Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 11
]0' V ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999
-fkienning
Samnefnarinn æði
Viðvarandi draugagangur
Draugasaga Susan Hill um svartklæddu kon-
una í leikgerð Stephens Mallatratts var frum-
sýnd í Tjarnarbíói í október undir leikstjóm
Guðjóns Sigvaldasonar og hefur gengið þar síð-
an við miklar vinsældir - enda
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
góð sýning á spennandi hroll-
vekju. Nú má segja að hún fái
að ganga aftur því Viðar Egg-
ertsson tekur við hlutverki
gamla lögfræðingsins af Arn-
ari Jónssyni á laugardaginn
kemur. Ástæðan fyrir skiptun-
um er sú að nú styttist í frum-
sýningu hjá Amari á Sjálf-
stæðu fólki í Þjóðleikhúsinu.
Viðar hefur mestmegnis einbeitt sér að leik-
stjóm á síðustu árum; þó hefúr hann leikið Dra-
kúla á Akureyri og í Dyflinni. Verður spenn-
andi að sjá hvemig honum gengur að feta í fót-
spor Amars.
Þessi endurfrumsýning á Svartklæddu kon-
unni er einnig hátíðarsýning til styrktar Al-
næmissamtökunum á íslandi sem vilja minna á
sig í tilefni af því að æ fleiri smit greinast nú
hjá ungu samkynhneigöu fólki. Miða má panta
í síma 561 0280.
Grafík á Sólon
Heiðrún Kristjánsdóttir sýnir þessa dagana
nýstárlegar handunnar grafikmyndir á veit-
ingahúsinu Sóloni íslandusi við Bankastræti.
Þær eru af hlemmum yfir opum ofan í
skólpræsi Barcelónaborgar á Spáni sem
eru hver með sínu listilega munstrinu.
Heiðrún notaði flóknar og frumlegar
aðferðir til að ná þessu munstri upp en
það var ekki fyrr en henni datt i hug að
nota skósvertu sem litarefni sem hún
varð verulega ánægð með árangurinn.
Ekki munu munstur tilsvarandi
hlemma í Reykjavík bjóða upp á eins
tilbreytingarík listaverk og þessi.
Heiðrún gerði myndimar á námskeiði í
Barcelóna í sumar sem leið en er annars mennt-
uð í Bandaríkjunum og hefur BFA gráðu frá
San Francisco Art Institute.
Myrkir músíkdagar
Við minnum á Myrka músíkdaga sem hófust
um helgina og eru helgaðir minningu Jóns
Leifs að þessu sinni. Annað kvöld syngur Finn-
ur Bjarnason sönglög eftir Jón við undirleik
Arnar Magnússonar í Salnum í Kópavogi og á
fóstudagskvöldið (ekki fimmtudagskvöld eins
og venja er til og ranghermt var hér á síðunni í
gær) frumflytur Sinfóníu-
hljómsveit íslands verk hans
„Tilbrigði við stef eftir Beet-
hoven“. Þá verða einnig frum-
flutt verkin „íslensk svíta“ eft-
ir Misti Þorkelsdóttur, „Sonn-
etta“ eftir Kjartan Ólafsson og
„Storka" eftir Hauk Tómasson.
Það síðasta hefur áður verið
leikið erlendis.
Á laugardaginn verður svo
málþing um Jón Leifs í Gerðu-
bergi. Þar verður fjallað um hann frá þremur
sjónarhomum, sem tónskáld, sem baráttumann
og sem manneskju. Meðal þátttakenda verða
Atli Heimir Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson
og Sigurður A. Magnússon. Á undan málþing-
inu verða tónleikar með Blásarakvintett
Reykjavíkur sem hefjast kl. 16 en málþingið
sjálft verður frá kl. 17.30 til 19.
Að byggja land
Háskólaútgáfan hefur gefið út bók ásamt
myndbandi með sjónvarpsþáttunum Að byggja
land eftir Þorvald Gylfason, prófessor í hag-
fræði, sem voru frumsýndir í Sjónvarpinu sl.
haust.
Þetta vora þrír þættir eins og menn minnast.
Sá fyrsti hét „Brautryðjandinn" og fjallaði um
Jón Sigurðsson forseta sem fyrsta
hagfræðing íslands og málsvara
frjálsra viðskipta og erlendrar fjár-
festingar á íslandi. Annar þáttur hét
„Ofurhuginn“ og fjallaði um Einar
Benediktsson skáld og hugmyndir
hans um fjárhags- óg framfaramál
þjóðarinnar. Sá þriðji hét „Gagnrýn-
andinn“ og fjallaði um Halldór Lax-
ness og viðbrögð hans við hafta-
stefnu stjórnvalda á 5. tug aldarinnar. Inn i frá-
sögnina er fléttað ýmsu efnahags- og menning-
arsögulegu efni sem varöa þessa þrjá menn og
hagstjómarhugmyndir þeirra.
Pálmi Gestsson fer með hlutverk allra sögu-
hetjanna þriggja.og þykir með ólikindum hvað
hann nær þeim vel með gervi og leik. Þulur á
myndböndunum er Þorvaldur Gylfason sjálfúr.
Gunnar Guðbjörnsson og Auður Gunnarsdóttir heilluðu áheyrendur sína í Salnum á
þrennum tónleikum um síðustu helgi.
Sigurjón Olafsson ungur að árum við listaverk eftir sig
í Danmörku.
Lise sem fjallar öllu meira um listsköpun
hans. Lýsingar Aðalsteins á Reykjavíkur-
dvöl Sigurjóns eru til dæmis einkar lifandi
og nær sá hluti að sameina vel lýsingu á
persónu hans, lífi, samferðamönnum og list-
sköpun. f frásögnum af lífinu á Eyrarbakka
bera samfélagslýsingar frásögnina þó ein-
staka sinnum ofurliði og virðast ekki nauð-
synlegar fyrir sagnaumgjörð-
ina. Efnið kann að hafa sitt að
segja um þessa samsetningu
en listamannsferill Sigurjóns
hefst í raun ekki fyrr en við
komuna til Danmerkur og hef-
ur Lise því af mun meira að
taka. Ýtarlegri lýsingar á lifi
Sigurjóns í Danmörku hefðu
ekki komið að sök og athygli
vekur hversu litla umljöllun
fyrri eiginkona Sigurjóns,
listakonan Tove Thomasen,
hlýtur.
Aðal góðra myndlistarbóka
er fjöldi ljósmynda og mikill
flöldi mynda prýðir þessa bók.
Enn fremur inniheldur hún
glæsilega heildarskrá yfir
verk Sigurjóns, svo kallaða
„catalogue raisonné". Slík
heildarskrá væri kær-
komin viðbót við fleiri
myndlistarbækur og
eiga höfundarnir hrós
skilið fyrir vandaðan
frágang í hvívetna þar
sem samfléttun myndlýs-
inga, skrár yfir verk Sig-
urjóns og frásagnar af
ævi hans og störfum
dregur fram bæði jákvæða og
heildstæða mynd af lista-
manninum. Bókinni má einna
helst finna það til foráttu að
enda fúll snögglega; lesandi
Vejle fær ekki yfirlit yfir framhald-
ið og þess er þar með í raun
krafist að hann lesi einnig
næsta bindi. En hér er um eigulegt verk að
ræða og kærkomna viðbót við skráningu á
íslenskri listasögu.
Aðalsteinn Ingólfsson og Lise Funder:
Sigurjón Ólafsson. Ævi og list I.
Ritstjóri: Birgitta Spur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 1998.
Enn ríkir hátíð í Kópa-
vogsbæ og um síðustu
helgi voru hcddnir í Saln-
um tónleikar þar sem
fram komu Auður Gunn-
arsdóttir sópran, Gunnar
Guðbjörnsson tenór,
flautuleikaramir Guðrún
S. Birgisdóttir og Martial
Nardeau og píanóleikar-
inn Carl Davis. Tónleik-
arnir hófust á Adagio og
Allegro eftir Jean
Babtiste Loeillet sem þau
Guðrún og Martial léku,
mikil litadýrð í tónum
sem og í ljósum á sviðinu
sem féllu einkar vel að
laxableikum kjól Guðrún-
ar og gerðu að verkum að
ekki einungis var ljúft að
hlusta heldur horfa líka.
Gunnar og Auður hófú
söng sinn á dúett eftir
A.M. Smith og var það
fagur söngur þótt þau
væru bæði dálítið bundin
nótunum. En í aríunni
Come scoglio... úr Cosi
fan tutte var nótum sleppt
og naut falleg rödd Auðar
sín vel þótt meiri fyllingu hefði þurft í dýpri
tónana. En það geislaði af henni í Del
cabello más sutil eftir Obrados og sérstak-
lega í Cantares eftir Turina. íslensku
sönglögin tvö, Gígjuna eftir Sigfús Einars-
son og Leitina eftir Sigvalda Kaldalóns, söng
hún afar vel og margt gerði hún líka ein-
staklega fallega í Bel Raggio lusinghier úr
Semiramide eftir Rossini þótt herslumuninn
vantaði á algjöran brilljans i þessari
virtúósaaríu.
I aríu Taminos, Dies Bildnis ist
bezaubem schön, úr Töfraflautu Mozarts
var greinilegt að Gunnar var á heimavelli.
Hvílík undrarödd, svo mjúk og há, og túlk-
un hans hreint unaðsleg eins og á öllu öðru
sem hann söng á þessum tónleikum. Maður
fékk hreint og beint gæsahúð af frábærri
túlkun hans á hinu fræga sönglagi
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Schumanns og Rimpianto eftir Tosella - að
ekki sé talað um Granada eftir Lara sem er
karlmennskan klædd tónum. Gunnar lék
sér að þessu hetjulega lagi þannig að ekki
fór á milli mála að hér er listamaður sem á
erindi í hvaða tónlistarhús sem er í veröld-
inni. Gunnar söng einnig tvö íslensk lög eft-
ir hlé, Smaladrenginn eftir Emil Thorodd-
sen sem var ósköp snotur og Kveðju eftir
Þórarin Guðmundsson sem var með betri
túlkunum á því lagi sem ég hef heyrt.
Dúettarnir voru einstaklega skemmtilegir
og pössuðu raddir
þeirra vel saman.
Stundum bar þó aðeins
á því að rödd Gunnars
skyggði á Auði en það
kom ekki að sök, þau
voru frábær hvort sem
var í Fragli am plessi
eftir Mozart, Unterm
Fenster eftir
Schumann, Torna mia
eftir Donizetti eða í
tveimur dúettum úr La
Traviata sem þau end-
uðu á.
Inn á milli komu
Guðrún og Martial og
léku Allegro og Menu-
etto eftir Beethoven og
gerðu það afar vel, sér-
staklega menúettinn
sem var leikandi léttur
í meðforum þeirra, Di-
aloga Angelico eftir
Petrassi léku þau
einnig vel en verkið
hljómaði þó dá-
lítið úr sam-
hengi við önn-
ur atriði á efn-
isskránni. Önn-
ur verk sem þau fluttu voru Loka-
söngur (Skólavörðuholtið) eftir Atla
Heimi í yndislegri útsetningu fyrir
tvær flautur og píanó, Búðarvísiu' í
ekki alveg eins vel heppnaðri út-
setningu og Fantasíu mn stef úr óp-
erunni Rigoletto eftir Verdi sem er lang-
dregin samsuða úr þekktum stefjum úr óp-
erunni. Þau fóru vel með allt og ljúfir tónar
flautanna fléttuðust fagurlega saman, samt
spurði maður sig að því hvers vegna væri
verið að etja þessu tvennu saman á tónleik-
um sem urðu fyrir bragðið of langir þótt
þeir væru yndislegir.
Ekki má gleyma að minnast á píanistann
Carl Davis. í stuttu máli sagt var hann æði
og það orð má líka nota sem samnefnara
yfir tónleikana sjálfa.
Sigurjón ÓMsson hefur ver-
ið talinn í hópi bestu lista-
manna íslendinga fyrr og síðar
og ýtir fyrra bindi ritverksins
Sigurjón Ólafsson, ævi og list,
sem kom út nú í haust, enn
frekar undir þá skoðun. Bókin
er skrifuð af listfræðingunum
Aðalsteini Ingólfssyni og Lise
Funder og fjallar Aðalsteinn
um ævi og feril Sigurjóns
heima á íslandi en Lise um
dvöl hans í Danmörku þar sem
hann naut töluverðar vel-
Bókmenntir
Anna Sigríður Einarsdóttir
gengni. Sigurjón vann til að
mynda gullpening dönsku aka-
demíunnar ungur að árum,
hlaut ýmsar aðrar viðurkenn-
ingar og var af ýmsum þarlend-
um sérfræðingum talinn einn
efnilegasti listamaður sinnar
kynslóðar. Ekki er því hægt
annað en velta fyrir sér hvaða
áhrif áframhaldandi dvöl í
Danmörku hefði
getað haft á list-
rænan frama Sig-
urjóns og gefur
bókin í skyn að
honum hafi þar ver-
ið lítil takmörk sett.
Aðalsteinn og Lise
eru einhuga um hæfi-
leika Sigurjóns þó að
skrif þeirra einkennist annars af nokkuð
ólíkum áherslum. Kaflarnir falla þó vel sam-
an og gæða samfélagslýsingar beggja höf-
unda bókina ákveðnu lífi og auka skilning
lesandans á lífi listamannsins. Aðalsteinn
leggur meira upp úr samfélagslýsingum en
Kafli í listasögunni