemi: Um 250.000 krónur. Þorgerður Frostadóttir, 14 ára: 300.000 krónur. Guðný Thorlasíus, 14 ára: 300.000 krónur. Lesendur Kántríþorp á Skagaströnd Hallbirni Hjartarsyni fagnað í nýjum Kántrýbæ á Skagaströnd. - Hinn eina sanna kántríanda getur enginn tekið frá okkur, segir Hallbjörn m.a. í bréfi sínu. Hallbjöm Hjartarson skrifar: Nú, þegar gamla árið er liðið og nýtt ár hafið og nýjar hugmyndir farnar að vakna í kolli mér, vil ég þakka ykkur öllum sem veittu mér stuðning á liðna árinu viö uppbygg- ingu Kántrýbæjar og óska ykkur gleðilegs árs. Nýr Kántrýbær var draumur sem ég gerði aldrei ráð fyrir að gæti ræst, þótt ég gerðist svo hugdjarfur að reyna að hrinda honum í framkvæmd. í dag hefur Kántrýbær starfað í fimm og hálft ár. Margir furða sig á því hvemig það fyrirtæki hefur get- að starfað svo lengi án tekjuöflunar. Uppskriftina ætla ég ekki að láta mér detta í hug að gefa neinum, en undirstöðublandan er auðvitað fómfýsi allra sem að þessu verkefni koma. Fyrir síðustu áramót var ætl- unin að helja útsendingar í Skaga- fjörðinn, því þess hefur verið óskað af Skagfirðingum, en af því hefur ekki getað orðiö sökum þess að fé- lag mitt, STEF, hefur ekki sam- þykkt viökomandi beiðni mína. Það sem skyggir hins vegar á gleði okkar Skagstrendinga í dag er fólksfækkunin sem hér er að verða. Fólki fækkaði hér á sl. ári meira en við megum við og nú á vordögum eru 4-5 fjölskyldur sem eru að hug- leiða flutning héðan. Ráðamenn mega ekki horfa að- gerðalausir á að fólk flytji héðan. Það er krafa okkar Skagstrendinga að þeir leggi sig í líma við að finna lausn á þessu vandamáli og snúa þró- uninnni við. Þar má ekkeft til spara. Og þá kem ég að kjarna míns máls á nýju ári. - Ég vil geta þess að ég hef mikinn áhuga á að koma hér upp á Skagaströnd litlu kántríþorpi, innan vissra stærðarmarka. Þar á m.a. að vera þjónusta við ferðafólk. Þetta á að samanstanda af 4 smá- húsum, bjálkahúsum. sem geti hýst þetta 2, 3, 4 og 6 manns. Ég hef reifað þetta við hrepps- nefndina hér og þessu þorpi vil ég koma upp á Hólanesinu, sem við köllum, því þessa kántrimynd verð- ur að skapa og hafa sem sterkasta á einum stað. Verði farið að drita þessu niður fjarri Kántrýbæ og þeim anda og stíl sem Kántrýbær- inn geislar út frá sér missum við hina sterku kántríímynd, sem byggja þarf upp í kringum þetta allt. Á svæðinu yrði svo komið fyrir lít- illi tjöm með fuglalífi, 2-3 metra háum trjám og jafnframt runnum. Þarna yrði ræktaður hinn eini sanni kántríandi sem við Skag- strendingar erum frumkvöðlar að hér á landi. Hann getur enginn tek- ið frá okkur. Ófrægingarherferð Sjónvarpsins gegn samfylkingunni Guðmundur Kristjánsson skrifar: Er ekki nóg komið af fréttum í Sjónvarpinu um vandræðagang sam- fylkingarflokkanna í Reykjavík? Halda mætti að fréttastofa Sjón- varpsins væri meö einhverja herferð gegn vinstri flokkunum. Heilu og hálfu fréttatímamir fjalla um próf- kjörserfiðleika og annan ófrið sem tengist sameiningunni. Með allri þessari umfjöllun Sjónvarpsins fær fólk á tilfinninguna aö samfylkingin sé fyrirfram dauðadæmd. Á sama tíma koma nær engar frétt- ir um prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í fréttatímum Sjónvarpsins. Þó mætti halda að það væri t.d. eitthvert fjör á Suðurlandi, þar sem bæði Eggert Haukdal og Þorsteinn Pálsson hverfa af sjónarsviðinu. Ýmsir fjölmiðlar hafa verið að segja frá fólki sem vill koma í þeirra stað. En í Sjónvarpinu sjást engar slíkar fréttir. Þar kemst ekkert að um prófkjör Sjálfstæðis- flokksins fyrir frásögnum af úlfúð- inni í samfylkingunni. Rétt væri að fréttastofa Sjón- varpsins léti af þessum ljóta leik. Óþarfi er að hlífa Sjálfstæðisflokkn- um við réttmætri umfjöllun um prófkjör þar á bæ. Að vísu virðist 'prófkjörsslagur- inn hjá sjálfstæðismönnum hreinn barnaleikur miðað viö rýtingana sem vinstri menn reka í bakið hver á öðrum. - En kannski er blóðþorst- inn á fréttastofu Sjónvarpsins bú- inn að ræna fólk þar aúri skyn- semi? Alþingi hrekst undan þrýstingi Spurning er þá hvort Alþingi sé þess yfirleitt umkomið að fjalla um nokkurt það mál sem skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Jóhann Gunnarsson skrifar: Það fer ekki mörgum sögum af reisn Alþingis þessa stundina - eða réttara sagt misserin og jafnvel síð- ustu árin. Virðingin fyrir störfum þingsins fer minnkandi ár frá ári vegna þess að þar er ekki nógu rögg- samlega að verki staðið og þá helst hvað varðar einurð og sjálfstæði í afgreiðslu mála. Það er deginum ljósara að Alþingi hefur oftar en ekki hrakist undan þrýstingi stéttar- félaga og harðsviraðra þrýstihópa sem hafa fylgt sínum málum eftir á þann hátt sem virðist hafa dugað. Alþekktar eru göngur sjómanna á fund ráðherra til að kynna sín mál, einkum kjaramál, einnig starfs- stétta innan heilbrigðiskerfisins og fleiri. Síðan mæta þessir hópar á þingpalla til að sýna sig undir um- ræðum þegar kemur að því að utan- dagskrárumræður hefjast um við- komandi mál eða þegar lokaum- ræða hefst um mál þessara stétta. Hvort tveggja þykir áhrifaríkt til framgangs og þrýstings á „rétta“ af- greiðslu i þingsölum. Ekki er vafi á að þessi andi svíf- ur yfir vötnunum í yfirstandandi umræðum í sjávarútvegsnefnd um aflaheimildir til handa dagróðrabát- um og um breytingar á kvótalögum. Breytingar eru gerðar í flaustri til að fullnægja einhvem veginn kröf- um smábátasjómanna sem svo sætta sig ekki við neins konar lausn þegar upp er staðið. Alþingi hefur ekki umboð almennra kjósenda til að hrekjast undan þrýstingi séhags- munahópa. DV Lögregluvarsla í skólana Anna hringdi: Mér sýnist ástandið í skólunum, a.m.k. hér á höfúðborgarsvæðinu, vera orðið það ískyggOegt, að þar megi alveg hafa lögregluvörslu í þeim flestum. Ekki bara í Hagaskóla. Og veitir nokkuð af? í fréttum segir frá lamstri, spörkum og pústrum nem- enda i kennara og auk þess hótunum gagnvart eigum kennaranna. Héðan verður vart aftur snúið með lögreglu- vörsluna, nema allt eigi að fara í bál og brand. Ég þekki þetta af eigin raun og þvi hringi ég í þennan dálk ykkar á DV. En það verður líka að taka til við uppbyggingu aga bæði á heimil- unum og í skólunum. Vonandi sjá ráðamenn hvert stefnir. Menningarhús í hvert kjördæmi? Þorgeir Jónsson skrifar: Ég átti bágt með að trúa mínum eigin eyrum og augum þegar ég heyrði og sá í sjónvarpsfréttum viðtal við Sóra ráðherra ríkisstjómarinnar, sem höfðu staðiö fyrir því sameigin- lega að láta reisa svoköUuð menning- arhús í sérhverju kjördæmi landsins í samvinnu við heimamenn. Ástæð- an: skýrsla sem sýndi að aðstaða til menningarstarfsemi og lista réði miklu um hvar fólk kjósi að búa! Og ennfremur að landsmenn geti þá ekki sagt að bara sé verið „að hlaða und- ir“ höfuðborgina verði byggt þar stórt tónleikahús!! - Ég á varla orð til að lýsa þessum vesælu sjónarmiðum ráðherranna. Halda þeir að dreifbýl- isbúar hangi i búsetu i sínu byggðar- lagi ef einhvers staðar í kjördæminu rísi „menningarhús"? Gerður þeir það eftir byggingu allra félagsheimil- anna með opinberu fé? Já, hvað með þau fuUkomnu hús með leiksviði og flestu tilheyrandi? Eru ekki lands- byggðamálin ekki komið út í hreint grín og glens með þessu síðasta út- spUi? Fagna samkeppni í utanlandsflugi Þorgrímur hringdi: Ég held að flestir hljóti að fagna þeirri samkeppni í utanlandsflugi sem íslandsflug hf. tUkynnir nú frá og með næsta vori. Þótt aðeins verði samkeppnin í flugi tU Kaupmanna- hafnar er það góð byrjun, en auðvitað vonast maður líka tU að þarna verði um alvöru samkeppni að ræða, ekki bara eins og þá sem SAS býður okkur - með sömu fargjöldum og hjá Flug- leiðum hf. Tvö flug í viku tU Kaup- mannahafnar er að vísu ekki mikU samkeppni við Flugleiðir sem munu fljúga 28 sinnum samkvæmt fréttum, auk SAS, en maður vonar bara það besta því við erum sannarlega í her- kví hárra fargjalda héðan tU útlanda. Ein fréttastofa Ríkisútvarpsins Alfreð hringdi: Ég er undrandi á þeirri hugmynd ráðamanna að hætta við að að sam- eina fréttastofu Mjóðvarps og sjón- varps Ríkisútvarpsins. Þetta hefði sparað mUda fjármuni ríkiskassans, enda var það ástæða hugmyndarinn- ar upphaflega. Aukin samvinna er allt annað en sameining fréttastof- anna, sem Mýtur aUtaf að hafa verið einhver hvort eð er. Sameining innan Ríkisútvarpsins á hverjum þeim lið- um sem mögulegt er ætti að vera stefna stjórnvalda. Ríkisútvarpið er bákn sem ekki á rétt á sér í dag, og þar á að miða að lokun ríkisrekstrar sem allra fýrst. Óhugnanleg forsíðumynd Aðalsteinn hringdi: Ég tel aö DV eigi ekki að eyðUeggja fyrir sjálfu sér með því að birta mynd á forsíðu blaðsins eins og þá sem birt- ist í dag (fóstud. 8. jan.). Myndin er óhugnaMeg, vægast sagt. Nóg heföi verið að birta myndina á innsíðu eins og líka er reyndin. Þetta er eitt af því sem fælir fólk frá tryggð við blað sem heimUisblað. - Ég bið ykkur að gæta að ykkur, þið DV-menn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.