Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 Þeir sem náð hafa tökum á þeirri list að renna sér á skaut- um vita fátt skemmtilegra en að líða um ísinn. En meðan flestir skauta sér til afþreyingar fer þeim fjölgandi sem velja hina töfrandi íþrótt, listhlaupið Svifið um svellið Unnur Eyfells, 75 ára, unir sér vel á skautum: Slökun að komast í samband við svellið að er svo æðislega gaman þegar maður er kominn í samband við svellið. Þegar ég er búin að ná taktinum og renn áfram þá slappa ég af og mér líður vel. Sama gildir um skíðin og brekkurnar. Ég er svo mikið nátt- úrubarn í mér. Ég fékk mína fyrstu skauta sem barn og hef skautað alla tíð síðan. Jafnaldrar mínir eru hættir þessu en ég vil ekki gefast upp og fer reglulega á svellið," seg- ir Unnur Eyfells, 75 ára, tíður gest- ur á skautasvellinu í Laugardal. Unnur segir að það hafi ekki síst verið manninum hennar heitnum, Einari, að þakka að hún hefur farið reglulega á skauta eftir að hún varð fullorðin „Við kynntumst á ísnum á Tjörn- inni, það var okkar staður. Einar var mikill íþróttamaður og áhuga- maður um skauta og dreif mig alltaf með. Hann var ákafur fylgismaður þess að skautasvell yrði byggt í Laugardalnum og síðar skautahöll. En áður en skautasvellið í dalnum kom til fórum við gjarnan á Tjörn- ina á kvöldin." Unnur var mikið á skautum sem krakki. „Við vorum sjö systkinin og höfðum gaman af að hreyfa okkur. Þá var ekki sama afþreying í boði og nú er og því um fátt annað að ræða á veturna en fara á skauta. Við skautuðum þá á lítilli tjörn hjá Þegar ég er búin að ná taktinum og renn áfram þá slappa ég af og mér líð- ur vel, segir Unnur Eyfells. DV-mynd ÞÖK Háskólanum. Siðan fórum við á Tjörnina." Unnur segir að eftir að maður hennar dó hafi hún ákveðið að skautarnir yrðu ekki lagðir á hill- una. „Ég dreif mig á svellið. Það var erfitt að fara ein en ég lét mig hafa það. Þetta er svo skemmtilegt." viku en þyrftum að æfa tvær klukku- stundir fnnm sinnum í viku til að ná einhverjum árangri. Það þyrfti að vera annað sveli fyrir okkur. Listhlaup er alvöruíþrótt sem krefst ótrúlega mik- illa æfmga. Við eigum mikið af ungu og mjög efnilegu skautafólki en ef þetta verður svona áfram sé ég ekki að ís- land muni nokkum tíma eiga fulltrúa á Evrópu- eða heimsmeistaramóti," segir Linda. -hlh Linda Viðarsdóttir, 17 ára skautadrottning: Listhlaup byggist á tækni Anna Kristín Einarsdóttir, formaður listskautadeildar Skautafélags Reykjavíkur, með börnum sínum, Lindu og Jónasi Páli, á svellinu í Laugardal. DV-myndir E.ÓI. Formaður listskautadeildar SR: Sprenging með tilkomu skautahallarinnar að hefur orðið alger sprenging i skautaíþróttinni hér á landi. Það æfðu 180 á vegum félagsins fyrir áramót og verða örugglega yfir 200 áður en langt um líður. Áhuginn jókst mjög um leið og byggt var yflr svellið í Laugardal," segir Anna Kristín Einarsdóttir, formaður listskauta- deildar Skautafélags Reykjavíkur og móðir Lindu, sem rætt er við hér að ofan, og Jónas- ar Páls. Anna segir að í fyrstu hafl mest borið á ungum krökkum en byrjendur séu aðallega á aldrinum 4-20 ára. „Þetta er tilvalin flölskylduíþrótt og mjög skemmtileg. Ásóknin í æfmgatímana hefur verið mjög mikil þrátt fyrir að við höfum ekkert auglýst. Nú er svo komið að það er fullt í nær alla æflngatíma, nema eitt nám- skeið fyrir byrjendur. En þrátt fyrir áhug- ann og afskiptin af félaginu erum við, ég og maðurinn minn, ekki mikið á skautum. En það er mjög gaman að fylgjast með framfór- um krakkanna." Flestar stúlknanna sem komnar eru lengst í skautaiþróttinni kenna byrjendum og lengra komnum. í æfmgaferðum þeirra til Bretlands hefur breski þjálfarinn tekið mið af þessu. Þá er von á búbót i þjálfunarmálum þar sem ein stúlka, Kristín Harðardóttir, er að læra skautaþjálfun erlendis og önnur, Jó- hanna Kristjánsdóttir, æfir skautaíþróttina samhliða námi í íþróttaskóla í Finnlandi. „Það er gaman að sjá hvað bömin eru fljót að ná tökum á skautunum. Við kennum ann- ars eftir fyrstu stigum kerfis sem notað er í Bretlandi sem er almenn skautakennsla og hefur gefist mjög vel. Þar er annars almenn kennsla fyrstu sex áfangana en síðan velja nemendur listhlaup eða hokkí.“ Anna tekur undir með Lindu að það þurfi meiri tíma til æfinga eigi þeir fremstu í skautaíþróttinni hér á landi að ná langt. Slagurinn um tíma á svellinu í Laugardal sé harður. „Við eigum mjög efnilegt skautafólk og nauðsynlegt að gefa því tækifæri til að æfa oftar. Þeir sem hafa séð til stúlknanna eru yfirleitt mjög hissa á hvað þær geta, hafa ekki haft hugmynd um að hér væri verið að æfa af alvöru. En betur má ef duga skal,“ segir Anna. -hlh Listhlaup á skautum byggist á tækni, hvernig maður notar blöðin á skautunum, hvort sem verið er að stökkva eða renna. Það er ekki óalgengt að gera þurfi sömu æf- ingu mörg hundruð sinnum til að ná einu stökki. Það getur þurft heilt ár tii að ná fullkomnu valdi á stökki. Maður verður þvi að vera þolinmóður og hafa viljastyrk," segir Linda Viðarsdóttir, 17 ára stúlka í Árbænum, ein af upprenn- andi skautadrottningum landsins. Linda er í hópi 5-6 stúlkna á svipuðu reki sem lengst eru komnar í listhlaupi á skautum á íslandi. Þrátt fyrir rrngan aldur eru stúlkumar allar byrjaðar að miðla af reynslu sinni og þekkingu og kenna byrjendum og lengra komnum hjá Skautafélagi Reykjavíkur í skautahöllinni í Laugar- dal. Linda byrjaði að æfa listhlaup á renndu sér saman. Síðan lá leiðin oft þangað upp eftir þar sem grunnurinn var lagður að skautaferlinum. Linda fór sjaldnar niður í bæ, á Tjömina, enda lengra að fara. Hún segist ekki vilja skauta á Tjöminni nema nota gamla úflaskaða skauta. „ísinn er yfir- leitt það grófúr að ég vil ekki eiga á hættu að skemma blöðin á skautunum. Þau era dýr.“ Linda segir stúlkumar sem era með henni í listhlaupinu flestar hafa byrjað á svipuðum aldri, 11-12 ára, og hafa þá skautað lengi. „Við höfúm reynt að ná eins langt og okkur er unnt miðað við aðstæður en einnig farið utan til æf- inga og keppni. Því betri sem við verð- um því betri undirstaða er það fyrir skautaíþróttina á íslandi. Við erum flestar að kenna með æfmgunum." Vantar stráka Linda segir vanta stráka í listhlaup- ið, aðeins einn strákur, 11 ára, geti talist mjög efnilegur. „Strákamir vilja frekar vera á hokkískautum en þá geta þeir ekki stokkið neitt af viti. Tennum- ar framan á blöðum listskautanna hafa svo mikið að segja i stökki. Þá era blöð- in á listskautunum öðravísi og skerpt á annan hátt en blöð hokkískauta. Þessir skautar era eins og svart og hvítt.“ Litli bróðir Lindu, Jónas Páll, 9 ára, æfir einnig listhlaup og hefúr keppt tvisvar - upprennandi skautamaður. Hann fékk fljótt áhuga á skautum og stóra systir hefúr hjálpað til að glæða áhugann. Þurfa fleirí æfingar Linda segir að með tilkomu skauta- hallarinnar hafi orðið bylting í aðstöðu skautafólks. „En áhuginn er svo mikill að erfitt er að fá ísinn til að æfa hst- hlaup eins og alvöraíþrótt. Og svo er lokað yfir sumarið. Við æfum tvisvar í skautum þegar hún var 11 ára. Hún hefur tekið þátt í þremur íslandsmót- um og tvisvar orðið islandsmeistari í sínum aldursflokki. Þá vann hún ann- að tveggja Reykjavíkurmóta sem hún tók þátt í. Auk þátttöku í mótum hér heima hefúr hún tvisvar keppt í Bretlandi og farið þangað í æfmgabúðir. „Ég fann mig fljótt í listhlaupinu. Reyndar var aðstaðan léleg fyrstu árin þar sem við vorum stundum að æfa í leiðindaveðri, roki og snjókomu eða rigningu. Þá vorum við lengi að ná ár- angri og vorum við ekkert að hugsa um mótshald." Byijaði með afa Linda segir afa sinn hafa komið sér á skauta í fyrsta skipti en hann hafði gaman af að renna sér. Hann fór með hana á Rauðavatn þar sem þau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.