Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Page 15
I>"Vr LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999
15
mmm
Barist til fátæktar
Þingmenn eru vart matvinn-
ungar. Það segir Ólafur Garðar,
forseti þingsins, að minnsta kosti
og gott ef fyrsti varaforseti, Ragn-
ar Arnalds, er ekki sama sinnis.
Launin eru hörmuleg og i engu
samræmi við ábyrgð og ekki síst
ef þau eru borin saman við emb-
ættismannasettið allt saman. Það
ku vera á tvöfalt hærri launum
þótt sú hjörð öll eigi að þjónusta
hina háu stofnun og þá sem þang-
að veljast. Formaður Kjaradóms
er einnig sömu skoðunar. Hann
segir þingmenn illa launaða og
vonast til að geta bætt svolítið í
buddu þeirra innan tíðar. For:
maðurinn hefur beðið þingmenn-
ina náðarsamlegast að þiggja þá
uppbót en vera ekki með neinn
uppsteyt þegar þar að kemur.
Sumir þingmenn eru nefnilega
svo jafnaðarlega sinnaðir að þeim
er illa við eigin kjarabætur eða
láta þannig að minnsta kosti til
þess að ganga í augun á háttvirt-
um kjósendum.
Von um betri tíð
Ólafur Garðar og Ragnar ættu
að þekkja stöðuna. Þeir hafa verið
allra karla lengst á þingi og þeim
árum og áratugum orðið að fram-
fleyta sér og sínum á þessu smott-
eríi. Þeim varð þó til happs sitt-
hvort kjörtímabilið, eða svo, að
þeir komust í ráðherrastóla. Þau
ljúfu ár kunna að hafa bjargað
þeim því heldur betur er gert við
ráðherrana en óbreytta þing-
menn. Nú ætla þessir tveir heið-
ursmenn að hætta þingstörfum í
vor, sjáifviljugir vel að merkja,
sennilega orðnir langleiðir á þess-
um sultarkjörum. Von þeirra
kann að vera sú að eftirlaunin séu
ekki síðri en þingfararkaupið. Sú
saga hefur nefnilega gengið að
þingmenn sem lengi hafa setið,
einkum hafi þeir á tímabilinu
komist í ríkisstjórn, gangi að
betri eftirlaunum er gengur og
gerist. Það jafnast að vísu ekki
við þá góðu syni þjóðarinnar sem
hafa náð því að setjast í banka-
stjórastóla ríkisbanka eftir langa
þjónustu á þingi og á ráðherra-
bekkjum. Þeir þurfa ekki að ör-
vænta á ellidögum og er það vel.
Úrvalið annars staðar?
Það er eðlilegt að þingforsetar
hafi áhyggjur af kjörum þing-
manna. Það hlýtur að felast í
starfi þeirra að sjá til þess að söfh-
uðurinn sé tiltölulega sáttur við
sitt. Ólafur Garðar hefur meira að
segja sagt að úrvalsmenn veljist
ekki lengur til þingsetu vegna
bágra kjara. Enginn þeirra sem
nú sitja á þingi hefur hætt sér út
i umræðu vegna þessara orða for-
setans og skal ekki undra. Skilja
má orð forsetans svo að þar sitji í
mesta lagi meðalmenn. Hinir
hæfu forystumenn velji sér annan
vettvang. Samkvæmt þessari
kenningu væri þjóðinni best borg-
ið með vel valinni utanþings-
stjóm.
Vegna þess að þingforsetamir
tveir eru að hætta á þingi hentar
sérlega vel að þeir fari fyrir í
kröfugerðinni. Þeir verða þá ekki
sakaðir um að hugsa um eigin
hag heldur þeirra sem i fótsporin
feta. Nú er því loksins von að úr
rætist.
Færri fá en vilja
Samt er þaö svo skrýtið að karl-
ar jafnt sem konur sækjast af
krafti eftir þessu báglaunaða
starfi. Undanfari þingkosning-
anna í maí stendur nú sem hæst.
Flokkar í öllum kjördæmum eru í
óða önn að velja sér frambjóðend-
ur og þar komast færri að en vilja.
Bræður og systur berjast, þar sem
ýmist slást allir viö alla eða í að-
skiljanlegum hólfum. Sumir fagna
Jónas Haraldsson
aðstoðarritstjórí
að ormstu lokinni en aðrir sleikja
sár sín.
Þessi prófkjör eru misspenn-
andi. í sumum eru úrslit fyrirsjá-
anleg en í öðrum getur allt gerst.
Aðrir sleppa prófkjörum og raða á
lista eftir hentugleika - aðallega
hentugleika þeirra sem þegar
sitja á fleti fyrir. Nýir menn kom-
ast trauðla að nema að viðhöfðu
prófkjöri. Eitt af skemmtilegu
prófkjöranum er haldið í dag,
prófkjör Samfylkingarinnar í
Reykjavík. Eftir erfiðar fæðingar-
hríðir náðist samstaða um hólfa-
skipt prófkjör krata, allaballa og
kvennalistakvenna. Hópur manna
býður sig fram til samfélagsþjón-
ustunnar í hverju hólfi. í hólfun-
um berjast menn innbyrðis og
niðurröðin ræðst síðan af þátt-
töku í hverju hólfi. Það hólfið sem
flest atkvæðin fær hreppir efsta
sæti listans.
Þessi litskrúðuga hjörð sem
býður sig fram er tilbúin að fóma
sér næstu fjögur ár. Þótt margir
séu kallaðir verða aðeins fáir út-
valdir. Þeir hinir sömu era reiðu-
búnir til að leiða þjóðina inn í
næstu öld þótt á sultarlaunum sé.
Margir styðja þetta fólk til góðra
verka enda vart hægt að fletta
blaði þessa dagana fyrir áróðurs-
greinum stuðningsmanna. Þá
brosa frambjóðendur blítt til okk-
ar á auglýsingum með blik í auga
sem gefur von um bjarta framtíð.
Milljónir á milli vina
Samfylkingarprófkjörið í
Reykjavík í dag gengur næst próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi á liðnu
hausti í skemmtilegheitum og
fómfýsi. í þeim grannaslag var
enginn að hugsa um bág kjör á
þingi. Auglýsingarnar flæddu um
síður blaðanna, börðu eyru út-
varpshlustenda og blöstu við á
skjám að ógleymdum litbækling-
unum sem streymdu inn um lúg-
ur kjósenda. Flestir frambjóðend-
anna eyddu milljónum króna í
kynninguna.
Þeir sem hrósuðu sigri í því
prófkjöri munu sitja á þingi
næstu fjögur árin. Þeirra bíður
það hlutskipti að dreifa herkostn-
aðinum á þessi fjögur ár. Miðað
við hin bágu kjör þingmanna
verður lítið eftir til framfærslu og
fjárfestingar. En hvaö gera menn
ekki fyrir hugsjónirnar? Þeir sem
töpuðu í þessu fræga og dýra próf-
kjöri þurfa lika að borga. Þeir
geta hins vegar huggað sig við
það að þrátt fyrir allt verða þeir
utan þings og því væntanlega í
betur launuðum störfum. Ef að
líkum lætur verða þeir því fljótari
að borga niður kynningarkostnað-
inn og geta reynt að nýju árið
2003. Það má alltaf lifa í voninni.
Að hafa efni á sultarlífi
Eitthvað veldur því að fjöldi
fólks leggur þetta allt saman á sig.
Það þeysir á milli funda, opnar
heimili sín og reynir hvað það get-
ur tO þess að komast í hlýju sviðs-
ljóssins. Það eyðir sparifé sínu
mörg ár fram í tímann í þeirri von
að komast í hóp 63 útvalinna í vor.
Eflaust er eitthvað til í því, sem
haft hefur verið eftir núverandi
forseta íslands, sem lengi sat í hin-
um útvalda hópi, að Alþingi sé
besti klúbburinn í borginni. Því er
talsvert á sig leggjandi.
Alþingismenn framtíðarinnar
verða að vona að fráfarandi þing-
forsetum verði eitthvað ágengt í
kjarabaráttunni svo væntanleg
launauppbót segi eitthvað í próf-
kjörshítina. Þeir mega heldur ekki
fúlsa við sporslum Kjaradóms af
ótta við reiði kjósenda. Þingmenn-
imir verða að muna að kjósend-
urnir, fólkið á hinum ahnenna
vinnumarkaði að ógleymdum emb-
ættismönnunum, hafa einfaldlega
ekki efni á því að bjóða sig fram til
þess sultarlífs sem klúbbfélögun-
um hefur verið búið.