Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Skoðanakönnun DV: Meirihluti D-listans „Það sem vekur athygli mína er mjög sterk staða Sjálf- stæðisflokksins," sagði Halldór Blön- dal samgönguráð- herra, Sjálfstæðis- flokki. „Sem gamall þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ég ekki trúaður á að við höldum svo góðum hlut.“ Okkar staða allgóð „Ég hef haft það á tilfinningunni að okkar staða væri all- góð,“ sagði Halldór Ásgrímsson, for- jh- maður Framsóknar- flokksins. Leiðin upp „Þetta er aðeins betra en síðast og skref í rétta átt,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir í sam- tali við DV í morgun „Framboðslistamir eru að koma fram og stefnuskráin sömuleiðis og ég held að leiðin verði upp á við héðan í frá.“ km Sígandi lukka „Mér sýnist að við séum jafnt og þétt á uppleið," sagði Steingrímur J. Sig- fússon hjá Grænu framboði.“Ég hef verið alveg rólegur yfir þvi þótt þetta færi hægt af stað. Sígandi lukka er best.“ Vantrúaður á framboð „Það er ljóst að við höfúm ekki byr. Svona hefur þetta verið allan tímann. Þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa lýst •*£ andúð sinni á kvóta- kerflnu. En einnig hafa þrir fjórðu lýst yfir stuðningi við stjómina," sagði Bárður Halldórsson í morgun. Bárður sagðist ekki bjartsýnn á (framboð í vor. Vonbrigði „Þetta era mikil vonbrigði. En margt á eftir að breytast til betri vegar á næstu vikum og mánuðum," sagði Sverrir Her- mannsson um niður- stöðu skoðanakönn- unar DV. ^ -JBP/hb/EIR/JSS Kolbrún Sverrisdóttir hefur fengið gjafsókn frá hendi dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra svarar erindi vegna Æsuslyssins: Gjafsókn heimiluð - stór áfangi, segir Kolbrún Sverrisdóttir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra hefur samþykkt að Kolbrún Sverrisdóttir, ekkja Harðar Bjarna- sonar, skipstjóra á skelfiskbátnum Æsu, fái gjafsókn fyrir héraðsdómi í máli gegn útgerð og tryggingafélagi Æsu. Málsókn Kolbrúnar og barna hemiar mun beinast gegn Vestfirsk- um skelfiski hf., sem gerði út skipið þegar það fórst á Amarfirði þann 25. júlí 1996, og Samábyrgð íslands á fiskiskipum. Ljóst þykir að skipinu hafi verið breytt í veigamiklum at- riðum sem hafi skert stöðugleika þess svo mjög að það valt og sökk í blíðskaparveðri með þeim afleiðing- um að tveir menn, Hörður Bjama- son skipstjóri og Sverrir Sigurðsson stýrimaður, fórust. Bæði trygginga- félágið og útgerðin hafa hafnað bótakröfu ekkjunnar og bama henn- ar. Kolbrún hefur allar götur síðan skipið fórst barist fyrir því að upp- lýst verði hvað varð til þess að skip- ið fórst. Rannsóknanefnd sjóslysa hefur skilað áliti vegna málsins þar sem niðurstaðan var sú að stöðug- leika hafi veriö stórlega ábótavant. Fordæmisgildi „Það er stóráfangi að hafa fengið gjafsókn. Þetta mál mun hafa mikið fordæmisgildi fyrir sjómannastétt- ina,“ sagði Kolbrún Sverrisdóttir í samtali við DV skömmu eftir að hún fékk tilkynninguna frá dóms- málaráðherra. Kolbrún segir að nú muni hún fara yfir málin með lögmanni sín- um, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. Hún segir að vonandi fari málinu að ljúka. „Þetta er orðin löng og ströng barátta og nú sér vonandi fyrir end- ann á málinu. Aðalatriðið er að ná fram skaðabótum fyrir börn mín,“ segir Kolbrún. -rt Enn deilt vegna Hagaskóla: 40.000 stundir tapast Alls hafa um 40.000 nemenda- stundir tapast í Hagaskóla frá ára- mótum vegna sprenginga í skólan- um. Þetta kom fram á aukafundi Fræðsluráðs Reykjavíkur í gær sem var haldinn vegna ástandsins í Hagaskóla. Þar gagnrýndi minni- hluti sjálfstæðismanna fræðslu- stjóra Reykjavíkurborgar og töldu hann hafa brugðist strax í upphafi þegar kom til tals að vísa nemend- um úr skóla. Lögðu fulltrúar minnihluta fram bókun vegna þessa en þeir telja að skólastjóri Hagaskóla hafi haft heimild til að vísa nemendum úr skóla og and- mælaréttur hafi ekki gilt i neyðar- tilfellum sem þessum. Þá taldi minnihluti að óvissan sem skap- aðist með því að ómerkja ákvörð- un skólastjórans skapaði óvissuá- stand í skólaniun sem ekki yrði við unað. -hb Kristinn H. Gunnarsson: Þarf að draga úr spennu „Ég lagði þetta fram til að undir- strika hversu mikil spenna er í kerfinu sem spennir upp verð á veiðiheim- ildurn," sagði Krist- inn H. Gunnarsson, formaður sjávarút- vegsnefndar, í sam- tah við DV í morgun. DV spurði Kristin hvort hann hefði skipt um skoðun varðandi svo nefnd sól- arlagsákvæði fiskveiðistjómunarlag- anna. Kristinri sagði að hann hefði tahð að til þess að slá á þessa spennu hefði hann talið skynsamlegt að ákveða að veiðiheimildir rynnu út á ákveðnum tima. „Það má segja að önnur leið til að slá á þetta sé sú að fara í endurskoðun laganna, þannig að leiðimar séu ekki eins og ekki alveg víst að áhrifm verði þau sömu. Þær miða þó að því sama,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson í samtali við DV í morgun. -SÁ Frjálslyndir: Valdimar til Sverris Valdimar Jó- hannesson og Sverrir Her- mannsson hittust á heimili hins síð- amefnda við Eini- mel í gær og ræddu stjómmál. Að sögn Sverris var þetta ágætur fúndur og Valdimar sagði að hugsan- legt væri að sameining Fijálslynda lýð- ræðisflokksins og Fijálslynda flokks- ins stæði fyrir dyrum. „Menn sem em sammála um grundvallaratriði eiga ekki að vera tvístraðir. Ég hef trú á að við náum saman, ef ekki þá er þetta bara búið,“ sagði Valdimar. í skoöanakönnun DV er Fijálslyndi flokkur Sverris með 1,5 prósenta fylgi en Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,3 prósent. -EIR Glaðir nemendur Hagaskóla ganga í kennslustund í rólegheit- um. DV-mynd Teitur. * > C£RU FA FR^ALSLYNDIR LETTLYNPIR Veðrið á morgun: Frost um allt land Á morgun verður norðvestan- og vestanátt, strekkingur með norðurströndinni en annars yfir- leitt hægari vindur. É1 verða norðan- og vestanlands en úr- komulaust í öðrum landshlutum. Frost verður um mestallt land. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 ný véi islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stæröir 6, 9,12, 18 mm borðar Prentar i 4 línur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport K Sœði, úrval og gott verð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.