Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 18
18 hags FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 Viðbótarlífeyrissparnaður getur verið í uppnámi við gjaldþrot: Ekki tryggt að Ábyrgða- sjóður ábyrgist 2,2% Ekki er hægt að reiða sig á að Ábyrgðasjóður launa, sem tryggir launþegum launagreiðslur og lög- boðnar lífeyrisgreiðslur verði launagreiðandi gjaldþrota, ábyrgist lífeyrissparnað umfram 10% af heildarlaunum, þ.e margumtalaðan 2% viðbótarlífeyrissparnað. Vörslu- 2,2% í uppnámi við gjaldþrot Lífeyrisiðgjöld 4% 6% Abyrgðasjóöur launa Vörsluaðili iðgjalda Gjaldþrot Viðbótarlífeyrissparnaður 0,2% 2% ? RU :i!\,iC;\ Gjaldþrot hafi (lífeyrissjóður eða fjármálafyr- irtæki) ber ekki ábyrgð á innleggi sem launagreiðandi hefur dregið af launum rétthafa en ekki staðið skil á til vórsluhafa, m.a. vegna gjald- þrots. Þetta kemur fram í athugasemd- um og fyrirspurnum sem ótilgreind- ur lífeyrissjóður sendi Fjármálaeftir- litinu í kring um áramót. Þar segir einnig að inn- legg á séreign- arsparnað beri vexti frá inn- borgunardegi og að vörslu- hafi (lífeyris- sjóður eða fjár- málafyrirtæki) beri ekki ábyrgð á inn- leggi sem launagreiðandi hefur dregið af launum rétt- hafa en ekki staðið skil á til vörsluhafans. 1 svari Fjár- málaeftirlits- ins er tekið undir þetta mat. Segir að Vörsluaðili iðgjalda ákvæði þriðja kafla nýju lífeyris- sjóðslaganna eigi ekki við um sér- eignarsparnað. Segir orðrétt í svari þeirra: „Eðli séreignarsparnaðar sam- kvæmt lögum nr. 129/1997 er slíkt að telja verður að réttur verði ein- ungis byggður á þeim framlögum sem sannarlega er skilað til við- komandi sérseignarsjððs sam- kvæmt samningi um séreignar- sparnað. Verði misbrestur á skilum framlaga til sjóðsins af hálfu launa- greiðanda er það rétthafa sam- kvæmt samningi að krefjast úrbóta með þeim leiðum sem tútækar eru og rétthafi ber kostnað sem af því kann að hljótast." Þetta þýðir að launþeginn verður sjálfur að sjá til þess að iðgjöldin skili sér og stendur sjálfur straum af þeim aðgerðum. Hluti af launum? Þeir sem hins vegar telja öruggt að Ábyrgðasjóður launa ábyrgist viðbótarlífeyrissparnaðinn segja að á meðan launagreiðandi hafi ekki staðið skil á framlaginu til vörslu- aðila megi lita á að það sé enn hluti af launum. Af samtölum DV að ráða hefur ekki fengist nein samræmd niðurstaða þeirra aðila sem að mál- inu koma. Vist er að reyna mun á þessi at- Talið fram á Netinu: Hafið öll gögn Áður en talið er fram á tölvunni er betra að hafa öll gögnin tilbúin, svo sem launamiðana. Eyðublöðin fást í gegnum Netið jafnóðum og talið er fram. Ljúka verður framtalinu. Ekki er hægt að geyma hálfútfyllt framtal í tölvunni til að taka fram síðar á skjánum. Hjón veröa bæði að Jjúka framtalinu og senda í einu lagi enda fá þau sama veflykil. Veflykillinn fellur úr gildi þegar búið er að senda. Ekki er hægt að kalla framtalið upp til að gera breytingar. Öll samlagning er sjálfkrafa í tölvuframtal- inu. Ekki er hægt að færa inn í einstaka reiti fjárhæðir sem eru umfram leyfilegt hámark. Ekki er hægt að færa út frádrátt, t.d. vegna dagpeninga, nema viðeigandi eyðublað hafi verið útfyllt. Þá færist niðurstaðan sjálfkrafa í reit fyrir frádrátt. Prentað og sent Þeir sem telja fram á Netinu ættu að hafa eft- irfarandi í huga: Munið að prenta út afrit eftir hverja síðu. Farið vel yfir útprentunina til að aðgæta að allt sé í lagi. Ekki er hægt að prenta út eftir að búið er að senda. Smellið á hnappinn senda framtal. Þá kemur upp gluggi þar sem aftur þarf að slá inn veflykilinn. Staðfestið sendingu með því að smella á staðfesta. Eftir að framtalið hefur verið sent er ekki hægt að kalla það fram á skjáinn á ný. Framteljandi fær kvittun og móttökunúmer á skjáinn þar sem móttaka framtals- ins er staðfest. Ef sendingin gengur ekki fær framteljandi ábendingu þar um ásamt upplýsingum um hvað veldur. -hlh Tölvufyrirtækin enn á toppnum: Afkomutalna beðið með eftirvæntingu Bjartsýnin hefur verið mikill drifkraftur í hækkun á hlutabréfum í tölvufyrirtækjum. Hef- ur bjartsýnin og miklar hækkanir leitt af sér þá spurningu hvort hlutabréf í þessum fyrirtækj- um sé ofmetin. Eins og sjá má hér i opnunni skiptast menn í nokkuð jafnar fylkingar í af- stöðu sinni til þeirrar spurningar. En nú bíða menn spenntir eftir afkomutölum þessara fyrir- tækja. Nýherji SS? Verðbréfá yfir síðasta ár nú í vik- u n n i . Skýrr birt- ir sínar 11. febrúar og Opin kerfi 22. febrúar. Ekki er enn v i t a ð h v e n æ r Tölvuval opinberar síðasta ár í tölum. Talið er að afkomutölurnar muni skýra línurnar mjög í þessum geira verðbréfavið- skipta. Skýrr er sem fyrr efst á listanum yfir þau fyr- irtæki sem hækkað hafa mest. Gengi Nýherja lækkaði um 10% í síðustu viku en hækkaði síð- an jafnmikið í þessari. Þróunarfélagið er hluta- bréfasjóður með ahnennri hækkun. Ekki er víst hvað veldur hækkun Lyfjaverslunar íslands. -hlh upp- og niðurleið - síðastliðna 30 daga - Skýrr hf. Nýherji hf. Opln kerfl hf. Þróunarfélagið hf. Lyfjaverslun íslands hf. Hlutabréfasjóðurinn íslensklr Húsnæðlsbréf Stálsmiðjan hf. Ishaf hf. Plastprent hf. aðalverktakar hf. 2. fl. 1996 -3% -1% ¥ riði fyrr en síðar en þangað til er viðbótarlífeyrissparnaðurinn í upp- námi við gjaldþrot. Skýrar línur Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir umræðu um ábyrgðasjóð launa og viðbótarlífeyrissparnað hafa átt sér stað en staðan sé enn óljós. „Ef eitthvað er óskýrt í lögun- um er ekki um annað að ræða en breyta þeim. Enda geri ég ráð fyrir að fyrir því sé fullur vilji." Sesselja Árnadóttir, stjórnarfor- maður Ábyrgðasjóðs launa, segir lögin um sjóðinn ekki taka á þessu atriði með beinum hætti enda séu þau frá 1993 og ýmislegt hafi breyst í lífeyrismálum siðan. Fylgist með Hér er alls ekki verið að ráða fólki frá því að spara aukalega 2% af tekjum sínum. Uppnám í lífeyris- sjóðsgreiðslum við gjaldþrot undir- strikar hins vegar mikilvægi þess að launþegar fylgist með því að launagreiðandi standi skil á öllum lífeyrisiðgjöldum, bæði lögboðnum 10% og frjálsum viðbótarlífeyris- sparnaði upp á 2,2%. -hlh Oruggt að skila sjálf í hamagangi sem tengist fram- talsgerð hjá sumum endurskoð- endum um þessar mundir getur eitt og annað farið úrskeiðis. Elín, sem segir frá hér á siðunni, þurfti einu sinni á aðstoð endur- skoðanda að halda og skildi fram- talið eftir hjá honum eftir um hálftímafund sem kostaði 5.000 krónur. Átti endurskoðandinn að ganga frá framtalinu og skila því til skattstjóra. Það fórst hins veg- ar fyrir og var framtalinu ekki skilað fyrr en 23. júní. Þetta kost- aði miklar bréfaskriftir og fyrir- höfn. Þegar upp var staðið var hálftíminn hjá endurskoðandan- um orðinn mjög dýr. Elín segir þessa reynslu hafa kennt sér að fólk eigi sjálft að skila framtölum sinum þó endurskoðandinn gangi frá þeim. Enda sé það á ábyrgð framteljanda að framtalið berist tímanlega til skattstjórans. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.