Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 27
4 FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 27 Fréttir Það glæsilegasta á landsbyggðinni - segir Guömundur J. Baldursson forstööumaður DV, Akureyri: „Ég var búinn að heyra að húsið væri stórt og mikið en mér datt aldrei neitt þessu líkt í hug. Það finnst ekkert hús á landsbyggðinni sem hægt er að jafha við þetta hvað glæsileik varðar," segir Guðmundur J. Baldursson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfh. Guðmundur kom til Þórshafhar 4. janúar og tók þá við starfinu, en hann hefur áður gegnt sambærilegu starfi bæði í íþróttamiðstöðinni við Mývatn og á Flateyri. Guðmundur segir að möguleikarn- ir fyrir heimamenn séu ótalmargir við nýtingu á húsinu og fólkið hafi strax og opnað var tekið mjög vel við sér. „Fyrstu gestirnir koma hingað í húsið kl. 6.50 á morgnana og allan daginn og langt fram á kvöld er ým- islegt um að vera hér í öllu húsinu. Það hefur ekki verið neitt sparað til að gera þetta allt sem glæsilegast úr garði, öll tæki eru t.d. af bestu og full- komnustu gerð og er sama hvort er horft á tækjasalinn eða á félagsmið- stöðina í því sambandi. Það er altal- að hér á Þórshöfn að húsið muni gjörbreyta öllu mannlífi hér og mér sýnist það þegar vera farið að ger- ast," segir Guðmundur. -gk Þetta er bylting - segir skólastjóri Svalbarðsskóla DV.Akureyri: „Við höfum lengst af orðið að láta okkur nægja að halda sund- námskeið í eina viku á vorin og að keyra til Raufarhafhar um 45 km leið til að krakkarnir komist í sund. Nú er vikulegt sund fyrir alla krakka og þetta er bylt- ing," segir Óskar Grét- arsson, skólastjóri í Svalbarðsskóla, en hann kennir einnig nemend- um skólans sund. Óskar segir að skólinn hafi ekki til þessa haft neina iþróttaaðstöðu. Við höfum bara haft „ Dinulítinn sal sem var "skar a bakkanum og bornin ur Svalbarðsskola i sundlaugmm. DV-mynd gk hugsaður fyrir sveitunga að hittast , Þess í stað höfum við reynt að legt hús hér, þar sem bæði er hægt ef svo bæri undir og þar voru auð- stunda einhverja útiveru með að kenna íþróttir og sund, er stór- vitað engin tæki til íþróttakennslu. krökkunum en að hafa nú glæsi- kostlegt," segir Óskar. -gk Þórarinn Þórisson ásamt hópi krakka sem voru að Ijúka knattspyrnuæfingu í nýja húsinu. DV-mynd gk Viðbrigðin eru ólýsanleg - segir Þórarinn Þórisson leiðbeinandi DV, Akureyri: „Nú er hægt að fara að kenna hér iþróttir en til þessa hefur ekki verið hægt að fylgja námskrá i íþróttum. Við höfum t.d. bara haft sal í félags- heimilinu sem er 125x8 metrar, eða eins og badmintonvöllur, og sáralít- ið verið hægt að gera þar," segir Þórarinn Þórisson leiðbeinandi sem sér um íþróttakennslu á Þórshöfh. „Viðbrigðin eru ólýsanleg og einnig breytingin á félagsaðstöðu fyrir krakkana sem verður með til- komu félagsmiðstöðvarinnar í hús- inu sem er vægast sagt mikil. Krakkarnir eru líka meö stjörnur í augunum, vilja helst vera hér allan daginn og það liggur við að það sé erfitt að koma þeim heim á kvöldin. íþróttaaðstaðan breytist geysilega, við höfum haft samskipti við Vopn- firðinga og Raufarhafharbúa og nú getum við boðið þeim hingað til keppni við bestu aðstæður. Þetta er geysileg breyting fyrir alla hér," sagði Þórarinn. « -gk Guðmundur J. Baldursson við sundlaugina í íþróttamiðstöðinni DV-mynd gk «~ nýr vefur Sk vísi-is ¦ nýjustu fréttir úr tölvuheiminum. ¦ allt um Internetið. ¦ allt um nýju leikina. ¦ athyglisverðar slóðir. ¦ tölvuumfjöllun úr DV og Viðskipta- blaðinu. ¦ brennidepill, þar sem þú lætur ljós þitt skina og margt, margt fleira ... irísirtölvur ^srliíii V-;.^.- V^ 'f/sSY ¦c* '^Z^i w- '."¦'¦?¦¦..:¦¦>¦¦:- -.,•-*. Gamla sundlaugin á Þórshöfn, sem þjónað hefur f meira en hálfa öld, hefur til | staðnum. verið eina íþróttamannvirkið á DV-mynd gk www visir is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.