Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 12
12 FTMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 Spurningin Tekuröu lýsi/vítamín? Bent Andersen, 9 ára: Ég gerði það einu sinni. Lilja Rut Þórarinsdóttir, 14 ára: Já, ég tek lýsi. Ásdfs Elva Kristinsdóttir, 14 ára: Ég tek stundum C-vítamín. Björn Sigurðsson, vinnur á Reykjalundi: Ég tek stundum vitamín. \mákm*& M Garðar H. Garðarsson, vinnur á Reykjalundi: Ég geri það sjaldan. Vignir Bjarnason nemi: Nei. Lesendur Samkeppni í utanlandsflugí - lægri fargjöld er krafan Gunnar Kristjánsson skrifar: Við íslendingar rembumst eins og rjúpan við staurinn að leita á þau mið í ferðaþjónustu sem bjóða lægstu fargjöldin. Einkum til útlanda þar sem möguleikar á ódýrari þjónustu bjóðast og úrval- ið er margfalt á við það sem fólk á völ á hér. Ég rakst á svör veg- farenda í DV sl. mánudag þar sem spurt var: Viltu samkeppni i ut- anlandsflugi? Fimm af sex að- spurðum svöruðu játandi. Einum var sama og svaraði ekki spurn- ingunni beint. - Yrðu fargjöldin héðan til útlanda almennt ódýrari væri hægur vandi fyrir íslenska ferðamenn að ganga inn í hvaða ferðir sem er í borgum á megin- landinu eða í Bretlandi og greiða jafnframt mun lægri gjöld en hér bjóðast. í breskum dagblöðum má lesa daglega tilboð um ferðir og flug frá Bretlandi vítt og breitt um heiminn og í flestum tilvikum blöskrar manni verðmunurinn á þeim ferðum og þeim er hér bjóðast. - Ég tek dæmi um auglýsingu í bresku blaði í síðustu viku. Þar eru auglýstar ferðir til Florida með flugi, bilaleigubíl og gistingu á mis- munandi hótelum (3, 4 og 5 stjörnu) í 14 nætur á 279 sterlingspund og hæst 389 pund. - Auglýsing um flug og bíl er þar einnig að finna á 189 ensk pund. Allt er þetta í samræmi við það sem t.d. Flugleiðir hf. bjóða útlend- ingum á markaðssvæði sinu, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég hef haft af því spurnir að t.d. í Luxem- borg, þangað sem Flugleiðir hættu nýlega að fljúga, bjóðist farþegum íslendingar eru mun verr settir en íbúar nágrannalandanna að því er flugfargjöld og sumarleyfisferðir snertir. Krafan er lægri fargjöld, segir m.a. í bréfinu. að taka KLM flug til Amsterdam og þaðan til Bandaríkjanna fyrir eitt- hvað ámóta fargjald og hér er tekið dæmi um frá Bretlandi. - Og dæm- in um lág fargjöld milli heimsálfa (Evrópu og Ameríku) eru óteh'andi. Á meðan sætum við íslendingar því að þurfa að greiða ofurgjöld til og frá landinu. Um þetta hefur ver- ið kvartað, bæði af farþegum sem hefur verið neitað um sömu fargjöld (t.d. íslendingar sem búa vestanhafs eða austan) er þeir ætla að notfæra sér hið auglýsta verð Flugleiða. Enginn aðili hér á landi, hvorki Ferðamálaráð né ráðuneyti (sem hafa þó eftirlit með flugþjónustu héðan til útlanda), tekur upp hansk- ann fyrir landsmenn að þessu leyti. Ég er hissa á að samgönguráðuneyt- ið skuli ekki láta þessi mál til sín taka eða sjálfur samgönguráðherra sem er áhugamaður um hvers kon- ar samgöngubætur hér innanlands og ræður raunar ferðinni í flugsam- göngum líka. En eitt er víst; það verður að mæta kröfum landsmanna um lægri fargjöld til og frá landinu og lægri verðtilboð í svokallaðar pakkaferðir sem fjölskyldur eru að vinna fyrir hörðum höndum mánuðum saman og dreifa kostnaðinum á allt að 36 mánuði eins og dæmi eru um. Bein hlustendalína í sjónvarpi Árni Björnsson hringdi: Ég hef fylgst nokkuð með þýsku sjónvarpsstöðvunum sem senda út um gervihnattasamband, sem mað- ur nær vel hér á landi með loftnets- diski. Þarna er um að ræða úrvals dagskrár og m.a. er ein stöðin, WDR, sem býður upp á beina hlust- endaþjónustu sem er mikið horft á. Líkist einna helst þjóðarsálarþætt- inum á Rás 2, en með öðru sniði að sjálfsögðu. Þetta ættu íslensku sjónvarps- stöðvarnar að kanna og bjóða upp á svona þjónustu. Þýska stöðin er meö þáttinn frá miðnætti til kl. 2 að nóttunni og held ég að það hentaði íslenskum áhorfendum vel einnig. Hér er ekki um að ræða neinn „kjat- faskaþátt" ef menn halda það. Þetta er eldklár maður sem svarar í þýsku sendingunni og bíður eftir hringingu um mál sem varða við- komandi einstakling, en ekki ætlað sem kvartana- eða deiluþáttur af neinu tagi. Menn bera upp spurn- ingar um hvaðeina án þess beinlín- is að ætlast tn að fá fullt svar. - Þeir sem þekkja þáttinn ættu að tjá sig um þetta. Ljótar eru fréttirnar, lagsi Haraldur Guðnason skrifar: „Ljótar eru fréttirnar, lagsi", var haft eftir karli í Landeyjum, sem kom sunnan frá sjóbæjum og frétti að Eyjamenn væru farnir að tvíróa undir Sand, en Landeyingar komust ekki á sjó vegna brims. Og ljótar þóttu skrifara líka frétt- irnar af bágum kjörum alþingis- manna okkar. Hafa þeir þó, með minnstu fríðindum, fjórföld laun verkamanna. Þóttust „verkalýðsfor- ingjar" allvel hafa samið. Þá eru ýmsir þingmenn í störfum utan þings. - Og tíu þingmenn hafa ráð- herraembætti sem aukabúgrein, en þingsetan er þó talin fullt starf. En launin eru hættulega lág að dómi þingforseta. Samt virðist sem ekki þurfi að óttast að „hæfileika- [LÍ©H1[D)Æ\ þjónusta allan sólarhringii 39,90 mínútan — eða hringið í síma %^*SBí»Ó 5000 milli kl. 14 og 16 „Og tíu þingmenn hafa ráðherraembætti sem aukabúgrein, en þingsetan er þó talin fullt starf," segir Haraldur m.a. í bréfinu. menn" fáist til þingsetu vegna hinna bágu kjara. En kannski mætti „flóran" (eins og sagt er á fínu máli) vera fjölbreyttari. Til að mynda að fá fleiri „fræðinga", svo sem tölvufræðinga, genafræðinga, snyrtifræðinga, bðkasamsfræðinga, og fleiri og fleiri. Við þurfum líka sægreifa, land- greifa, sálgreina, forstjóra, verð- bréfasala, lífeyrisbjóða og víxlara. Þrátt fyrir bágu kjörin er mikið fjör í framboðum og virðist víða mann- val. Þeir sem fara í prófkjör kosta til ærnu fé, hverjir sem svo borga fyrir láglaunafólkið. Skyldi vera að samfylkingar- klúðrið hafi stafað af því að tígul- kóngarnir í spilinu hafi verið of margir? Vantar rými fyrir þá mörgu sem vilja vera efstir? - Eitt er víst: „Ekki komast allir á kirkju- garðsbaílið í haust sem langaði til þess í vor". Samfyikingin dauö samtök Guðjón Einarsson skrifar: Mér sýnist listi Samfylkingarinn- ar, sem nú er sem mest fjaðrafokið um, vera til afar lítilla afreka. Með þvi að líta á nöfn þeirra sem hlutu efstu sætin eru ekki mikil líkindi til að þessi listi hljóti atkvæði að neinu marki í komandi kosningum. Svo- kallaður uppgangur í þessu prófkjöri er í mesta lagi til að sanna og sýna að A-flokkarnir, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag, eru liðnir undir lok að fullu og öllu. Kvennalistann talar enginn um. Leifar hans eru Samfylk- ingunni fremur til trafala en hitt. Ég myndi ekki veðja á nöfn Samfylking- arinnar sem ráðherraefni. Guð hjálpi þjóðinni ef það gerðist. - Það var allt ljótur leikur, það sannast brátt. Borghildur í Þjóðarsálinni Njáll hringdi: Ég hlustaði á Þjóðarsálina á rás 2 sl. mánudag. Þar hringdi inn m.a. kona að nafni Borghildur og gagn- rýndi Sjónvarpið harðlega fyrir að halda Spaugstofunni inni sem skemmtiatriði fyrir landsmenn. Hún fordæmdi réttilega klámið og ofbeldið í síðasta þætti. Vildi að Spaugstofan yrði sett í ævilangt fri og reyndar Sjónvarpið líka. Undir þetta skal tek- ið hér. Sjónvarpið virðist stjórnlaust og geta dembt hverju sem er yfir þjóðina. Sjónvarpsstjóri, útvarps- stjóri og útvarpsráð virðast enga ábyrgð taka. Ferðaþjónusta eða stóriðja Hulda skrifar: í sjónvarpsfréttum rétt nýlega var borið saman hagræði af ferðaþjón- ustu annars vegar og orkufrekum iðnaði, svo sem stóriðju, hins vegar. Þar var því haldið fram að laun í ferðaþjónstunni væru ekki síður vænleg en í stóriðjunni. Þessu mót- mæli ég harðlega. Spyrjið starfsfólkið á hótelum og veitingahúsunum um launin. Þau eru þau lægstu sem um getur í landinu. Kannski hafa „stjór- arnir" og þeir í skipulagningunni og markaðssetningunni það dágott. Það á ekki við um almenna starfsmenn sem eru uppistaðan í þjónustunni sjálfri. Síður en svo. í orkufreka iðn- aðinum (t.d. í Álverinu í Straumsvik og á Grundartanga) eru sómasamleg laun og þar eru allir ánægðir. Það á ekki við um ferðabransann. Úr hásæti hrokans Elín Jónsdóttir skrifar: Ég vil lýsa óánægju minni með hrakfarir Kvennalistans. Mér hefur fundist undanfarið, gagnstætt því sem var í upphafi, að hrokinn hafi verið yfirþyrmandi í öllum viðtölum við þessa forsvarsmenn Kvennahst- ans á síðustu mánuðum. Ekki síst hjá Guðnýju Guðbjörnsdóttur sem datt niður í 8. sætiö í prófkjörshólfunum, sem þær sjálfar kröfðust. Hefðu þessi hólf ekki verið til staðar, þá hefði Kvennalistinn líklega komið betur út. En nú hefur Kvennalistinn dottið úr hásæti hrokans og við þvl er ekk- ert að gera. Hann er liðinn undir lok sem stjórnmálaafl, ásamt fíeiri flokk- um. Kannski best fyrir alla. Slagur í Sjálf- stæðisflokki? Eiríkur hrúigdi: Ekki ætlar Sjálfstæðisfiokkurinn að sleppa við innanmeinin frekar en hinir flokkarnir. Nú er það varaför- mannsembættið sem steytir á. Ef flokkurinn ætlar að losa um foryst- una með því að þurrka út stöðu vara- formanns, þá er stutt í upplausnina. Eitthvert ráð eða framkvæmdastjórn nær aldrei að koma fram í forföÚum formanns eða taka við í millibilsá- standi. Varaformannsstaða í Sjálf- stæðisflokknum er sterk pólitísk staða og án hennar veikist flokkur- inn verulega. Er það kannski orðin samræmd stefna allra íslensku stjórnmálaflokkanna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.