Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 Utgáfufélag: FRIALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfusflóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓU BJÖRN KARASON Aðstooarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Rrtstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingan 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildin 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasioa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgafa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingan auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV askilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Verðbólgan er hafín að nýju Verðbólga má ekki vera meiri hér en í helztu viö- skiptalöndum okkar. Umframverðbólga veldur slakari samkeppnisstöðu arvinnuvega og þrýstir upp vöxtum, sem spilla samkeppnisstöðunni enn frekar, svo að úr verður vítahringur ótraustra emahagsmála. Um þessar mundir er verðbólga lítil í umheiminum, innan við 2% í viðskiptalöndum okkar. Annars vegar er lítil verðbólga hefðbundin í Bandaríkjunum og hins veg- ar hefur Vestur-Evrópa náð verðbólgu niður með mark- vissum aðgerðum til að koma á fót evrunni. Við höfum ekki agann af evrunni og erum þar á ofan að si^la inn í kosningaár með tilheyrandi losi á brems- um stjórnvalda. Verðbólga verður hér örugglega yfir 3% á árinu og getur hæglega farið yfir 5%. Þetta kemur fram í spám ýmissa stofnana, erlendra sem innlendra. Að venju eru Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki hus- bóndahollar stofnanir, sem ekki vilja valda ríkisstjórn- inni hugarangri. Þær hafa látið frá sér fara allt of lágar verðbólguspár út í hött og framkalla þannig beinlínis verðbólgu með því að svæfa stjórnvöld á verðinum. Það er sérstaklega ámælisvert, að íslenzki Seðlabank- inn skuli ekki haga sér eins og óháður seðlabanki, svo sem hefur verið í Bandaríkjunum og Þýzkalandi og nú síðast í Bretlandi, eftir að Tony Blair komst til valda. Háður seðlabanki er hættulegur seðlabanki. Þenslan er orðin svo mikil hér á landi, að vaxtastigið er orðið óraunhæft. Nauðsynlegt að hækka vexti sem allra fyrst og það verulega, en skaða má þjóðina enn frek- ar með því að fresta hækkuninni fram yfir kosningar til þess að valda ekki óróa á viðkvæmum tíma. Verðbólgan á íslandi stafar af ýmsum ástæðum. Einna veigamest er sveiflan af velgengni sjávarútvegs, sem bylgjast um allt þjóðfélagið. Kvótasölu-gróðakerfið magn- ar sveifiuna enn frekar með þvi að draga peninga til verðbólguhvetjandi fjárfestingar af ýmsu tagi. Stóriðjudraumar ríkisstjórnarinnar stuðla að óhófleg- um athafnavilja. Bjartsýnir slá lán til framkvæmda og vélakaupa. Þeir reikna með að fyrirhuguð stóriðju- og stórvirkjanavelta fieyti sér út úr skuldunum. Ahnenning- ur smitast af þessu og sukkar meira en ella. Margt fleira leggst á sömu sveif. Hagkerfið er lokaðra en vestræn hagkerfi og býður upp á óhagkvæma spill- ingu. Þannig kemst Eimskip upp með að niðurgreiða pappír fyrir Skeljung í símaskrána og L^dssíminn með að afhenda prentsmiðjunni Odda verkið án útboðs. í skjóli ríkisrekstrar og innfiutningshafta hefur land- búnaðinum tekizt að hækka afurðir sínar í vetur og stuðla þannig að verðbólgu. Þetta fyrirkomulag getur eitt út af fyrir sig komið í veg fyrir, að ísland taki sæti með alvönuíkjum verðfestu og trausts efhahags. Ríkisstjórnin hefur ekki hagað málum sjávarútvegs og landbúnaðar á þann hátt, að þaðan komi ekki verðbólga inn í þjóðfélagið. Hún hefur klúðrað ýmsum þáttum einkavæðingar á þann hátt, að einokun hefur haldizt og verðlag einkavinavæðingar hefur hækkað. Ríkisstíórnin er uppiskroppa með ýmsar aðrar verð- bólgubremsur, sem hafa gefizt henni vel á undanförnum árum. Hún bilar nuna, þegar röðin ætti að koma að frjálsræðisaðgerðum í sjávarútvegi og landbúnaði og málefnum, sem varða hagsmuni kolkrabbans. í slíkri stöðu er afLeitt, að helztu stofhanir efhahags- mála skuli vera svo vanþróaðar, að þær taka tillitssemi við ríkisstjórn fram yfír heiðarlegar efhahagsspár. Jónas Kristjánsson „Mengun frá Kólaskaga getur ógnað öllu lífi i kjarnorkuúrgangur mengi höfin." hafinu ef illa færi og ekkert gert til þess að sporna gegn því a< Norðurlanda samstarfið - styrkir stöðu okkar innan Evrópu Norrænt sam- starf á sér langa sögu þrátt fyrir að Norðurlandaráð sé lítið eitt yngra en íslenska lýðveldið. Samstarf Norður- landa hefur að mínu áliti mikla þýðingu á mörgum sviðum. Samstarf á sviði menningar- mála er mikilvæg undirstaða hins norræna samstarfs. Norrænt samstarf styrkir Norður- löndin sem eina menningarlega heild með meginá- herslu á lýðræðis- hefð, samhug og skyldleika þjóð- anna sem hai'a sterka norræna vitund. Hið nýja skipulag Norður- landaráðs gerir ráð fyrir að starfið falli í fastmótaðar leiðir sem auðvitað miða að því að styrkja stöðu Norðurland- anna inn á við og ekki síður á vett- vangi þjóðanna og í samstarfi við þjóðir Evrópu. þá ekki síst nærsvæðanna. Kjallarinn Sturla Böðvarsson alþingismaður og á sæti í Norðurlandaráði svæðanna sem varða okkur vissulega með einum eða öðrum hætti. Engum getur dulist að Eystrasaltsríkin og Rússland koma með brotið samfélag frá Sov- ét-tíðinni. Það er skylda okkar Norðurlandaþjóð- anna að styðja og styrkja þessar þjóðir með öllum tiltækum ráðum og stuðla að lýð- ræðisþróun og auknum mannréttindum borgar- anna. Erfiðustu viðfangsefni nærsvæðanna eru trú- lega mengun og mikil félagsleg vandamál. Með auknu starfi nær- „Það er mikilvægt verkefni okk- ar íslendinga innan Norðurlanda- samstarfsins að styrkja stöðu okkar meðal Evrópuþjóðanna og gæta þess að nýta styrk okkar sem samhentur hópur, jafnt gagnvart Evrópuþjóðunum sem á alþjóöavettvangi." og Erfiöustu verkefnin Á þessu kjörtimabili hef ég starfað á vettvangi Norðurlanda- ráðs. Verkefni mín innan Norður- landaráðs hafa einkum verið á vettvangi nærsvæðanefndar. Ég hef fengið tækifæri til þess að kynnast viðfangsefnum grann- svæðanefndar eiga Norðurlanda- þjóðirnar að geta orðið að liði og stuðlað að æskilegum breyting- um, ekki síst hjá Eystrasaltsríkj- unum. Mengunarhætta Þess er að vænta að Norður- landasamstarfið auki öryggi í norðurhluta álfunnar, tryggi sjálf- bæra þróun og geti orðið til þess að auðvelda aðgerðir gegn meng un hafanna og um leið auðlindun hafsins. Fyrir okkur íslendinga e ástæða til þess að vekja athygli; þeirri hættu sem mengun, m.a. fr; Kólaskaganum, getur haft í fö með sér, ekki síst fyrir Norðut löndin og þær þjóðir sem eig; mikið undir auðlindum hafsins. Vissulega ber nokkurn skugg; á þar sem eru deilur Norðmann; og okkar íslendinga um veiðar o; nýtingu fiskimiða sem báðar þjó£ irnar telja sig eiga tilkall ti] Frændur okkar, Norðmenn, virc ast fremur beina spjótum sínun að okkur íslendingum vegn; veiða nokkurra skipa í Smugunn en þeirri mengunarhættu sen stafar frá kjarnorkuúrgangi á o við Kólaskagann. Mengun fr. Kólaskaga getur ógnað öllu lífi hafinu ef illa færi og ekkert ger til þess að sporna gegn því a kjarnorkuúrgangur mengi höfin. Norrænt gildismat Norðurlöndin tengjast öll Evi ópusambandinu sterkum bóndur þrátt fyrir sérstöðu Islendinga o Norðmanna. Það er mikilvæg verkefni okkar íslendinga inna: Norðurlandasamstarfsins a styrkja stöðu okkar meðal Evi ópuþjóðanna og gæta þess að nýt styrk okkar sem samhentur hój ur, jafnt gagnvart Evrópuþjóður um sem á alþjóðavettvangi. Við eigum að sameinast um a halda í heiðri norrænt gildisms um leið og Norðurlandaþjóðirna eru hver með sínu lagi óflugi þátttakendur í því að styrkj stöðu Evrópuþjóðanna og stuðl þannig að framförum, auknur mannréttindum, velferð og friði. Sturla Böðvarssoi Skoðanir annarra Hin földu laun „Kaup embættismanna og þingmanna er miklu bet- ur falið en niðurgreiðslur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Þegar starfsmanni launþegasamtaka datt seint og um síðir að fara að athuga hvernig það lið allt sækir sér hnefa í sjóði ríkis og banka kemur í ljós hvílíkar viðbótartekjur þetta fólk tekur sér og lýgur svo til um lágu launin og fátækt sína. Við þetta hefur frjálshyggjan ekkert að athuga ... Grófleg risna og margföld lifeyrisréttindi kjaraaðalsins eru greidd af skattborgurum, sem aldrei hafa vit á að fylgjast með hvernig þeir eru hlunnfarnir. Og gestir í morg- unverði hagfræðingannna munu heldur aldrei velta fyrir sér af hverju þeir eru ójafnari en aðrir." Oddur Ólafsson í Degi 3. febr. Landsbyggöin og skattarnir „Sú snjalla hugmynd hefur nú komið upp hjá fram- kvæmdastjóra nokkrum úti á landsbyggðinni að ekki greiði allir landsmenn sama tekjuskattshlutfall. Framkvæmdastjórinn telur sem sé að þeir sem búa á landsbyggðinni ættu að greiða lægri skatta og réttlæt- ir hann þessa hugmynd með því að þetta geti dregið úr sókn fólks til suðvesturhornsins. En hver borgar brúsann, eða er þetta eitt af hinum ókeypis ráðum vinstri manna? Nei, þetta er langt í frá ókeypis og þeir sem myndu borga fyrir þessa lægri skatta eru vitaskuld þeir sem búa í þéttbýlinu. Framkvæmda- srjórinn bendir aðeins á björtu hhðina á málinu, en lét þess ekki getið að afleiðingar þess að fólk í dreif- býli myndi hafa hærri ráðstöfunartekjur vegna þessa en nú er, væru þær að fólk i þéttbýli hefði lægri ráð- stöfunartekjur." Úr 29. tbl. Vef-Þjóðviljans. Vandi Alþjóðaólympíunefndarinnar „Til þessa hafa forystumenn íþróttamála á íslandi staðið hjá þegar átök hafa átt sér stað um skipulag Al- þjóðaólympíunefhdarinnar. En nú bregður öðruvísi við því fyrir nokkrum dögum ritaði forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram, forseta Alþjóðaólympíunemdarinnar bréf þar sem hann hvetur til róttæícrar uppstokkunar á nefndinnni ... Það verður sannarlega forvitnilegt að sjá hvaða viðtökur tillögur Ellerts fá úti í hinum stóra heimi. Allténd er þetta í fyrsta sinn sem íslend- ingur hefur eitthvað til málanna að leggja í þessum efnum." Ingimar Jónsson í Mbl. 3. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.