Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Fasteignir til sölu í Stykkishólmi: Yfir 50 húseignir á sólu Um 50 íbúðir eru á söluskrá í Stykkishólmi. Pétur Kristinsson, fasteignasali hjá Fasteignasölu Snæ- fellsness, staðfesti þetta í samtali við DV. Hann sagði að ekkert væri óeðlilegt við þennan fjölda ibúa á skrá sem sé hlutfallslega sambæri- legt því sem gerist á höfuðborgar- svæðinu. Alls eru um 400 hús í Stykkishólmi þannig að um er að ræða 12 prósent allra fasteigna í bænum. Pétur segist selja á bilinu 20-30 til íbúðir árlega og sér sé ekki kunnugt um nema 10 fjölskyldur sem séu á fórum úr bænum. Svo flytjist auðvitað fólk á staðinn. Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjar- stjóri i Stykkishólmi, segir ekki vera um að ræða fólksflótta úr bæn- um. Jafnvægi hafi verið í atvinnu- lífinu og engin slík vandamál að fólk þurfi að leggja á flótta á höfuð- borgarsvæðið. „Það hefur verið jafnvægi hér. Ef okkur tekst að nýta þá mögu- leika sem gefast í framtíðinni þá er okkur borgið. Á tíu ára tímabili hefur verið stöðugleiki hér og að- eins 1 prósent fækkun, þótt auðvit- að hafi menn viljað sjá hér fjölg- un,“ segir hann. Ólafur Hilmar neitar ekki að neikvæð umræða sé í bænum varð- andi áframhaldandi búsetu. „Ég skynja umræðuna en ég held að það sé enginn fótur fyrir henni. Það eru ákveðnir aðilar sem maður getur ekki fest hendur á og koma ekki upp á yfirborðið sem halda henni gangandi. Það eru til aðilar í hópi héimamanna sem eru óánægðir yfir því að hér gengur vel og hér standi yfir stórfram- kvæmdir," segir Ólafur Hilmar. Hann segir eina skuggann vera þann að rækjan sé hætt að veiðast. Slíkt haíi sálræn áhrif á fólk. -rt Breytingar á málefnum hálendisins Finnur Ingólfsson Ráðherrabústaðn- um í gær. DV-mynd Teitur Ríkisstjórnin hefur gefið út kynningarrit um málefni hálendis- ins. Fjórir ráðherrar, sem allir koma sérstaklega að málefnum há- lendisins, kynntu þetta rit og þær breyt- ingar sem verða á málefn- um hálendisins í Ráðherrabú- staðnum í gær. Þetta voru Dav- íð Oddsson, Páll Pétursson, Guð- mundur Bjarnason og Finnur Ingólfs- son. Þrjú frum- vörp voru lögð fram á síðasta löggjafarþingi þar sem málefni hálendisins voru í fyr- irrúmi og voru þau öll samþykkt. Á sl. fimm árum hefur einnig ver- ið unnið nýtt svæðisskipulag fyrir miðhálendið og að auki hefur ver- ið unnið að mótun fleiri laga. Finn- ur Ingólfsson, viðskipta- og iðnað- arráðherra, sagði að sú nýbreytni verði tekin upp að 50 milljónir renni nú ár hvert í sk. orkusjóð sem ætlaður er til rannsókna á umhverfismati við hugsanlega virkjunarstaði. Áður hefur þessi upphæð oltið á afkomu ríkissjóðs en nú verði hún ávallt fengin úr orkusjóði. Þá mun Landsvirkjun greiða til baka þá peninga sem far- ið hafa í umhverfismat vegna virkjanaframkvæmda við Fljóts- dalsvirkjun, samtais 350 milljónir sem greiðast á fimm árum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að lögin, sem samþykkt hafa verið, séu umfangsmikil og muni eyða lagaóvissu sem ríkt hefur vegna þessara mála. -hb Steingrímur Hermannsson, formaður umhverfissamtakanna, á tali við náttúrubörnin Bubba Morthens og Ómar Ragnarsson á stofnfundi samtakanna í gær. DV-mynd Hilmar Þór Steingrímur formaöur umhverfissamtaka: Lífsgæöin í náttúrunni Á annað hundrað manns gekk til liðs við Umhverfissamtök íslands þegar þau voru stofnuð í Norræna húsinu í gær. Markmið samtakanna er að vinna að umhverfismálum í víðasta skilningi og vemda lífsgæð- in í náttúrunni. Steingrímur Her- mannsson var kjörinn formaður samtakanna og Vigdís Finnboga- dóttir heiðursforseti. Meðal annarra forvigismanna má nefna Gunnar G. Schram prófessor, Júlíus Sólnes, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Óskar Magnússon, stjómarformann Hagkaups. -EER Athafnamaðurinn Jón Ólafsson gerir kaupsamning við eigendur „Garðabæjarkvosar“: Arnarneslandið selt á 680 milljónir - liðlega tveir tugir systkinabarna skipta söluverðinu með sér Jón Ólafsson, kaupsýslu- og at- hafnamaður, hefur gengið frá 680 milljóna króna kaupsamningi við eigendur svokallaðs Arnarnes- lands í Garðabæ. Samningavið- ræður hafa staðið yflr á síðustu sólarhringum. Gera má ráð fyrir að þessi tíöindi þýði miklar breyt- ingar fyrir Garðabæ þar sem óvissa hefur ríkt um framkvæmd- ir á svæðinu um langa hríð - á meðan landeigendur og bærinn hafa ekki náð samkomulagi um kaup og sölu. Hér er um mjög verðmætt bygg- ingarland að ræða, í raun í kvos Garðabæjar, alls um 44 hektarar. Landið er að hluta til á deiliskipu- lagi þar sem gert er ráð fyrir bygg- ingarlóðum. Hluti landsins býður hins vegar upp á ýmsa möguleika, s.s. útivistarsvæði eða byggingar þar sem hægt verður að bjóða upp á afþreyingu fyrir almenning með einum eða öðrum hætti. Miðað við markaðsverð lands- ins, sem vissulega er á mjög eftir- sóttum stað á höfuðborgarsvæð- inu, þarf kaupverðið í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Athygli vek- ur hins vegar að verðið er um 400 milljónum króna hærra en það var metið á þegar Garðabær hugðist taka landið eignarnámi. Eigend- urnir mátu stöðuna svo að landið væri miklum mun verðmeira en bærinn vildi greiða fyrir það. Svokölluð eignarnámsbótanefnd mat landið tæpar 200 milljónir króna á sínum tíma. Héraðsdómur gekk í málinu bænum í hag en eig- endur áfrýjuðu til Hæstaréttar. Þar var dómnum hnekkt. Eigend- ur landsins eru því nú á vissan hátt búnir að ná fram rétti sínum. Eigendur landsins, áður en það var selt, voru liðlega tveir tugir systkinabarna, allt börn fimm systkina en þrjú þeirra eru á lífi. I fréttatilkynningu frá Jóni Ólafs- syni segir að Arnarneslandið henti sérlega vel til íbúðabyggðar _ sala á lóðum hefjist á næstunni. -Ótt Dýr yfirstjórn Ólafur F. Magnússon, borg- arfulltrúi D-list- ans, sagði á borg- arstjómarfúndi í gær að kostnaður vegna yfirstjórn- ar borgarinnar hefði aukist um 62 prósent á fimm árum. Helgi Hjörvar sagði ekkert óeðlilegt við aukinn kostnað, benti á að rekstrar- kostnaður Sambands sveitarfélaga hefði tvöfaldast á sl. tveimur árum. Stóriðja við Akureyri Rafveitan á Akureyri hefúr á sið- astliðnu ári eða svo átt í viðræðum við erlenda aðila um möguleika á að staðsetja raforkufrekar verksmiðjur við Akureyri. Svanbjöm Sigurðsson rafveitustjóri segir frá þessu í sér- stöku minnisblaði, sem Dagur hefur undir höndum. Stolnir GSM-símar Samstarf hefur tekist með lögregl- unni i Reykjavík og Landssimanum og Tali hf., sem gerii' stolna GSM-síma að verðlausum og gagnslausum vamingi. Aðgerðin felst í að loka svokölluðu IMEI-númeri. Mbl. sagði frá. Öryrkjar stefna Öryrkjabandalag íslands hefur stefnt Tryggingastofnun ríkisins vegna reglu- gerðar um skerðingu bóta vegna tekna maka. Málið var þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Mistök bætt Hæstiréttur hefur dæmt ríkið tU að greiða Lífeyrissjóði verslunar- manna 2,2 miiljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna mistaka sem áttu sér stað hjá sýslumanninum í Kópavogi í júlí 1991, er vanrækt var að fáera skuldabréf í eigu Lands- banka íslands að fjárhæð 2,9 miUjón- ir í þinglýsingabók. Ekki óbreytt Davíð Odds- son forsætisráð- herra segir úti- lokað að sam- þykkja óbreytt frumvarp tU nýrra laga um mat á umhverfis- áhrUúm sem er tU umfjöUunar í rikisstjóm. Endurgreiði gjöld Bæjarráð Hafnarfjarðai- ákvað á fundi sínum í gær að kregast þess að borgarstjóm Reykjavíkur hefði fhimkvæði að því að leiðrétta oftek- in hitaveitugjöld á íbúa Hafnarfjarð- ar og endurgreiða notendum heits vatns í bænum samkvæmt því. Forstjóraskipti Þór Sigþórsson hefur látið af starfi sínu sem forstjóri LyUaverslunar ís- lands. Frá og með deginum í dag tek- ur Sturla Geirsson við forstjórastarf- mu. Sturla er 39 ára viðskiptafræð- ingur og hefur starfað síðasUiðin fimm ár hjá Lyfjaversluninni. Fengu jóiamat 841 umsókn um mataraðstoð var afgreidd fyrir jólin á vegum Hjálpar- starfs kirkjunnar. Aðstoðin var veitt í samvinnu við Reykjavikurdeild Rauða kross íslands sem lagði fram 800.000 kr. til verkefnisins og útveg- aði sjálíboðaliða. Matarbúr var á Akureyri og vom afgreiddar 45 um- sóknir þaðan með stuðningi Akur- eyrardeildar RKÍ og fyrirtækja nyrðra. Leika meö Björk Líkur em á að stórleikaramir Catherine Deneuve og Stell- an Skarsgárd leiki á móti Björk Guð- mundsdóttur í myndinni Dans- ari í myrkrinu eða „Dancer in the Dark“ sem gerð verður af danska leikstjóranum Lars von Trier. Mbl. sagði frá. Áfram í Björgvin Bergljót Jónsdóttir hefur endur- nýjað samning sinn við Menningar- hátiðina í Björgvin en hún hefúr verið stjómandi hennar síðastliðin fjögur ár. Mbl. greindi frá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.