Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 23 Jónatan Bow bíöur eftir keppnisleyfi með landsliðinu í körfubolta: Löglegur í vor? - skoraði 29 stig gegn Manchester í bresku A-deildinni Jónatan Bow, körfuknattleiks- maðurinn kunni sem gerðist ís- lenskur ríkisborgari fyrir nokkru, bíður þess að verða löglegur með landsliðinu. Hann á að fá keppnis- leyfi með því i sumar, en það gæti orðið strax í vor, og þá gæti hann spilað fyrir íslands hönd í úrslita- keppni um sæti í B-deild Evrópu- keppninnar í maí. „Körfuknattleikssamband ís- lands er að reyna að fá mig lögleg- an í tæka tið fyrir mótið og ég bið spenntur eftir því hvort það tak- ist,“ sagði Jónatan Bow við DV í gær. Hann hefur þegar spilað sex landsleiki fyrir ísland en vegna al- þjóðlegra reglna hefur hann ekki mátt taka þátt í opinberum mótum með landsliðinu. Skoraði 29 gegn toppliðinu Bow var í miklum ham á laugar- daginn þegar lið hans, Edinburgh Rocks, vann óvæntan sigur á efsta liði bresku A-deiIdarinnar, Manch- ester Giants, 95-87, í framlengdum leik. Hann skoraði 29 stig og tók 10 fráköst, og gerði mikilvæga 3ja stiga körfú i framlengingunni. Edinburgh tapaði 10 fyrstu leikj- um sínum á tímabilinu en hefur nú snúið blaðinu við og er komið í 10. sæti af 13 liðum í deildinni. „Við höfum unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum okkar og eigum allt í einu góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Liðið spilar mun betur nú en framan af vetri og útlit- ið er gott,“ sagði Jónatan Bow. -VS íþróttir Iþróttir Kylfingurinn Kristinn G. Bjarnason í atvinnumennsku: „Stefni á PGA“ - flytur til Bandaríkjanna á fimmtudaginn Kristinn G. Bjamason, kylflngur úr Golfklúbbi Reykja- víkur, hefur afsalað sér áhuga- mannaréttindum sínum og er á leið til Bandaríkjanna til æf- inga og keppni. Hann verður því ekki með á íslandsmótinu í sumar og er ekki gjaldgengur í íslenska landsliðið. Kristinn ætlar að reyna fyrir sér á atvinnumótum í Texas og nágrenni næstu mánuðina og stefnir að því að komast í keppni meðal þeirra bestu þeg- ar fram í sækir. „Ég var í fjögur ár í háskóla í Texas og æfði þá og keppti mikið á þessu svæði. Margir strák- anna sem voru með mér í skól- anum og á svip- uðu reki og ég í golfinu eru komnir inn á at- vinnumótin, og jafnvel inn á sjálfa PGA-móta- röðina, en lang- tíma markmiðið er að komast þangað eða i evrópsku móta- röðina," sagði Kristinn í sam- tali við DV í gær. Hann flytur til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína á fimmtu- daginn og fer strax að búa sig undir mótin sem fram und- an eru. „Ég stefni á Hooters- og Lone Star mótarað- irnar. Þar sem ég komst ekki í forkeppni fyrir þær sem fram fóru í desember, verð ég að fara í úrtökumót sem haldin eru nokkrum dögum fyrir aðalmót- in. Það þarf hins vegar ekki meira en eðlilega spilamennsku til að komast í gegnum þau. Síð- an vonast ég til að geta spilað í 2-4 mánuði og náð nógu góðum árangri til að sannfæra styrkt- araðila ytra um að ég sé væn- legur kostur til að veðja á,“ sagði Kristinn G. Bjamason. -VS Silfur Gunnar marka- hæstur Gunnar Andrés- son var marka- hæstur hjá Ami- citia með 5 mörk þegar liðið gerði jafntefli, 20-20, við Endingen í úrslita- keppninni um svissneska meist- aratitilinn í liand- bolta um helgina. Þetta var fyrsti leikurinn í úrslita- keppni átta efstu liðanna úr for- keppninni en Júlí- us Jónasson og fé- lagar I St.Otmar leika sinn fyrsta leik annað kvöld gegn Suhr. -VS Þór féll með sæmd Þorlákshafnarbúar fjölmenntu í Hafnarfjörðinn í gærkvöld og studdu dyggilega við bakið á sínum mönnum. DV-mynd Hilmar Þór Billy Dreher, Bandarfkjamaðurinn öflugi í liði Þorlákshafnar-Þórs, stekkur upp ásamt fé- laga sínum, Andrési Má Heiðarssyni. Haukamaðurinn Óskar Freyr Pétursson fer halloka í þessum slag. DV-mynd Hilmar Þór - tapaði fyrir Haukum, 114-100, í 8-liða úrslitum bikarsins Leikmenn Þórs úr Þorlákshöfn féllu með sæmd út úr bikarkeppni karla í körfuknattleik þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Haukum í hröðum og skemmtilegum leik í 8- liða úrslitunum í Hafnarfirði í gærkvöld. Lokatölur urðu 114-100. Haukar urðu að taka á öllu sínu til að leggja topplið 1. deildarinnar að velli. Þórsaramir, sem slógu nafna sína frá Akureyri út í 16-liða úrslitum, sýndu 150 frábærum stuðningsmönnum sínum að þeir voru mættir til að leggja allt í söl- umar. Þegar þeir höfðu náð mesta hrollinum úr sér náðu þeir forystu, 12-17. Þessi kröftuga mótspyma gerði það að verkum að Haukamir tóku sig saman í andlitinu. Með Brockingham í broddi fylkingar náðu þeir tökum á leiknum. Haukar leiddu í hálfleik, 62-50, og þessi munur hélst út nær allan leiktímann en Þórsarar náðu að minnka muninn niður í 10 stig þegar skammt var eftir. Heima- menn gátu ekki leyft sér að slaka á eitt augnablik enda barátta gest- anna til fyrirmyndar. „Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað en við hleyptum þeim of langt frá okkur í fyrri hálfleik. Við vorum þá að spila svæðisvöm. Hún hentar vel í 1. deildinni en ekki í úrvalsdeildinni og eftir að við breyttum vamarleiknum var þetta allt annað. Við höfum lagt tvö úrvalsdeildarlið á okkar heimavelli og ég er sannfærður um að við hefðum unnið Haukana í Þorlákshöfn. Ég held að við höfum sannað að við eigum heima i deild þeirra bestu og það hefur verið mjög góð reynsla að spila í bikarn- um,“ sagði baráttujaxlinn Bjarki Guðmundsson, leikmaður Þórs, við DV eftir leikinn. Bjarki átti góðan leik sem og Bandaríkjamaðurinn Billy Dreher, sem er afbragsgóð skytta, og þá er vert að geta frammistöðu Sigur- bjamar og Hcdlgríms. Þorlákshafn- arbúar geta verið stoltir af liði sínu sem sýndi og sannaði að það er engin tilvijun að það skuli tróna á toppi 1. deildar. Lið úr 1. deild sem skorar 100 stig á útivelli gegn úrvalsdeildarliði á heima meðal þeirra bestu. Brockingham fór fyrir Haukalið- inu og þá sérstaklega í fyrri hálf- leiknum þegar hann gerði 29 stig. Hann fékk sina 4. villu í upphafi siðari hálfleiksins og hafði því hægar um sig. Sigfús átti sinn besta leik á tímabilinu og sömu- leiðis Daníel og þá vora þeir Jón Amar og Bragi drjúgir á lokakafl- anum. Stig Hauka: Antoine Brockingham 40, Sigfús Gizurarson 21, Daníel Áma- son 16, Jón Amar Ingvarsson 16, Bragi Magnússon 13, Róbert Leifsson 3, Ingv- ar Guðjónsson 3, Óskar Pétursson 2. Stig Þórs: Billy Dreher 35, Bjarki Guðmundsson 22, Sigurbjöm Þórðarson 16, Hallgrímur Brynjólfsson 10, Óskar Þórðarson 8, Þórarinn Guðmundsson 7, Andrés Heiðarsson 2. Jóhannes vann í stórgóðum leik Jóhannes B. Jóhannesson sigraöi Brynjar Valdimarsson, 5-4, í stór- góðum úrslitaleik á fimmta stiga- móti vetrarins í snóker um helgina. Brynjar komst í 3-0 og 4-2, en Jó- hannes vann síðustu þrjá rammana með frábærri spilamennsku. Hann náði 125 í næstsíöasta rammanum sem er hæsta skor tímabilsins. Jóhannes er með sigrinum kom- inn í mjög góöa stöðu í stigakeppn- inni. Þar er Brynjar annar, Jóhann- es R. Jóhannesson þriðji og Bjami Jónsson fjórði. Jón Ingi Ægisson sigraði í 1. flokki og Óskar Kristinsson í 2. flokki. -VS Örn Sigurbergsson, Fjölni, til vinstri, og Sigursteinn Snorrason þjálfari með silfurverðlaunin sem Örn vann til í Finnlandi. DV-mynd Hilmar Þór Örn náði silfrinu - á NM í taekwondo í Finnlandi Á dögunum fór fram Norðurlandamótið í taekwondo í Turku í Finnlandi ísland átti þar fjóra keppendur; Björn Þorleifsson, Einar Carl Axelsson, Margréti Elínu Arnarsdóttur og Örn Sigurbergsson, öll úr Fjölni. Öm hlaut silfurverðlaun í stnum flokki, en hann keppti í fjaðurvigt unglinga. Hann vann sinn bardaga í undanúrslitum en meiddist á fæti í síðustu lotu og gat af þeim sökum ekki barist úrslitabardagann. Aðrir keppendur stóðu sig vel en komust ekki i úrslit. Fyrir hópnum fór Sigursteinn Snorrason landsliðsþjálfari ásamt Master Park sem fór sem ráðgafi hópsins. Master Park er yfírþjálfari Fjölnis og Ármanns og fór hann með til að fylgjast með gengi nemenda sinna. -SK [fj) ENGLAND Danska knattspyrnufélagið Brönd- by sagði frá því í gær að einn leik- maður úr þeirra röðum, Bo Hansen, væri á leiðinni til enska liðsins Bolton. Kaupverðið er talið nema rúmum 100 milljónum króna. Hansen er helsti markaskorari Bröndby og fer því í beina samkeppni við Arnar Gunnlaugsson um sæti í liði Bolton. Teddy Sheringham er sagður óá- nægður með stöðu sina hjá Manch- ester United. Hann hefur einungis verið sex sinnum i byrjunarliðinu á þessu tímabili. Um helgina var hann ekki einu sinni i leikmannahópnum. Wymmbe Wanderers, sem leikur í C-deildinni, rak knattspymustjórann Neil Smillie úr starfl í gær. Smillie var aðeins 11 mánuði í starfi en hann tók við af John Gregory þegar hann tók við Aston Villa. Terry Evans, sem áður lék fyrr lék með Wycombe, tekur tímabundið við liðinu. Hugo Porfirio portúgalski miðju- maðurinn sem lék 27 leiki með West Ham keppnistímabilið 1996-97 hefur verið til reynslu hjá Sheffleld Wed- nesday og liklegt er aö Danny Wil- son, stjóri Wednesday, vilji fá hann til liös við félagið en hann er á mála hjá Benfica. Matt Jansen, hinn 21 árs gamli framherji hjá Crystal Palace, er lík- lega á förum frá félaginu. Hann er ósáttur í herbúðum liðsins og Terry Venables, stjóri Palace, ákvað að tefla honum ekki fram í leiknum gegn Bolton i fyrradag. Ruud Gullit, stjóri Newcastie, er mjög spenntur fyrir því að kaupa Jansen og er reiðu- búinn að borga. Sebastian Perez, Frakkinn sem Blackburn keypti frá Bastia fyrir tímabiliö, vill fara aftur heim til Frakklands. Ástæðan er sú að dóttir hans þolir ekki kalt loftslagið i Norð- ur-Englandi og er stöðugt lasin. Við- brigðin eru skiijanlega mikil því Per- ez og fjölskylda bjuggu á Miðjarðar- hafseynni Korsíku þar sem Bastia hefur bækistöðvar sínar. Talið er lík- legast að Marseille kaupi hann frá Blackbum. Gustavo Poyet getur ekki leikið með Chelsea næstu þrjá mánuðina. Upp- skurður á hné hans á dögunum tókst vel en læknir hans krefst hægrar og öruggrar endurhæfingar. -JKS/GH/VS Veszprém á móti Barcelona Tvö af bestu handknatt- leiksliðum karla í Evrópu, Vesz- prém frá Ungverjalandi og Barcelona frá Spáni, mætast í 8- liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða um næstu mánaða- mót. Veszprém, með kjamann úr ungverska landsliðinu innan- borðs, varð að láta sér nægja annað sætið í sínum riðli meist- aradeildarinnar og fékk þvi þessa erfiðu mótherja. Þessi lið mætast: Veszprém (Ung.j-Barcelona (Spáni) Saporzhje (Úkr.)-Badel Zagreb (Kró.) Kiel (Þýsk.)-Portland (Spáni) Volgograd (Rúss.J-Celje (Slóveníu) -VS Golf: Glæsilegur sigur hjá Duval Bandaríski kylfingurinn David Duval sigraði með glæsibrag á opna Mercedes-mótinu í golfi sem lauk á Hawaii í fyrrinótt en þetta var fyrsta mótið á PGA-túmum á þessu tímabili. Duval sigraði með níu högga forskoti og margir vilja nú meina að hann sé besti kylfingur heims um þessar mundir. Aðrir eins yfirburðir á PGA- móti hafa ekki orðið í tvö ár eða síð- an Tiger Woods kom, sá og sigraði á bandaríska meistaramótinu með 12 högga mun. Þetta var 8. sigur Duvals á stórmóti í golfi og hann hafði 33 milljónir króna upp úr krafsinu. Duval hafði 5 högga forskot fyrir lokahringinn á landa sinn Fred Funk og hann kláraði mótið með stæl með því að leika síð- asta hringinn á 68 höggum. Funk náði sér ekki á strik og hrapaði í fjórða sætið en Mark O’Meara og Billy Mayfair deildu með sér 2. sætinu. O’Meara, sem var sigursæll á síð- asta ári, hrósaði Duval fyrir frammi- stöðuna. „Þessa stundina er hann hreint frábær en það er engin leið að spila fullkomið golf í hvert sinn. Golf- ið er ekki svo einfalt. Þetta er óstöð- ugur leikur hversu góður eða öraggur maður er. Golfið fer í hringi. í byrjun getur allt gengið upp og maður getur orðið mjög heitur. Það tekur sinn toll og þá geta menn farið að spila illa,“ sagði O’Meara. Þessir urðu í efstu sætum: David Duval, Bandaríkjunum .....266 Mark O’Meara, Bandaríkjunum.....275 BUly Mayfair, Bandaríkjunum.....275 Vijay Singh, Fiji ..............276 Justin Leonard, Bandaríkjunum .... 277 Tiger Woods, Bandaríkjunum .....277 Fred Funk, Bandarikjunum........277 Davis Love, Bandaríkjunum ......278 -GH Bland í noka Vm helgina voru haldin landsmót Skotiþróttasambandsins í þremur greinum. Með staðlaðri skammbyssu, 60 skot, sigraði Hannes Tómasson, SR, með 562 stig. í kvennaflokki sigr- aði Kristína Sigurðardóttir, ÍFL, meö 476 stig. í liðakeppni sigraði A- lið Skotfélags Reykjavíkur með 1598 stig. í loftskammbyssu, 60 skot, sigr- aði Jónas Hafsteinsson, SFK, með 656 stig. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, ÍFL, sigraöi í kvennaflokki með 446,9 stig. I liðakeppninni sigraði A-lið Skotfélags Reykjavikur með 1634 stig. Carl J. Eiriksson, SÍB, sigraði i 60 skotum með liggjandi riffli og hlaut alls 588 stig. Jesus Gil, forseti Atletico Madrid, sem hefur verið mjög umdeildur í gegnum tiðina, var lagður inn á sjúkrahús íMalaga í gær vegna of hás blóðþrýstings. Gil á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna fjársvikamáls. Danska knattspymuliðið FC Köben- havn gekk i gær frá kaupum á norska landsliðsmarkverðinum Thomas Gill frá þýska A-deildarliðinu Duis- burg. Gill er ekki ókunngur dönsku knattspymunni en hann var meistari með AaB árið 1994. Dregið verður til undanúrslita í bik- arkeppni karla- og kvenna í hand- knattleik á morgun, miövikudag. í karlaflokki verða Afturelding, FH, Fram og Grótta/KR í hattinum þegar dregið verður. í kvennaflokki hafa FH, Fram, Haukar og ÍBV tryggt sér þátttökurétt. Leikimir i undanúrslit- unum fara fram helgina 29.-31. janú- ar. Sjálfir úrslitaleikimir fara fram í Laugardalshöllinni 13. febrúar. Ekkert var leikið I grísku knatt- spymunni aðra helgina í röð vegna deilna knattspymusambandsins við íþróttasambandið þar í landi. Arnar Grétarsson og Kristófer Sigurgeirs- son vom þó á fullu í æfingaleikjum með sínum liðum. Kristófer spilaði sinn fyrsta heila leik með Aris Salon- iki, sem hann gekk til liðs við um áramót, og þótti standa sig ágætlega. Jón Örvar Arason hefur verið ráð- inn þjálfari 3. deildar liðs Reynis úr Sandgerði í knattspymu fyrir kom- andi tímabil. Jón Örvar, sem verður fertugur í ár, varði mark Reynis í 2. deildinni síðasta sumar en ekki er ákveðið hvort hann verður sjálfur i marki liösins. ítalska knattspymufélagið Roma keypti i gær Fabio Junior frá Cruz- eiro Belo Horisonte I Brasiliu fyrir einn milljarð króna. Fabio Junior hefur slegið i gegn með skori sfnu í Brasilíu og er lfkt við landa sinn Ronaldo hvað gæði varðar. Johan Cruyff frá Hollandi var I gær- kvöld útnefndur knattspymumaður aldarinnar í Evrópu i kjöri sem sam- tök knattspymusagnfræðinga og töl- fræðinga stóðu fyrir. Franz Becken- bauer frá Þýskalandi varð annar og Alfredo Di Stefano frá Spáni þriðji. Mikill fjöldi íþróttafréttamanna' og annarra sérfræðinga tók þátt í kjör- inu. Brasilíumaðurinn Pelé var val- inn bestur í Suður-Amerlku, Hugo Sanchez frá Mexíkó í Norður- og Mið-Ameríku, Bum-Kun Cha frá Suður-Kóreu í Asíu, George Weah frá Líberíu í Afríku og Wynton Rufer frá Nýja-Sjálandi í Eyjaálfu. -JKS/GH/VS Nool í Höllinni - mætir Jóni Arnari á ÍR-mótinu 24. janúar Erki Nool frá Eistlandi, Evrópumeistarinn í tugþraut, mætir Jóni Amari Magnússyni á stórmóti ÍR-inga í Laug- ardalshöllinni sunnudaginn 24. janúar. Eins og áður er um þríþraut að ræða og keppt er í 50 metra grindahlaupi, kúlu- varpi og langstökki. Erki Nool er einn fremsti frjálsíþróttamaður heims og hefur verið i harðri keppni við Jón Arnar á mörgum mót- um undanfarin ár, auk þess sem þeir eru miklir vinir. Nool varð þriðji á heimslistanum i tugþraut á síðasta ári og var valinn annar besti tugþrautarmaður heims nú um áramót- in af Track and Field News, víðlesnasta frjálsíþróttatíma- riti heims. Þar varð Jón Amar einmitt í þriðja sæti. Þá sigraði Nool í stigakeppni Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í tugþraut 1998, og þar varð Jón Arnar annar. Nool er tvímælalaust stærsta nafnið sem ÍR-ingar hafa fengið á mótin sin til þessa en þeir halda nú stórmótið í þriðja skipti. Að sögn Vésteins Hafsteinssonar, skipuleggjanda móts- ins, verða fjórir keppendur í þrautinni. Ólafur Guðmunds- son verður einn þeirra og reiknað er með því að fá þann fjórða erlendis frá. Kemur Balakhonova í stangarstökkið? Unnið er að því að fá öfluga keppendur til að slást við Völu Flosadóttur og Þóreyju Eddu Elísdóttur i stangar- stökki. Evrópumeistaranum innanhúss, Anghelu Baiak- honovu frá Úkraínu, hefur verið boðin þátttaka og í gær- kvöld var von á svari frá henni á hverri stundu. Steinar Hoen frá Noregi mætir i hástökk karla og það er því þegar ljóst að mótið í Laugardalshöllinni verður íþróttaviðburður á heimsmælikvarða. -VS Erki Nool og Jón Arnar Magnússon saman á verð- launapalli á EM innanhúss í Stokkhólmi 1996. Nool sigraði og Jón Arnar varð þriðji. Kvennaknattspyrna: Erum ekki að hætta - segir Hafsteinn Ellertsson hjá Haukum Orðrómur hefur verið á kreiki að undanfomu um að Haukar væm í þann veginn aö leggja niður úr- valsdeildarlið sitt í knattspymu kvenna. Að sögn Hafsteins Ellerts- sonar, stjómarmanns í knatt- spymudeild Hauka, stendur þetta ekki til. Haukar hafa misst helsta markaskorara sinn, Hildi Sævars- dóttur, til Breiðabliks, og þá er talið líklegt að Inga Dóra Magnús- dóttir fari í KR. Fleiri Haukastúlk- ur hafa verið orðaðar við önnur úrvalsdeildarliö. „Þó við missum 2-3 leikmenn er það engin ástæða til að leggja nið- ur meistaraflokkinn. Það verður nóg af leikmönnum til að fylla í skörðin og við munum senda lið í úrvalsdeildina í súmar. Annars finnst mér það einkennilegt að toppliðin skuli vera að reyna að hirða af okkur bestu leikmennina og svo eru þau alltaf að kvarta yfir því að það sé ekki nægilega mikil breidd í kvennaknattspymunni hér á landi,“ sagði Hafsteinn Ell- ertsson við DV. -VS Atkinson ráðinn - stjórnar Nottingham Forest fram á vorið Ron Atkinson var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Nottingham For- est til vorsins. Atkinson, sem orð- inn er 59 ára gamall, er ætlað hið vandasama starf að koma Forest inn á réttar brautir en liðið er sem stendur í neðsta sætinu. Liðið hefur ekki unnið í 18 leikjum. Atkinson tekur við af Dave Bas- sett sem rekinn var í síðustu viku. Á stjómarfundi fyrir helgina var einróma samþykkt að ráða Atkin- son sem bjargaði m.a. Sheffield Wednesday frá falli fyrir nokkrum áram. Fyrsta verkefni Atkinsons verður að stjóma Forest gegn meist- urunum í Arsenal á laugardaginn kemur. -JKS Solskjær skorar mest Norski knatt- spymumaður- inn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United er markaskorari af guðs náð. Þetta hefur hann sýnt og sannað á þeim ámm sem hann hefur leikið með Manchester United. En þrátt fyrir hæfileikana hefur honum ekki tekist að vinna sér fast sæti í liðinu enda ekki að keppa við neina smákalla þar sem Andy Cole og Dwight Yorke em. En Solskjær skákar bæði Cole og Yorke þegar skoðaðar em meðal- talstölur fyrir yfirstandandi tíma- bil. Solskjær hefur skorað 9 mörk í þeim 9 leikjum þar sem hann hefur byrjað inná og 10 í það heila eftir að hann kom inn á sem varamaður og skoraði 4. mark United gegn West Ham í fyrradag. Fimm af þessum mörkum era í A-deildinni og hafa þau öll komið þegar hann hefur ver- ið í byrjunarliðinu. Cole hefur skorað 8 mörk í þeim 15 leikjum þar sem hann hefur byrj- að inná í deildinni og Yorke 8 mörk í 16 leikjum. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.