Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 Frjálst, óháð dagblað ÚtgSfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Snúið út úr kvótadómi Ef ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis túlkar á réttan hátt kvótadóm Hæstaréttar, var óþarfi að vera jafnframt með fýlu í garð réttarins. Ef Hæstiréttur vildi efla og út- víkka einkaeign manna á þjóðarauðnum, þurftu stuðn- ingsmenn einkaeignar ekki að kvarta og kveina. Ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis hafa ákveðið að túlka kvótadóminn sem tæknilegan aðskilnað veiðileyfa og veiðiheimilda. Alþingi er að afgreiða frumvarp, þar sem skip og eignarhald á skipum eru eins og áður grund- völlur fiskveiða. Sægreifaveldið er eflt í sessi. Þar sem þessir stjórnmálamenn voru áður búnir að velja Hæstarétti hin verstu orð, má fullyrða, að kvóta- dómurinn hafi ekki verið þeim eins hagstæður og ætla mætti af tæknibreytingum nýja lagafrumvarpsins. Þeir hafi bara ákveðið að kúga Hæstarétt til hlýðni. Með setningu nýju laganna deyfir Alþingi fyrri ákvörðun um, að fiskimiðin séu þjóðareign. Alþingi er löggjafarvaldið í landinu og getur orðað ný lög á þann hátt, að það víki til hliðar orðalagi fyrri laga. Með nýju lögunum er skákað brott fyrra ákvæði um þjóðareign. Hingað til hefur Hæstiréttur haft skjól af orðalagi fyrri laga um þjóðareign á fiskimiðunum. Eftir nýja túlkun meirihluta Alþingis hefur rétturinn ekki lengur sama skjól af þessu orðalagi. Hann verður hér eftir að vísa til stjómarskrárinnar, ef hann vill halda frekara andófi. Alþingismenn hafa fengið tækifæri til að skjótast heim í hémð yfir hátíðamar. Þeir vita því sjálfsagt, hvað þeir geta boðið kjósendum rétt fyrir kosningar. Þeir telja greinilega, að kjósendur séu sáttir við afnám þjóðareign- arinnar eins og hún birtist í nýja lagafrumvarpinu. Samt eru sífellt að berast fréttir af flutningi kvóta milli hafna og héraða. Útgerðarfélög ganga kaupum og sölum. Hér eftir mun kvótaréttur á trillum ramba á sama hátt um landið. Fólk mun hér eftir sem hingað til vakna upp við, að frystihúsi og fiskvinnslu hefur verið lokað. Þótt fmmvarpið geri ráð fyrir, að örlítill kvóti verði tekinn frá handa sveitarfélögum, sem hafa farið illa út úr tilflutningum kvóta, breytir það ekki meginstraumi þróunarinnar, að kvóti safnast smám saman á færri hendur og flytzt úr fámennum plássum. Sennilega hefur stuðningsmönnum sægreifakerfisins tekizt að telja kjósendum í sjávarplássum trú um, að kerfið þjóni hagsmunum þeirra, jafnvel þótt augljóst sé, að kvóti, sem bundinn er við sægreifa, flytzt með sægreifum, hvert á land sem þeir fLytja reksturinn. Einn daginn er Djúpivogur fórnardýrið, annan er það Breiðdalsvík. Einn daginn er Flateyri fórnardýrið, annan daginn er það Patreksfjörður. Smám saman skríður kvótinn til stærri byggðarlaga og endar hjá nokkrum stórum útgerðarfélögum, sem flytja til Reykjavíkur. Hins vegar skiptir raunveruleikinn ekki máli, heldur það, sem fólk ímyndar sér eða fólki er talin trú um. Þannig skiptir máli, að þingmenn stjórnarflokkanna hafa komizt að raun um það heima í héraði, að þeir geta leyft sér að treysta og víkka sægreifakerfi fiskveiða. Þetta endar með því, að Hæstiréttur getur ekki sótt hagsmuni þjóðar, sem vill ekki sækja þá. Ef fólkið í sjávarplássunum er svo fávíst, að það heldur sig geta haldið sægreifum hjá sér til eilífðarnóns, verður það bara að fá að reka sig á kaldan raunveruleikann. Með sama áframhaldi mun ríkisstjórn og meirihluta Alþingis takast að snúa út úr kvótadómi Hæstaréttar og flytja okkur enn íjær þjóðareign á fiskimiðum. Jónas Kristjánsson Erfðatækni, draumur eða martröð? eftir dr. Mae Wan Ho. - Greinarhöfundur ráðleggur þeim sem í alvöru hafa áhuga á þessum vísindum að nálgast bókina og lesa hana vandlega. Áramót þjóðum módel af ís- lenska stjórnkerfinu. Af hverju ekki að leigja út stjórnmála- menn, t.d. til Rúss- lands? Jeltsín gæti komið í hressingar- dvöl á Heilsuhælið í Hveragerði á meðan Davið settist að í Kreml ásamt „vísinda- tnönnum" sínum og leysti efnahagsvanda Rússa með íslenskum aðferðum. Biskupinn sá ástæðu tii að vara við þeirri ógn sem mannkyninu stafar af tvíeykinu tæknihyggja og auð- „Af hverju ekki að leigja út stjórnmálamenn, t.d. til Rúss- lands? Jeltsín gæti komiö í hressingardvöl á Heilsuhælið í Hverageröi á meðan Davíð sett- ist að í Kreml ásamt „vísinda- mönnum“ sínum og leysti efna- hagsvanda Rússa með íslensk- um aðferðum. Kjallarinn Árni Björnsson læknir Það hefur vissa kosti að fá um- gangspest á stórhá- tíðum. í stað þess að þræða góðbú vina og ættingja og sitja veislur og í stað þess að nýta gott veður til útivistar dæmist maður til að liggja undir sæng og hlusta á frammá- menn þjóðarinnar, fyrrverandi og nú- verandi, hella úr skálum visku sinnar og reyna að svara misgáfulegum spumingum fjöl- miðlafólks. Svo gefst tími til að lesa. Mér fannst forset- inn fara meira með löndum en stundum áður og að sjálfsögðu bar ávarp hans merki þeirrar sáru lífsreynslu sem hann og fjölskylda hans urðu fyrir á árinu. Hann spurði veiga- mikilla spurninga um gildi. Spurninga sem aldrei hefur ver- ið þýðingarmeira að svara en nú þegar þjóðfélagi okkar er stjórnað í anda kreddubundinnar frjáls- hyggju sem metur öll gildi við málmhljóð gullsins. Ávarp forsætisráðherrans bar að vonum málmblæ gullsins sem hafði að baklýsingu birtu erfðanorðurljósanna, sem hann var nýbúinn að láta alþingismenn sam- þykkja frumvarp um að selja er- lendum áhættufjárfestum. Hann sá ekki nein vandamál, enda era þau svo smávægileg í íslensku þjóðfé- lagi að ungir vísindamenn (hvaða vísindi?) höfðu komið á fund hans með tillögur um að selja öðrum hyggja sem nú veður yfir heiminn án þess að hafa leyst nein af stærstu vandamálum mannkyns- ins, sjúkdóma, hungur og styrjald- ir. Jafnvel hjá litlu ríku þjóðinni íslendingum þurftu þúsundir að leita neyðaraðstoðar um hátíðarn- ar. Líklega hefur þeim tölum verið leynt fyrir forsætisráðherranum? Bókajól og burðardýr Á annan í nýári var svo rætt við tvo fyrrverandi forystumenn, for- seta og forsætisráðherra. Það er vel að þjóðir heimsins leita til fyrrverandi forseta okkar til að sitja í alþjóðanefndum um vís- indasiðfræði og verndun tungu- mála lítilla þjóða. Þar á hún vel heima vegna áhuga síns á náttúra- vernd og tungumálum. - Erfðavís- indi bar ekki á góma. Metsöluhöfundur þessara bóka- jóla og fyrrverandi forsætisráð- herra hefur nú gerst virkur um- hverfísvemdarsinni og snúið baki við stóriðjustefnu þeirri sem hann átti þátt í að móta fyrr á öldinni og arftakar hans í Framsóknar- flokknum hafa gerst burðardýr fyrir. En hann er enn misþroska og skilur því ekki andstöðu lækna og annarra vísindamanna við frumvarp flokkssystur hans um gagnagrunninn. Hann á vonandi eftir að sjá að á komandi öld getur erfðatækni sem stjómað er af fjöl- þjóðafyrirtækjum með stuðningi siðblindra vísindamanna orðið mengunarvaldur, mun hættu- legri lífríki jarðarinnar en kjarnorkan á öldinni sem er að líða. í litlu bókabúðinni Þá kem ég að bókinni sem ég rakst á í litlu bókabúðinni við Bergsstaðastræti. Erfðatækni, draumur eða martröð? Höfund- urinn, dr. Mae-Wan Ho, er þekktur líffræðingur sem hefur siðan 1944 verið vísindalegur ráðgjafi „Útvarpsstöðvanets þriðja heimsins" um erfðatækni og líffræðitækni. Ofsagt væri að lestur hennar hafi valdið byltingu í viðhorfi mínu, til þess er hún í of miklu samræmi við það sem gerjast hef- ur í huga mínum á síðustu árum, en hún vakti mig til öðruvísi um- hugsunar um vísindi, sérlega erfðavísindi og hvem þátt þau munu eiga í þróun lífs á plánet- unni jörð á næstu öld. Þeim sem í alvöra hafa áhuga á þessum vís- indum og hugsanlegum afleiðing- um þeirra ráðlegg ég að nálgast bókina og lesa hana vandlega. Ámi Björnsson Skoðanir annarra Dagblað - hvorki sorptunna né póstkassi „Tjáningarfrelsi er að vísu viðurkenndur þáttur í lýðræðisþjóðfélögum Vesturlandabúa og öðrum heimshlutum. En í fáum löndum á hinn almenni borgari jafn greiðan aðgang að vettvangi til þess að lýsa skoðunum sínu og hér á íslandi. Almennir borg- arar eiga í fæstum tilvikum möguleika á að fá birtar greinar eða bréf í höfuðblöðum á Vesturlöndum, hvort sem er í Evrópu eð Bandaríkjunum. Raunar er aðgangur að þeim blöðum mjög takmarkaður...! því felst hins vegar ekki, að hann geti verið nánast stjórn- laus. Dagblað er hvorki sorptunna né póstkassi." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 10. jan. Flokkun og merking hótela „Það er stefnan að fara í flokkun og stjörnumerkja hótelin. Þetta er fyrst og fremst gert vegna kröfu markaðarins. Gististaðanefndin er að vinna að því hvernig að því verður staðið og trúlega ekki langt í það. Þegar samtökin hétu Samtök veitinga- og gisti- húsa var tekin þessi stefna og bent á danska kerfið í þvi sambandi. Danir eru eina Norðurlandaþjóðin sem er með flokkun á hótelum og gististöðum. Okkur líst ágætlega á þeirra kerfi, sem er afskaplega einfalt og byggir á hlutlægum þáttum eins og búnaði og öðru slíku. Þeir era með stjörnur frá einni og upp í fimm.“ Erna Hauksdóttir i Degi 9. jan. ísland og stofnskrá Sameinuðu þjóðanna „Þrátt fyrir áratugalangan ágreining hér á landi um marga þætti utanríkismála hefur verið almenn samstaða um virðingu fyrir stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum hópa og þjóða sem hún stendur vörð um. Mikilvægt er að sú samstaða haldi og að ásókn í stundarvinsældir valdi því ekki að al- vöra stjómmálamenn skorist þar úr leik. Þeir mega ekki gleyma því að ísland er skyldugt samkvæmt stofnskránni til að taka þátt í sameiginlegum aðgerð- um gegn þeim ríkjum, sem ógna heimsfriði að áliti Öryggisráðsins.“ Árni Páll Árnason í Mbl. 9. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.