Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 28
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 DV JjV LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 Helgi Þór fyrir framan hótelið glæsilega. Helgi Þór Jónsson í Hótel Örk: Umsvifamikill verktaki Áður en Helgi Þór Jónsson byggði Hótel Örk var hann verktaki í álver- inu í Straumsvík og til dæmis með mikinn byggingarkrana þar. 1986 keypti hann 44% hlut Flugleiða í Arnarflugi og sama ár byrjar hann byggingu hótelsins í Hveragerði. Sumir töldu að á bak við Helga Þór væru fjárfestar, íslenskir og erlend- ir, en Helgi Þór neitar því í viðtali við Helgarpóstinn og segir að hann hafi selt stórar fasteignir í Kópavogi og Reykjavík og tekur fram að bygg- ingarkostnaður hótelsins verði milli 150 og 160 milljónir sem var helm- ingi lægra en þær tölur sem fjöl- miðlar höfðu birt. Hallar undan fæti í ársbyrjun 1987 er Hótel Örk vígð en strax það ár fór að bera á vand- ræðum í rekstri. Um haustið fór fram fyrsta nauðungarsalan. Næsta ár reyndi Helgi að bjarga fyrirtæki sínu og um haustið tilkynnti hann að hann hefði fengið tilboð frá er- lendu fyrirtæki í 49% hlut í hótel- inu. Síðasta uppboðið fór fram 6. október 1988 og bauð hlutafélag Helga Þórs og ijölskyldu, Hótel Örk hf., 230 milljónir og var það hæsta tilboðið. Framkvæmdasjóður var hins vegar með næsthæsta tilboð og var því tekið. f víking til Svíþjóðar Eftir þetta fór Helgi Þór aftur að vinna sem verktaki í sandblæstri og ryðvöm i álverinu í Straumsvík auk þess sem hann aðstoðaði verktaka við byggingu nýrrar bryggju við álverið. Fyrir nokkrum árum hélt hann síðan í víking til Svíþjóðar þar sem hann vinnur nú við sandblástur. Herluf Clausen í denn. Herluf Clausen átti Laugaveginn: Breytt staða skattakóngs Herluf Clausen var goðsagnavera í íslensku viðskiptalífi; allir þekktu nafnið og vissu að það stóð fyrir mik- ið peningavit en enginn þekkti mann- inn á götu. Hann var heildsali og tal- ^að var um að hann léti peningana vinna fyrir sig. Hann var um árabil einn stærsti innflytjandi á tískufatn- aði til landsins en er þekktastur fyrir fjármálaviðskipti sín. Árið 1989 var hann skattakóngur í Reykjavík með um það bil 1,7 milljón- ir króna á mánuði og skaut þar sjáif- um Þorvaldi Guðmundssyni ref fyrir rass. í grein sem er rituð í tilefni af þeirri nafnbót er sagt að Herluf sé hlé- drægur, frekar feiminn, laus við allt sem heitir hroki og sérstaklega prúð- ur. Enn fremur er sagt að hann forð- ist sviðsljósið eins og heitan eldinn og sé huldumaður. Úr steiktum lauk í stór- eignir Herluf byrjaði viðskiptaferil sinn á þvi að flytja inn steiktan lauk. Seinna varð hann mjög umsvifamikill i fjár- málaviðskiptum sem fólust að miklu leyti í því að hann leysti út vörur fyr- ir kaupmenn og tók veð í eignum þeirra fyrir. Talað var um að Herluf Clausen ætti allan Laugaveginn en hann hafði fjárhagsleg ítök í allt að þriðjungi verslana á Laugavegi. Þegar harðna fór á dalnum hjá Laugavegskaupmönnum varð Herluf að leysa til sín eignir kaupmannanna en vegna kreppunnar varð erfitt að koma þeim í verð. Þessar aðstæður leiddu til gjaldþrots árið 1995. Af sem áður var Herluf er svo lánsamur að vera giftur vel stæðri konu, Sigríði Ingv- arsdóttur, sem er stundum orðuð við ísbjöminn en er með umboð fyr- ir Sotheby’s á íslandi. Hún keypti hús Herlufs á uppboði þegar hann var lýstur gjaldþrota og búa þau þar enn. Árið 1997 var staða gamla skatta- konungsins breytt, miðað við það sem áður var, þar sem hann var með einungis 66.666 kr. á mánuði. DV grennslast fyrir um hvar fjármálamennirnir eru: Horfnir mógúlar Segja má aö síöasti áratugur hafi einkennst af stórum nöfnum í fjárfestingum og á fjár- málamarkaöi. Nöfn flugu upp á stjörnuhimininn en hröpuöu mörg hver niður með látum. ís- lenskur veröbréfaheimur var þá í mótun og vegurinn milli hins löglega og ólöglega var illa merktur og vandrataöur. Sumir voru líka ratvísari en aörir. Hér má sjá nokkra þeirra sem mjög voru umtalaöir í fjármálaheiminum á sínum tíma. Þaö skal tekiö fram aö meö þessari umfjöllun er ekki veriö aö setja þessa einstaklinga undir einn og sama hatt. Svavar blaðar í Financial Times á meðan allt lék í lyndi. Svavar Egilsson: Frá Camp Knox til Englaborgarinnar Svavar Egilsson er ólíkur mörgum athafnamönnum hvað varðar ættar- tengsl í viðskiptum. Svavar er fæddur í braggahverfinu Camp Knox. Hann var einn af eigendum Jöfurs, átti Naustið, Hótel Geysi, Hótel Höfða, ís- lenska myndverið og var aðaleigandi Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar og Pólaris. Vegna viðskipta sinna var hann löngum nefndur pappirstígris- dýr. Ferðamiðstöðin varð gjaldþrota árið 1992 og nokkru síðar fór Svavar úr landi. Einnig má nefna að þegar Arnar- flug var að sigla í strand stóð lengi til að hann keypti 200 milljóna króna hlut og fengi þar með meirihlutann í fyrirtækinu en ekki varð af því. Myndbandaleigur í LA Samkvæmt heimildum DV er J&avar Egilsson nú í Los Angeles þar sem hann rekur myndbanda- leigur og heyrst hefur að hann sé að byrja rekstur bilaleigu. Jón Óttar Ragnarsson á Stöð 2: Megrunarmógúllinn Jón Óttar Ragnarsson var einn af stofnendum Stöðvar 2 árið 1986 sem braut blað í íslenskri sjónvarpssögu. Hann var sjónvarpsstjóri til ársins 1990 þegar dró til tíðinda í rekstri stöðvarinnar. Verzlunarbankinn hafði áhyggjur af rekstrinum en Stöð 2 skuldaði bankanum þá mikið. Jón Óttar vildi þá fá nýja hluthafa og halda óbreyttu rekstrarformi en svo fór að hann hafði ekki stuðning til þess. Herbalife-kóngurinn Skömmu eftir að Jón Óttar fór frá Stöð 2 hélt hann til Ameríku. Hann gaf út bók þar sem hann rakti sögu sína en eftir það bar lítið á Jóni Ótt- ari í íslenskum fjölmiðlum. Það var ekki fyrr en fyrir um það bil tveimur Jón Óttar í fyrstu útsendingu Stöðv- ar 2. árum sem fregnir tóku að berast um Herbalife, megrunarlyf sem leyst gæti vanda allra sem við aukakílóin stríddu. Á bak við Herbalife var gam- alkunnugt andlit Jóns Óttars. Herbalife hefur náð miklum vin- sældum á íslandi og annars staðar og er talið að Jón Óttar hafi auðgast vel á megrun manna. Hermann Björgvinsson okurlánari: Væri kallaður verðbréfastrákur í dag Gífurlegt fjölmiðlafár var í kringum okurlánara um miðjan síðasta áratug. Mest var það í kringum Hermann Björgvinsson okurlánara. Hermann var með aðstöðu sína á annarri hæð í húsinu við Hafnarstræti 20 í Reykjavík þar sem nú er meðal annars til húsa fjárfestingarfélag og lögmannastofur. Hermann starfaði lengi hjá Hrafni Backman, frænda sínum, sem rak með- al annars Kjötmiðstöðina. Þaðan hellti hann sér út í að stofna eigið fyrirtæki, Verðbréfamarkaðinn, og byrjaði að veita mönnum lán, svokölluð okurlán. Handtekinn og dæmdur Á þeim tímum sem ríkið ákvað hverjir vextirnir voru lánaði Hermann þeim sem vildu gegn hærri vöxtum. Kunnugir segja að nú væri Hermann einungis einn af verðbréfastrákunum þótt hann hafi hlotið óvægna umfjöllun í þann tíð sem hann var handtekinn og dæmdur. Seðlabankinn mun hafa vitað um starfsemi Hermanns í einhvern tíma áður en ráðist var tU inngöngu. Við húsleit hjá Hermanni fannst á þriðja hundrað miUjón króna en 182 miUjónir af þvi voru í formi tékka frá Sigurði Kárasyni. Sá tékki reyndist innstæðu- laus og sagði Sigurður í fréttum að hann hefði einungis verið „lausleg skuldaviöurkenning" og viðurkenning á „ótflteknum skuldum“. Við rann- sóknina kom einnig í ljós að Hermann var gjaldþrota og hundruð miUjóna vantaði upp á að hann gæti staðið und- ir skuldum og kröfum. Leigubílstjóri í dag Nú fer minna fyrir Hermanni. Hann ekur leigubíl og býr í blokkaríbúð. Það eina sem lifir eftir í minningunni um hann er að hann var okurlánari og rak starfsemi sem væri ekki litin jafnalvar- legum augum í dag. Hermann í réttarsalnum Edda Helgason hjá Handsali: Úr verðbréfum í veiðileyfi Edda Lína Helgason var einn af stofnendum verð- bréfafyrirtækisins Handsals sem stofnað var árið 1991 og er enn starfandi. Edda hætti sem framkvæmdastjóri þess árið 1995 og skflaði inn leyfi sfnu tU verðbréfamiðl- unar. Þá hélt hún tU London þar sem hún rak fyrirtæk- ið Sleipnir Investors sem fór á hausinn. Samkvæmt upplýsingum DV býr Edda nú um stund- ir hér á landi. Hún og faðir hennar, Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, tóku Hofsá á leigu og er Edda að selja veiðUeyfi i hana. -sm Edda Helgason á upphafsárum Handsals. Kristinn Sigtryggsson í Arnarflugi: Úr flugvélum í fisk Kristinn Sigtryggsson var fram- kvæmdastjóri Arnarflugs frá árinu 1987 tU 1990 eða aUt þar tU það fór á hausinn. Fjórum árum síðar komst Kristinn aftur i fréttir þegar Emerald Air var stofnað í Belfast á írlandi. Ári síðar hóf félagið starfsemi. Emerald Air fék meðal annars lán upp á rúmlega 90 mUljónir hjá Líf- eyrissjóði bænda og hafði framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins mUligöngu um það. Hann var síðar dæmdur fyrir um- boðssvik. Rekstur fyrirtækisins var aUa tíð brösóttur. Erfiðlega gekk að fá flugleyfí á nafni Emerald Air hjá breskum yfirvöld- um þannig að flugfélagið varð að leigja flugvélar af öðrum flugfélögum. í bréfi sem einn íslenskur hluthafi skrifaði öðr- um hluthöfum, en aldrei var sent, kom fram að maðurinn við stjórnvölinn réð ekki við verkefni sitt. Svo fór að Activa, eignarhaldsfélag Emerald Air, varð gjaldþrota. í útgerð í Úganda Kristinn er nú í Úganda þar sem hann stundar útgerð á Viktoríuvatni. Kristinn tekur sér frí frá atinu í Arn- arflugi. Ármann Reynisson kemur út úr dómsalnum. Ármann Reynisson í Ávöxtun sf.: Listhneigður bissnessmaður Eitt eftirminnilegasta fjármála- fyrirtæki íslandssögunnar er Ávöxt- un sf. og er það ekki af góðu. Árið 1982 stofnaði Ármann Reynisson fyrirtækið með tveimur félögum sínum og hóf viðskipti. Árið 1986 var fyrirtækið sakað um ólöglega innlánastarfsemi og var þess krafist að það stofnaði verðbréfasjóð svip- aðan því sem tíðkaðist hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum. Á svipuðum tíma fengu eigendur fyrirtækisins leyfi viðskiptaráðuneytisins til að reka verðbréfafyrirtæki. Hallar undan fæti Ávöxtun sf. hafði engan bakhjarl og stóð því völtum fótum þegar Ólaf- ur Ragnar Grímsson, þáverandi íjármálaráðherra, lýsti því yfir í fjölmiðlum að tveir verðbréfasjóðir stæðu tæpt, en vildi ekki gefa upp hverjir það væru. Þá hópaðist fólk til Ávöxtunar og vildi leysa út bréf- in sín sem þeim hafði verið tjáð að væru innleysanleg samdægurs. í þetta sinn var fólki sagt að hringja seinna. Sjóðir Ávöxtunar námu að sögn fyrirtækisins um 400 milljónum króna en kunnugir segja að það hafi verið verulega ofáætlað. Hlutdeild- arhafar voru 1100. Þegar allir vildu taka út á sama tíma varð ljóst að sjóðirnir voru allt of stórir miðað við að fyrirtækið hafði engan sterk- an bakhjarl. Sjóðimir fóru því á hausinn. Mikil umræða var um það á sínum tíma hvort bankaeftirlitið hefði haft vitneskju um stöðu Ávöxtunar til lengri tíma og hvort ekki hefði verið gripið nægilega snemma inn í atburðarásina. Ekki er víst að viðskipti Ávöxtun- ar þættu góð latína í dag. Til að ávaxta peninga sjóðshafa var fjár- fest í lélegum íbúðum og þær gerð- ar upp til að selja á almennum markaði. Mikil eftirmál urðu vegna þessara íbúðakaupa, s.s. vanskil kaupenda. Einnig var fyrirtækið komið inn í rekstur bakarís. 100 milljónir voru greiddar til baka til hlutdeildarhafa í sjóðunum. Þekktur fyrir veislur Ármann Reynisson var sérstakur viðskiptamaður. Hann var mjög íhaldssamur í klæðaburði, mjög list- hneigður og lifði glæstu lífi. Hann safnaði listaverkum og fylgdist vel með leiklist og tónlist. Veislur hans vora vel þekktar vegna glæsileika og þá ekki sist fyrir gestina sem vora ekki af verri endanum, meðal annarra biskupar og seðlabanka- stjórar. Þekking Ármanns á veisl- um og samkvæmislífi nýtist Ár- manni vel í dag en hann rekur veisluþjónustu. Sigurður Kárason leikur sér á upphafsárum Tívolísins í Hveragerði. Sigurður Kárason íTívolíinu: Skrautlegt í Skemmtigarðinum Sigurður Kárason var eitt af undra- bömum fjárfestinganna á síðasta ára- tug. Hann byrjaði með spilasal í Brautarholti en um 1985 fór hann út í rekstur tívolís, fyrst á Melavellinum í Reykjavík og síðan eins og frægt er orðið í Hveragerði. Á svipuðum tíma keypti hann ásamt félaga sínum Hótel Borg. Fyrst um sinn ráku þeir það sjálfir en þegar í óefni var komið tók Ólafur Laufdal yfir reksturinn. Það endaði þó með nauðungaruppboði og Borgin var slegin fyrri eigendum árið 1989. Rekstarfélag tívolísins hét Skemmtigarðurinn hf. og þegar harðna tók á dalnum i rekstrinum leitaði Sigurður til ýmissa aðila og bað þá að gerast hluthafa í ævintýr- inu. Sumir töldu sig hafa verið blekkta til fylgilags. Aðalfundir ár- anna 1986 og 1987 vora ekki haldnir fyrr en einn hluthafinn fékk stuðning viðskiptaráðuneytis til að krefjast þess að þeir yrðu haldnir. Á þeim fundi var kjörin ný stjórn sem síðan rak Sigurð úr starfi framkvæmda- stjóra. Því mótmælti Sigurður, á þeim forsendum að fundurinn hefði verið ólöglegur. Þrátt fyrir viðleitni nýrrar stjórnar til að rétta af fjárhaginn fór að lokum svo að tívolíið varð gjald- þrota og rekstrinum var hætt. 800 milljóna tákki Margir höföu furðað sig á því hversu mikla peninga Sigurður Kárason hafði handa á milli. Skýr- ingin kom ekki fyrr en árið 1997, þegar í ljós kom að Sigurður hafði haft milljónir af ekkju Arons Guð- brandssonar, forstjóra Kauphallar- innar. Talið er að það hafi runnið til fjárfestinga Sigurðar fyrr á árum. Einnig kom til sögunnar maður að nafni Hermann Björg- vinsson sem nefndur var okurlán- ari. Sigurður fékk lán hjá honum og til tryggingar lét hann honum í té tékka upp á tæpar 200 milljónir sem á núvirði er um 800 milljónir. Sá tékki var innstæðulaus. Áfrýjaði til Hæstaréttar Sigurður var dæmdur fyrir að svíkja fé út úr ekkju Arons í héraðs- dómi fyrir nokkram mánuðum. Sig- urður fékk 20 mánaða dóm en áfrýj- aði honum til Hæstaréttar. -sm rf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.