Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999
mttir
Barist um sæti
Sæti sefn frambjðöendur
sækjas^ eftir eru merkt
með rauðum hring.
1.
SÆTI
Hólmsteinn
.
Samfylkingarinnar
Alþýðubandalagið
Heimir Mér
Kvennalistinn
Guörún
KVENNALISTIIMIM
4.
SÆTI
Borgþór
riCT
Sögulegt prófkjör sameinaðra vinstri afla í dag:
Þrír flokkar deyja - samfylking í staðinn
Ekki er ólíklegt að 5-10 þúsund
Reykvíkingar leggi leið sína á fjóra
prófkjörsstaði samfylkingarinnar í
Reykjavík í dag og leggi lóð á vogar-
skálar einhverra hinna 24 frambjóð-
enda, sem þar blasa við í þrem
flokkskössum eða hólfum. Hér er
um nýstárlegt og sögulegt prófkjör
að ræða. Þrjú stjórnmálaöfl leggja
saman krafta og um leið eru þrír
stjómmálaflokkar að hverfa af sjón-
arsviðinu. Almennt era menn á
sama máli og Bryndís Hlöðversdótt-
ir sem sagði í gær: „Það verður ekki
til baka snúið. Við eram búin að
stofna stór stjómmálasamtök sem
eru komin til að vera. Staðreyndin
er að flokkarnir sem slíkir munu
brátt hætta störfum, tími þeirra er
liðinn."
Margir þátttakenda í prófkjörinu
era nýgræðingar í galopnum próf-
kjörum. Kvennalisti hefur ekki
áður viðhaft prófkjör og Alþýðu-
bandalagið hefur látið nægja tiltölu-
lega lokað forval. Nokkrir í krata-
kassanum kunna hins vegar vel til
verka í prófkjörshasarnum. Vegna
þeirrar reynslu hefur Svavar Gests-
son talað um „vel smurða prófkjörs-
vél“ kratanna, sem hann óttast að
sópi til sín fylginu, og eflaust hefur
hann sitthvað til síns máls.
Kvennalistakassinn:
Oðruvísi vinnubrögð
Frambjóðendur Kvennalista
mæta ef til vill til leiks allvigmóðar
eftir langdregin og þrjóskuleg slags-
mál við samstarfsflokkana tvo i lok
síðasta árs. Eins og stundum áður
vinnur hin hagsýna húsmóðir öðru-
vísi en karlkyns stjórnmálamenn.
Þær reka til dæmis sameiginlega
kosningaskrifstofu í höfuðstöðvun-
um við Austurvöll, en vinna þar fyr-
ir utan úr heimilissímum sínum og
farsímum. Allar eru þær vinkonur -
en kannski mest á yfirborðinu eins
og sakir standa.
Við fyrstu sýn virðist slagurinn
aðeins standa milli Guðnýjar Guð-
björnsdóttur alþingismanns og Guð-
rúnar Ögmundsdóttur, fyrrverandi
borgarfulltrúa í Reykjavík, sem nýt-
ur ekki síður vinsælda. En þarna
kann að fara öðruvísi en margir
ætla. Greinilegt er að Hulda Ólafs-
dóttir, sjúkraþjálfari og fyrram
varaborgarfulltrúi, er sögð vera
eins konar ljósmóðir samfylkingar-
framboðs Kvennalistans, er mjög
heit og vinnur vel.
Sótt er að Guðnýju úr ýmsum átt-
um, segir síðasta samsæriskenning-
in, en sitjandi þingmaður situr
venjulega þungt í sæti sínu. Guðný
gefur lítið út á meint samsæri, seg-
ir þetta samkeppni í Kvennalista-
stíl.
„Ég hef orðið vör við annars kon-
ar áróður, og hann er gegn Kvenna-
listanum og sagt að það sé óþarfi að
kjósa okkur vegna þess að við séum
Innlent
fréttaljós
með „girðingar". Það er ekki rétt,
þvi það skiptir verulegu máli hvað
við fáum mörg atkvæði upp á það
hvaða sæti við fáum. Það skiptir
miklu að Kvennalistinn komi vel út
úr þessu,“ sagði Guðný. Hún segir
að áberandi sé að fólk er óánægt
með að geta ekki kosið á milli hólfa.
Það muni draga úr þátttöku í próf-
kjörinu. Konurnar innan Kvenna-
listans eiga erfitt með að tjá sig um
einstaka frambjóðendur opinber-
lega, ólíkt því sem er að gerast í öðr-
um flokkum. Þó birtust fyrstu
stuðningsgreinar við einstaka fram-
bjóðendur í Morgunblaðinu í fyrra-
dag, stuðningur við Guðnýju.
Guðrún Ögmundsdöttir viður-
kennir- að hún hafi í raun hætt við
að hætta í pólitík og tekið ákvörðun
um það á hálfum öðrum degi. „Ég
spila þetta maður á mann, það er
gamla aðferðin, auk einnar auglýs-
ingar sem var kostuö fyrir mig,“
sagði Guðrún. „Það er mikilvægt að
við fáum mikið af atkvæðum í okk-
ar box. Okkar vinnubrögð munu
skila sér vel í þessu samstarfi,"
sagði Guðrún.
í kassa Kvennalista: Ásgerður Jó-
hannsdóttir, Fríða Rós Valdimars-
dóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Guð-
rún Ögmundsdóttir, Hólmfríður
Garðarsdóttir og Hulda Ólafsdóttir.
Alþýðubandalagskass-
inn: Svavar tekur af-
stöðu með Arna Þór
Vilhjálmur V. Vilhjálmsson, sem
stefnir á 3. sætið, ungi maðurinn í
þessum kassa, kemur sterkur til
leiks. Hann hefur stuðning frá hóp-
um stúdenta í Háskólanum. Og sem
sterkur fótboltamaður með Þrótti,
munu Köttarar félagsins og aðrir fé-
lagar koma og styrkja hann. Auk
hans getur Heimir Már Pétursson
komið á óvart, dugmikill baráttu-
maður, sem stefnir á 1. til 3. sæti,
þekktur fréttamaður af sjónvarps-
skjánum, sem ekki spiliir beinlínis
fyrir.
Meginkeppnin í hólfi allaballa er
þó milli Árna Þórs Sigurðssonar,
aðstoðarmanns Ingibjargar Sólrún-
ar, og Bryndísar Hlöðversdóttur al-
þingismanns, sem keppir að odd-
vitasæti sameiningarlistans í vor.
Árni Þór hefur fengið blessun fyrr-
verandi oddvita flokksins í Reykja-
vík, Svavars Gestssonar, sem og eig-
inkonu hans, Guðrúnar Ágústsdótt-
ur, forseta borgarstjórnar Reykja-
vikur. Það kann að skipta verulegu
máli.
„Ég er með minn hóp bak við mig
og er hvergi bangin, jarðvegurinn
virðist vera frjór," sagði Bryndís
Hlöðversdóttir. Hún barðist gegn
hólfa- eða kassafyrirkomulaginu,
vildi hafa opið milli. „Þannig hefði
samfylkingin orðið miklu trúverð-
ugri,“ segir Bryndís.
Árni Þór Sigurðsson segir að
kjörið leggist vel í sig. Mikilli vinnu
var að ljúka á skrifstofu hans við
Lækjartorg í gær. Hann segist hafa
haft harðsnúið lið sem hefur aðstoð-
að hann undanfarnar tvær vikur.
í kassa Alþýðubandalagsins: Am-
ór Pétursson, Árni Þór Sigurðsson,
Bryndís Hlöðversdóttir, Elísabet
Brekkan, Guðrún Sigmjónsdóttir,
Heimir Már Pétursson, Herbert
Hjelm, Magnús Ingólfsson, Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson.
Alþýðuflokkskassinn:
Mörg og ólík egg
Össur Skarphéðinsson stefnir á
sigur í prófkjörinu og margir spá
honum toppsætinu á lista samfylk-
ingar í vor. Hann hefur greinilega
mikinn byr, ekki síst meðal yngri
kjósenda, samanber heilsíðuauglýs-
ingu með nöfnum 500 ungra stuðn-
ingsmanna. Vitað er að Össur skor-
ar í fleiri hópum, jafnt innan Al-
þýðuflokksins, sem hann hefur unn-
ið fyrir í 9 ár, sem og utan flokksins
og inn í raðir fyrrverandi félaga í
Alþýðubandalaginu. „Ég er að
keppa við Jóhönnu um efsta sætið í
Alþýðuflokkshólfinu. Hún er mikil-
hæfur stjórnmálamaður sem aug-
ljóslega hefur góðan stuðning," seg-
ir Össur. Hann segir að undirtektir
við prófkjörið í heild bendi til að
sameiginlega framboðið nái mun
betri árangri hjá ungu fólki í vor en
kannanir hafa gefið til kynna. Hann
bendir á Vilhjálm H. Vilhjálmsson í
Alþýðubandalagshólfinu sem hafl
spriklað af miklu fjöri og náð miklu
fylgi meðal yngri kjósenda.
Ungur maður í kratahólfinu er
Magnús Árni Magnússon alþingis-
maður, sem tók við þingsæti Ástu
heitinnar Þorsteinsdóttur í vetur.
Hann er spurningarmerki í barátt-
unni, hefur unnið vel, og ætti að
njóta kratagena og mikillar vinnu
fyrir flokkinn um árabil. Spennandi
verður að fylgjast með árangri hans
í prófkjörinu.
Ljóst þykir að Jóhanna Sigurðar-
dóttir muni sópa að sér atkvæðum.
Hún segist stefna á að leiða fram-
boðslistann í vor. Spumingin er
hvort eðalkratar hafa fyrirgefið
henni brotthlaupið úr flokknum á
sínum tíma, sem olli mikilli upp-
lausn í Alþýðuflokknum. „Ég er úti
á meðal fólks, á akrinum ef svo má
segja, og finn góðar undirtektir á
vinnustöðum og úti á götunni,"
sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Hún
hefur kosningamiðstöð í Sóknar-
salnum í Skipholti 50a og þar hefur
verið stríður straumur af fólki.
Aðspurð hvort segja mætti að
hún væri komin „heim“ sagði Jó-
hanna: „Ég er komin heim ef það
hefur tekist að sameina jafnaðar-
menn og félagshyggjufólk. Ég lagði
upp með þetta 1995, sameiningu
vinstri manna. Ég er því afar ánægð
að sjá svo stórt skref stigið í þá átt.“
Hún segist vilja líta á alla frambjóð-
endur sem eina heild, ekki hugsa
um fólk í hólfum. Hún fyndi að fólk
hugsaði á sömu nótum, það vildi
helst kjósa af einum lista og þannig
yrði það næst.
Jóhanna viðhafði þau fleygu orð
um árið að sinn tími mundi koma.
Hún segir að sá tími sé að renna
upp. „Við skulum sjá til á laugar-
daginn," sagði Jóhanna Sigurðar-
dóttir.
Jakob Frimann Magnússon Stuð-
maður lætur að sér kveða í próf-
kjörsslagnum, gefur kost á sér í
annað sætið í Alþýðuflokkshólfinu.
Hann fékk óvæntan en umdeildan
stuðning frá sendiherra íslands í
Washington, Jóni Baldvin Hanni-
balssyni. Jakob segir að þetta bréf
formannsins fyrrverandi hafi farið
eitthvað i taugarnar á keppinautun-
um.Bréfið sé sér mikils virði og
ekki skipti hann sér af því hverjir
skrifa upp á fyrir Ástu og Mörð.
Jakob er eðalkrati til fimmtán ára
og á kosningaskrifstofu hans má
greina gamla „tindáta" úr starfi Al-
þýðuflokksins til margra ára. Jakob
og frú Ragnheiður búa tvöföldu búi,
öðru í Hafnarfirði en hinu í Ful-
ham, sem hann kallar Litlu-Reykja-
vík. Hann segist vongóður og gangi
glaður til leiks, tilbúinn að flytja al-
farið heim gerist þess þörf. Reykja-
vík sé ein skemmtilegasta borg
heims.
í kassa Alþýðuflokksins: Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, Borg-
þór Kjærnested, Hólmsteinn Brekk-
an, Jakob Frímann Magnússon, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Magnús Árni
Magnússon, Mörður Árnason, Stef-
án Benediktsson, Össur Skarphéð-
insson.