Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 Fólk í fréttum Hálfdán Kristjánsson Hálfdán Kristjánsson, trillukarl á Flateyri, telur að alþingismenn hafl brugðist og séu að ganga á bak orða sinna við breytingar á kvótalögun- um. Þetta kom fram í DV-frétt í gær. Starfsferill Hálfdán fæddist á Flateyri 6.2.1956 og ólst þar upp. Hann var í Barna- skóla Flateyrar og stundaði síðan nám við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Þá lauk hann prófi fyrir þrjátíu tonna skipstjómarréttindi á ísafirði 1977. Hálfdán byrjaði ungur til sjós og stundaði jafnframt beitningar frá því á unglingsárunum. Hann var lengst af á bátum frá Flateyri en var auk þess á vertíð í Keflavík og í Bolung- arvík og hefur stundað sjómennsku á bátum, trillum og togurum. Hálfdán var búsettur í Reykjavík á árunum 1988-90 þar sem hann vann við beitningar og stundaði akstur. Hálfdán eignaðist sína fyrstu trillu 1978 en hann hefur átt og gert út þrjár trillur. Hálfdán söng með kirkjukór Flat- eyrarkirkju, hefur starfað með Leikfélagi Flateyrar um fimm ára skeið, starf- aði með Kiwanisklúbbn- um Þorfinni á Flateyri og var forseti hans í eitt ár, hefur starfað í verkalýðs- félaginu Skildi og sat í stjóm þess í sex ár, var formaður hafnarnefndar Flateyrar 1982-86, situr í stjórn Smábátafélagsins Barða á Flateyri frá 1994 og er formaður þess. Fjölskylda Hálfdán kvæntist 19.9. 1981 Hug- borgu Lindu Gunnarsdóttur, f. 28.5. 1961, leikskólakennara. Hún er dóttir Gunnars Emils Pálssonar, f. 14.8. 1934, stýrimanns og pípulagningar- manns í Reykjavík, og k.h., Öldu Vil- hjálmsdóttiu, f. 27.12. 1931, húsmóð- ur. Börn Hálfdáns og Hugborgar Lindu em Gunnar Páll, f. 21.7. 1981, nemi; Hilmar Már, f. 4.4. 1984, nemi; Ingvi Hrafn, f. 11.4. 1985, nemi; Auð- Hálfdán Kristjánsson. aðar ur Ósk, f. 31.8. 1991, nemi. Systkini Hálfdáns eru Guðmundur Helgi Krist- jánsson, f. 20.10. 1952, stýrimaður og skipstjóri, búsettur í Hafnarfirði; Hinrik Kristjánsson, f. 18.3. 1954, framkvæmda- stjóri Básafells, búsettur á Flateyri; Kristjana Krist- jánsdóttir, f. 14.1. 1958, húsmóðir á Akureyri; Ragnar Hjörtur Kristjáns- son, f. 15.9. 1959, fram- kvæmdastjóri Fiskmark- Suðurnesja; Guðríður Rúna Kristjánsdóttir, f. 21.10. 1965, banka- starfsmaður á Flateyri. Foreldrar Hálfdáns: Kristján Hálf- dánarson, f. 3.3. 1929, skrifstofumað- ur á Flateyri, og k.h., Jónína Hjartar- dóttir, f. 3.2. 1930, d. 5.6. 1998, hús- móðir. Ætt Kristján var sonur Hálfdánar, vél- stjóra í Hafranesi í Reyðarfirði Magnússonar, útvegsb. í Hafranesi Sigurðssonar, Torfasonar. Móðir Magnúsar var Sigríður Stefánsdóttir. Móðir Hálfdáns vélstjóra var Þór- steina Jensdóttir, vinnumanns Árna- sonar. Móðir Þórsteinu var Marín Jónsdóttir. Móðir Kristjáns Hálfdánarsonar var Kristjana Kristjánsdóttir, sjó- manns í Svalvogum og á Lækjarósi í Dýrafirði Halldórssonar. Móðir Kristjönu var Guðríður Sigríður, frá Lambadal í Dýrafirði Jónsdóttir. Jónína var dóttir Friðfinns Hjart- ar, sjómanns á Flateyri Hinriksson- ar, kennara á Flateyri Þorlákssonar, beykis í Melshúsum í Reykjavík Magnússonar, b. á Veggjum í Álfta- neshreppi á Mýmm Þorlákssonar. Móðir Hinriks var Margrét Þuríður Þorleiksdóttir, sjómanns í Reykjavík Einarssonar. Móðir Friðfinns Hjartar var Kristrún Friðriksdóttir, b. í Hvilft Jónssonar, og Þuríðar Magn- úsdóttur. Móðir Jónínu var Guðríður Þor- steinsdóttir, sjómanns Ólafssonar. Afmæli Sigurbjörg Lárusdóttir Sigurbjörg Lárusdóttir húsmóðir, Baldursgötu 9, Reykjavík, er áttræð í dag. Starfsferill Sigurbjörg fæddist á Breiðabólstað á Skógarströnd og ólst upp þar og í Reykjavík. Hún stundaði teikninám í skóla Muggs en eftir fermingu fór hún í hárgreiðslunám og tók auka- tíma i ensku, þýsku og frönsku. Sigurbjörg starfaði hjá Pósti og síma í þrjú ár, var við nám og störf í San Diego í Kalifomíu í önnur þrjú ár og starfaði á skrifstofum eftir heimkomuna. Sigurbjörg stundaði nám við öld- ungadeild MH frá 1972-78, en auk þess hefur hún sótt nokkur námskeið við Myndlistaskóla Reykjavíkur, námskeið í meðferð vatnslita við Fort Collins í Colorado og verið í tré- skurðarskóla Hannesar Flosasonar. Sigurbjörg var formaður Kvenfé- lagsins í Biskupstungum um skeið, fyrsti formaður Sjálfstæðiskvenfélags Árnessýslu og kjörin heiðursfélagi þess 1983. Þá hefur hún verið fulltrúi Kvenréttindafélags Islands á heims- mótum á Ítalíu, írlandi, í Þýskalandi og víðar. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 1937 Braga Stein- grímssyni, f. á Akureyri, 3.8.1907, d. 1971, dýralækni. Þau bjuggu á ísa- firði frá 1939-41, austur á Fljótsdals- héraði frá 1941-58 og í Biskupstung- um frá 1958-63 en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Dóttir Sigurbjargar frá því fyrir hjónaband er Angela Baldvins, f. 1931, tækniteiknari og starfsmaður Islandspósti, gift Stefáni Pálssyni loftskeytamanni en þau eiga þijár dætur. Angela er dóttir Baldvins Ein- arssonar, fulltrúa hjá Eimskip. Börn Sigurbjargar og Braga era Grímhildur, f. 1937, bókasafnsfræð- ingur, gift Hauki Guðlaugssyni, söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar en þau eiga tvo syni; Baldur Bárður, f. 1939, tannlæknir á Sauðárkróki, en hann á þijá syni með fyrri konu sinni, Önnu Maggí Pálsdóttur sjúkraliða, og er seinni kona hans Esmat Paimani, skrifari frá Iran; Halldór, f. 1941, bankastarfsmaður í Ósló, var kvæntur Helku Hilmarí Frich píanóleik- ara, en þau eignuðust þrjár dætur og einn son; Steingrímur Lárus, f. 8.10. 1942, BA og kennari á Akranesi, kvæntur Sess- elju Kristínu, fulltrúa hjá Sementsverksmiðjum rík- isins en þau eiga tvær dætur og tvo syni; Kor- mákur, f. 27.3. 1944, pípu- lagningameistari í Reykja- vík, kvæntur Guðrúnu Nellýju Sig- urðardóttur, bankagjaldkera og há- skólanema en þau eiga tvo syni og eina dóttur; Matthías, f. 8.8. 1945, pípulagningameistari í Ólafsvík, kvæntur Ragnheiði Sigurlaugu Helgadóttur fóstru en þau eiga tvær dætur; Þorvaldur, f. 1.1. 1948, sagn- fræðingur, kvæntur Ólöfu Sighvats- dóttur, fulltrúa í menntamálaráðu- neytinu en þau eiga tvo syni; Kristín, f. 16.12. 1949, var gift Hallgrími Tómasi Sveinssyni verslunarmanni. Sigurbjörg Lárusdóttir. Sonur Braga frá þvl fyrir hjónaband er Eiríkur, f. 24.2. 1928, verkamaður á Selfossi, kvæntur Hall- dóru Jónsdóttur. Sigurbjörg átti fimm systkini en á nú einn bróður á lífi. Systkini Sig- urbjargar: Bárður, f. 7.5. 1902, sjómaður í Reykja- vík, fórst með togaranum Ólafi 1938; Rósa, f. 3.2. 1904, húsmóðir og hann- yrðakona en hún er látin; Einar, f. 11.9. 1910, verka- maður, látinn; Halldór, f. 9.10. 1911, vélstjóri, fórst með togaranum Ólafi 1938; Svanur, f. 28.5. 1913, verkamað- ur í Reykjavík. Foreldrar Sigurbjargar voru Lárus Halldórsson, f. 19.8. 1875, d. 17.11. 1918, sóknarprestur á Breiðabólstað á Skógarströnd, og k.h., Arnbjörg Ein- arsdóttir, f. 11.7. 1879, d. 30.11. 1945. Sigurbjörg sýnir myndir og tré- skurðarmyndir á Mokka á afmælis- daginn. Þóroddur Kristjánsson Þóroddur Kristjánsson, útvarpsstjóri og verslun- arstjóri, Tunguvegi 5, Selfossi, varð fimmtugur á sunnudaginn var, 10.1. sl. Starfsferill Þóroddur fæddist í Skógsnesi í Gaulverja- bæjarhreppi og ólst þar upp við almenn sveita- störf. Á imglingsárunum var Þóroddur var vikapiltur í sveit, vann í frystihúsi á Stokkseyri og við Fiskiðjuna í Vest- mannaeyjum, starfaði síðar við Búrfellsvirkjun og hjá Vega- gerðinni. Þóroddur átti og starfrækti skó- verslun á Selfossi með Ingvari Jóns- syni. Hann festi kaup á versluninni Sportbæ á Selfossi 1988 og starf- rækti þessi fyrirtæki til 1996. Þá seldi hann skóbúðina og Sportbæ. Þóroddur stofnaði fyrirtækin Hjólabæ og Veiðibæ á Selfossi 1995 sem hann starfrækir ásamt eigin- konu sinni. Loks stofnaði hann aug- lýsingastofuna Alvís sumarið 1998 Þóroddur Kristjánsson. en hún starfrækir út- varpsstöðina Útvarp Suð- urland. Fjölskylda Þóroddur kvæntist 27.11. 1971 Elínu Tómasdóttur, f. 1.11. 1949, verslunar- konu. Hún er dóttir Tómasar Magnússonar, frá Steinum undir Aust- ur-Eyjafjöllum, og Vil- borgar Ólafsdóttur, frá Þorvaldseyri undir Aust- ur-Eyjafjöllum. Synir Þórodds og Elínar eru Tómas Þóroddsson, f. 18.8. 1971, yfirkokkur á Hótel Selfossi en son- ur hans og Stefaníu Jónsdóttur er ísak Eldjárn Tómasson, f. 6.8. 1995; Kristján Eldjám Þóroddsson, f. 9.8. 1976, í sambúð með Silju Hrund Einarsdóttur frá Stokkseyri; Elvar Þóroddur Þóroddsson, f. 27.2. 1980, lést af slysfórum 22.6. 1997. Systkini Þórodds eru Magnús Kristjánsson, f. 7.4. 1944, doktor og kennari í sálfræði við HÍ; Erlingur Kristjánsson, f. 8.8. 1945, húsasmið- ur í Mosfellsbæ; Þórdís Kristjáns- dóttir, f. 26.10. 1946, kennari á Sel- fossi; Þorgeir Kristjánsson, f. 23.12. 1952, bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi; Davíð Kristjáns- son, f. 20.5. 1964, verslunarmaður á hjá Bílfoss á Selfossi. Foreldrar Þórodds eru Kristján Eldjám Þorgeirsson, f. 20.9. 1922, bóndi í Skógsnesi, frá Hæringsstöð- um, og Guðný Magnúsdóttir Öfjörð, f. 23.3. 1922, húsfreyja. Til hamingju með afmælið 12. janúar 85 ára Bjarni Benediktsson, Jarlsstöðum, Akureyri. 80 ára Þórhildur Gunnþórsdóttir, dvalarheimilinu Fellsenda, Búðardal. 75 ára Hjördís Sigurðardóttir, Búðarstíg 14 A, Eyrarbakka. 60 ára Anna Þorleifsdóttir, Mosgerði 6, Reykjavík. Björn Tryggvi Guðmundsson, Teigaseli 3, Reykjavík. Gísli Sigmður Guðjónsson, Hraunhólum 9, Garðabæ. Sigmundur Þorsteinsson, Strandaseli 6, Reykjavik. Skúli Jóhannsson, Smáragrund 10, Sauðákróki. 50 ára Gústaf Adolf Ólafsson, Álftamýri 34, Reykjavík. Gyðríður Einarsdóttir, Flúðaseli 22, Reykjavík. Johan Basel Salfetnik, Eggertsgötu 22, Reykjavík. Jósep Kristjánsson, Suðurhólum 20, Reykjavík. Magnús Magnússon, Rauðagerði 48, Reykjavík. María Pálsdóttir, Einigrund 15, Akranesi. Monique Jaquette, Tjamargötu 10 B, Reykjavík. Valgerður Andrésdóttir, Grímshaga 6, Reykjavík. Þorsteinn Sigfússon, Skálafelli 1, Höfn. 40 ára Bryndís Lára Pálmadóttir, Hólabraut 11, Blönduósi. Eva Þórunn Ingólfsdóttir, Hvammshlíð 5, Akureyri. Friðrik Eysteinsson, Hamrahlíð 23, Reykjavik. Hafsteinn Hafsteinsson, Gullsmára 9, Kópavogi. Helga Jónína Steindórsdóttir, Engjaseli 67, Reykjavík. Helga Vattnes Sævarsdóttir, Hásteinsvegi 43, Vestmeyjum. Inga Gerður Ingimarsdóttir, Rósarima 6, Reykjavík. Laufey Ámadóttir, Fjólugötu 16, Akureyri. Magnús Bjarni Blöndal, Suðurvegi 20, Skagaströnd. Tómas Pétur Óskarsson, Norðurtúni 23, Siglufirði. Örn Friðriksson, Mararbyggð 37, Ólafsfirði. Kirkjustarf Árbæjarkirkja: Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Æskulýðsfundur 10. bekkjar og eldri kl. 20-22. Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur há- degisverður. Samverustund for- eldra ungra barna kl. 14-16. Fund- ur í æskulýðsfélaginu kl. 20.00. Bústaðakirkja: Æskulýðsstarf kl. 20.30. Digraneskirkja: Æskulýðs- starf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digraneskirkju. FeUa- og Hólakirkja: Starf fyr- ir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Opið - þriðjudag 12. janúar hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6. Grafarvogskirkja: Eldri borg- arar, opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjafl og handavinna og kafii- veitingar. Æskulýðsstarf fýrir 8. bekk kl. 20-22. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. „Kirkju- krakkar" í Rimaskóla fyrir 7-9 ára börn kl. 17-18. Grensáskirkja : Kymðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalest- ur, altarisganga, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimil- inu eftir stundina. Hallgrímskirkja: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja: Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17.00. HjaUakirkja: Bæna- og kyrrð- arstund kl. 18. Kópavogskirkja: Mæðramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Laugarneskirkja: Fullorðins- fræðsla kl. 20.00. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21.00. Lofgjörð- arstund! Seltjarnarneskirkja: For- eldramorgunn kl. 10-12.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.