Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 Afmæli i>v Þorgrímur Þorgrímsson Þorgrímur Þorgrímsson verslun- armaður, Skildinganesi 23, Skerja- firði, er sjötlu og fimm ára í dag. Starfsferill Þorgrímur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Unnarstíginn auk þess sem hann var i sveit á sumrin í Mjóanesi í Þingvallasveit og á Reykjahvoli í Mosfellssveit. Hann var í Landakotsskóla til tíu ára ald- urs og þar á eftir í Miðbæjarskólan- um, brautskráðist úr VÍ 1942 og stundaði framhaldsnám í verslunar- fræðum, spænsku, ensku og blaða- mennsku við Rider College í Trent- on í New Jersey í Bandaríkjunum. Þorgrimur var sem strákur við saltfiskbreiðslu á Baldursstöð við Skerjafjörð, var fisksendill hjá Kristni Magnússyni og bar út póst í aukavinnu. Hann var hjálparkokk- ur á togaranum Baldri á síldveiðum og síðar háseti á sama skipi, en það sigldi til Englands á stríðsárunum. Þorgrímur starfaði á skrifstofu síldarverksmiðjunnar á Djúpuvik sumarið 1940, hjá heildversluninni Columbus í Reykjavík 1942, starfaði hjá Fiskimálanefnd 1945, skipulagði afgreiðslustöð ms Laxfoss í Reykja- vík 1945 og starfrækti hana fyrsta árið fyrir skipafélagið Skallagrím hf. í Borgar- nesi og starfaði hjá fyrir- tækinu Gísli Halldórsson hf. 1947. Þorgrimur hefur starf- rækt eigið fyrirtæki, heildverslunina Þ. Þor- gímsson & Co, frá 1942 með tveggja ára hléi. Þá starfrækti hann í þrjátíu og þrjú ár verksmiðjuna Varmaplast, sem fram- leiddi plasteinangrun til húsa. Þorgrímur sat í stjórn Sálarrann- sóknarfélags íslands um árabil frá 1977, sat í stjórn Alliance Francáise 1990, er einn af stofnendum Club Romania, félags áhugamanna um rómönsk tungumál, og var ræðis- maður Chile 1977-92. Fjölskylda Þorgrimur kvæntist 30.8. 1951 Jó- hönnu Kjartansdóttur Örvar, f. 26.7. 1927, frístundamálara og frístunda- ljósmyndara. Hún er dóttir Kjartans Guðjóns Tómassonar Örvar, f. 23.1. 1892, d. 26.9. 1970, yfirvélstjóra við rafstöðina við Elliðaár, og k.h., Clöru Birgette Örvar, f. Hyrup 12.8. Þorgrímur Þorgrímsson. 1896, d. 21.3. 1980, hús- móður. Börn Þorgrims og Jóh- önnu eru Hanna Þóra, f. 1952; Hrafnhildur, f. 1954; Þorgrímur Þór, f. 1956, kvæntur Elisabet Saguar, f. 1956, og eru börn þeirra Astrid Elisabet og Daníel Þór. Systkini Þorgríms eru Margrét, f. 8.12. 1913, ekkja eftir Þórodd Odds- son menntaskólakennara sem lést 1986; Guðrún, f. 13.11. 1915, d. 1.9. 1936;Ólafía, f. 10.12. 1916, d. 1998, var gift Kjartani Ragnars stjórnarráðsfulltrúa; Ólöf Jóna, f. 27.10.1919, d. 13.12.1941; Sig- urður, f. 11.6. 1911, fyrrv. yfirhaf- sögumaður, kvæntur Þóru Stein- grímsdóttur; Hjalti Jón Þorgríms- son, f. 30.7. 1926, fyrrv. stýrimaður, kvæntur Eyrúnu Eiríksdóttur. Foreldrar Þorgríms voru Þor- grímur Sigurðsson, f. 3.10. 1890, d. 31.8.1955, togaraskipstjóri, lengst af á Baldri, og Guðrún Jónsdóttir Mýr- dal, f. 17.1. 1890, d. 21.3. 1970, hús- móðir. Ætt Þorgrímur skipstjóri var sonur Sigurðar, sjómanns i Vik og að Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd, bróður Gísla að Minna- Knarrarnesi, fóður Sigurðar loft- skeytamanns og Ingibjargar, móður Sigurðar loftskeytamanns, Eiríks, loftsteytamanns og rafvirkja og Sig- urbogar, magisters í frönsku, þýsku og málvísindum, Jónsbarna. Sigurð- ur í Vik var sonur Sigurðar Gisla- sonar. Móðir Þorgríms skipstjóra var Margrét Magnúsdóttir frá Auðnum á Vatnsleysuströnd. Guðrún var hálfsystir Sigurjóns Mýrdal skipstjóra, afa Garðars Mýr- dal, yfireðlisfræðings við Landspít- alann. Guðrún var dóttir Jóns Mýr- dal, bróður Eldeyjar-Hjalta, afa Hjalta Geirs Kristjánssonar for- stjóra. Jón var sonur Jóns, b. á Fossi í Mýrdal, bróður Gísla, langafa Erlends Einarssonar, for- stjóra SÍS, og Jóns Þórs Þórhalls- sonar, forstjóra SKÝRR. Annar bróðir Jóns var Gunnlaugur Foss- berg, afi Einars Thorlaciusar for- stjóra. Jón var sonur Einars, hrepp- stjóra í Þórisholti, Jóhannssonar. Kristófer Þorgeirsson Kristófer Þorgeirsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, Kveldúlfsgötu 8, Borgarnesi, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Kristófer fæddist að Reykhólum í Barðastrandasýslu, en ólst upp í Litlu-Hlíð og í Flatey á Breiðafirði. Hann var í barnaskóla á Barðaströnd og í Flatey. Á unglingsárunum flutti hann svo með foreldrum sínum í Borgarfjörðinn og srundaði nám við Reykholtsskóla. Kristófer stundaði garðyrkjustörf á Laugalandi í Stafholtstungum. Þá sá hann um rekstur sundlaugarinnar á staðnum, fyrir Ungmennafélag Staf- holtstungna. Kristófer átti heimili á Laugalandi á árunum 1946-73. Hann flutti þá í Borgarnes og hóf störf hjá Vegagerð ríkisins, þar sem hann hefur lengst af verið verkstjóri. Kristófer er enn að stórfum hjá vegagerðinni og hefur því starfað þar í tuttugu og fimm ár. Kristófer hefur verið virkur í fél- agsmálum, áhugasamm- ungmenna- félagi um árabil, starfar i Lionshreyf- ingunni og hefur sungið með kórum. Fjölskylda Kristófer kvæntist 27.12. 1951, Ólinu Jóhönnu Gisladóttur, f. 11.8. 1929, húsmóður og matráðskonu hjá Vegagerðinni i Bogarnesi. Hún er dóttir Gísla Einars Jóhannessonar, bónda og hreppsrjóra í Skáleyjum á Breiðafirði, og Sigurborgar Ólafsdótt- ur húsfreyju, en þau létust bæði árið 1984. Börn Kristófers og Ólinu Jóh-önnu eru Björg Hólmfriður Kristófersdótt- ir, f. 8.5. 1952, kennari í Borgarnesi, gift Þórði B. Bachmann, f. 9.7. 1949, rafvirkja, og eru börn þeirra Anna, f. 27.1. 1976, og Kristófer, f. 8.5. 1981; Gisli Kristófersson, f. 12.4. 1955, tré- smíðameistari í Kópavogi, en kona hans er Þóra Ragnarsdótt- ir, f. 25.3.1954, kennari, og eru börn þeirra Georg, f. 25.3. 1978, Ólína Jóhanna, f. 4.6. 1981, og Rúrik, f. 25.2. 1988; Þorgeir Kristó- fersson, f. 10.12.1961, pípu- lagningameistari í Garða- bæ, en kona hans er Inga Áslaug Pétursdóttir, f. 27.4. 1965, tækniteiknari, og eru börn þeirra Kristó- fer, f. 21.8.1987, og Katla, f. 31.10. 1991; Einar Kári Kristófersson, f. 19.6. 1968, málari í Kópavogi, en kona hans er Kolbrún Karlsdóttir, f. 28.5.1970, full- trúi, og eru börn þeirra Fríða Rún, f. 27.5.1992, og Viktor Karl, f. 30.1.1997. Systkini Kristófers eru Júlíus Gunnar Þorgeirsson, f. 8.3. 1925, verkstjóri í Reykjavik, og Ebba Aðal- heiður Eybólín Þorgeirsdóttir, f. 15.9. 1926, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Kristófers eru Þorgeir Kristinn Jónsson, f. 24.3. 1898, d. 23.3. 1977, bóndi, sjómaður og verslunar- maður í Breiðafjarðareyj- um og síðar á Laugalandi, og k.h., Björg Kristófers- dóttir, f. 22.12. 1886, d. 9.3. 1971, húsfreyja. Ætt Þorgeir var fæddur að Felli í Strandasýslu en Kristófer hann var einn af átta Þorgeirsson. börnum Jóns Halldórsson- ar og Pálínu Krisrjáns- dóttur. Björg fæddist á Brekkuvelli á Barðaströnd en foreldrar hennar voru Kristófer Sturluson og Margrét Hákonardóttir. Börn þeirra urðu sautján. Kristófer verður að heiman á afmælisdaginn. Andlát Valdimar Jóhannsson Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi, Fornu- strönd 5, Seltjarnarnesi, lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir þann 27.1. sl. Út- för hans fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Starfsferill Valdimar fæddist að Skriðulandi í Arnarnes- hreppi í Eyjafirði 28.6. 1915 og ólst upp í Svarfað- ardalnum. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1937 og sótti fyrirlestra í ís- lenskri bókmenntasögu við heim- spekideUd HÍ 1938^40. Valdimar var kennari við Sam- vinnuskólann í Reykjavik 1937-1940, var blaðamaður við Nýja dagblaðið 1938, ritstjóri tímaritsins Vöku 1938-39, var skrifstofumaður á Dal- vík veturna 1939-40 og 1940-41, rit- stjóri vikublaðsins Þjóðólfs í Reykj- avík 1941-42, blaðamaður við Al- þýðublaðið 1943-44, ritstjóri Frjálsr- ar þjóðar 1952-53 og formaður Þjóð- Valdimar Jóhannesson. varnarflokks Islands frá stofhun 1953 til 1960. Valdimar stofhaði bóka- útgáfuna Iðunni í Reykja- vík 1945 og var forsrjóri hennar til 1988 er hann lét af störfum sökum heilsubrests. Valdimar sat í stjórn Verkalýðsfélags Dalvikur um skeið, sat í Fræðslu- ráði Reykjavíkur 1954-58, og í stjórn Félags ís- lenskra bókaútgefenda um margra ára skeið. Fjolskylda Valdimar kvæntist 20.6.1942, Ing- unni Ásgeirsdóttur, f. 23.5. 1922, húsmóður. Foreldrar Ingunnar: Ás- geir Theódór Daníelsson, gjaldkeri og hafharstjóri í Keflavik, og k.h., Ólafia Jónsdóttir húsmóðir. Börn Valdimars og Ingunnar: Ás- geir Már, f. 30.10. 1942, prentari og framkvæmdastjóri í Reykjavík; Anna, f. 25.6. 1948, sálfræðingur í Reykjavík; Jóhann Páll, f. 3.5. 1952, bókaútgefandi í Reykjavík. Systur Valdimars: Sigurbjörg, f. 3.3. 1908, d. 24.7. 1971, var gift Guð- mundi Snorrasyni, bifreiðarstjóra á Akureyri; Guðrún, f. 26.1. 1910, d. 5.8.1929; Jóna Júlíana, f. 4.9.1913, d. 19.9. 1984, var gift Árna Lárussyni, verkamanni á Dalvík. Foreldrar Valdimars voru Jó- hann Páll Jónsson, f. 6.4.1878, d. 6.7. 1945, bóndi í Hreiðastaðakoti og að Skriðulandi í Arnarneshreppi og síðar kennari, og k.h., Anna Jó- hannesdóttir, f. 26.7. 1886, nú látin, húsfreyja. Ætt Jóhann var sonur Jóns, b. í Hvammi í Arnarneshreppi, í Sælu og loks á Hjaltastöðum í Svarfaðar- dal, Halldórssonar, b. á Klaufa- brekkum í Svarfaðardal, Halldórs- sonar, b. á Klaufabrekkum, Sigfús- sonar, b. á Melum, Jónssonar. Móð- ir Halldórs Sigfússonar var Sigríður Halldórsdóttir. Móðir Halldórs Hall- dórssonar var Anna Þorleifsdóttir, b. á Klaufabrekkum, Magnússonar, og Steinunnar Asmundsdóttur. Móðir Jóns á Hjaltastöðum var Broteva Gisladóttir, b. á Göngustöð- um, Jónssonar, b. á Göngustöðum Péturssdnar. Móðir Gísla var Brot- eva Sigurðardóttir. Móðir Brotevar Gisladóttur var Guðrún Jónsdóttir, b. á Hverfhóli, Pálssonar og Ingi- bjargar Bjarnadóttur. Móðir Jóhanns Páls var Sigríður Ingveldur Ólafsdóttir, b. á Miðlandi í Öxnadal, Bjarnasonar. Móðir Sig- ríðar Ingveldar var Ingibjörg Jóns- dóttir, b. á Hálsi í Öxnadal, Sigfús- sonar. Anna var hálfsystir, sammæðra, Emils, föður Reginu Thorarensen, fréttaritara DV. Anna var dóttir Jó- hanns Larsens stýrimanns. Móðir Önnu var Guðrún Guð- mundsdóttir, dbrm. og hreppstjóra í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, Hall- dórssonar, b. á Krossastóðum, Jóns- sonar, bróður Jóns, afa Jóns Magn- ússonar forsætisráðherra. Systir Halldórs var Guðrún, langamma Stefáns Jóhanns Stefánssonar for- sætisráðherra. Til hamingju með afmælið 4. febrúar 90ára Guðrún Kristjánsdóttir, Kópavogsbraut la, Kópavogi. 85 ára________________ Guðmundur Auðunsson, Laugarnesvegi 40, Reykjavík. 75 ára________________ Anton Jónsson, Sóltúni 14, Keflavík. Einar Marinó Magnússon, Laugateigi 12, Reykjavík. Jóhanna Þorbjarnardóttir, Einigrund 5, Akranesi. Sigrún Tómasdóttir, Grafarbakka n, Hrunamannahreppi. Sigurður Guðmundsson, Súluholti, Villingaholtshreppi. 70ára Helgi Magnússon, bóndi að Snældubeins- stöðiun, Borgarbyggð. Guðmundur Árnason, Hvanneyrarbraut 29, Siglufirði. Sölvi Aðalbjarnarson, Tjarnarbraut 9, Egilsstöðum. 60 ára________________ Sigurbjörg Sigurðardóttir, Austurgötu 24, Keflavik. I 50 ára Jón Svavar Jónasson blikksmiður, Engimýri 15, Garðabæ. Heiða Karlsdóttir, Dalsgerði 3f, Akureyri. Sigríður Halldórsdóttir, Steinaseli 7, Reykjavík. Unnur Jónsdóttir, Eskihlíð 16, Reykjavík. Valdís Fuinbogadóttir, Hlíðarbraut 3, Blönduósi. Vigfús Árnason, Heiðargerði 30, Reykjavík. 40 ára Árni Valdimarsson, Huldugili 36, Akureyri. Ásbjörn Már Jónsson, Aðalgötu 30, Ólafsfirði. Bára Skæringsdóttir, Selbrekku 2, Kópavogi. Friðrik Aðalsteinn Diego, Hvannhólma 22, Kópavogi. Guðlaug Linda Brynjarsdóttir, Brattholti 5, Hamarfirði. Guðmundur Jakobsson, Öldugötu 29, Reykjavík. Haraldur B. Hreggviðsson, Lágmóa 14, Njarðvik. Inga Sigríður Gunndórsdóttir, Ljósheimum 20, Reykjavík. Marzellíus Sveinbjörnsson, Tangagötu 17, ísafirði. w I FYRSTURMCD l-HCTTIRNAH 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.